Þjóðviljinn - 21.10.1982, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Síða 1
DJúÐvnnNN Þó smokkflskurinn sé hálf skuggalegur útlits, er hann hinn Ijúffengasti matur. Allt um það í „Búsýsiunni” í dag. Sjá 9. Jafnréttiskönnun í Kópavogi: október 1982 fimmtudagur 237. tölublað 47. árgangur Staðfesting á kynjamfsrétti 60% kvenna í lægstu launaflokkum en aðeins þriðjungur karlanna! Launamunur milli kynja á vinnumarkaði í Kópavogi er tals- verður, og kemur í Ijós í könnun sem Jafnréttisnefnd Kópavogs hef- ur staðið fyrir, að 60% þeirra kvenna sem spurðar voru náðu ekki 9.450 krónum í laun á mánuði, en aðeins tæplega þriðjungur karla var undir þeim mörkum. Þessi könnun fór fram s.l. vor og annaðist Friðrik Þór Guðmunds- son framkvæmd hennar. Voru spurningalistar afhentir 545 manns á 26 vinnustöðum bæjarfélagsins, en svörun varð aðeins 45%. Könnunin leiddi í ljós að sterk tengsl eru á milli menntunar og launa fólksins og að karlarnir stóðu mun betur að vigi hvað skólagöngu varðar. 63% kvennanna náðu ekki 11 ára skólagöngu, en aðeins 32% karlanna lentu í þeim flokki. Þó höfðu karlar með sömu menntun mun hærri laun en konurnar. Skipting kynja í starfsgreinar gaf einnig ákveðna vísbendingu um að kona stendur ekki jafnfætis karli hvað jafnréttið áhrærir. 46% kvennanna lentu í flokknum „al- mennt starfsfólk" en aðeins 13% karlanna. Hins vegar voru um 14% karla í flokki „æðstu yfirmanna“ en nánast engin kona. Fjölmargt annað kom fram í könnun þessari eins og að karlar fá mun meiri kaupauka en konur, þeir vinna lengri vinnudag að jafn- aði, konur voru mun fjölmennari í verslunar- og þjónustustörfum og að stéttafélagsvirkni beggja kynja er lítil, en þó sýnu minni hjá konum. Spurt var um forgangsmál í bæjarfélaginu, og voru bæði kyn oftast þeirrar skoðunar að sam- göngumál ættu að hafa forgang. Að öðru leyti vildu konur leggja áherslu á dagvistar-, heilbrigðis-, jafnréttis-, og æskulýðsmál en karl- ar að unnið yrði að húsnæðis- og skipulagsmálum. -v. Forseti íslands ásamt forsetahjónunum fínnsku, Mauno og Tellervo Koivisto, við Bessastaði í gær (Ijósm. gel) Grásleppuhrognaframleiðendur kvarta Fá ekki uppgert Heimsókn forseta Finnlands: Norður- landa er til fyrir- myndar í ræðum forseta íslands og Finn- iands í forsetaveisiu í gærkvöldi voru sterkar áherslur lagðar á mikilvægi norrænnar samvinnu, sem gæti um margt verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Vigdís Finnbogadóttir rifjaði upp forn og ný tíðindi af Finnum á íslandi og lagði áherslu á það, að æ fleiri æskumenn íslenskir sæktu til Finna kunnáttu sína á ýmsum svið- um. Mauno Koivisto minnti á það hvernig íslendingar og Finnar hefðu orðið samferða í því að byggja upp háþróaða'eigin menn- ingu við erfiðar aðstæður. Finnlandsforseti sagði að Norð- urlandaþjóðir hefðu farið mis-' munandi leiðir í utanríkismálum, en leituðust þó jafnan við að taka tillit hver til annarrar þegar ákvarðanir eru teknar. „Ég er þess fullviss”, sagði Koivisto, „að ekk- ert Norðurlandanna vill meðvitað auka á spennu í okkar heimshluta. Af sjónarhóli Finna eru þær tak- markanir sem löndin hafa sett sér í hernaðarlegu tilliti mikilsverðar, og það er auðvitað von okkar að ekkert það gerist sem verulega breyti þeirri stöðu”. Forseti, ráðherrar og embættis- menn tóku á móti forseta Finn- lands og fylgdarliði hans á Reykja- víkurflugvelli í gærmorgun er hann kom í aðra heimsókn sína opinbera til erlends ríkis eftir að hann tók við embætti. Snæddur