Þjóðviljinn - 12.05.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 Miðvikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ,/Viö höfum átt því láni að fagna i Neskaupstað, að hér hefur verið næg at- vinna um langt árabil, og það er ekki síst því að þakka, að Síldarvinnslan hf., stærsta atvinnufyrir- tækið á staðnum og sem er í félagslegri eigu, hef- ur verið í fararbroddi á landinu öllu í atvinnulegu tilliti, brautryðjandi í út- gerð stórra nótabáta og siðar skuttogara og ekki síður í uppbyggingu margskonar mismunandi sjávarafurðavinnslu á eigin vegum". Undirstaða atvinnulíisins Þannig fórust Þórði Þórðar- syni, skrifstofumanni Sildar- vinnslunnar og bæjarfulltrúa i Neskaupstað orð, þegar Þjóð- viljinn falaðist eftir fróðleiks- kornum um atvinnumál i Nes- kaupstað. Þórður hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- bandaiagið frá 1978, og skipar nú 5. sætið eða baráttusætið, á lista flokksins til bæjarstjórnar- kosninganna i vor. — Hvað eru margir togarar og bátar gcrðir út frá Neskaup- stað? „Hér eru gerðir út þrir skut- togarar, jafnmörg nótaskip og á milli 40 - 50 smærri bátar, þ.e. trillur og dekkaðir bátar. Þessir bátar og togarar eru auðvitað það, sem myndar grunninn að okkar atvinnulifi, og það má til gamans nefna aflatölur, að visu frá þvi i fyrra, en þá veiddu tog- ararnir samtals yfir 10.000 tonn, nótaskipin rúmlega 42.000 tonn og smærri bátarnir tæplega 1500 tonn. Þetta er alls ekki iitiö”. — Hvað starfa margir sjó- menn á þessum togurum og bát- um? ,,A togurunum starfa um 60 sjómenn og álika fjöldi er á smærri bátunum. Að visu róa flestir smærri bátarnir aðeins yfir sumartimann, en þó nokkr- ir stunda veiöar árið um kring eða svo gott sem, og margir sjó- menn á þeim hafa allar tekjur sinar af þeim veiðum. Blikur á loftf A nótaskipunum störfuðu um 50 manns, en nú eru blikur þar á lofti. Þaö er ljóst, aö loðnuveið- ar dragast stórlega saman á næstunni og þvi hefur verið gripið til þess ráðs að breyta einu nótaskipanna i skuttogara. Hvernig brugöist verður við gagnvart hinum skipunum er ekki ákveðiö — en það er ljóst, að þeir sjómenn, sem eru á nótaskipunum verða fyrir veru- legu tekjutapi vegna stöðvunar loðnuveiðanna. Sama má segja um þá sem vinna i loðnuverk- smiðjunum og við þjónustuiðn- aðinn i kringum loönuna að ógleymdu bæjarfélaginu sjálfu. Auðvitað vill maður ekki trúa þvi að ástand loönustofnsins sé eins slæmt og sagt er — en við höfum samt brugðist strax við breyttum aðstæðum með þvi að láta breyta Beiti i skuttogara, sem mun salta aflann um borð en siðan fullunninn i landi.” — Er afli bátanna og togar- anna unninn hér i Neskaupstað eingöngu, eða fara þeir annað tii að landa lika? „Mér er óhætt aö segja, að langstærstur hluti þessa afla i fyrra hafi verið unninn i verk- unarstöðvum Sildarvinnslunn- ar. Þær eru reyndar margar: frystihús, saltfisk- og skreiðar- verkunarstöð og svo loðnu- bræðsla, og þær eru allar vel búnar tækjum til aö vinna afl- ann á besta hátt”. Félagseign — Vinna margir á þcssum vinnustöðum? „Já. Það eru samtals um 300 manns, sem starfa í verkunar- stöðvunum að jafnaöi. Það er stundum meira, i annan tima minna, eins og gengur og gerist i fiskvinnslu; auk þess vinna hjá Sildarvinnslunni þeir, sem starfa við bátastöðina, véla- verkstæðið og dráttarbrautina, ætli það láti ekki nærri lagi, að Síldarvinnslan greiði i laun ná- lægt einni miljón króna á viku”. — Hvaða kostir eru fylgjandi þvi að hráefnisöflun og úr- vinnsla er rekin af einu og sama fyrirtækinu? „Kostirnir eru auðvitað