Þjóðviljinn - 21.10.1982, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. október 1982 Rætt við Grétar Kristjánsson hús- vörð sem kyndir upp stórhýsi sveitarfélagsins með úrgangs- smurolíu Litið yfir Hellissand. í forgrunni sést sjóbúðin sem Sjómannadagsráð hefur byggt upp sem byggðasafn og stytta Ragnars Kjartanssonar, Jöklarar, eins og frá sagði í síðasta föstudagsblaði. Allt nema brennivin Kyndistöðin á Hellissandi gengur fyrir úrgangsolíu „Ég held ég gæti gefið henni ailt nema brennivín”, sagði Grétar Kristjánsson kyndingarmeistari og húsvörður sem hefur gefið kynd- ingunni úrgangsolíu og komið þarmeð kostnaði niður í ótrúlega lágt verð. Hann sér um að hita upp nokkur stórhýsi hreppsfélagsins með kyndingu sinni, sem hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli í byggðarlaginu. Við inntum hann frekari fregna af þessu orkusparn- aðarævintýri. - Þessikyndingerfyriríþrótta- húsið með sundlauginni, gamla og nýja skólann og félagsheimilið Röst. - Þessi hús hafa verið um nokk- urn tíma upphituð héðan úr kynd- ingunni sem er í kjallara íþrótta- hússins (þar sem er sundlaug á sumrum). Það er orðið rúmt ár síð- an farið var að hita þessa kyndingu upp með svartolíu. Mér datt í hug hvort hægt væri að kynda upp með enn ódýrara brennslufóðri svo ég byrjaði á því að gera tilraunir með úrgangssmurolíu. Ég fæ úrgangssmurolíuna frá fyrirtækjum í landi og nú stendur fyrir dyrum að fá úrgangssmurolíu frá bátunum. Eiginlega vantar mig tank á hjólum til að taka olíuna af bátunum. Þá myndum við slá tvær flugiir í einu höggi: losa skipin við urgangsolíu sem þau hafa verið í vandræðum með að losna við og við myndum fá ókeypis orkugjafa. - Til að byrja með blandaði ég 2 þúsund lítra af úrgangsolíu í 15 þús- und lítra af svartolíu. Það gekk ágæta vel svo ég prófaði líka að brenna úrgangsolíunni eintómri, sem líka gekk stórvel. Að sjálf- sögðu fór ég með varkárni að þessu, þannig að ég setti úrgangsol- íuna fyrst inn á hæðarbox til að sjá hvað gerast myndi. Nú þetta gekk þannig fyrir sig að ég þurfti ekki að breyta einu né neinu. Eini munur- inn sem ég get hugsanlega séð er að loginn sé heldur skarpari af úr- gangsolíunni. Mér virðast einnig að óhreinindi séu heldur minni en af svartolíunni, þegar éghreinsa „spíssana”. Það er ekki eins mikil tjörudrulla af úrgangssmurolíunni. Ég vonast til að fá 12 þúsund lítra af þessari úrgangsolíu, sem myndu nægja til að kynda upp þetta húsnæði sveitarfélagsins í tvo með- almánuði. Þessi kynding brennir um 390 lítrum á dag sem er mun minna en samsvarandi rúmmetra- fjöldi krefst t.d. í Reykjavík sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef. - Margir taka þessari nýjung með varúð og ég held að best væri að láta fara fram vandaða könnun á því hvort úrgangsolían sé ekki full- boðleg fyrir kyndinguna. Þessi kynding hefur staðið sig með ágæt- um - hefur ekki stoppað síðan sl. vetur og aldrei þurft að gera sér- staklega við hana. Það sem skiptir mestu í sambandi við þessa vél einsog allar aðrar er að vel sé séð um hana. - Maður heyrir talað um lýsið. Það kitlar mig að lesa um það. Hér Grétar við kyndinguna sem brennir nánast öllu. er lifrinni hent fyrir mávana. Það væri gaman að athuga hvort kynd- ingin tæki ekki við lýsi. Ég er til í allt, blessaður vertu nema brenni- vín. Ekki af því að hún myndi ekki brenna því, heldur af því ósóminn sá er svo dýr. Kyndingarkostnaður afgerandi fyrir búsetu Ég er sannfærður um að kynd- ingarkostnaður almennt er afger- andi þáttur fyrir búsetu í landinu. Það er ótrúlega stór hluti af meðal- tekjum vinnandi fjólks sem fer í olíukostnað hjá þeim sem þurfa að búa við olíuhitun úti í Iandi. Og olíustyrkir frá hinu opinbera geta verið dálítið blekkjandi. Það þarf jú að borga þá olíustyrki og hverjir gera það aðrir en almenningur. Að mínu mati þyrfti að kanna það í fyllstu alvöru hvort ekki er hægt að ná raunverulegum kostn- aði niður í upphitun íbúðarhús - næðis.Mér er persónulega kunnugt um það að vanþekking bætir oft töluverðu við orkukostnað olíuhit- unar húsnæðis. Margir hafa alltof mikið loft á brennurunum hjá sér, þannig að kyndingin brennir miklu meira en þyrfti. Þetta getur með öðrum orðum verið töluvert tækni- legt spursmál, og ætti að vera hægt að ná kostnaðinum niður á skipu- legan hátt með upplýsingum og eftirliti. Nú gæti einhver haldiö að Sandarar heföu fundiö upp nýja íþróttagrein, sundkörfuknattieik, en svo er nú ekki. Á sumrin er sundlaug í íþróttahúsinu, en á veturna er lagt gólf yf ir gryfjuna og stundaðar venjulegar innanhússíþróttir og leikfimikennsla. Allt er þetta húsnæöi og meira til hitaö upp frá íkyndistöð- inni. - Það þyrfti að athuga hvort ekki væri hægt að ná þessum raun- verulega kostnaði niður með því að húsin verði kynt með raforku, sem væri umframraforka og eða þá kyndistöðum með syartolíu (og úrgangsolíu). Ég er viss um að hægt væri að ná þessum kostnaði veru- legu niður. Um leið og við þökkum Grétari bendum við á að hann hefur sjálfur náð kostnaði niður á upphitun stórra húsa í sínu sveitarfélagi. - óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.