Þjóðviljinn - 17.07.1982, Blaðsíða 19
Helgin 17,—18. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31
/
Ymir strandar
á Eldeyjardrangi
Áhöfnin úr allri hættu
Togarinn Ýmir frá
Hafnarfirði strandaði um
kl. eitt i fyrrinótt við Eld-
eyjardrang út af Reykja-
nesi.
Ráðstafanir voru strax gerðar
til björgunar og kom togarinn
Vigri tilaðstoðarog tókÝmi itog,
en hann hafði þá losnað af sker-
inu. Einnig var þyrla Landhelgis-
gæslunnar send með dælur sem
teknar voru um borð i Ými, en gat
hafði komið á skrokk skipsins og
flæddi sjór inn i lestarnar.
Fiórtán manna áhöfn var á
Ými og voru ellefu mannanna
teknir um borð i togskipið Heimi
KE sem var kominn á slysstaðinn
og siðan var hafist handa við að
draga Ými að landi, i átt aö
Kirkjuvogi. Skipið seig meir og
meir eftir þvi sem miðaði i átt að
Kirkjuvogi, en dæluútbúnaðurinn
haföi engan veginn undan, þvi
fiskur fór i dælurnar og þær stifl-
uðust.
Er skipin voru stödd út af
Garðsskaga i gærmorgun var
Ýmir farinn aö hallast það mikið
að ekki var talið óhætt að láta
mennina þrjá vera lengur um
borö og voru þeir látnir yfirgefa
skipið.
Mjög vont veður var á þessum
slóðum þegar slysiö gerðist og um
hádegið i gær létu skipin reka út
af Garðsskaga og ætluðu að
freista þess að komast inn til
Keflavikur eða Njarðvikur ef
veður lægði. Ekki er vitað til að
slys hafi orðið á rbönnum, en eig-
andi togarans Ýmis er Stálskip
hf. i Hafnarfirði. —áþj.
Óttast um tríliu
Fannst skammt frá Þormóðsskeri
Meinleg villa varð i frétt um ár-
legan umreikning tekjutrygging-
ar ellilifseyrisþega i þriðjudags-
blaðinu. Grunnellilifeyrir ein-
staklings er 1.992 kr. á mánuði en
Leiðrétting
Óttast var um tveggja tonna
trillu frá Keflavik, Arnarnes KE
111, með tveim mönnum innan-
borðs í óveðrinu sem gekk yfir
suð-vestur-horn landsins i fyrri-
nótt.
Gæsluvél Landhelgisgæslunnar
var send til leitar og fann hún
trilluna um tiuleytiö i gærmorgun
skammt frá Þormóðsskeri.
Slysavarnafélagið sendi þegar út
tvo báta til að aðstoða Arnarnes
og fundu þeir trilluna laust fyrir
kl.13.30 i gær og fylgdu henni til
hafnar á Akranesi.
— áþj.
ekki 3.586 kr. eins og skilja má af
fréttinni.
Grunnellilifeyrir hjóna er hins
vegar 3.586 kr. á mánuði, eða
1.793 kr. á hvort um sig. Full
tekjutrygging einstaklings er
2.121 kr. á mán. og 3.586 kr. fyrir
hjón, en tekjutrygging getur
skerst vegna ýmissa launaþátta,
s.s. eftirlauna, arðs af hlutabréf-
um, húsaleigutekjum o.s.frv.
Undirritaður biður lesendur
velvirðingar á þessum mistökum.
— áþj.
Ekki Pálmi
í viðtali við Pálma Jónsson
landbúnaðarráðherra á forsiðu
Þjóðviljans i gær var sagt að
hann gegndi embætti forsætisráð-
herra i fjarveru Gunnars Thor-
oddsen. Hið rétta er að Friðjón
Þórðarson dómsmálaráðherra
gegnir störfum forsætisráðherra.
Deiliskipulagið norðan við Grafarvog
Fagleg þekking nú
hunsuð
— segir Sigurður Harðarson formaður skipulagsnefndar.
