Þjóðviljinn - 06.10.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Síða 15
Sjónvarp kl. 21.10 DALLAS hefur göngu sína að nýju Miðvikúdágúr 6! 'október 1982 ÞJ RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Gunnlaugur Snævarr talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eldfær- in”, ævintýri H.C.Andersens Þýðandi: Steingrímur Thorsteinsson. Eyvindur Erlendsson les. 9.20 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón- armaður: Ingólfur Arnarson. Fjallað um málefni er varða Sjómannasamband íslands og rætt við Óskar Vigfússon. 10.45 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.05 Lag og Ijóð Þáttur um vísnatónlist í umsjá Gísla Helgasonar. 11.45 Ur byggðum Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Dagstund í dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnússon. 14.30 „Ágúst” eftir Stefán Júlíusson. Höf- undurinn les (3). 15.00 Miðdegistóníeikar: 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Litli barnatíminn 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Anne Marie Markan. 17.00 Djassþáttur í umsjáJóns Múla Árna- sonar 17.45 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. 17.55 Tilkynningar. Tónleikar. 18.45 Veðurfrgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Daglegt mál. Ólafur Oddsson flytur þáttinn. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 20.40 Klarinettukonsert í A-dúr K.622 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 21.10 Stefán íslandi 75 ára Guðmundur Jónsson flytur formálsorð. Stefán ís- landi syngur m.a. atriði ur óperunni Rigcúetto eftir Verdi. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn” eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (2). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson ■ kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV - 18.00 Stikilsberja-Finnur og vinir hans NÝR FLOKKUR - 1. þáttur. Velkom- inn, nágranni. Þýsk-kanadískur fram- haldsmyndaflokkur gerður eftir bókum bandaríska rithöfundarins Marks Twa- ins, Sögunni af Tuma litla og Stikils- berja-Finni. Söguhetjurnar eru drengir, sem alast upp í smábæ við Mississippi- fljót á öldinni sem leið, og lenda í alls konar ævintýrum. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.25 Svona gerum við NÝR FLOKKUR - 1. þáttur. Máttur loftsins. Breskur fræðslumyndaflokkur í 12 þáttum sem ætlaður er 10-14 ára börnum. í þáttun- um er leyndardómum eðlisfræðinnar Iokið upp á nýstárlegan og skemmti- legan hátt.Þýðandi og þulur Guðni Kol- beinsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónar-' maður Sigurður H. Richter. 21.10 Dallas. Bandarískur framhaldsflokk- ur um hina auðugu Ewing-fjölskyldu í Texas. Aðalhlutverk: Larry Hagman, Linda Gray, Patrick Duffy, Victoria Principal, Jim Davis, Barbara Bel Geddes og Charlene Tilton. Dallas lauk síðast með því að Sue Ellen og J.R. eignuðust erfingja og verður nú þráð- urinn tekinn upp þar sem frá var horfið í janúar 1982. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Er heilinn óþarfur? Bresk heimildar- mynd um börn, sem fæðast með svo- nefnt vatnshöfuð, og nýjar aðferðir tii að koma þeim til eðlilegs þroska. 22.55 Dagskrárlok. frá lesendum Eru íslenskir ferðamenn rændir? Ferðalangur skrifar: Oft auglýsa íslenskar ferða- skrifstofur með miklum fyrir- gangi að þær hafi vegna góðra sambanda sinna erlendis, og að því er manni stundum skilst, fyrir sérstaka góðvild og kunningsskap, náð „sér- lega“ góðum samningum um sólarlandaferðir. Ég ætla nú að greina hér frá hve „ódýr“ ein slík ferð getur verið. Ég fór í sérstökum erinda- gjörðum til Kaupmannahafn- ar í síðasta mánuði og ákvað áður en ég fór að heiman að nota tækifærið og fara með danskri ferðaskrifstofu suður til Portúgal. Keypti ég því miða hér heima hjá ferða- skrifstofu sem er umboðsaðili þeirra dönsku. Tveggja vikna ferð kostaði okkur hjónin frá Kaupmannahöfn kr. 11.700, greitt í íslenskum krónum. Þegar íslensk hjón, sem við þekkjum, koma svo til þriggja vikna dvalar á sama stað, á vegum Útsýnar, spyr ég þau hvað þau hafi þurft að borga fyrir ferðina. Svar: Um kr. 37.000 með tveimur nóttum í London á heimleið! Hefði ég 4 verið þrjár vikur, þyrfti ég að borga danskinum ca. ísl. krónur 1600 til viðbótar, 11.700 plús 1.600 = 13.300. Tvær nætur í Kaupmannahöfn kosta ca 1200. Þá erum við komin í kr. 14.500 og er þá ótalin ferðin til Kaupmanna- hafnar frá íslandi og heim