Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 9
8 Síða þjóðviljinn — Aukablað— Helgin 28.-29. Ágúst 1982 Kaupstefnan — Til góðs eða ills Spjallað við Guðmund Einarsson framkvæmdastjóra Kaupstefnunnar og Halldór Guðmundsson blaðafulltrúa Þetta blað er gefið út í tengslum við heimilissýninguna Heimilið og fjölskyldan '82 — og þátttöku Þjóðviljans í henni. Það þótti þvi ekki úr vegi að forvitnast dálitið um „stóra bróðurinn" á bak við uppátækið allt— fyrirtæki, sem lætur lítiö yfir sér milli vörusýninga# en birtist þá allt í einu, hef- ur lagt undir sig Laugardalshöllina og efnir þar til vörusýn- inga með þátttöku ótal fyrirtækja, og það býður nú upp á tí- voli i tengslum við vörusýninguna. Sjálfsagtog skemmtilegt, segja margir — yfirgengilegt auglýsingabragð, segja aðrir. Hvort heldur er látum við liggja milli hluta i bili, en fáum þá Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra Kaupstefnunnar hf. og Halldór Guð- mundsson, blaðafulltrúa sýningarinnar til að sitja fyrir svörum. — Það væri kannski ekki úr vegi að fá einhverjar upplýsingar um það f upphafi þessa spjalls, hvað Kaupstefnan hf. er? Guðmundur: Kaupstefnan hf. hóf starfsemi sína árið 1955 og hafði þá strax að markmiði að koma til móts við þá þörf, sem talin var vera, á að halda vörusýningar á Islandi, eins og tiðkaðist erlendis. Kaupstefnan hf. er því n.k. brautryðjandi á þessu sviði, þótt starfið væri kannski frekar smátt í sniðum. En árið 1969 hefst hins vegar mark- visst, reglubundið starf að uppbyggingu kaupstefna, og á þeim árum, sem síðan hafa liðið, hafa verið haldnar einar átta stórar sýningar — fimm heimilissýn- ingar og þrjár alþjóðlegar vörusýning-1 ar.“ — „Að koma til móts við þörf“, seg- irðu. Geturðu skýrgreint þá þörf eitt- hvað nánar? Guðmundur: Já, markmiðið er í sjálfu sér það, að koma til móts við neytand- ann með því að kynna honum nýjungar, að auka verðskyn hans og auðvitað líka að hvetja fyrirtæki til framleiðslu á nýj- ungum — og svo tel ég, að það sé ekki síður markmið að lífga upp á borgar- braginn með kaupstefnum af þessu tagi, og uppákomum, sem þeim tengjast. 1 áranna rás hefur þetta orðið sérein- kenni á íslensku sýningunum, og það er að mínu viti mjög jákvætt. Það hefur líka sýnt sig á þessu tímabili, að al- menningur kann mjög vel að meta sýn- ingar Kaupstefnunnar hf., og allt að þriðjungur þjóðarinnar hefur sótt sýn- ingar fyrirtækisins. Halldór: Það má bæta því við til fróðleiks, að stofnandi Kaupstefnunnar hf. og aðaleigandi hennar til margra ára, var Haukur Bjömsson, einn af for- ystumönnum sósíalískrar hreyfingar á íslandi. Hins vegar hefur starfsemi Kaup- stefnunnar breyst á undanfömum árum, eins og Guðmundur benti á. f upphafi voru sýningar fyrirtækisins flestar komnar frá austantjaldslönd- unum. Hér var eitt sinn Austur-þýsk sýning, og einnig sovésk sýning og; tékknesk. Það voru alfarið erlendar sýningar, sem voru þá fengnar hingað til lands. Hins vegar verður sú breyting á, að 1969 koma til liðs við Kaupstefnuna þeir Ragnar Kjartansson, nú forstjóri Hafskips, og Gísli B. Bjömsson, eigandi samnefndrar auglýsingastofu. Þeir starfa síðan í nokkur ár og byggja upp það starf Kaupstefnunnar, sem þekkist nú í dag. Þeir gengu svo úr Kaupstefn- unni hf. í kringum ’80 og núverandi eigendur, sem sameinast hafa um þessa sýningu, er auk okkar Guðmundar þcir Pétur Sveinbjamarson, Páll