Þjóðviljinn - 24.09.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. september 1982
ALÞVÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Austurlandi - Aðalfundur
kjördæmisráðs 25.-26. september
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi heldur aðal-
fund á Djúpavogi dagana 26. og 26. september.
Fundurinn hefst á laugardag 25. september kl. 13 og lýkur síðdegis á
sunnudag.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf. 2. Málefni kjördæmisins. 3. Kosningastarf og undir-
búningur framboðs. 4. Stjórnmálaviðhorfið. 5. Önnur mál.
Tilkynningar um kjör fulltrúa berist Einari Má Sigurðssyni, formanni
kjördæmisráðsinsísíma7468 (á kvöldin), og veitir hann nánari upplýsing-
ar, m.a. um ferðir á fundinn, sem er opinn öllum flokksmönnum. -Stjórn
kjördæmisráðs.
Djúpivogur - nærsveitir
Helgi Sel jan og Hjörleifur Guttorms
son boða til almenns fundar á Djúpa-
vogi föstudagskvöldið 24. septem
ber kl. 20:30.
Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið
Helgi
Hjörleifur.
Kjördæmisráð Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi
verður í verkalýðshúsinu á Hellu helgina 25. og 26. september n.k. og
hefst kl 14. á laugardag.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson flytja stuttar ræður. Þorbjörn
Broddason flytur erindi um prófkjör.
Kvöidvaka á laugardagskvöld.
Fundarslit eru áætluð kl. 16 á sunnudag.
Stjórn kjördæmisráðs
Alþýðubandalagið Hafnarfírði
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði veröur haldinn að
Strandgötu 41 þriðjudaginn 28.
september, og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Inntaka nýrra félaga.
2) Venjuleg aðalfundarstörf.
3) Geir Gunnarsson og Svav-
ar Gestsson mæta á fundinn
og ræða stjórnmálaástandið.
4) Onnur mál.
Kaffi á könnunni. Félagar fjöl-
mennið. - Sjórnin.
Geir
Svavar
Greiðum félagsgjöldin
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar hér með á þá Alþýðuband-
alagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst
Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík.
Stjórn ABR1
Orðsending til styrktarmanna
Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda
gíróseðla hiö allra fyrsta. — Alþýðubandalagið.
Hernámsandstæðingar
Starfsmaður óskast
Samtök herstöðvaandstæðinga óska að ráða mann til að gegna hálfu
starfi. Það er fólgið í daglegum rekstri samtakanna auk annarra verkefna
sem til falla.
Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 29604 kl. 16 - 19 dagiega.
Umsóknir stílaðar á Samtök herstöðvaandstæðinga, pósthólf 314, 101
Reykjavík, berist í síðasta lagi 6. október.
Blaðberar óskast
Sörlaskjól
DJÚDVIUINN
Sími 81333.
Vegna jaröarfarar
Óskars Þorvaröarsonar veröur skrifstofa vor
lokuö frá kl. 13 til 15 föstudaginn 24. sept-
ember.
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Hvað er MS?
Framhald af 7. siðu.
ekki orðið vart á Færeyjum fyrr en í
síðari heimsstyrjöldinni. Þá settust
breskar hersveitir að á eyjunum og
höfðu með sér hunda er báru með
sér faraldur af hundafári, en það er
veirusjúkdómur. Það hefur einnig
sýnt sig að sjúkdómurinn er al-
gengari þar sem mikið er um
hunda. Auk hundafársveirunnar
hafa þau mótefni er myndast gegn
mislingaveirunni einnig legið undir
grun. í rauninni gætu ýmsar al-
gengar veirutegundir átt þarna hlut
að máli, en veirur geta verið óvirk-
ar í Iíkamanum árum saman. Síðan
gerist eitthvað sem vekur þær af
dvala þannig að þær ráðast á mið-
taugakerfið eða vekja upp sjálfvirk
ónæmisviðbrögð er skemma myel-
ineinangrunina eða frumurnar sem
framleiða hana.
Mótefni
Ýmsum ráðum er nú beitt til þess
að lina þjáningar þeirra er þjást af
MS. Vísindamenn telja að hugsan-
legt sé, að mótefni er hindri sýk-
ingu á MS sé þegar fyrir hendi.
Mislinga-bóluefnið, sem tekið var í
notkun 1963, hefur þegar eytt
taugasjúkdómi, sem orsakaðist af
afbrigði mislingaveirunnar. Ef sú
tilgáta reynist rétt, að MS stafi
einnig af afbrigði mislingaveirunn-
ar, ætti tíðni sjúkdómsins að falla
um leið og þau börn sem bólusett
hafa verið gegn mislingum komast
á þrítugsaldurinn. En þeim sem
þegar hafa tekið sjúkdóminn hafa
verið gefin lyf er lina krampa og
stjórnlausan vöðvasamdrátt. Þá er
einnig beitt líkamsþjálfun til þess
að vinna gegn krampa og viðhalda
líkamsþrótti. Þá eru einnig til lyf er
geta lamað þvagblöðruna að
mestu, til þess að koma í veg fyrir
ótímabær þvaglát. Minnkuð kyn-
geta og önnur sálræn vandamál er
oft fylgja þessum alvarlega sjúk-
dómi eru meðhöndluð af geðiækn-
um. Einnig eru nú ýmsar lækninga-
aðferðir í reynslu er byggja á ó-
næmisviðbrögðum líkamans. Með-
al annars hefur andveiruefnið int-
erferon verið reynt. Þá hafa menn
einnig reynt að auðveida tauga-
boðin með því að kæla líkamann
niður, því það hefur sýnt sig að ein-
kennin minnka við kælingu vegna
þess að þá ganga taugaboðin auð-
veldar.
