Þjóðviljinn - 24.09.1982, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN
Föstudagur 24. september 1982
Abs’ tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. UIíj pess tima er hægt aö na i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösíns I sima 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Fjórir fyrrverandi
stjórnmála-
foringjar
leiða saman
hesta sína
„Ég vona að þetta verði
t'róðlegur, skemmtilegur og
upplysandi umræðuþáttur,
það er tilgangurinn með
þessu”, sagði Gunnlaugur
Stefánsson fyrrv. alþingis-
maður scm stýrir umræðum í
sjónvarpssal í beinni útsend-
ingu á þriðjudagskvöld milli
fjögurra landskunnra stjórn-
málakappa.
Þátttakendur í umræðunni
sem ber yfirskriftina „Stjórn-
málin fyrr og nú”, verða þeir
Eysteinn Jónsson, Hannibal
Valdimarsson, Ingólfur Jóns-
son og Lúðvík Jósepsson.
„Það er kominn tími til að
heyra í þessunr mönnum
aftur, og ég ætla að leggja
áherslu á það í umræðunni
hvernig hið liðna hefur gildi
fyrir nútímann. Þessir menn
hafa mikla yfirsýn og hafa
fylgst vel með þróuninni í
gegnum tíðina.”
Gunnlaugur sagði að hann
ætti von á bróðurlegum um-
ræðum þótt vissulega hefðu
þessir menn mismunandi sko-
ðanir og sjónarmið.
Ig-
Félagsfundur í Hestamannafélaginu Fáki: DciVÍÖ
Lokun Vatnsendaveg-
Oddsson
borgarstjóri
ar harðlega mótmælt IjZfj
Ingólfur Lúðvík
Gamlar
kempur
í sjón-
varpssal
er vitnisburður skólameistara
í málinu
mynd hans gæti verið leið til
lausnar í þessu máli. Þar er lagt til
að Margrófarvegur verði stórlega
bættur, þannig að þeir sem leið
eiga í Víðidal geti notað hann á
öllum tímum árs.
Borgarstjóri upplýsti á fundin-
um í fyrradag að strax á næsta ári
kæmi Ofanbyggðavegur að Vatns-
endavegi í gagnið og að borgar-
sjóður myndi sjá til þess að þær
framkvæmdir færu fram, hvort sem
opinber stjórnvöld önnur kæmu
þar nærri eða ekki.
„Við hestamenn höfum um
margra ára skeið mátt þola stöðug-
ar þrengingar af hálfu borgaryfir-
valda og orðið að hrekjast stað úr
stað með starfsemi okkar“, sagði
Gísli B. Björnsson. „Niðurstaða
okkar hestamanna af þessum fundi
er sú að Selásvegurinn verði að
vera okkur opinn í vetur nema til
komi stórfelld viðgerð á Margróf-
arvegi, því án hans er engin lausn.
Ég á því miður ekki von á að vandi
okkar verði leystur á þann veg sem
við helst kjósum og vísa ég þar til
reynslu okkar af yfirvöldum
Reykjavíkurborgar um mörg
undanfarin ár“, sagði hann að
lokum.
-v
Fangarnir þrír sem sótt hafa nám í
Fjölbrautaskólann á Selfossi, munu í vetur
sækja tíma sína í öldungadeildinni. Þar er helm-
ingi hraðari yfirferð, og því óvíst hvort þessir
nemendur komist yfir námsefnið, að sögn
kennara þeirra.
Við greindum frá því fyrir
nokkru, að þar sem nokkrir íbúar á
Selfossi höfðu krafist þess, að fang-
arnir hættu að sækja dagskólann,
hefði dómsmálaráðuneytið stöðv-
að skólagöngu fanganna. Skóla-
meistari Fjölbrautaskólans,
Heimir Pálsson, fangelsisstjórinn á
Litla-Hrauni, Helgi Gunnarsson,
og^jón Thors, deildarstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, áttu síðan í við-
ræðum um lausn málsins og fundu
þessa leið, sem vonandi allir geta
sætt sig við.
Heimir Pálsson, skólameistari,
kvað fangana þrjá hafa stundað sitt
nám við skólann af stakri prýði.
