Þjóðviljinn - 06.10.1982, Qupperneq 16
DIOÐVIUINN
Miðvikudagur 6. október 1982
Hagkaup hyggljast
stækka við sig:
Vai fá 28
þúsund
fermetra
og 1500
bflastæði!
Hagkaup hafa sent inn um-
sókn um lóð í nýja miðbænum
við Kringlumýrarbraut og
hyggjast reisa þar „Kaupvang“
eða „Shopping Mall“ eins og
segir í bréfi fyrirtækisins. Hefur
fyrirtækið fengið arkitektana
Hilmar Ólafsson og Hrafnkel
Thorlacius til þess að gera
fyrstu drög að fyrirkomulagi
svæðisins.
Fyrirætlanir Hagkaupa eru stór-
ar í sniðum: Sótt er um 28 þúsund
fermetra verslunarpláss og 1500
bílastæði. Sigurður Harðarson,
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
skipulagsnefnd sagði að í umsókn-
inni kæmi fram að Hagkaup hyg-
ðust sjálf nýta helming þessa pláss
en fá með sér nokkra „öfluga
aðila" til að reisa og reka hinn
helminginn, sem yrði með fjöl-
breyttum verslunum.
Sigurður sagði að innan skamms
yrði í skipulagsnefnd kynnt forsögn
að nýju skipulagi í Nýja miðbænum
í kjölfar verslunarkönnunar sem
Borgarskipulag hefur gert. Niður-
staða þeírrar könnunar var m.a. sú
að ekki eigi að byggja upp verslun-
armiðstöð í Nýja miðbænum held-
ur austar í borginni og þá helst í
Mjóddinni. Sagðist hann hafa lagt
til að umsókn Hagkaupa yrði látin
bíða þar til fjallað hefði verið um
svæðiö í heild og það væri sín
skoðun að fráleitt væri að afhenda
fyrirtækjum svo stór svæði til þéss
að skipuleggja án tillits til heildar-
skipulags. Þess má að lokum geta
að Útgáfufélag Morgunblaðsins,
Árvakur, hefur sótt um 14 þúsund
fermetra lóð í Nýja miðbænum.
/
Aætlun um
endurbætur
á styttum
borgarlnnar
Umhverfísmálaráð Reykjavíkur
samþykkti fyrir skömmu að gerð
skyldi áætlun um endurbætur og
viðhald á myndastyttum borgar-
innar. Fól ráðið garðyrkjustjóra og
list ráðunaut borgarinnar að annast
málið í samráði við Myndhöggva-
rafélagið. Gerir tillagan ráð fyrir
gerð kostnaðaráætlunar og tillögu
um forgangsröðun verkefna.
Flutningsmaður var Álfheiður Ing-
adóttir.
Fyrir skömmu birtist hér í Þjóð-
viljanum viðtal við Ragnar Kjart-
ansson myndhögvara þar sem hann
átaldi harðlega þá niðurníðslu sem
margar höggmyndir borgarinnar
eru í. Að sögn Hafliða Jónssonar,
garðyrkjustjóra borgarinnar, hefur
í sumar verið unnið að viðgerð á
nokkrum styttum, en mjög skiptar
skoðanir hafa verið um hvort
hreinsa ætti spanskgrænu af
eirnum. Sagði Hafliði að í fram-
haldi af samþykkt umhverfismála-
ráðs yrði nú leitað samráðs við
Myndhöggvarafélagið og kannað
hvernig best er að standa að við-
gerðum á höggmyndum.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
Friðarhópur kvenna frá vinstri, efri röð: Kristín Ástgeirsdóttir, Ragna
Bergmann, Svanlaug A. Árnadóttir, Helga Jóhannsdóttir, Sigrún
Sturludóttir, Unnur S. Ágústsdóttir, María Pétursdóttir. Neðri röð:
Ólöf P. Hraunfjörð, Guðlaug Pétursdóttir, Margrét S. Björnsdóttir,
Helga Kr. Möller, Elín Pálmadóttir, Esther Guðmundsdóttir, Valborg
Bentsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Gérður Steinþórsdóttir, Mar-
grét Einarsdóttir, Björg Einarsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, Guð-
rún Helgadóttir, Guðrún Gísladóttir og María Jóhanna Lárusdóttir. Á
myndina vantar Sigríði Thorlacius, Bessí Jóhannsdóttur, Auði Eir
Vilhjálmsdóttur, Hrefnu Arnalds og Álfheiði Ingadóttur.