Bragi Kristjónsson, Þorvaldur Mawby og Bjami Ólafsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar hf. — Ef við víkjum að vinsældum sýn- inganna — hver var aðsókn að t.d. heimilissýningunni ’80 og hver hefur að- sóknin verið það scm af er þessari héma? Halldór: Gestafjöldi á sýningum Kaupstefnunnar hf. hefur frá árinu 1970 verið frá 47.000 og upp í um 80.000, sem var á sýningunni ’77, en hefur orðið litlu minna eftir það. Guðmundur: Nú, fyrstu þrjá daga sýningarinnar nú mættu 18.167 gestir, I sem er ákaflega svipaður fjöldi og kom I fyrstu þrjá daga sýningarinnar ’80, þannig að það virðist sem þessi sýning muni hljóta svipaða aðsókn. — Getið þið sagt okkur eitthvað um fjárhagshliðina á svona vörusýninga- haldi? Hver var til dæmis kostnaðurinn og innkoman á sýningunni árið 1980? Halldór: Eg hef nú ekki haldbærar þessar tölur. En það er þó rétt að taka fram, að aðsóknartölumar segja ekki alla söguna um innkomuna. Við verð- um t.d. að skoða samsetningu gesta- fjöldans. Hlutur bama hefur aukist, eftir að tívoliið kom til, og er hann nú liklega nálægt því að vera 35—40%. Það má heldur ekki gleyma boðsgestunum, sem eru nálægt því að vera 1.000, og svo er líka allur sá fjöldi bama, sem er undir sex ára aldri og greiðir þar með engan 'aðgangseyri. Það flækir dæmið svo enn frekar, að við bjóðum núna upp á sér- stakan aðgangseyri fyrir ellilífeyrisþega og svo hópafslætti. Fyrir svo utan þá, sem tengjast á einn eða annan hátt fyrirtækjunum, sem hér sýna. En hinar tölumar höfum við ekki, en getum þó fullyrt að reikningshaldið sé í 'góðu lagi. Guðmundur: f stuttu máli má segja, að endar hafi náð saman í góðærum, sem hafa einnig náð því að greiða niður óverulegt tap, sem hefur orðið á nokkr- um sýninganna. Á heildina litið lítur dæmið því þannig út, aðstarfsemin gefuraf sérþær tekjur, sem réttlæta að tekin sé sú áhætta, sem felst í því að standa fyrir þessum sýningum og öllu því, sem í kringum þær er. Hinu er ekki að neita, að veltan er geysilega mikil í kringum eina svona sýningu. En þaðerafturá móti ekki eins auðvelt að nefna einhverja ákveðna tölu í því sambandi. Hvaða þætti á að taka í slíkt dæmi? Allra fyrirtækjanna, sem hér sýna? Eða eingöngu Kaupstefn- unnar hf.? Það hefur gríðarlegur fjöldi manns komið nálægt því, sem hér er að sjá og skoða, og ef við ættum að taka inn í þá tölu yfir veltu, sem þið eruð að biðja um, t.d. bara laun til þessa starfsfólks, þá er það ljóst, að dæmið snýst um tugi miljóna nýkróna — og þá er ég að tala um hverja einustu krónu, sem hefur á einn eða annan hátt farið gegnum ein- hvem þátt þeirrar starfsemi, sem fram fer hér á þessari sýningu. En hvað Kaupstefnuna hf. sem slíka varðar, þá er það fyrst og fremst von okkar að endar nái saman. En hvort það hefur gerst, verður auðvitað ekki ljóst fyrr en að lokinni sýningunni. — En einhverjar hugmyndir hljótið þið að hafa gert ykkur um afkomuna. Annars hefðuð þið varla lagt I t.d. allan þennan kostnað við að fá tfvoliið hingað. Guðmundur: Auðvitað standa vonir okkar til þess að þetta standi allt undir sér og endar nái saman. Þess vegna höfum við talið nauðsynlegt að hafa það að leiðarljósi að auka við skemmti- hlutann af sýningarhaldinu. Halldón Það þarf sifellt meira og meira til að halda stöðugu streymi gesta. Ef ekki væri neitt til að laða fólk að, eins og t.d. tívolí, sirkuslistamenn og fleira