aftur. Apex-fargjald var þá kr. 6.250 fyrir okkur. Fyrir hjónin er það 12.500 plús 14.500 eins og áður sagði og heildarkost- naður 27.000 krónur. Mis- munur á okkar verði og því sem íslensku hjónin frá Utsýn greiða er því kr. 10.000! Það voru tuttugu manns í Útsýnarferðinni, 20x5000 ger- ir litlar eitt hundrað þúsund krónur. Nú geri ég alveg ráð fyrir því, að danskurinn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð og verður því að ætla að þessi upphæð komi til viðbótar eðli- legum hagnaði. Einnig er á það að líta að ódýrara er að fljúga til London, en um verð- lag enskra veit ég ekki. Þeir eru kannski svona dýr- ir? Ef svo er, skiptir Útsýn ekki við rétta aðila. Ég ætla allavega að athuga vel minn gang áður en ég kaupi hópferð með íslenskri ferðaskrifstofu. Kostnaður við skoðunar- ferðir úti er svo kapítuli út af fyrir sig. Ferðalangur Stikilsberja-Finnur og vinur hans Tumi. ♦ Barna- og unglingadagskrá hefst í sjónvarpinu kl. 18 Stikilsberj a-F innur og vinir hans Stikilsberja-Finnur, sögu- persónan sem Mark Twain gerði ódauðlega, ætti enn að verða börnum og unglingum nokkur dægrastytting, því í dag byrjar í sjónvarpinu framhaldsmyndaflokkur um Finn og félaga hans, ævintýri þeirra á bökkum Missisippi- fljótsins. Þættirnir eru alls 26 talsins, og í kynningarriti sem sjón- varpið hefur sent frá sér vegna þáttanna segir að framhalds- myndaformið geti gert Stikilsberja-Finni mun betri skil en stuttar myndir. Aðal- leikararnir eru tveir 15 ára gamlir Kanadabúar, Ian Trac- ey sem leikur Finn, og Sammy Snyder sem Ieikur Tom Sawy- er. Mikið við sögu kemur einnig þrællinn Jim, sem leikinn er af Blu Mankuna. Þess er einnig getið, að vegna þess að Mississippifljótið sé ekki það sama og var hér í eina tíð, þá hafi myndatakan að mestu farið fram við Fraser-ána, rétt hjá Vancouv- er í Kanada. Fróður maður stakk inn höfðinu þar sem þetta var rit- að og sagði, að þó öfgamenn til hægri vildu oft banna hinar og þessar bækur, mætti finna talsmenn slíks banns í röðum vinstrimanna og frjálslyndra. Þannig teldu margir Stikils- berja-Finn vart boðlegan þar sem blökkumenn væru í bók- inni afgreiddir á lítt verð- skuldaðan hátt og að þar jaðr- aði við að alið væri á kynþátta- hatri. Sjónvarp kl. 22.00: Börn með vatnshöfuð öðlast aukna möguleika I sjónvarpinu í kvöld er á dagskrá þáttur sem nefnist „Er heilinn óþarfur?” Þýð- andi þáttarins er Jón O. Edwald, en þulur Friðbjörn Gunnlaugsson.. Að sögn þýðandans Jóns O. Edwald fjallar þátturinn um batamöguleika þeirra cinstak- linga sem fæðast með vatns- höfuð. I mörgum tilvikum hef- ur tekist að leiða vatnið sem safnast fyrir í heiianum niður í Sharon. „Hcili hcnnar hefur orðið fyrir þeim breytingum að óeðlilega mikið vatn hefur orðið eftir í honum“, sagði þulur þáttarins, Friðbjörn Gunnlaugsson. blóðrásina og þeir einstak- lingar sem notið hafa þcirrar læknismeðferðar hafa komist til nokkurs þroska, jafnvel þó svo all-stór hluti heilans nýtist ekki. DALLAS - þátturinn sem af einhverjum ástæðum hefur hlotið meiri vinsældir en aðrir - hefur göngu sína að nýju í íslenska sjónvarpinu. Síðasta Dallasskammt þraut um miðjan síðasta vctur við mikla ánægju sumra - óánægju ann- arra. Þátturinn í kvöld hefst kl. 21.10 og stendur í tæpa klukkustund. Þar var komið sögu síðast, að Sue Ellen ól barn, og er ýmislegt sem bendir til þes að J.R. sé ekki hinn eini sanni faðir þess. Cliff Barnes á til þess sterkt tilkall. Þátturinn í kvöld og næsti þáttur snýst að miklu leyti um það hvort Ewing-fjölskyld- unni tekst að forðast það hneyksli sem barnsburðurinn kann að valda. Cliff Barnes fer á stúfana og er til alls vís. Að venju er það hinn illvígi J.R. sem allt snýst um. Þrátt fyrir illt innræti er þarna á ferðinni ein vinsælasta persónusköpun amerísku sjónvarpsfabrikkunnar. Grípum niður í hið vinsæla ameríska TV-guide: J.R. birtist aftur á skjánum í kvöld. Þátturinn um Ewing-fjölskylduna tekur um eina klst. í flutningi. „...Hversvegna J.R. er svo vinsæll er langt í frá auðsætt í fyrstu. Það hafa verið til skúrkar fyrr í sjónvarpsmynd- um, en tæplega nokkrir á borð við hann. J.R. myndi selja mömmu sína ef það yrði hon- um til framdráttar á fjármála- sviðinu. Einhliða umgengni hans við kvenfólk minnir á kynhegðan kanína. Honum er ekki treystandi, - og hvernig hann umgengst systur konu sinnar..." Dallas-aðdáendur geta tekið gleði sína.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.