Þjóðviljinn - 06.10.1982, Side 9
Miðvikudagur 6. október 19821 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9
Hér má fá nokkra hugmynd um hvernig glerveggurinn mun taka sig út og
hvert rýmið verður í skólanum, sem Maggi Jónsson hefur teiknað. Litlu
Herramennirnir í módelinu eru ekkert stærri en unglingarnir verða í
„alvöruhúsinu". - (Ljósm.: eik).
Ekki eru allar byggingarnar jafn
glæsilegar og sú á myndinni til
hægri - eða þá starfsemin innan
H
er nyti tyi ji uennsui n»pa n
og þar á töflu hangir þessi
orðsending sem sjá má hér á
myndinni til vinstri.
- (Ljósm.: gel).
Fjölbrautaskólinn á Selfossi er
hvorki aldinn að árum né
íburðarmikill að sjá. Hann tók
til starfa haustið 1981, ogívetur
munu um 330 nemendur vera
innritaðir í dagskólann.
Öldungadeild er einnig
starfandi við skólann.
Við Gunnar Ijósmyndari
reyndum að finna „skólann”, þeg-
ar við vorum á ferð um Selfoss um
daginn. „Skólinn” reyndist vera á
ekki færri en sex stöðunr í bænum
og þarna sá maður kennara þjóta
út úr einu húsi, upp á bak hjólhesta
og þeysa af stað í næstu byggingu.
Og nemendur? Ekki eru þeir á
minni þeytingi. Þeir hafa enga
aðstöðu fyrir sitt félagslíf og „bóka-
safnið” og önnur „söfn” fjarlægir
draumar. Þarna verða menn veskú
að læra bara heima - nú eða þá
nota gangana í þeim byggingum,
sem skólahaldið hýsa eins og við
sáum dæmi um. Ja, mikill er áhug-
inn Jeremías minn!
Skólameistarinn, Heimir Páls-
son, leiddi okkur góðfúslega um
ríki sitt. Stjórnstöð skólans er í húsi
Búnaðarbankans við Austurveg.
Þarna eru tvær skólastofur - litlar -
og pínulítil kompa sem hýsir tölvur
skólans. í kompunni ræður ríkjum
Tómas Rasmus. ,
Þrjár kennslustofur fær Fjöl-
brautaskólinn í húsi gamla barna-
skólans. „Skemmtilegt hús,” segir
skólameistari og bendir ineð píp- 1
ustertinum. „Hér var samkomu-
hús, hér var messað, hér var leikið
og hér var iðnskólinn með aðstöðu
þar til Fjölbrautin var stofnuð”.
Næst liggur leiðin eftir Tryggva-
götunni. Þar er lítill og lágreistur
timburhjallur, sem heitir Sjálfstæð-
ishúsið. Þar hefur Fjölbrautin '
eina kennslustofu. „Við holum ,
okkur alls staðar niður”, segir j
Heimir og brosir.
Fjölbrautaskólinn hefur fimm
kennslustofur í gagnfræðaskóla-
húsinu. Skoðunarferðin endar í
verknámshúsi Fjölbrautarinnar, |
sem áður tilheyrði iðnskólanum.
„Þetta er fullkomnasta trésmíða-
kennslustofa landsins,” segir ;
skólameistari og sviptir upp dyrun-
um. Og þaðeralvegrétt. Viðgöng-
um um salinn og skólameistari
skýrir fyrir okkur starfsemina, sem
þarna fer fram. Og í einu horninu
stendur nokkuð, sem okkur hafði
ekki órað fyrir: lieil kennslustofa!
ounuiau ui ius.au
Nýja skólahúsið á að rísa sunnan
við verknámshúsið. Byggingin
verður liðlega 5000 fermetrar og er
ekki hægt að segja annað en hug-
rnyndir dr. Magga Jónssonar séu
nýstárlegar. Kennslurými verður á
þremur hæðum og er gengið inn í
kennslustofur af svölum, en á þeim
verður svæði fyrir hópvinnu og
samskipti nemenda.
Það sem vekur kánnski mesta at-
hygli er að veggur á suðurhlið
skólans verður mestallur úr gleri.
(Ljósmyndin hansEinars af módeli
sýnir þessa hugmynd með gler-
vegginn). Birtu verður stjórnað
með flekum á milli bita, sem
hreyfast fyrir rafmagni.
Við spurðum Heimi hvort þetta
væri ekki bruðl. Ekki kvaðst hann
vilja taka undir það. Byggingin
væri öll mjög einföld að öðru leyti
en þessu, og sparaðist mikið á því.
„Fólk er bara ekki vant þessari
hugmynd og heldur þess vegna að
hún muni kosta offjár”, sagði
Heimir.
Þess má einnig geta, að þegar til
Reykjavíkur var komið hafði ég
samband við dr. Magga Jónsson til
að fá teikningar og ljósmynda mó-
delið. Ég.spurði hann hvort hann
væri ekkert hræddur við vegginn.
„Nei, það er engin ástæða til
þess”, sagði Maggi. „Það hafa ver-
ið byggðir svona veggir svo þús-
undum skiptir víða um heim og
tæknileg atriði löngu leyst. Við
erum bara hrædd við þetta, vegna
þess að hér á árunum voru byggðir
flennistórir stofugluggar sem gerðu
stofurnar að óþolandi vistarverum.
En glerið stendur fyrir sínu”.
Við óskum Heimi og Selfyssing-
um til hamingju með skólann. ast
samheldnin sterk
Ferö um Fjölbmutaskólann á Selfossi
Við vissum, að þarna ríkti húsnæð-
isleysi - en þetta!
Kvöldið áður en við vorum
þarna á ferð (22. september sl.)
samþykkti stjórn bæjarins
teikningar dr. Magga Jónssonar,
arkitekts, að húsnæði fyrir Fjöl-
brautaólann. Væntanlega verður
byrjað strax á framkvæmdum.
Skólameistari virðir fyrir sér fínasta trésmíðakennslusal landsins. - (Ljósm.: gel.)
Tómas Rasmus kennir á tölvur Fjölbrautaskólans á Selfossi, en slík kenn- Hér er allt i scnn - kennarastofa, vinnuherbcrgi kennara og „bókasafn“
sla er komin í kjarna velflestra fjölbrautaskóla landsins. - (Ljósm.: gel). skólans. - (Ljósm.: gel).