aug- ljdsir, þegar þess er gætt, að Sildarvinnslan er i félagslegri eigu. Ef verður tap á einum þætti starfseminnar, þá getur hagnaður á öðrum þætti orðið til aö bæta tjónið. t svona rekstri styður hver þáttur við annan, þannig aö timabundin skakka- föll, t.d. eins og þegar loönan hverfur eins og nú, hafa ekki jafn skaðvænleg áhrif og ella hefði getað orðið. Öryggi fyrir byggðarlagið Og það er annar kostur við það að Sildarvinnslan skuii vera i félagslegri eigu: hér er ekki til staðar sú röskun, sem fylgir yf- irleitt kynslóðaskiptum I stórum fyrirtækjum, og það er engin hætta á þvi að hluthafar selji eigur félagsins i gróðaskyni eða leggi niður reksturinn hér. I þessu er fólgiö mikið öryggi fyr- ir byggöarlagið, ekki sist þegar það er haft i huga, að Sildar- vinnslan hf. er þriöja stærsta gjaldeyrisskapandi fyrirtæki á landinu. Aðeins Alverið og Málmblendiverksmiðjan á Grundartanga afla meiri gjald- eyris”. — En verður það ekki dálítið einhæft og jafnvel skaðlegt þeg- ar til lengdar lætur að treysta I aöalatriðum á aðeins einn at- vinnuveg? „Eins og nú er, er atvinna meira en næg. Þaö er frekar að vanti fólk en hitt, og mörg verk- efni þarf aö fá unnin utan byggðarlagsins. Þaö er auðvit- að gleðilegra þegar þannig er, heldur en ef væri atvinnuleysi. Auka þarf atvinnutækifæri En það væri vissulega æski- legt, ef tækist að auka fjöl- breytnina i atvinnulifinu. Hér hefur m.a. verið unniö aö stækk- un sjúkrahússins, og það má ætia, að sú stækkun hafi i för með sér aukningu atvinnutæki- færa, en það má vissulega gera margt betur i þessum efnum. Það er mikilvægt, ekki sist til þess að fólk gæti betur valiö störf viö sitt hæfi”. — Hvernig ætlar Alþýðu- bandalagið að standa að upp- byggingu atvinnutækjanna i Neskaupstað? „Alþýðubandalagið vill auö- vitað helst stuðla að félags- rekstri um hin ýmsu atvinnu- tæki, og þá jafnvel meö þátttöku bæjarfélagsins. Og það þarf ekki siður að efla einkaframtak- iö jafnframt hinu félagslega. Þar er einmitt kjörinn vett- vangur ýmiss konar smærri iðn- aðar og evo þjónustu. En höfuöverkefnið á komandi kjörtimabili veröur að minu áliti það, að stuðla að fjölgun fjölbreyttari atvinnutækifæra með markvissu átaki”. — jsj- „Það hefur alltaf verið fyrsta boðorð meirihluta Alþýðu- bandalagsins, að full atvinna sé i bænum. Slikt verður ekki tryggt nema með nánu sam- starfi bæjarstjórnar og þeirra, sem forystu hafa i atvinnulifinu og hér i Neskaupstað hafa for- ráðamenn atvinnulifsins og bæjarstjórnarmeirihlutinn unn- ið náið saman aö þvi að efla at- vinnulifið og byggja þaö upp á félagslegum grundvelli. Meðan einka- framtakið græðir Þetta þýöir ekki aö við van- metum gildi einkarekstursins. Félagslegt framtak og einka- framtak geta starfaö saman Kristinn V. Jóhannsson, efsti maöur á lista AB: „Starf bæjarfulltrúa einskorðast ekki við bæjarstjóm og flokk” Kristinn V. Jóhannsson hefur setið i bæjarstjórn Neskaupstaðar í sextán ár, og á þar með lengstan starfsaldur þar af Al- þýðubandalagsfólki nú. Hann hefur auk þess gegnt starfi forseta bæj- arstjórnar um átta ára skeið, og auðvitað hafa þessi störf í þágu bæjar- ins verið unnin til hliðar við aðra vinnu, kennslu við gagnfræðaskólann í fyrstu, en eftir tíu ára kennslustörf gerist Krist- inn skólastjóri Iðnskóla Austurlands einnig um tíu ára skeið. Nú er hann ný- tekinn við starfi fram- kvæmdastjóra Sam- vinnufélags útgerðar- manna i Neskaupstað og Olíusamlags útvegs- manna — og hann kveðst ætla að gegna þvi starfi lika í tíu ár — „ég miða ekki við fimm heldur tíu ára áætlanir", segir