slíkt, þá væri sá fjöldi. gesta, sem kæmi eingöngu til að sjá vörusýninguna sem slíka, orðinn töluvert mikið minni en nú er. Hann væri kominn niður í eitthvert eðlilegt mark. Það verður því sífellt að leggja i meiri og meiri hliðarkostnað til að halda gestafjöldanum uppi. — Þegar þú segir „eðlilegt mark“ — áttu þá við þann fjölda gesta, sem myndi eingöngu sækja vörusýninguna og ekki kæra sig neitt frekar um skemmtihliðina á þessu? Halldór: Já, ef ekkert væri haft með vörusýningunni, værum við kannski að tala um gestafjölda á bilinu 35—45.000 manns. Guðmundur: En það er svo ekkert launungarmál, að við höfum reynt að stilla verði inn á sýninguna eins mikið í hóf og nokkur kostur er. Það er staðreynd. Við erum t.a.m. ekkert að leika okkur með aðgöngumiðaverðið í tilefni mynt- breytingarinnar, það er alveg ljóst. Það var lengi vel miðað við verð aðgöngu- miða á landsleiki, en erum núna komnir vel niður fyrir það, ekki síst með að- gönguverði fyrir ellilífeyrisþega og bama yfir sex ára aldri. Og það þarf ekki að líta á landsleik- ina. Verð aðgöngumiða á t.d. úti- skemmtanir á nýafstaðinni verslunar- mannahelgi voru á bilinu 250—500 krónur, og þannig má lengi telja. En fyrir þær 80 krónur, sem er al- mennt aðgöngumiðaverð, þá fær fólk ekki aðeins aðgang að sýningunni. Það fær líka að sjá þá úrvalslistamenn, sem hér koma fram, það fær aðgang að tívolísvæðinu, og borgar svo reyndar aukalega fyrir að skemmta sér í tækj- unum þar. En aðgangur að hverjum einum listamanni, sem hér kemur fram, held ég að væri a.m.k. 80 króna virði. Við teljum okkur því bjóða eitthvert ódýrasta verð fyrir dægrastyttingu, sem völ er á um þessar mundir. Halldór: Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem fjölmiðlar spyrja út í þetta. Gagn- rýnin felst þá fyrst og fremst í því, að það sé verið að selja inn á auglýsingu. En eins og Guðmundur bendir á, koma svo margir þættir inn til hliðar, að það réttlætir að okkar mati það að- göngumiðaverð, sem hér er. Guðmundur. Við erum einmitt oft spurðir um það, hvort ekki sé ósann- gjamt að selja fólki aðgang inn á aug- lýsingu. En ég vil þá bara benda les- endum t.d. Þjóðviljans á það, að þeir greiða áskriftargjald að blaði, sem hefur m.a. að geyma auglýsingar. — En ef það er nú orðið þannig, að fólk sækir vörusýningar til þess að fara i tfvolí og horfa á listarnenn — er þá ekki grundvöllur vörusýninganna sem slfkra brostinn. Eruð þið að gera nokkuð ann- að en bara að auka veltuna f kringum fyrirtækið? Guðmundur: Nei, þama er ég ósam- mála. Við skulum gá að því, að þegar vörusýningamar bytja í þessari mynd hér á landi, þá er um að ræða nýjung. Það er þvi varla nema von, að þær hafi verið vel sóttar. Það er fráleitt, að vöru- sýningar séu að ganga sér til húðar hér- lendis, þótt að upp rísi tívolí i tengslum við þær og fólk geti séð á þeim m.a. listamenn. — En hið aukna hlutfall bama hlýtur að benda til þess. Nú eru böm ekki þeir áhorfendur, sem vörasýningin út af fyrir sig höfðar til. En þið segið að allt að 30—40% gestanna séu böm. Guðmundur: Ég get ekki fmyndað mér annað en að kaupstefna í hvaða landi sem er mætti vera fullsæmd af því Þjóðviijinn — Aukablað—Helgin 28.