Ljósm. -gel.
Friðarhópur kvenna sendir frá sér ávarp
Við viljum afvopnun
„Við viljum frið. Við viljum að framleiðsla kjarnorkuvopna
verði stöðvuð og bann verði lagt á framlciðslu efnavopna og
sýklahernað. Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð.
Við viljum afvopnun.“
Þetta er upphafið að ávarpi sem Friðarhópur kvenna hefur
sent frá sér, en það undirrita 27 konur sem einstaklingar. Þær
hafa starfað á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík, Kvenfél-
agasambands íslands, Kvennaframboðsins, Kvenréttindafé-
lags íslands, Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna,
Prestafélags Islands, samvinnuhreyfingarinnar, skátahreyfing-
arinnar, stjórnmálaflokkanna fjögurra og verkalýðshreyfingar-
innar.
í sumar og haust hefur hópur kvenna á höíuðborgarsvæðinu
komið saman og rætt samstarf íslenskra kvenna að friðar- og
afvopnunarmálunum. Ávarpið sem konurnar 27 senda nú frá
sér hefur verið sent stjórnum kvenfélaga og kvennasamtaka um
Iand allt, og er óskað liðsinnis félaganna við starf á þeim grund-
velli sem í ávarpinu felst. Verði undirtektir góðar er áformað að
boða til ráðstefnu á fyrri hluta næsta árs þar sem rætt yrði um
stofnun friðarhreyfingar íslenskra kvenna og þau verkefni sem
slík hreyfing ætti að vinna að. Friðarhópurinn hefur utaná-
skriftina: Friðarhópur kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu,
Reykjavík.
- ekh
Hannes Hafstein flekkóttur af
spanskgrænu.
Stefna Sjáfstæðismanna í Reykjavík:
Stjóm
verður
Borgarráð samþvkkti í gær
gegn atkvæðum Oddu Báru
Sigfúsdóttur og Guðrúnar
Jónsdóttur að fela borgarstjora
að taka upp viðræður við
menntamálaráðherra um starf-
semi og stöðu fræðsluskrifstof-
unnar í Reykjavík. Adda Bára
Sigfúsdóttir sagði eftir fundinn
að Ijóst væri að stefnt væri að
því að takmarka störf nýráðins
fræðslustjóra I Reykjavík við
þau verk sem ráðuneytið
ákvæði og væru lagaleg skylda.
Adda sagði að á b'orgarráðsfund-
inum hefði komið skýrt fóam að til-
fræðslumála
skipt í
Röng stefna
og aukinn
kostnaður,
segir Adda Bára
Sigfúsdóttir
lagan væri sprottin einvörðungu af
því að menntamálaráðherra hefði
skipað í stöðu fræðslustjóra gegn
vilja meirihluta Sjálfstæðismanna í
fræðsluráði. Þeir teldu að þar með
tvennt
gæti borgin ekki litið á hann sem
starfsmann sinn heldur starfsmann
menntamálaráðuneytisins.
Það virðist stefnt að því að kljúfa
stjórn fræðslumála í Reykjavík í
tvennt, sagði Adda og því er ég
andvíg. Gamla fyrirkomulagið, þar
sem einn fræðslustjóri sér bæði um
rekstur skólanna og kennslueftirlit
er gott, og ástæðulaust að hverfa
frá því. Þarna er í fjótræði verið að
gera glappaskot sem síst mun leiða
af sér sparnað eða betri stjórnun
fræðslumála. Þvert á móti verður
dýrara að reka fræðslumálin í
tvennu lagi og býður upp á fjölda
árekstra
-Á1