4-5 tilfelli á ári
Að sögn Sverris Bergmanns sér-
fræðings í taugasjúkdómum eru
um 140 manns haldnir MS-sjúk-
dómi á íslandi. Koma að meðaltali
um 4-5 ný tilfelli á ári. Af þessum
140 eru 40% með tiltölulega lítil
einkenni sem há þeim ekki teljandi
í daglegu lífi. Alíka margir eru
bæklaðir þannig, aö það háir þeim
verulega án þess þó að þeir þurfi að
vistast á stofnunum, og geta margir
þeirra unnið eitthvað með sjúk-
dómnum. Um 12% MS-sjúklinga
eru það alvarlega veikir að þeir
þurfa að vistast á stofnuoum.
ólg. tók saman
Herstöðva-
andstæðingar
Lands-
ráðstefna
níunda
október
Herstöðvaandstæðingar lialda
Landsráðstefnu sína 9. og 10. októ-
ber næstkomandi á Hótel Heklu við
Rauðarárstíg í Reykjavík. Ráð-
stefnan verður sett kl. tíu árdegis á
laugardag með setningarræðu for-
manns samtakanna.
Auk hefðbundinna starfa verða
sérstaklega tekin til umfjöllunar
eftirfarandi mál: staðan í herstöð-
vamálinu, í öðru lagi kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd, í þriðja
langi friðarhreyfingar og íslensk
friðarhreyfing. Á ráðstefnunni
verða einnig rædd útgáfumál og
starfs- og fjárhagsáætlun. —óg
Auglýsing
um
á Selfossi
Stjórn Verkamannabústaða á Selfossi
auglýsir hér með til sölu eftirtaldar íbúöir að
Háengi 12-14, byggðar skv. lögum nr. 51/
1980 og reglugerð nr. 527 1980.
8 íbúðir 3ja herb. 57 m2.
2 íbúðir 5 herb. 114 m2.
Upplýsingar um rétt til kaupa á íbúð í verka-
mannabústöðunum liggja frammi hjá bæjar-
ritara á skrifstofu Selfossbæjar, Eyrarvegi 8.
Einnig veitir hann upplýsingar um áætlað
verð og greiðsluskilmála.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 5. októ-
ber n.k. til skrifstofu Selfossbæjar á þar til
gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á
sama stað.
Selfossi 21. september 1982
Stjórn Verkamannabústaða á Selfossi.
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
BOKASAFNSFRÆÐINGUR
Staða bókasafnsfræðings er laus til um-
sóknar.
Hlutastarf.
Launakjör fara eftir samningum við Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar. Skriflegar
umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist safninu fyrir 13. október
1982.
Borgarbókavörður.
Forsætisnefnd
Norðurlandaráðs
auglýsir stöðu
upplýsingastjóra
í skrifstofu hennar í Stokkhólmi.
Verkefni upplýsingastjórans er m.a.:
1) að sjá í samvinnu við innlenda skrifstofustjóra
ráðsins um upplýsingar á þingum Norður-
landaráðs og öðrum fundum;
2) að miðla innan Norðurlanda og utan fræðslu
um Norðurlandaráð og norrænt samstarf á
öðrum sviðum;
3) að stjórna upplýsingadeildinni;
4) að vera ritari upplýsinganefndar Norðurland-
ráðs.
Umsækjandi þarf að þekkja vel til norrænnar sam-
vinnu, þjóðfélagsmála og stjómskiþunar.
Laun og starfskjör fara að nokkru eftir reglum um
sænska ríkisstarfsmenn, að nokkru eftir sérstökum
norrænum reglum. Laun eru samkvæmt 23.-25.
launaflokki í sænskum launastiga (10,753-12.910
sænskar krónur á mánuði), auk uþþbótar vegna dval-
ar erlendis og persónuuppbótar.
Starfstími er fjögur ár frá og með 1. nóvember 1982
eða sem fyrst að þeim degi liðnum. Ríkisstarfsmaður
á samkvæmt samkomulagi milli Norðurlanda rétt á
fjögurra ára leyfi til að starfa í sameiginlegri skrifstofu
Norðurlanda.
Nánari uþplýsingar veita llkka-Christian Björklund
skrifstofustjóri forsætisnefndarinnar, Inger Jágerhorn
upplýsingastjóri (sími í Stokkhólmi 14 34 20) eða
Friðjón Sigurðsson ritari íslandsdeildar Norðurlanda-
ráðs, skrifstofu Alþingis (sími 11560).
Umsóknir skal stíla til forsætisnefndar Norðurlanda-
ráðs, (Nordiska Rádets presidium) og sendaforsætis-
skrifstofunni (Nordiska Rádets presidiesekretariat,
box 19506, A-10432 Stockholm) í síðasta lagi mið-
vikudaginn 29. september 1982.