-29. Ágúst 1982 Siða9 Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar h/f og Halldór Guðmundsson blaðafulltrúi fyrirtækisins fyrir framan tivoliið. Ljósm.: — gel. að fá til sín þriðjung þjóðarinnar og rúmlega það. Halldór: Já, og þótt að hlutfall bama sé þetta hátt, þá þætti það samt gott, mjög gott, miðað við það sem gengur og gerist erlendis. — Nú miðið þið aðgöngumiðaverð við landsleiki og listviðburði hérlendis. En hvemig liti dæmið út, ef við miðuðum við eitthvað aðeins raunhæfara, eins og t.d. erlendar vörasýningar? . Guðmundur: Égget nú þvimiðurekki miðað við annað en þá vörusýningu, sem ég sótti síðast, sem var í Bella Center i Kaupmannahöfn. Ég man að ég greiddi mun hærra verð inn á hana heldur en greitt er hér, og var þó aðeins um vörusýningu að ræða. Halldór: Það er rétt að það komi fram, að við vitum ekki um neina þá vörusýningu erlendis, sem ekki er selt inn á, jafnvel þótt um séaðræða hreinar fagsýningar, sem miða að því eingöngu að kaupmenn versli við kaupmenn. Og aðgangseyririnn eroft á tíðum geysihár. — Er þá sýnendum hagur að þvi að hafa tfvolfið og aðrar uppákomur hér? Halldór: Alveg tvímælalaust, enda benda orð þeirra til þess. Það má t.d. nefna það, að þegar skemmtiatriðin standa yfir, fá sýnendur ákveðið and- tými áður en tömin byrjar aftur. Sýnendum er í rauninni sama, á hvaða forsendum sýningargestimir koma, svo fremi aðeins, að gestafjöld- inn sé mikill. Guðmundur: En hér er líka reynt að skapa þá stemmningu, sem undirtitill sýningarinnar gefur til kynna: Sýn- ing—Hátíð—Kátína. Hér ríkir afar skemmtilegur vinnumórall, og fólkið, sem vinnur í básunum hefur orð á því að hér ríki líf og fjör, gleði og hamingja. Ég held því að það gefi auga leið, að tívolíið og allt annað, sem hér fer fram auk sýningarinnar, stuðli að því að hér ríki ánægjulegur andi. — Er þá ekki nauðsynlegt að setja sýnendum einhverjar kvaðir um að þeir verði skemmtilegir líka? Halldór: Við setjum þeim engarslíkar kvaðir. En við höfum hins vegar hvatt þá til þess að vera með nýjungar, eitt- hvað, sem væri sérstakt, nýtt eða snið- ugt. Guðmundur: Mér finnst t.d. ákaflega sniðugt, hvemig Þjóðviljinn tekur þátt í sýningunni nú. { Þjóðviljabásnum standa þingmenn flokksins og ráðherrar og safna áskrifendum. Stjómendur blaðsins gera sér grein fyrir því, að hér er fólkið saman komið, og þingmenn Alþýðubandalagsins og ráðherrar standa augliti til auglitis við fólkið í landinu og ræða málin við það. — En finnst ykkur vera mikið um nýjungar á þessari sýningu? Halldór: Það verður að segjast eins og er, að það er minna um slíkt en oft áður. Að mínu viti á það sér þá skýringu, að efnahagsástandið er lakara en oft áður. Hins vegar þurfa sýnendur eftir sem áður að ná sambandi við fólk, og þess vegna taka þeir þátt í sýningunni. En hið slæma efnahagsástand hefur hins vegar gert það að verkum, að sýnendur hafa verið illa staddar með rekstrarfé og því ekki getað lagt í það í sama mæli og áður að brydda upp á nýjungum. — En getur þetta verið rétt? Hefur ekki þvert á móti verið talað um kaup- æði og fleira í þeim dúr? Hafa fyrirtæk- in ekki haft nóg á milli handanna? Halldór: Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að kaupæðið svokallaða nær ekki yfir alla línuna. Það njóta ekki öll fyrirtæki góðs af kaupgetu almenn- ings. Bílar hafa t.d. verið mikið keyptir, en hins vegar er þessi sýning haldin á kovitlausum tíma, þegar bifreiðaum- boðin eiga í hlut, af því þau fá ekki módel næsta árs fyrr en í fyrsta lagi í október. Nú, svo held ég nú, að veltan í heimilistækjum og húsgögnum, svo