Þjóðviljinn - 17.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1982, Blaðsíða 4
 \ILuIJ7i I Málgag, hreyfJn4 ,'.<■'* .-\r*,,íagUrKa'a Þor- ** -• woJJum. t>aA fu>ns' 1 * , ^7ou OB hrfi, . . ne'0l I -'KsS-rf jgH5a&?| v,rt,í, I vvrkn fl fyrir íhaldN'fcvo0' var (alsmaður \ÍV —*-rr=n— ;£**.*•' '—253 /Vöalsími Kvöldsími rr milli ItUnd* Vmno Samia tU 1. septeml YW* $ S'-6 A\>' 00»" — scgir Pélur Tyrfi- andslæðingn Djoovitmi nuveitenda ASÍ og samtaka vin Samningar 0.55„WKTi L V > r-nnars «*W' < uti"*" -'V-' •• .mv.il.ndnv.mMndsms >^V.nnumAUMmb.ndi • <Si lolltruar 7.9% yisitöluskeröing í haust Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR H/F., Borgartúní 34 — Sími: 83222. Ásmundur Stefánsson skrifar tali við Þjóðviljann að hann einn allra hafi verið á móti 2.9% visi- töluskerðingunni 1. september. Hins vegar kom það hvergi fram i viðtalinu, að hann var einn þeirra sem skrifuðu undir skjalið. Ekki dreg ég i efa að varaformaður Verkamannasambandsins hafi verið óánægður með 2.9% frá- dráttinn, en hitt kemur mér á ó- vart að hann skuli telja sig einan samningamanna um þá óánægju. Auðvitað vildu allir óskerta visi- tölu, en enginn vildi gera vísitölu- skerðinguna að úrslitaatriði og hafna samningum hennar vegna. Varaformaður Verkamannasam- bandsins er þar engin undantekn- ing. t erfiðri aðstöðu er freistandi að skjóta sér undan ábyrgð og leggja þungann af tvieggjuðum á- kvörðunum á aðra. Það má ef- laust flokka undir mannlegan breyskleika að ég skuli kvarta undan sliku, i stað þess að axla byrðar samverkamanna minna með kristilegu hugarfari. Stuðningur „málgagns verkalýðshreyfingar- innar” Einstakir pólitiskir samherjar telja hentara að sverja af sér all- an hugarfarslegan skyldleika við þá misgjörðamenn, sem stóðu að nýgerðum kjarasamningum. Þannig skrifar sá fréttamaður Þjóðviljans, sem daglega fylgdist með samningaviðræðum, helgar- pistil i blað sitt, þar sem hann spyr i forundran hver hafi gefið ó- prúttnum forystumönnum heim- ild til þess að misbjóða fólki svo sem raun ber vitni. Segist hann vera þreyttur á því að verja það foringjadót. Ef maðurinn væri ekki svona þreyttur, hefði ég farið þess á leit við hann að fá lista yfir varnarskrifin, en örþreyttan mann er eflaust ekki sanngjarnt að senda í svo vonlitla leit. Hvað blaðamenn Þjóðviljans kunna að segja i viðræðum við konur sinar og eiginmenn veit ég ekki, en að Þjóðviljinn sé að kaffæra sig i vörnum fyrir misgjörðir forystu- manna verkalýðssamtakanna kemur mér á óvart. Ég var að leggja frá mér blaðið með fallega framreiddu og itarlegu viðtali við útnefndan foringja andófsmanna i Dagsbrún um afgreiðslu félags- ins á samningunum, vitandi það að vegna plássleysis varð að klippa af þann hlut viðtalsins við formann Dagsbrúnar, þar sem hann iýsti sinu mati á þvi af hverju svo margir greiddu at- kvæði gegn samningunum. 1 Al- þýðublaðinu fengu þeir þó svipað rými og formanni Dagsbrúnar gafst kostur á að koma sinum skýringum að. Einn forystumanna SF i Dan- mörku kvartaði eitt sinn undan ; stjórnarsamstarfi sins flokks og krata með þeim ummælum að samyrkjubúskapur geti aldrei þrifist til lengdar ef afurðir skipt- ust þannig að annar aðilinn fái mykjuna og hinn m jólkina. 1 min- um samskiptum við Þjóðviljann hefur mér stundum þótt mykjan lenda min megin, og mér finnast lunmæli margra benda til þess að þar sé ekki mikla mjólk að finna, e.t.v. er kýrin geld. , Lokaorð Eg hef hér aðeins minnst á nokkur atriði og nær eingöngu bundið mig við það sem fram hef- ur komið i Þjóðviljanum að und- anförnu. Ég hef þess vegna látið hjá liða að minnast á yfirlýsingar , vestan af fjörðum, þar sem for- j ystumenn ASI fá það óþvegið, þótt jafnframt sé því lýst yfir, að i hinn ómögulegi samningur sé ! Vestfirðingum. fullboðlegur. j Einnig læt ég liggja á milli hluta : skrif Alþýöublaðsins, sem i skyndilega hefur horfið frá villu sins vegar og gerst forsvarsaðili þess visitölukerfis, sem það hefur bölsótast mest yfir siðustu árin. En eflaust er hér nóg komið. Lái mér hver sem vill, að mér finnst hart að mér og öðrum sem teljum okkur af einlægni vinna 1 fyrir hagsmuni islensks verka- fólks og verðum að axla ábyrgð- ina af ákvörðunum i erfiðri að- stöðu, sé ætlað að sitja uppi meö Svarta Pétur. Reykjavík — Sprengi- sandur — Mývatn Brottför frá BSÍ laugar- daga kl. 08.00. Ekiö um Þjórsárdal — Sprengi- sand — Báröardal aö Skútustööum og Reykja- hlíö. Mývatn — Sprengi- sandur — Reykjavík Brottför frá Hótel Reyni- hlíð sunnudaga kl. 08.30 og Skútustöðum kl. 08.50 Fargjald ásamt nestispakka í há- degi kr. 600.