Til greina kemur að taka Keldnaland eignarnámi,
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
Það kom fram i máli Daviðs
Oddssonar nýkjörins borgar-
stjóra i Reykjavik að áætiað er að
á hinu nýja by ggingarsvæði
Reykvikinga norðan Grafarvogs
megi úthluta 2 þús. lóðum. Þetta
verður fyrirmyndarbyggð, sagði
Ilavið viðuinræður i borgarstjórn
á fim intudagskvöldið. Sam-
kvæmt skipulagsforsögn munu
55% lóða á svæðinu að vera undir
einbýlishús, 30% undir raðhús og
15% undir ibúðir i fjölbýlishúsum.
Þriðja parti lóða mun.ef áætlanir
hins nýja meirihluta ganga upp,
verða úthlutað næsta vor.
1 umræðunum i borgarstjórn
Reykjavikur siðastliðið fimmtu-
dagskvöld réðist Sigurður Harð-
arson harkalega á áætlanir Sjálf-
stæðisflokksins. Hann kom m.a.
inná þær hugmyndir sjálfstæðis-
manna að taka Keldnaland þar
sem tilraunastöð Háskólans er
staðsett, eignanámi, og sagði
þessar hugmyndir þannig settar
fram að þær væru hrein storkun
við þá aðila sem siðar gengu til
samninga við Reykjavikurborg.
hreint einsdæmi i vinnubrögðum
hvernig gerð deiliskipulagsins
norðan Grafarvogs væri komið
fram. Þarna væri i raun 170 hekt-
ara óskilgreint svæði. Gengið
hefði verið algerlega framhjá
allri umfjöllun um hið nýja bygg-
ingasvæði og fagleg þekking
hunsuð. Borgarskipulag Reykja-
vikur væri ýtt til hliðar. Allar
hugmyndir um uppbyggingu
svæðisins væru m jög á reiki, hvar
þjónustumiðstöðvum ætti að
koma fyrir, hvernig vegakerfi
yrði háttað o.s.frv.
1 lok máls sins óskaði Sigurður
þess aðþetta væri byrjunin á slik-
um vinnubrögðum og jafnframt
endirinn á þeim.
Sólrún Gisladóttir talaði fyrir
hönd Kvennaframboðsins og lýsti
furðu sinni á þvi að ekki hefði far-
ið fram nein samkeppni um
skipulagningu svæðis sem væri á
stærð við Breiðholtið. Þess i stað
hefðu verið tveir arkitektar, þeir
Hilmar Ólafsson og Hrafnkell
Thorlacius og sagði Sólrún að þar
væri á ferðinni skýrt dæmi um
pólitiskar mannaráðningar sjálf-
stæðismanna.
Gerður Steinþórsdóttir talaði
fyrir hönd Framsóknarflokksins
lýsti vanþóknun sinni á vinnu-
brögðum meirihlutans.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
gekk fyrstur manna i pontu Páll
Gislason. Hann talaði 110 minútur
og var umfjöllun hans efnislega á
þá leið, að sjálfstæðismenn ætl-
uðu að láta hendur standa fram
úr ermum.
Þá tók borgarstjóri, Davið
Oddsson, til máls og sagðist hann
ekkert skilja i þvi hvað Kvenna-
framboðið væri að gera i borgar-
stjórn. 1 sambandi við Keldna-
land sagði hann að væri óþolandi
ef einhverjir einkaaðilar ætluðu
að standa gegn eðlilegri þróun
borgarinnar. Davið sagði að I
menn væru með hinn undarleg- j
asta fyrirslátt eins og þann að .
ekki væri ráðlegt að byggja á I
landi Keldna. Sagðist Davið hafa
ekið upp að Keldum og ekki orðið
var við neina slika hættu. —hól.
Ekkí er ráð
nema
í tírna sé tekið
Væntanlega hefði sumarhýran
enst betur með
skynsamlegri varðveislu.
Þjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum
stendur öllum viðskipamönnum hans til boða,
og hún veitist þeim ókeypis.
Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans.
ÚTVEGSBANKINN
Einmitt bankinn fyrir þig.