Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 3
Kristján Thorlacius, formaður BSRB Miövikudagur 9. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Opinberir starfsmenn sameinaðir til átaka „Þetta þing hefur verið óvenju málefnalegt að minu mati og það verður að segjast eins og er að allur sá ótti sem var fyrir þetta þing um klofningog bresti i heildarsamtökum opinberra starfsmanna, virðist vera ástæðulaus”, sagði Kristján Thor- lacius formaður Bandalags starfs- manna rikis og bæja að loknu þingi þess i gær. Sumum finnst vist kominn timi til að viö förum aö leggja járnbrautir hér uppi á tslandi eins og úti i hin- um stóra hcimi. Ein er þegar komin, nánar til tekiö á byggingasvæöi á Eiösgranda, þar sem gel Ijós- myndari festi hana á filmu. Ekki þorum viö aö lofa þvi aö hún eigi langa framtlö fyrir sér en kannski er þetta byrjunin? Hvammstangi: Frjálslyndir og B-llsti sameinast um oddvita Oftast nær mun kosning tii hreppsnefndar á Hvammstanga hafa veriö óhlutbundin. Nú var á hinn bóginn brugöiö á þaö ráö, aö viöhafa hlutfallskosningu. Komu fram þrir listar. Voru Framsókn- armenn meö sérlista, Sjálfstæöis- menn, Alþýöuflokksmenn og óháöir báru fram lista, sem þeir kenndu viö frjálslyndi og hlaut listabókstafinn L og loks var Alþýöubandalagiö meö eigin lista. Orslit kosninganna uröu, sem kunnugt er þau, aö B-listi og L-listi fengu sina tvo menn kjörna hvor, en Alþýöubandalagiö, sem i þessari liöskönnun fékk fullan fjóröung atkvæöa, einn mann. Samstarf hefur nú tekist meö B- og L-listamönnum um oddvita- kjör. Kom embættið i byrjun i híut B-listamannsins Brynjólfs Sveinbergssonar, mjólkurbú- stjóra, sem ætlunin er aö gegni þvi næstu tvö árin en síöan taki viö Kristján Björnsson, L-lista- maöur. Lengra var sögunni ekki komiö er blaöiö átti tal viö Þórö Skúla- son, sveitarstjóra, i gær, og er meirihlutasamstarfiö, enn sem komiö er, aöeins bundiö viö odd- vitakjöriö. 1 dag er fyrirhugaö aö halda hreppsnefndarfund og verður þá kosiö I nefndir. Enginn formlegur meirihluti hefur veriö i hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps á undanförnum árum og kvaöst Þóröur Skúlason allt eins geta búist viö þvi aö svo yröi áfram þótt nú heföi verið kosiö eftir hlutaskiptareglunni. Aöeins einn listi kom fram viö kjör til sýslunefndar og þvi sjálf- kjörinn. Aö honum stóöu G- og L-listamenn. Aöalmaöur i sýslu- nefnd er Þóröur Skúlason, af G-lista en varamaöur er Siguröur P. Björnsson af L-lista. —mhg „Varðandi kjaramálin lögðum við megin áhersluna á tvö atriði. Sú stefnumótandi samþykkt var gerö á þessu þingi að lágmarks- laun opinberra starfsmanna yrðu aö vera viðhlitandi og ekki lægri en 8000 krónur á mánuði. Þá sam- þykktum við að nauðsyn væri á almennum launahækkunum hjá opinberum starfsmönnum. Rökin fyrir þeirri kröfu eru i fyrsta lagi að kjör opinberra starfsmanna hafa stórlega rýrnað og sam- kvæmt upplýsingum Þjóöhags- stofnunar hafa þau dregist saman um 12—13% siðan á árinu 1979. Þessi rýrnun hefur fyrst og fremst stafaö af skerðingu visi- tölubóta á laun en flestir aðrir launþegahópar hafa unnið þetta uppog meira til með grunnkaups- hækkunum. Samkvæmt athugun Kjararannsóknarnefndar i fyrra- haust eru 53% af launafólki með verulegar yfirborganir og 35% vinna ákvæöisvinnu. Það eru hins vegar opinberir starfsmenn og láglaunafólkið i Alþýðusambandi Islands sem býr við mun lakari launenannaö launafólk i landinu. Þinginu var ljóst að kjör opin- berra starfsmanna munu ekki verða leiðrétt nema með harðri baráttu”. — Var hugur I þingfulltrúum til aðgeröa? „Það er greinilegt eftir þetta þing að nú er þolinmæði opin- berra starfsmanna þrotin og að þeir eru reiðubúnir að beita þvi vopni sem þeir hafa, þ.e.a.s. verkfallsvopninu ef á þarf að halda I þeirri baráttu sem fram- undan er. Þeir vilja að sjálfsögðu komast hjá þvi að beita þessu vopni og ná samningum með samkomulagi við samninga- borðið”. — Nú hafa komið fram Itrek- aðar kröfur um breytingar á samningsrétti opinberra starfs- manna? „Já, það er alveg rétt og þingið samþykkti ályktun þar sem segir að i komandi kjarasamningum verði lögin um kjarasamninga félaga BSRB endurskoðuð. I þvi efni er stefnt að þvi að