Þjóðviljinn - 06.10.1982, Síða 2
2 StÐAr^- ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur.6. október 1982
„Safnast
samt
alltaf
fynr
„Ég er að leita mér að BASIC
bók“, sagði hann og mældi út hill-
una í kjallaranum hjá Eymuds-
son. Við vorum að leita uppi
áhugasama bókamenn, sem gcta
helst aldrei brugðið sér í bæinn án
þess að líta inn í næstu bókabúð.
Þurftum ekki lengi að lcita. Höf-
um strax rekist á einn.
- B ASIC, er það eitthvað í sam-
bandi við tölvur? spurði blaða-
maður og þóttist fróður.
/
- Já, svaraði viðmælandinn, ég
var að kaupa mér tölvu fyrir hálf-
um mánuði sem hægt er að „próg-
rammera."
- Eru tölvur nýjasta dellan?
- Það eru margir komnir með
þessi tæki, segir viðmælandinn og
heldur áfram að mæla út hill-
urnar.
- Hvað heitir þú, og ertu í
skóla? spyr blaðamaður sem vill
kynnast viðmælandanum aðeins
nánar.
- Ég heiti Svavar Sigurðsson og
er í Armúlaskóla.
- Ferðu oft í bókabúðir?
- Já, frekar. Mér þykir alltaf
gaman að koma í bókabúðir.
„Var að kaupa mér tölvu fyrir há
- Hvað lestu helst, spennu-
bækur?
- Nei, ég les frekar klassískar.
bækur: Tolstoj, Hemmingway,
Romain Rolland. Ég er t.d. að
lesa Jóhann Kristófer núna.
-Lestu mikið á veturna?
- Já ég les miklu meira á vet-
urna heldur en á sumrin.
Hvað þurftir þú að eyða miklu í
námsbækur fyrir veturinn?
mánuði“, sagði Svavar og sökkti
Rúmlega 2000 krónur. Það var
illa sloppið. Mér gekk illa að fá lán
aðar bækur. Það er líka alltaf verið
að skipta um kennslubækur. Það
kostar sitt fyrir okkur.
- Finnst þér bækur dýrar?
- Nei, bækur eru fremur ódýr-
ar, miðað við margt annað. Sér-
staklega pappírskiljur.
- Áttu erfitt með að komast 1
bókarlaus út úr bókabúð? spyr
sér niður í tölvubækurnar.
blaðamaður og minnist eigin
veikleika.
- Mér finnst auðvelt að komast
út án þess að kaupa, en það safn-
ast samt alltaf fyrir heima, segir
Svavar.
Hann er enn að mæla út bóka-
hillurnar þegar við læðumst upp
úr kjallaranum.
-•g
Frjálshyggjan
Friðhelgi einkalífsins er slagsmál
án vitna.
síöan
viöboiri
Ðringubein
/ > '
/ Xiphoid
þessu svæði.
Setjið handarrót annarrar hand-
ar ofan á skyggða svæðið á
bringubeininu (sjá mynd A).
Setjið hina höndina
ofan á handarbakið.
Látið fingurna ekki
snerta brjóstkassann.
Hafið handleggina
beina.
Kannt
þú
hjarta-
hnoð?
Þegar hjarta er hnoðað þá á að
nota handarrótina, ekki fing-
urna. Hnoðið felst í því að
klemma hjartað á milli bringu-
beins og hryggsúlunnar - og fá
þannig nægilegt blóðstreymi frá
hjartanu til hjartavöðvans og
annarra viðkvæmra vefja.
Við hjartahnoð þarf að reyna
að komast hjá þvf að brjóta rif
sjúklingsins, en stundum er slíkt
óhjákvæmilegt.
Sá sem hnoðar - á að vera beint
yfir sjúklingnum, með báða
handleggi beina (ekki beygja í
olnbogum) og nota allan líkams-
þunga sinn (sjá mynd d), en ekki
vöðvakraft. Mjög erfitt er að
hnoða lengi. Því er afar mikilvægt
að hafa rétt handtök strax í upp-
hafi svo viðkomandi geti haldið út
eins lengi og þörf er á.
Hnoða þarf 60-80 sinnum á
mínútu í flestum tilvikum. Hnoð
er fullnægjandi, finnist púlsar í
nárum og á hálsi, og ef sjáöldur
halda áfram að vera þrengd (og
þá er öndunin einnig fullnægj-
andi).
— og þegar dimmir nota
allir í fjölskyldunni end-
urskinsmerki.
Vísindi
á íslandi
Fiskur
f
í
sjókrapa
Gerðar hafa verið ýmsar rann-
sóknir á gæðum bolfisks sem
geymdur er í sjókrapa í stað
venjulegrar ísunar. Niðurstöður
hafa verið svipaðar og gerist
meðal nágrannaþjóðanna, þ.e.
að gæðin séu í stórum dráttum
hliðstæð og við ísun séu geymslu-
aðstæður góðar. Við þessar til-
raunir hafa verið notaðir einangr-
aðir gámar ca. 1 m2 stærð.
Góður árangur með geymslu
fisksins í þessum gámum hefur
náðst þegar blöndun í gámnum er
nægjanleg, t.d. við velting um
borð í veiðiskipi. Hins vegar
myndast auðveldlega hitapollar í
gámunum þegar þeir eru í kyrr-
stöðu og skemmist fiskurinn
mjög fljótt. f undirbúningi eru til-
raunir til að leysa þetta vand-
amál.
Mesta hraungosið
1783.
í Skaftáreldum 1783 kom upp
mesta hraunmagn sem komið
hefur í einu gosi á sögulegum
tíma. Frumathugun hefur verið
gerð á efnasamsetningu hrauns-
ins og sýnir að hraunið virðist allt
hafa nánast sömu efnasam-
setningu. Kemur sú niðurstaða
nokkuð á óvart.