Þjóðviljinn - 14.05.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1982, Síða 3
Föstudagur 14. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 um helgina Ymislegt: Samhygöarfélagar ætla að efla tengslin við nágrannann og félagann um helgina. „Grasrótartengsl” Maímót Samhygðar á sunnudag Sunnudaginn 16. mai verða haldin mai-mót Samhygðar. Mót þessi eru haldin fjórum sinnum á ári og eru orðin fastur iiður I starfsemi hreyfingar- innar. Tilgangurinn með þeim er að efla mannleg tengsl og kynna starf og markmið Sam- hygðar. Raunveruleg mannleg tengsl eru algjör forsenda þess að hægt sé að bæta þjóðfélagsástandið, þess vegna vinna hópar Sam- hygðar að þvi að mynda net „Grasrótartengsla”, hver i sinu umhverfi, meðal nágranna vina, fjölskyldu og vinnufélaga. Ýmislegt verður til skemmt- unar og fróðleiks á mótunum, leikrit, ljóð, söngur og fl. og verða þau haldin á eftirtöldum stööum: Samhygðarhúsið v/Flatar- hraun, Hafnarfirði kl. 16.00 Djúpið, Hafnarstræti 15 kl. 15.30 Skipholti70 kl. 16.00 Freygjugötu27 kl. 16.00 Djúpið.Hafnarstr 15 kl.2030 Siðumúla 11 kl. 16.00 Þrótth.v/Holtaveg kl. 16.00 Kynningarfundur: Sóleyjar- samtökin Kynningarfundur um Sóleyj- arsamtökin og Siðdegisblaðið verður haldinn næstkomandi laugardag, 15. mai kl. 14.00 i AÐALSTRÆTI 16, 2. hæð. Sóleyjarsamtökin eru ó- flokkspólitisk, þjóðleg baráttu- hreyfing sem berst fyrir auknu sjálfsforræði íslendinga I menn- ingarmálum, yfirstjórn Islend- inga á vörnum landsins og gegn aukinni ásókn erlendra auð- hringa i islensku efnahagslifi. Allir þeir sem vilja styrkja is- lenska þjóðmenningu og sjálf- stæði lands og þjóðar á öllum sviöum eru sérstaklega vel- komnir á fundinn. I Fyrirlestur: Ný- húmanisia „Proutistinn” Ac. Abadevananda Atv. heldur fyrirlestur um NÝ- HUMANISMA I Aðalstræti 16, 2. hæð á morgun laugardaginn 15. maf kl. 16.00 Allir þeir sem fylgjast með gangi heimsmála og gera sér grein fyrir að þjóðfélögum heims verður ekki stjórnað öllu lengur á grundvelli þröngsýnna kenninga er skipta mannkyninu upp i striðandi hagsmunahópa, ættuekki að láta fyrirlestur Ac. Abadevananda fram hjá sér fara. Hinn almenni bænadagur: Lotning fyrir lífi Hinn almenni bænadagur, fimmti sunnudagur eftir páska, verður næsta sunnudag, þann 16. mai. Eru nú þrjátiu ár siðan sá dagur kirkjuársins var útval- inn bænadagur islensku þjóðar- innar. Fyrsti almenni bæna- dagurinn var árið 1951. Bænadeginum i ár hefur biskup íslands, Pétur Sigur- geirsson valið bænarefnið: Lotning fyrir lifi. 1 fréttatil- kynningu biskups er tekið fram aö kristin kirkja vekji athygli i boöun sinni og bænargjörð á þeirri frumskyldu jarðarbúa að þeir beri lotningu fyrir öllu lifi i hvaða mynd sem það birtist. Það sé brýnna nú en nokkru sinni áður að mannheimurinn vakni til vitundar um þessa helgustu köllun sina. Húnvetninga- félagið býður í kaffi Eins og undanfarin ár býður llúnvetningafélagiö eldri félögum og gestum þeirra til kaffidrykkju i Domus Medica, sunnudaginn 16. mai kl. 3 e.h. Til skemmtunar verður kór- söngur, upplestur, og hljóðfæra- leikur. Allan undirbúning veit- inga og framreiðslu hafa félags- konur annast eins og áöur. Við vonum að sem flestir not- færi sér þetta tækifæri til að hitta gamla vini og kunningja og njóta um leið góðra veitinga. Húsið opnar kl. 2. eftir hádegi. Stofnfundur um söngleikjahús Stofnfundur félags um dans- og söngleikjahús i Reykjavlk verður haidinn n.k. sunnudag kl. 2 i Atthagasal Hótel Sögu. Allir sem áhuga hafa á fyrir- . tækinu eru hvattir til að mæta, og sagði