-, báöar leiöir kr. 1.100.-. Upplýsingar BSÍ sími 22300. Að sitja með Svarta Pétur 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIMN Hélgin 17 —18. júll 1982 stjórnmál á sunnudegi in stór skref fram á við. Nýafstaðnar samningaviðræð- ur endurspegla ástandið. At- vinnurekendur kröfðust kjara- skerðingar og verkalýðsfélögin töldu aðstæður slæmar til stórra átaka. Með tilliti til aðstæðna tel ég þaðviðunandi niðurstöðu að ná meðaltalskaupmætti ársins 1981. Sú niðurstaða gefur aukið hlutfall launatekna af þjóðartekjum, þvi spáð er að þjóðartekjur dragist saman um 4-7% á mann á þessu ári. Þessar forsendur hefur allur al- menningur skilið. Allt sem fram hefur komið bendir til þess að hinir almennu félagar verkalýðs- félaganna hafi ekki verið reiðu- búnir til þess að færa þær fórnir, sem það hefði kostað að ná fram betri samningi. Ég er þvi mati sammála. Stórátök hefðu verið hrein fásinna. Að slá sig til riddara Nokkrum forystumönnum verkalýðsfélaga hefur þótt að nú væri erfitt að slá sig til riddara á afrekum og þess vegna einbeitt sér að þvi að láta slá sig til ridd- ara á kostnað annarra. Þannig gengur formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja fram, finnur samningnum allt til foráttu og fordæmir að verkfall skuli ekki hafa verið látið koma til framkvæmda 18. júni. Kannski er þaðekki að furða þótt aðili sem ekki hafði treyst sér til verkfalls- boðunar 18. júní og látið yfir- vinnubann nægja, skuli telja mis- ráðið að aðrir láti ekki til skarar skrfða. En þó orðin séu mörg og stór, finnst mér karlmennskan litil og það að enginn skuli kvarta undan frestun verkfalls af þeim sem það höfðu boðað, hlýt ég að skoða sem staðfestingu þess að á- kvörðunin um frestun hafi verið rétt. Raunar hef ég ekki orðið var við að neinn hafi tekið undir þessi umkvörtunarsjónarmið nema leiðarahöfundur Þjóðviljans. Enda þykja á þeim bæ jafnan glæstari þeir riddarar sem ganga haröast fram i orðaskaki og yfir- lýsingum en þeir lúnu samninga- menn, sem ösla forina i önn dags- ins, þögulir og þreyttir. Varaformaður Verkamanna- sambandsins lýsir þvi yfir i við- Fyrir hálfum mánuði voru und- irritaðir nýir kjarasamningar. Eins og jafnan áöur hafa viðtökur verið blandnar. Flestum virðist létta en aðrir brugðust ókvæða við. Það er ekkert nýtt i þessu, en enguað siður finn ég hjá mér þörf til þess að fjalla um einstök atriði þessarar umræðu og þá kannski fyrstog fremst vegna þess, að við lestur Þjóðviljans og yfirlýsingar ýmissa aðila, sýnist mér að skilja eigi mér eftir Svarta Péturinn að spilinu loknu. Breyttar forsendur Frá þvi kröfugerð var mótuð á liðnu hausti og bráðabirgðasamn- ingur gerður, hafa efnahagsað- stæður snúist okkur i óhag. Þorskurinn vill ekki veiðast, loðn- an er horfin, það fæst enginn til þess aðkaupa skreið og tvisýnt er um verkun sildar. Þó sumir hafi á orði að svona lýsi atvinnurekend- ur alltaf ástandinu, þegar samn- ingar standa yfir, hefur reynst erfitt að hrekja þessar fullyrðing- ar. 1 sjávarplássunum blasa þær við sem kaldur raunveruleiki og það er erfitt að sannfæra fólk á þeim stöðum um að bjart sé framundan. Erfitt efnahagsástand veikir stöðu atvinnurekstrarins til þess að hækka kaupið. Erfitt efna- hagsástand dregur úr almennum stuðningi við kaupkröfur og erfitt efnahagsástand gerir það erfið- ara fyrir verkalýðssamtökin að beita verkfallsvopninu. I erfiðu efnahagsástandi eru sjaldan stig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.