Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júni 1982
ALÞÝOUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Akureyri
Aöalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri veröur haldinn fimmtu-
daginn 10. júni kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Félagar eru hvattir til aö fjöl-
menna. Stjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Almennur félagsfundur verður haldinn i Þinghól fimmtudaginn 10. júni
og hefst kl. 20 .30
Dagskrá: 1. Skýrsla kosningastjórnar ABK.
2. Nýr samstarfssáttmáli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks um stjórn kaupstaðarins lagður fram til samþykktar.
3. Kosning uppstillingarnefndar fyrir aðalfund.
4. Stjórnmálaviðhorfið að loknum sveitarstjórnarkosningum. Frum-
mælandi: Kjartan Ólafsson, varaformaður Alþýðubandalags-
ins. — Félagar mætið stundvislega. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akranesi
Áriðandi félagsfundur i Rein miðvikudagskvöldið 9. júni (i kvöld) kl.
20.00. Fundarefni: 1. Meirihlutasamstarf. 2. önnur mál. Félagar
hvattir til að fjölmenna — Stjórnin
Aimennir fundir á
Austurlandi
Með alþingismönnunum Helga
Seljan og Hjörleifi Guttormssyni.
A Borgarfirði eystra
fimmtudaginn 10. júni kl. 20.30
A Fáskrúösfiröi (Skrúö)
föstudaginn 11. júni kl. 20.30
í Neskaupstað (Ggilsbúö)
laugardaginn 12. júni kl. 16.00
A Egilsstöðum (Valaskjálf )
sunnudaginn 13. júni kl. 16.00
Framtlðarbýggingarsvæðiö er m.a. viö Lækjarbotna og I Setbergs-
hlíöum, þar sem þegar er risin nokkur byggö. Mynd -HG
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Gönguferð um Lækjarsvæðið
✓
og Setberg/ Asland
Laugardaginn 12. júni verður farin gönguferð um Setbergsland og
næstu byggingarsvæði Hafnárfjarðar skoðuð.
Leiösögumenn verða:
Björn S. Hallsson, höfundur skipulags Setbergssvæðis.
Sigurþór Aöalsteinsson, höfundur miðbæjarskipulags.
Sigurður Gislason, fulltrúi ABH i skipulagsnefnd.
Þátttakendur mæti við Lækjarskóla kl. 13.00.Aætlaður ferðatimi 5 klst.
Þátttakendur fá afhent skipulagskort af svæðinu.
Hafnfirðingar kynnist framtiðarbyggingarsvæðinu bæjarins undir leið-
sögn sérfróðra manna. —Alþýöubandaiagiö I Hafnarfiröi
c-------------r ' 'i
Auglýsið í Þjóðviljanum
_____________ . J
Alþýðubandalagið í
Reykjavík
Félagsfundur
í Hreyfilshúsinu í kvöld
Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til
félagsfundar i Hreyfilshúsinu (3ju hæð) á
horni Grensásvegar og Miklubrautar i
kvöld9. júnikl. 20.30.
Dagskrá:
1) Hvaða lærdóma á Alþýðubandalagið i
Reykjavik að draga af úrsiitum borgar-
stjórnarkosningannna
Stutt framsaga: ÚlfarÞormóðsson
2) Starf og vinnubrögð Alþýðubandalags-
ins i Reykjavik
Stutt framsaga: Vilborg Harðardóttir
3) Umræðuhópar starfa
4) Niðurstöður umræðuhópa og almennar
umræður
Helgi Hjörleifur
Allir velkomnir — Alþýöubanda-
lagiö
Nokkrir þeirra sem eiga erindi á ráðstefnu Llfs og Lands stinga saman nefjum. A myndinni má þekkja
Jón Baldvin Hannibalsson, Arna Bergmann, Friörik Sophusson og Eystein Jónsson. — Ljósm.: —eik.
Líf og land gengst fyrir ráðstefnu að Hótel Borg
Maður og stjórnmál
Samtökin Llf og land munu
næsta laugardag gangast fyrir
ráöstefnu sem ber yrirskriftina
Maöur og stjórnmál. Þessi ráö-
stefna hefur aö geyma geysifjöl-
breytta dagskrá og samanstend-
ur af stuttum erindum, 10 min-
útna löngum, um allt þaö sem
getur flokkast undir heiti ráö-
stefnunnar. 36 manns halda er-
indi um hin aöskiljanlegustu efni.
Ráöstefnan hefst á ávarpi Krist-
ins Ragnarssonar og lýkur meö
erindi Bjargar Einarsdóttur.
Stendur dagskráin i röska 7
klukkutima en þess má geta aö
gestir ráöstefnunnar geta fengiö
erindi þau sem þarna veröa flutt I
bókarformi. Ráöstefnan fer fram
á Ilótel Borg. Hefst hún kl. 10 og
lýkur um kl. 17.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi sem Lif og Land gekkst fyr-
ir i gær aö jafnvel þó svo stjórn-
málaumræöa væri mikil hér á
landi þá væri hún oft á ansi lágu
lani oft i formi persónulegra aö-
róttana og annars i þeim dúr.
Vær hugmyndin meö ráöstefn-
unni aö glæöa umræöuna meiri
vidd. Fyrsta erindiö ber yfir-
skriftina „Riki og einstaklingar I
Grikklandi Aristoteles”. Flutn-
ingsmaöur er Arnór Hannibals-
son. Má segja aö dagskráin feti
sig hægt og bitandi inn I nútiöina
og endar meö þvi aö nokkrir
valinkunnir menn taka til viö
helstu vandamál samtiöarinnar. 1
þeim flokki má nefna Arna Berg-
mann sem ræöir um sósialism-
ann, Friörik Sophusson flytur er-
indi um frjálshyggjuna, Eysteinn
Jónsson ræöir um samvinnuhug-
sjónina og Jón Baldvin Hanni-
balsson fer ofan i saumana á jafn-
aöarstefnunni.