Þeir hófu skólagöngu sína eftir ára-
mót í fyrraog luku við 19-21 ein-
ingu á önninni. „Það venjulega er,
að nemandi ljúki 18 einingum á
önn,“ sagði Heimir, „og þá er mið-
að við fulla skólavist, en það höfðu
þessir piltar ekki, því þeir höfðu
ekki tök á að sækja alla tíma. Og
þeir hlutu góðar einkunnir. Það
verður því að telja árangur þeirra
hreint afrek.“ ast
Heimir Pálsson, skólameistari á Selfossi.
Á fjölmennum féiagsfundi Hestamannafélagsins Fáks í fyrra-
kvöld voru borgaryfirvöld harðlega gagnrýnd fyrir ítrekaðar til-
raunir til að þrengja að hestamönnum í borgarlandinu. Á fundin-
um var einkum rætt lokun Vatnsendavegar við Árbæjarskólann en
þarmeð er hestamönnum gert erFiðara um vik að komast í hús sín í
Víðidal. Davíð Oddsson borgarstjóri mætti á þennan fjöruga fund,
og var hann harðlega gagnrýndur fyrir það fljótræði að loka
aðkomuleiðum yfir Selásinn.
Sem kunnugt er af fréttum lok-
uðu borgaryfirvöld Vatnsendavegi
við Árbæjarskólann þar sem kom-
ið höfðu fram ítrekuð mótmæli frá
forráðamönnum barna í Árbæjar-
hverfi gegn umferð um skólalóð-
ina. Var tekinn sá kostur að gera
vegarspotta frá Selásbraut niður á
Vatnsendaveg, rétt vestan dælu-
stöðvar, og einnig var hesta-
mönnum í Víðidal bent á að not-
færa sér Margrófarveg sem liggur
frá Suðurlandsvegi við Rauðavatn
niður á Vatnsenda. Hestamenn
hafa talið með þessari lausn á sam-
gönguvandamálum yfir Selásinn
væri verulega að þeirra starfsemi
vegið og að brýn nauðsyn bæri til
að leysa málin með öðrum hætti.
Einn fundarmanna á fundi Fáks í
fyrrakvöld, Gísli B. Björnsson,
kvað fundinn i gær hafa verið gagn-
legan og málefnalegan. Borgar-
stjóri hefði getið tillögu borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins, Guð-
mundar Þ. Jónssonar, sem nú
liggur fyrir borgarráði, og að hug-
Eysteinn
Hannibal
Merkja- og blaðsölu-
dagur Sjálfsbjargar
Nú á sunnudaginn er hinn ár-
legi merkja- og blaðsöludagur
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra. Merki Sjálfsbjargar
og blaðið „Sjálfsbjörg 1982“
verða þá seld um land allt. Verð
á merkinu er kr. 20.00 og á
blaðinu kr. 30.00.
Sjálfsbjargarfélögin sjá um söl-
una úti á landsbyggðinni ásamt
trúnaðarmönnum og velunnurunt
samtakanna. Sjálfsbjargarfélagið í
Reykjavík sér um söluna á höfuð-
borgarsvæðinu (Reykjavík, Kópa-
vogur, Garðabær, Hafnarfjörður,
Seltjarnarnes og Mosfellssveit) og
verða blöð og merki afhent í félags-
heimilinu Hátúni 12, laugardaginn
frá kl. 13.00 - 17.00 og á sunnudag
frá kl. 10.00.
Starfsemi Sjálfsbjargar kostar
mikið fé og með góðuin undirtekt-
um almennings, fyrirtækja og
stofnana hafa þau komið í höfn
ýmsum málum til hagsbóta fyrir
fatlaða. Merkja- og blaðsöludagur-
inn er einn aðalfjáröflunardagur
samtakanna; auk þess er í blaðinu
leitast við að kynna málefni, sem
snerta fatlaða.
Það er því von samtakanna, að
almenningur taki vel á móti sölu-
fólki Sjálfsbjargar á sunnudaginn.
Sundlaug Sjálfsbjargar var vígð á sl. ári og var það stórt spor í þá átt að
skapa fötluðum viðunandi aðstöðu.
Fangar fara í Öldungadeild:
„Frammistaða þeirra
er afrek”