ég nefni dæmi, hafi ekki verið neitt óskap- lega mikil þrátt fyrir allt. — Nú hafa stjóravöld hvatt til að- halds og spamaðar. Finnst ykkur þá rétt að halda svona vörasýningu, sem hlýtur að vera neysluhvetjandi i eðli sinu? Guðmundur. Ég held að það sé ein- mitt ástæða til að halda vörusýningu á þessum tíma. Hér geta menn velt fyrir sér hverri krónu, og geta gert ákveðinn verðsamanburð, ef þeir þurfa að kaupa eitthvað á annað borð. Og það má nefna það, að vegna hinna sérstöku kynning- arprísa, sem í gangi eru, þá fá menn aðgangseyrinn sinn margfaldan aftur í formi afsláttar- og kynningarverða. Þau verð eru lægri en á hinum almenna markaði, og vegna þess hve sýnendur eru margir og af ólíkum toga, getur fólk borið saman ýmsa þá þætti, sem spila inn í dæmið, verð gæði og fleira, einmitt til þess að fá meira fyrir krónuna sína. Halldón Það má alveg eins spyrja sem svo, hvort Þjóðviljanum eða öðrum dagblöðum, sem styðja stjómina sem biður fólk um að ganga hægt um neysl- unnar dyr — finnist í þessum blöðum rétt að birta neysluhvetjandi auglýsing- ar? Ég sé engan skýran mun á því hvort auglýsing birtist í blaði eða á sýningu. Hvort tveggja er neysluhvetjandi, því verður ekki neitað. — Nú era fá fyrirtæki I sama „bransa“ hér á sýningunni. Fær fólk þá raunveralegan verðsamanburð? Guðmundur: Hér keppast fyrirtækin við að bjóða sína vöru og þjónustu á sem allra ódýrustu verði. Það þarf hins vegar ekki að segja fólki, hvað kostar að fara út í búð. Það veit fólk. Hér er aftur um að ræða, að hægt er að fá ýmislegt á kynningarverði, því lægsta verði, sem framleiðandi treystir sér til að bjóða, þannig að hér er kannski að finna vörur á því verði, sem telja má eðlilegt — og út frá því geta menn svo dregið slnar ályktanir, þegar þeir fara út í þjóðfé- lagið aftur. Þannig stuðlar vörusýning eins og þessi að verðmætavitund. Halldór: En hitt er rétt, að hér eru ekki það margir aðilar í sömu grein, að hægt sé að gera marktækan samanburð á þeim innbyrðis. Það er auðvitað mis- jafnt frá einni sýningu til annarrar, en það er óvenju lítið um það núna. Guömundur: Hins vegar vill það brenna við, að ef sýningar bera ákveðið yfirbragð margra fyrirtækja í sömu grein, t.d. húsgagnafyrirtækja, teppa- sala eða blómabúða, þá erum við gagn- rýndir fyrir það að vera hér með ein- hliða og lítt fjölbreytta sýningu. Hvort tveggja hefur auðvitað ákveðna kosti og galla. — Freistast menn ekki til þess hér, vegna kynningarverða, gjafa- og afslátt- arprfsa, að kaupa köttinn i sekknunt? Getur óprúttinn framleiðandi ekki not- fært sér vörasýningar til að koma út lé- legri vöra? Guðmundur: Þama er einfaldlega um að ræða hina sígildu spumingu í lífinu. Það veltur allt á dómgreind hvers og eins. En hér hafa menn þó aðgang að þeim, sem þekkinguna eiga að hafa innan fyrirtækjanna. Það er ákveðinn kostur. Hins vegar er ég viss um ef það kæmi fyrir — sem hefur þó ekki gerst hingað til — að einhver fyrirtæki væru staðin að þvi að Ijúga um framleiðslu sína, þá yrði það stöðvað af sýningarstjóm. Halldór: Hins vegar er það umhugs- unarefni út af fyrir sig, hvers vegna jafn margir sækja þessar sýningar og raun ber vitni. Skýringamar eru sjálfsagt margar, en ég held nú samt, að við þurfum ekki að skoða lengi í kringum okkur til að sjá, að það er næsta lítið að gerast I kringum okkur, dags daglega. Hvert tækifæri, sem fólk hefur