hann og brosir, þegar við setj- umst niður til að ræða að- allega um bæjarmálin og starf Alþýðubandalags- insaðþeim. Forseti bæjarstjórnar „Það er i minum verkahring sem forseta bæjarstjórnar að aðstoða bæjarstjóra við að und- irbúa fundi hennar og svo auö- vitað að stjórna þeim. Það fylg- ir starfinu einnig aö koma að einhverju leyti fram opinber- lega fyrir hönd bæjarins” — og nú brosir Kristinn breitt — „það er nú til allrar hamingju ekki i neinum ógurlegum mæli. Það er aðallega þegar gestir koma hingað á vegum bæjarins, inn- lendir eða erlendir. En mest þreytandi þykir mér þó allur þeytingurinn, sem getur fylgt þessu starfi, fundir hér og ráð- stefnur þar — en það veröur auðvitaö einhver að gera þetta, og maður reynir þá að gera eins vel og hægt er”. — Þvl er oft haldið fram, Kristinn, að óhollt sé sama flokki að stjórna of lengi einn og sagt, að mönnum þess flokks hætti til að skoða störf sin ógagnrýnum augum. „Ég hef oft vel þessu fyrir mér, enda hafa andstæðingar okkar hér oft hamrað á þessu. Sagt að við værum búin að halda of lengi um stjórnartaumana. Falskenning_________________ Þetta er falskenning. Lang- vinnur meirihluti hefur stóra kosti. Hann tryggir stefnufestu I stað hringls og samheldni i stað árekstra. Með hæfilega ör- um mannaskiptum i sveitar- stjórn er auðvelt aö fyrirbyggja stöönun eða „stjórnunar- þreytu” og þeirri reglu fylgjum viö. Við þessar kosningar er nýtt fólk i tveimur af fimm efstu sætunum: Elma Guömunds- dóttir i öðru sæti og Smári Geirsson i þvi fjórða — svo má aftur deila um, hvort ég sé ekki búinn aö sitja alveg nógu lengi. Metiðaf verkum______________ Kjósendur hljóta að meta meirihlutann af verkum hans, en ekki þvi hve lengi hann hefur setið og þvi mati kviðum viö ekki.” — Nú er ekki nóg með, að Al- þýðubandalagsmenn hér I Nes- kaupstað hafi meirihluta I bæj- arstjórn — þeir hafa lika átt mikinn þátt I uppbyggingu at- vinnuveganna og stjórna hér stærstu fyrirtækjunum. Hvernig fer þetta saman? með góðum árangri — en aðeins meðan einkaframtakið græðir á þvi. Við þekkjum þetta frá fyrri tið, og vegna þeirrar reynslu er okkurljóst, aö til að tryggja vel- megun bæjarfélagsins og al- mennings, veröur aö efla fé- lagslegan rekstur.” Tengsl bæjaryfirvalda og atvinnulífs_________________ — En getur staður á borð við Neskaupstaö haldið uppi þeim félagslega rekstri, sem þú ert að tala um? „Já, við höfum næg verkefni framundan til að glima við, og ég get nefnt t.d. gatnagerð, hafnargerð, íþróttamál og skólamál þvi til staöfesting- ar. Við Alþýðubandalgasmenn gerum okkur Ijóst að full at- vinna er forsenda framkvæmda og framfara, og þvi munum við héreftir sem hingað til leggja höfuðáherslu á aö treysta grundvöllinn — atvinnulifið. Það er um þetta, sem kosn- ingarnar hér snúast: um það, hvort Alþýöubandalagiö eigi aö halda meirihluta sinum, en það tryggir þau tengsl bæjaryfir- valda og atvinnulifs, sem nauð- synleg eru — eöa hvort andstæö- ingar okkar eiga aö fá hér meirihlutavald með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum”. Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar I Neskaupstaö: Viö leggjum áherslu á náið samstarf með bæjarstjórn og þeim sem til forystu hafa valist I atvinnulifinu. Lilja Aöalsteinsdóttir, hjúkrunarfr. um heilsugæslu í Neskaupstað: Stefna bæjaryfirvalda er að fara að vilja gamla fólksins „Heilsugæslumálum hér í Nes- kaupstað er ágætlega fyrir komið nú, einkum eftir að við- bótin var byggð við sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin tekin í notkun, en hún veitir mestalla þá þjónustu, sem svonefndar tveggja lækna stöðvar veita, nema hvað heimahjúkrun hefur ekki verið komið á laggirnar enn- þá", sagði Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, i samtali við Þjóðviljann á dögunum. Hún var spurð um, hvort þjónusta sjúkra- hússins þætti góð. Betri þjónusta „Það er liklega óhætt að segja, að sjúkrahúsið hér veiti fólki mun betri þjón- ustu en það á kost á t.d. i Reykjavik. Hér þekkist það ekki, svo nefnt sé alþekkt dæmi, að fólk sé látið biða vikum og mán- uðum saman eftir leguplássi, heldur er reynt að veita fólki þá þjónustu, sem það þarfnast, þegar i stað”. — Eru leguplássin þá það mörg, að biö- listum hefur verið útrýmt? „Nei, það eru auðvitað alltaf biðlistar. En það er reynt að meta, hversu bráð þau tilfelli eru, sem koma upp hverju sinni og þau tekin fyrir samkvæmt þvi mati. Eftir sauðburðinn Biðlistarnir eru má segja fyrst og fremst fyrir fólkið úr sveitinni, sem vill gjarnan haga sjúkrahússvistinni eftir sinum störfum og koma t.d. eftir sauð- burðinn eða heyskapinn. Það er reynt að taka tillit til þessara óska og kalla inn sjúklinga eftir þvi”. — Hvað starfa margir við sjúkrahúsiö og heilsugæslustöðina? „Ég hef nú ekki töiur á hraðbergi um það. En það eru um tiu hjúkrunarfræð- ingar, sem vinna hér, þó misjafnlega mikiö, álika margir sjúkraliðar, tveir læknar og svo ófaglært starfsfólk i ýmsum störfum. Það er reyndar helst að skórinn kreppi, þegar fjöldi læknanna er annars vegar, þvi samkvæmt lögum ættu að starfa hér tveir heilsugæslulæknar, einn- skurölæknir og lyflæknir sem við höfum þvi miöur ekki. Lilja Aöalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur: Hér hefur verið hlúð vel aö gamla fólkinu. En Neskaupstaður er hins vegar ekki nógu stór til aö standa undir fjórum lækn- um, en það er engu að siður mjög brýnt að fá hingað lyflækni og heilsugæslulækni eða aö minnsta kosti sérstakan heilsu- gæsluhjúkrunarfræðing, svo stöðin geti sinnt þeim verkefnum, sem henni ber”. — Ilver eru verkefni heilsugæsiu- stöðvarinnar? „Stöðin starfar sem göngudeild á morgnana, og þar getur fólk fengið eftir- meðferð, eins og t.d. skipti á sáraum- búðum, sprautur og myndatökur. Þeim þætti mála er ágætlega sinnt, enda starfar heilsugæslustöðin hér i nánum tengslum við sjúkrahúsiö, eins og kveðið er á um i lögum. Heimahjúkrun Hins vegar er það afskaplega brýnt, að heilsugæslustööin hér fari að veita heima- hjúkrunarþjónustu. Þaö er stefna bæjar- yfirvalda hér aö fara aö vilja gamla fóiks- ins i þvi að það vill dvelja inni á sinum heimilum ef þess er kostur, en það krefst þess auðvitað, að hægt sé að veita þvi ákveðna þjónustu á sviði heilsugæslu, þjónustu, sem sækir fólk heim. Slik þjón- usta er auövitað margs konar, en t.d. reglubundið eftirlit með heilsu aldraðra kemur þar inn i, auk annarrar daglegrar þjónustu, sem veitt er á elliheimilum. Það myndi lika verða eitt af verkefnum heilsugæslustöövarinnar að sinna reglu- bundnu eftirliti með heilsu allra bæjarbúa og þá ekki sist barnanna, en það hefur þvi miður verið erfitt að hrinda þvi af stað”. — Er þá ekkert eftirlit með heilsu barna? „Jú, auðvitaö. Mæðurnar — það eru nú yfirleitt þær — geta hvenær sem er komið á sjúkrahúsiö meö börn sin til skoðunar. Þaö vantar ekki, og þeim er vitaskuld sinnt eins vel og tök eru á. En það, sem ég er að ræða um, er reglubundið eftirlit á vegum heilsugæslustöðvarinnar og að hennar frumkvæði i einu og öllu. Slikt eftirlit kemst ekki á, fyrr en hingað hefur I verið fenginn heilsugæsluhjúkrunarfræö- ingur, eins