A blaöamannafundinum i gær
kom þaö fram I máli þeirra sem
aö ráöstefnunni standa aö Lif og
Land heföu áöur gengist fyrir
ráöstefnum af þessu tagi, þó tæp-
ast jafn viöamiklum. Þar var t.d.
bent á ráöstefnu sem fékk* yfir-
skriftina, Maöur og tré. Þótti hún
takast mjög vel þó mönnum heföi
fundist sá helstur annmarki á
henni hversu þröngt efniö væri,
eintrjáningslegt, eins og Jón
Baldvin Hannibalsson oröaöi það.
A fundinum sem Lif og Land
hélt i gær svöruðu nokkrir þeir
sem erindi halda á ráðstefnunni
spurningum sem þeir ýmist
spuröu sjálfir (!) eöa blaðamenn.
Er vist óhætt að segja aö þar hafi
viðstaddir fengið forsmekkinn af
þvi sem fer fram á Hótel Borg.
Ólafur Þ. Haröarson á erindi á
ráöstefnunni, Eru flokkarnir feig-
ir? Var gengið á hann meö efni
erindisins en þess á milli kvaö
Eysteinn Jónsson upp þann úr-
skurö aö tæpast væru flokkarnir
feigir á meöan einhverjir fengjust
til aö starfa innan þeirra vé-
Þar sem grásleppuveiöar hafa
gengiö mjög illa þaö sem af er
vertiöar hefur sjávarútvegsráöu-
neytiö ákveöiö aö ósk Samtaka
grásleppuhrognaframleiöenda aö
banda. Kvað hann reynsluna hafa
sýnt þaö aö flestir þeir er störfuöu
ötullega i stjórnmálaflokkunum,
betur en aörir, ættu visa leiö i
efstu þrep viðkomandi flokks.
Þegar kom aö Ólafi að svara fyrir
um efni sitt sagði hann að þar
væri aðallega komið inn á þaö
sem hann kallaði kosningalaus-
ung eða fylgisflökt. Var létt yfir
allri umræðu þarna bæöi um þessi
áöurnefnd mál, sem önnur.
Að lokum má geta þess að aö-
gangur aö ráöstefnunni er ókeyp-
is og kom það fram á fundinum aö
allar aöstæöur fyrir gesti hennar
yrðu góöar.
—hól.
framlengja veiöitimabil á Norö-
austurlandi um 10 daga.
Siðar verður ákveðiö hvort
veiðitlmabilin veröi framlengd
annars staöar á landinu.
Dagskrá brúðubílsins
Dagskrá Brúöubllsins meö
„Gulu eyjuna” á gæsluvöllum
borgarinnar er sem hér segir:
Miðvikudagur 9. júni: kl. 10,
Vesturgata, kl. 11, Freyjugata,
kl. 2, Njálsgata, kl. 3. Skúlagata.
Fimmtudagur 10. júni: kl. 10,
Rauðilækur, kl. 11, Háteigsvegur,
kl. 2, Engihliö, kl. 3, Stakkahlið.
Föstudagur 11. júni:kl. 10, Ból-
staöahliö, kl. 11, Hvassaleiti, kl. 2,
Safamýri, kl. 3, Hólmgaröur.
Mánudagur 14. júni: kl. 10,
Tunguvegur, kl. 11, Dalaland, kl.
2, Barðavogur, kl. 3, Sæviðasund.
Þriöjudagur 15. júni: kl. 10,
Gullteigur, kl. 11, Kambsvegur,
kl. 2, Rofabær I, kl. 3. Rofabær II.
Miðvikudagur 16. júni: kl. 10
Tungusel, kl. 11, Fifusel, kl. 2,
Blesugróf, kl. 3, Arnarbakki.
Föstudagur 18. júni: kl. 10, Iðu-
fell, kl. 11. Yrsufell, kl. 2, Vestur-
berg, kl. 3. Suðurhólar.
Mánudagur 21. júni: kl. 10.
Ljósheimar.
Grásleppuveiðar
framlengdar við
N orðausturlandið
Flakið af grænlenska togaranum
Sermellk fannst á laugardaginn
Kafarar frá björgunarsveitinni
á Patreksfirði fundu fyrir helgi
flakið af grænlenska rækjutogar-
anum Sermilek sem sökk á Pat-
reksfjarðarflóa I mars á siðasta
ári. Félagar úr björgunarsveit-
inni fóru með Pálma BA undir
skipstjórn Ólafs Magnússonar að
leita að flakinu og höfðu verið
gerðar margar tilraunir til að
finna flakiö.
Ólafur Magnússon hafði fundiö
flakiö áöur en kafarar höföu ekki
haft erindi sem erfiöi fyrr en nú.
Flakiö liggur á 38 m dýpi eina og
hálfa sjómilu út af Blakk. önnur
hliöin er alveg farin en að ööru
leyti er flakiö nokkuö heillegt.
Hugsanlegt er aö hægt sé að
bjarga veiðarfærum en þarna er
hraunbotn og mikill straumur.
Björgunarsveitin haföi gert
margar tilraunir til aö komast aö
flakinu áöur en þaö loks tókst sl.
laugardag, aö sögn heimildar-
manns blaösins á Patreksfiröi.
-ög
/