Auður Haralds, einn aðstandenda þess, að á annað hundrað tillögur að nafni á leik- húsið hefðu borist. Hugmyndin eraðreyna aö koma rekstrinum afstaðeftir aö félagum hann er stofnað og siöan aö taka ákvarð- anir i húsnæðismálum. Sagði Auður aö veriö væri aö leita að hentuguhúsnæöi fyrir leikhúsið, en slíkt liggur ekki á lausu I borginni eins og flestum mun kunnugt. Moldarsala í Kópavogi um helgina Núna um helgina verður hin árlega moldarsala Lionsklúbbs- ins Munins i Kópavogi og rennur allur ágóði moldarsölunnar til Hjúkrunarheimilis aldraðra þar i bæ, en nú stendur einmitt loka- átakiö yfir við þá byggingu. Lionsklúbburinn Muninn selur moldina i heilum bil- hlössum og er moldinni ekið hvert sem er á Stór-Reykja- vikursvæðinu. Moldin er ýmist tekin i Fossvogi eða Sundahöfn. Tekið er á móti pöntunum i simum. 42058, 17118 Og 44731. Vorkapp- reiðar Fáks haldnar á morgun Vorkappreiöar Fáks verða haldnar laugardaginn 15. mai að Viöivöllum og hefjast þær kl. 14.30. Þetta verða fyrstu kapp- reiöar ársins og er fjöldi keppnishesta nokkuö á annað hundrað. Eins og kunnugt er veröur Landsmót hestamanna i Reynt er að geta sér til hverjir séu liklegastir til að blanda sér i baráttuna um toppinn á Lands- móti. Af skráningum er ljóst að óvenju mikið er af nýjum hest- um I flestum keppnisgreinum. 1 hverri grein má þó þekkja nöfn margra þeirra sem helst komu viö sögu s.l. sumar. Hvorki Skjóni né Fannar munu þó mæta til leiks I skeiö- inu og vafalaust veröur úrslita þar beðið með mestri spennu. Til að auka spennuna verður veöbanki Fáks starfræktur að venju. Þá veröur forvitnilegt aö sjá hvernig nýjum knöpum reið- ir af, þvi með samþykkt siðasta ársþings L.H. hækkuðu aldurs- mörk þeirra i 16 ár og eru þar með flestir helstu knapar kapp- reiðahrossa frá siðasta ári úr leik. 1. júní er dregið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins. Gerið skil sem fyrst. Kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins Happdrættismiðar i kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins hafa veriðsendir út til stuðningsmanna og velunnara Alþýöu- bandalagsins I Reykjavik. Miðanamá greiða i öllum bönkum og póstútibúum og á skrif- stofu ABR að Grettisgötu 3 og Siðumúla 27. Þeir sem ekki hafa fengið senda miða geta snúiö sér til kosn- ingamiðstöðvar félagsins aö Siðumúla 27 (simar 39813 og 39816). VINNINGAR: Suzuki Alto. Sérlega sparneytinn og hag- kvæmur fjölskyldubillað verðmæti kr. 81.000.- og 8 ferðavinn- ingar með Samvinnuferðum-Landsýn. Samtals að verðmæti 40.600 Tryggjum öfluga kosningabaráttu G-listans i Reykjavik. 'Gerum skilsem fyrst. Staða yfirbókavarðar við Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi er laus til umsóknar Hér verðurum fullt starf að ræða og gert er ráð fyrir að viðkomandi hafi búsetu á Selfossi. Leitað er að manni sem lokið hef- ur prófi i bókasafnsfræðum, hefur starfs- reynslu og góða stjórnunarhæfileika. Starfið er veitt frá 1. júli 1982. Umsóknar- frestur er til 1. júni 1982. Umsóknir sendist til formanns safn- stjórnar, Karls J. Eiriks, Þóristúni 17. Selfossi, sem gefur nánari upplýsingar ef óskað er. Simi 99 — 1268. Lausar stöður Við Fjölbrautaskólann á Akranesieru lausar til umsóknar kennarastöður i stærðfræði, eðlisfræði og viðskiptagrein- um. Launsamkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 9. júni nk. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 11. mal 1982. Ath. Fundist hefur kvenúr i Efstasundi. Uppl. isima 34088.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.