og ég nefndi áðan. Og mér finnst það bæöi eðlilegt og árangursrikara að hafa ljósmóður, sem sækir mæður heim, stundar eftirlit með börnum þeirra og leysir úr þeim vandamálum, sem oft koma upp þegar hvitvoðungar eru ann- ars vegar”. Óviðeigandi að horia í kostnaðinn — En kostar ekki öll þessi heilsugæsla óhcyrilega mikið? „Það fer nú eftir þvi hvernig á þaö er litið. Þessar úrbætur, sem ég hef verið að ræða um, kosta bæjarfélagið hér ekki svo mikiö, þvi rikið tekur mikinn þátt i rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. A hinn bóginn má lika spyrja sem svo, hvort ekki sé óviðeigandi að horfa i pen- ingana, þegar heilsa fólks og velferð er annars vegar. Ég held megi tvimælalaust svara þeirri spurningu játandi. Það er ekki sist þess vegna, sem hér hefur verið hlúð afar vel aö gamla fólkinu, þótt vafa- laust megi enn bæta þá þjónustu, sem þvi er veitt — og hér verður reyndar vigö á laugardaginn einhver alfullkomnasta endurhæfingarstöð, sem til er á landinu utan Reykjavikur. Hún veröur i kjallara nýju sjúkrahúsbyggingarinnar, og verður reyndar ekki eingöngu öldruðum til hagsbóta, heldur einnig öryrkjum. iá, og öllum sem þurfa þessarar þjónusln viö.” — jsj Rabbaö viö Sigrúnu Þormóösdóttur, bæjarfulltrúa AB í Neskaupstað ,Opið starf og samvinna við bæjarbúa’ Sigrún Þormóðsdóttir er fyrsta og eina konan, sem hefur gegnt störfum varaforseta bæjarstjórn- ar i Neskaupstað, en hún er jafnframt önnur kon- an, sem átt hefur sæti í bæjarstjórn sem aðalfull- trúi. Á síðara kjörtímabili sinu, 1978 — '82, tók hún einnig sæti i bygginga- nefnd Neskaupstaðar — en slikar nefndir hafa al- mennt ekki verið taldar á „sviði kvenna", svo notað sé alþekkt orðalag og ójafnréttislegt. Dugmikill hópur kvenna En einmitt vegna þess að Sig- rún hefur unnið þessi störf og þvi likleg til að hafa sitt að segja um ekki aöeins jafnréttismál heldur og störf kvenna i stjórn- málaflokkum og sveitarstjórn- um, settist blm. Þjóðviljans nið- ur með henni nokkra stund i kosningaskrifstofu Alþýðu- bandalagsins I Neskaupstað. „Það hefur þvi miður verið fremur litið um það, aö konur hafi haslað sér völl innan okkar félags, þar til nú, að upp er ris- inn dugmikill hópur kvenna, sem ætlar sér að starfa innan þess og hafa sin áhrif á þeim vettvangi. Aðrar forsendur Þessi hópur gerir það að verk- um, aö þær konur, sem héðan i frá munu veljast til setu i bæjar- stjórn, a.m.k. fyrir Alþýöu- bandalagið, munu starfa á allt öörum forsendum en áður.” — Þýðir þetta þá, að konum muni fjölga i bæjarstjórn? „Eins og er, þá er aðeins ein kona i öruggu sæti á lista Al- þýðubandalagsins i þessum kosningum. En i bæði 6. og 7. sæti eru konur, sem munu verða meira og minna virkar sem bæjarfulltrúar, þannig að vissu- lega eykst hlutur kvenna i bæj- arstjórn.” — Finnst þér þú verða vör við það, sem fulltrúi i bæjarstjórn og félagi i stjórnmálaflokki, að það vanti konur til þátttöku I stjórnun bæjarfélagsins? „Já, mér finnst nú, að konur þyrftu aö verða virkari innan flokksins. Það veitir aldrei af fólki til starfa, eins og gefur aö skilja. En þegar litiö er til stjórnunar á bæjarfélaginu og stofnunum þess i heild, þá kem- ur i ljós, að konur eru þar i meirihluta: konur eru við stjórnvölinn i Egilsbúö, Fram- haldsskólanum, iþróttamann- virkjunum, viö dagheimiliö, og annar læknanna viö sjúkrahúsiö er kona. Þetta er alls ekki svo slæmt. Framhald á bls 8. Sigrún gaf sér með naumindum tima til að sitja fyrir á mynd að loknu spjallinu. Ljósm.: — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.