fá sam- starfsnefnd bandalagsins og rikisins til að endurskoða löggjöf- ina. Við stefnum þó ekki að þvi að knýja fram breytingar á næstu samningagerð en rædd voru ýmis atriði sem breyta þyrfti og óskað er eftir”. — Hvenær verða kröfur BSRB formlega lagðar fram? „Samningstimabilinu lýkur hjá okkur 31. júli og stjórn og samninganefnd mun á næstu vikum ganga endanlega frá kröfugerð”. — Attu von á átökum I kjara- baráttunni i sumar? „Miðað við reynslu undan- farinna ára býst ég ekki við öðru en að félagsmenn þurfi að sýna fyllstu árvekni og vera reiðubúnir að beita sam takamættinum. Þetta þing er ánægjuleg stað- festing þess aö opinberir starfs- menn ganga sameinaöir til leiks i komandi kjaraátökum þvi viö erum þess fullvissir að sameinaö ir stöndum vér en sundraöir 2. hefti Tímarits Máls og menningar 1982: Greinar um verk Laxness Annað hefti Tlmarits Máls og menningar 1982 er koinið út, fjöl- breytt að vanda. Viðamesta greinin I heftinu er I túninu heima, umfjöllun Peters Hallberg um m inninga bækur Halldórs Laxness, splunkuný grein frá þcim manni sem mest hefur skrifað um lialldór. Tvær aðrar greinar i heftinu snerta Halldór og verk hans: Dagný Kristjáns- uóttir túlkar Brekkukotsannál á nýstárlegan hátt I greininni Innan og utan við krosshliðið, og Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um Sölku Völku i greininni Breytileiki lifsins er sannleikurinn, sem er svar við grein Árna Sigurjónsson- ar i fyrsta hefti ársins. Uppsláttarefni þessa heftis er suöur-ameriski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez. Birt er Ævintýr i Moskvu. Gunnar Gunn- arsson og Davíö Stefánsson ferö- uðust báöir til Moskvu með árs millibili, Gunnar 1927, Davið 1928, og má sjá margvisleg merki þess I verkum veggja eins og Sveinn Skorri sýnir fram á. Ljóö eru i heftinu eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur, Horatius, I þýöingu Helga Hálfdanarsonar, Sigurö Pálsson, Arthúr Björgvin og Jóhönnu Sveinsdóttur. langt viðtal viö hann I þýðingu Péturs Gunnarssonar og Feg- ursta sjórekiö Ilk i heimi, snjöll smásaga sem Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi. önnur smásaga er i heftinu, A hafinu eina, eftir Véstein Lúö- víksson, og þar birtist líka fyrri hluti greinar eftir Svein Skorra Höskuldsson um ferðir tveggja Is- lenskra skálda til Rússlands, Kristján Thorlacius formaður BSRB: þetta þing er staðfesting á þvi að einhugur rikir innan bandalagsins. föllum vér”, sagði Kristján Thor- lacius formaður BSRB að lokum. I Stjórnarkjör i i BSRB: j Einhugur um yflr- stjórnina Ekki urðu neinar breyt- ingar á yfirstjórn BSRB en stjórnarkjör fór fram I gær áður en þinginu lauk. Krist- ján Thorlasius var einróma kjörinn formaður banda- lagsins til næstu 3ja ára og sama er aö segja um 1. vara- formann Albert Kristinsson og 2. varaformann Ilarald Steinþórsson. 1 meöstjórn hlutu eftir- taldir kosningu, atkvæða- tölur I sviga: Sigurveig Sig- uröardóttir (179), Haukur Helgason (173), Agúst Geirs- son (172), Asta Sigurðar- dóttir (170), örlygur Geirs- son (169), Guörún Arnadóttir (162), Einar Ölafsson (160), og Sjöfn Ingólfsdóttir (135). 1 varastjórn BSRB hlutu kosn- ingu: Vilborg Einarsdóttir (166), Elsa Lilja Eyjólfs- dóttir (166), Þorgeir Yngva- son (157), ögmundur Jónas- son (150), Helgi Andrésson (147), Hildur Einarsdóttir (142), og Ragna Ölafsdóttir (103). Hægt gengur að mynda meirihluta á Akranesi: I Fram Í sókn vill i sitja hjá I Enn er allt I óvissu meö • m^ndun bæjarstjórnar- meirihluta á Akranesi. Eins og kunnugt er þá unnu Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur umtalsverðan kosn- ingasigur en ekkert útlit er fyrir að þessir tveir flokkar myndi bæjarstjórnarmeiri- hluta 7 fulltrúa af 9. Aö sögn Engilberts Guö- mundssonar fyrsta manns á lista Alþýðubandalagsins á Akranesi haföi Alþýöu- bandalagiö frumkvæöi aö viöræöum um „þjóöstjórn” allra flokka en ekkert kom út úr þeim viðræöum. Sagöi Engilbert aö greinilegt væri aö Framsókn vill vera utan viö bæjarstjórnarmeirihluta og I gærkvöldi hófust á Akra- nesi viöræður þriggja flokka, Alþýöubandalags, Alþýöu- flokks og Sjálfstæöisflokks. -hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.