til að koma á sýningu eins og þessa, er notað. Þetta er auðvitað upplyfting, þó vöru- sýning sé og reyndar rúmlega það. Hér hefur fólk varla kost á meiru en að fara þennan hefðbundna Þingvallahring og bömin hafa ekki nema þrjú-bíóið. Það er stórkostlegt að eiga svo allt I einu kost á svona fyrirbæri eins og tívolíi, og skiljanlegt að fólk vilji notfæra sér það. Guðmundur: Hér er mannamót í þess orðs fyllstu merkingu. Sýningin er fyrst og fremst hugsuð fyrir neytandann. — Ein svo vikið sé aftur að þcirri gagnrýni, sem sýningin hefur fengið á sig og vikið var að áðan, og svo auknu hlut- falli bama i gestahópnum. Er ekki verið i raun að stuðla að röngu neytendaupp- eldi með þvi að tengja vörasýningu sam- an við tívolí, með þvi að tengja alls kyns auglýsingagjafir saman við þá sýningu, hátfð og kátfnu, sem þið viljið að riki hér? Halldór: Ég held að auglýsingagjaf- imar séu ekki meðvitað bragð af hálfu sýnenda. Ég held, að þær komi frekar til af því, að hér eru börn — það er stað- reynd — og gjafir til þeirra era þá af hálfu fyrirtækjanna kannski viðleitni til að stækka þann pakka, sem hér er í boði; þ.e.a.s. bömin fá kannski blöðru eða húfu, auk þess sem er að finna í tívolíinu. En að þetta sé þaulhugsað auglýsingabragð, sem beinist að böm- um, það held ég að sé af og frá. Þetta er nú eiginlega bara glaðningur. — En er þá ekkert samband milli neytendauppeldis þess, sem hér fer fram og þess, þegar allir rjúka upp til handa og fóta og kaupa hljómflutningstæki af ákveðinni tegund, nú eða reiðhjól eitt sumarið og þar fram eftir götunum? Halldór: Það góða við þetta, það er að segja, að Islendingar t.d. skipti yfir í lit- sjónvarpstæki á skemmri tíma en nokk- ur önnur þjóð, myndbandavæðist á hraðari hátt en nokkur önnur þjóð og reiðhjólavæðist á skemmri tíma en dæmi eru til um — það góða við þetta er, að það færir manni heim sanninn um það, að fólk virðist hafa eitthvert fé handa á milli. Ástandið virðist þar með ekki vera jafn slæmt og það er oft sagt vera. — Er ekki þarna á ferðinni afleiðing af neytendauppeldi vörusýninga? Halldór: Ja, fólk þarf þó peninga til að kaupa þetta allt. Guðmundur: Það getur verið að það sé ein skýring, nú auglýsingastriðið í dagblöðunum getur verið önnur skýr- ing. Ég held að það megi alveg fílósó- fera út frá þvi, og sjálfur legg ég þetta alveg að jöfnu. Halldór: Einhver þörf hlýtur það auðvitað að vera, sem stjómar því að fólk kaupi allt í einu reiðhjól, litsjón- vörp eða myndbönd. Ég held að dóm- greind fólks sé meiri en svo að það sé hægt að skikka það til að kaupa eitt- hvað, sama hvað það er án þess að ein- hver þörf sé til staðar. En hugtakið þörf er auðvitað afskaplega teygjanlegt. Nú, það má benda á, að hér gerast hlutimir mun hraðar en víðast hvar er- lendis, þar sem breytingar í þessum efnum era mun mildari en við þekkjum. En það sem eftir stendur er auðvitað það, að neysla út af fyrir sig, neysla sem slík, er ekki af hinu illa. Mér finnst of oft skína í gegnum málflutning manna, að verslun sé ekki „góður” atvinnuvegur. En hún er einfaldlega hluti af atvinnu- lífinu, og síst ómerkari hluti en hvað annað. Og þótt að sitthvað það, sem í kringum verslunina er, þyki yfirgengi- legt, vegna þess að það gerist hraðar hér en annars staðar, þá verðum við ein- faldlega að reyna að taka því. -hól./-jsj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.