var hádegis- verður á Bessastöðum og Hand- ritastofnunin heimsótt eftir hádegi. í dag heimsækja gestirnir m.a. frystihús, Þjóðminjasafn, og land- búnaðarhéruð Suðurlands, en á morgun verður haldið til Vest- mannaeyja, Sjálfstæðismeiri- hlutinn í borgar- stjórn ætlar að taka 128 miljónir að láni hjá húsbyggjendum með úthlutun 1700 lóðaíeinu. Grásleppuhrognaframleiðend- ur, einkum á Barðaströnd og í Strandasýslu, kvarta undan því, að erfíðlega gangi að fá uppgert hjá umboðsmanni þeirra og nefna sem dæmi að hrogn frá 1981, sem seld voru í janúar s.l., hafi enn ekki ver- ið greidd, og sumir hafí verið að fá fyrstu greiðslu nú á haustmán- uðum. Guðmundur Lýðsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda, sagði í samtali við Þjóðviljann að þetta væri rétt. Menn kvörtuðu yfir því að greiðslur kæmu seint og illa. Guðmundur sagði að því miður Sumir hafa ekki fengið uppgert fyrir hrogn frá árinu 1981 gerðu hrognaframleiðendur aðeins munnlega samninga í stað þess að nota samningaeyðublöð, sem sam- tökin létu prenta og sendu öllum hrognaframleiðendum á landinu. Ef þau væru notuð, hefðu menn þó eitthvað í höndunum, en á því væri mikill misbrestur. Guðmundur Halldórsson, sem er umboðssali framleiðenda úr. fyrrnefndum sveitum, sagði að það væri rétt að ekki væri búið að gera upp við þessa menn hluta af söl- unni. Ástæðan væri sú að fyrir- tækið á Akranesi sem keypti hrognin hefði ekki enn getað gert dæmið endanlega upp. Sagði Guð- mundur að um hefði verið að ræða rúmlega eitt þúsund tunnur sem af- hentar voru í tvennu lagi. í fyrra hollinu voru rúmlega 500 tunnur og það væri fyrir löngu uppgert. Aftur á móti væri ekki búið að gera upp síðari sendinguna, en þó væru allir framleiðendur búnir að fá eitthvað. Þá tók hann fram, að verðið væri reiknað í erlendum gjaldeyri og því væri þetta gengis- tryggt, þannig að menn töpuðu engu. Hann sagðist vonast til að uppgjörið kæmi nú á haustmánuð- um. Sú upphæð sem ógreidd er nem- ur á aðra milljón króna til um 30 framleiðenda. ^S.dór Fundur með stjórn og stjórnarandstöðu Kosningar fyrri hluta næsta árs? Samkomulag um vinnulag í augsýn? Á morgun er fundur ráðherra- nefndarinnar, Gunnars Thorodd- sen, Svavars Gestssonar og Stein- gríms Hermannssonar, með leið- togum stjórnarandstöðunnar þeim Geir Hallgrímssyni og Kjartani Jó- hannssyni, að þvi er blaðið fregn- aði í gær. Rætt verður um hugsan- legar kosningar jafnvel snemma á næsta ári, afgreiðslu bráðabirgða- laganna og ýmis þingmál. Mikið hefur verið um óformleg fundarhöld að undanförnu, bæði á milli stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarinnar innbyrðis. Að- standendur ríkisstjórnarinnar munu vera sammmála um að stíga skref í átt til samkomulags við 'stjórnarandstöðuna um vinnulag á þingi. Meðal þess sem rætt hefur verið meðal stjórnmálamanna er kjör- dæmamálið og afgreiðsla þess. óg. Bráðabirgðalögin fyrir efri deild í umræðu í efri deild alþingis í gær sagði Steingrímur Hermanns- son sjávarútversráðherra að hann teldi líklegt að bráðabirgðalögin yrðu lögð fyrir efri deild alþingis innan skamms. Þetta kom fram í umræðum um Olíusjóð fiskiskipa, en bráða- birgðalög frá í sumar um þann sjóð og hækkun fiskverðs voru til um- ræðu. Þingmenn fögnuðu því hversu skjótt frumvarpið um stað- festingu þessara laga kæmi fram í þinginu. - óg. íkvöldfrumsýnir Leikfélag Reykjavíkur írska 'verðlaunaleikritið „írlandskortið”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.