Þjóðviljinn - 21.10.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Page 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 21. október 1982 Grjólaþorp í borgarstjóm Málefni Grjótaþorps verða á dagskrá borgarstjórnar í dag, en dauðadómurinn sem borgarstjóri kvað upp yfir skipulagi þorpsins í sjónvarpinu s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli. Á dagskrá eru umferðarmál hverfisins og fyrirspurn Öddu Báru Sigfúsdóttur um hvað líði staðfest- ingu skipulags að Grjótaþorpi. Þar er vikið að þeim 8 vikna fresti sem borgarstjórn fékk í júní til að taka afstöðu til athugasemda við skipu- lagið, én hann hefur ekkiverið nýttur til neins.í svari borgarstjóra kemur m.a. fram að hann telur engan ávinning af því að senda skipulagið til staðfestingar og enn- fremur að fallið hafi verið frá sam- keppni um skipulag Kvosarinnar þar til ákvörðun hefur verið tekin um bílastæðahús. í borgarráði s.l. þriðjudag var fjallað um gamlar tillögur umferð- arnefndar að úrbótum í umferð- armálum Grjótaþorps. Var hluti tillagnanna samþykktur, en aðrar fengu aðeins atkvæði Sigurjóns Péturssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. M.a. felldi borgarráð til- lögu um að kanna hvort íbúar Grjótaþorps væru tilbúnir til að leggja fram vinnu við flutning leikvallar að Grjótagötu. Aðalstmi Þjóðviljans er 81333 Id. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjóm 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöídsimi 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Stæðan valt og úr henni allt, - og það hvorki á heppilegasta stað né stund. Koivisto Finnlandsforseti átti nefnilega ekki langa leið ófarna að Mikla- torginu þegar heil stæða af ölkössum skall í götuna þar og teppti alla|umferð. Með snörum handtökum tókst að ryðja bílalestinni braut, en lögregluþjóninum sem þarna sérst ráðast að kössunum, var hins vegar ekki rótt fyrr en því var lokið! Ljósm. - gel. Byggt / • •• a sjo mánuð Hvað þýðir stórúthlutun í tekjum fyrir borgina? Nýtt dagvistar- heimili í Kópavogi: Nýtt og glæsilegt dagvistarheim- ili var opnað í Kópavogi sl. föstu- dag og er þar um að ræða 420 fer- metrá einingahús við Efstahjalla í austurbæ Kópavogs. Nýja heimilið er með 3 deildum, 2 leikskóla- deildum með samtals 80 börn og einni dagheimilisdeild fyrir 17 börn á aldrinum 1-6 ára. Forstöðumað- ur er Hildur Skarphéðinsdóttir. Kristjana Stefánsdóttir dagvist- arfulltrúi í Kópavogi kvaðst fagna þessum áfanga sem væri stórt spor í rétta átt, enda þótt biðlistinn væri enn of langur. Núna eru að sögn Kristjönu 360 börn sem bíða eftir leikskólaplássi í Kópavogi og 90 börn þyrftu að komast á dagheim- ili. Nú er unnið eftir sérstakri áætl- un sem miðar að því að 70% barna á aldrinum 3-6 ára hafi dag- vistarpláss í Kópavogi að 8 árum liðnum. Hið nýja hús er eins og áður sagði einingahús sem framleitt er af húseiningaverksmiðju Sigurðar Guðmundssonar á Selfossi. Liðu aðeins 7 mánuðir frá því gröftur hófst við grunn hússins og þar til flutt var inn. Kostnaður við húsið er um 6'/i miljón króna í dag. „Enda þótt yngri börnum hafi fækkað í Kópavogi undanfarin ár og talsvert verið byggt af dagvistar- heimilum finnst mér eins og þörfin fyrir dagvistarheimili hafi aldrei verið eins brýn og nú hér í Kópa- vogi. Fólk hefur mun meiri skilning á uppeldislegu starfi heimilanna en áður og foreldrar sækja á um að fá vistun fyrir börn sín í æ ríkari mæli. Ekki einungis vegna útivinnu for- eldra heldur barnanna sjálfra vegna”, sagði Kristjana Stefáns- dóttir dagvistarfulltrúi að lokum. - v. 130 miljóna lán frá borgarbúum! Ef hugmynd sem Davíð Oddsson borgarstjóri kynnti í sjónvarpinu s.l. þriðjudag um stórúthlutun til þriggja eða fjögurra ára verður framkvæmd að óbreyttum reglum um greiðslu gatnagerðargjalda þýðir það í raun að borgin tekur 128 miljónir króna lán hjá hús- byggjendum, eða nær 6-falda þá upphæð sem Davíð Oddsson ætlar að lækka fasteignaskattana um! Gatnagerðargjöld eru í dag 321 króna 52 aurar á hvern rúmmetra, og hækka þau í samræmi við bygg- ingavísitölu. í apríl á næsta ári, þegar úthlutunin færi fram, yrðu gjöldin því trúlega komin í um 400krónur pr. rúmmetra. Fyrir 800 rúmmetra hús yrðu þau því samtals 320 þúsund krónur. Sú regla hefur gilt lengi að menn þurfa að greiða þriðjung af gjald- inu við úthlutun. Ef úthluta á 16- 1700 lóðum á næsta ári, eins og borgarstjóri nefndi, verða 12-1300 þeirra ekki byggingarhæfar fyrr en eftir 1983. Þeir sem fengju þessar 1200 lóðir myndu því greiða borg- inni 128 miljónir króna (1/ 3x1200X320.000) án þess að hreyft yrði við lóðum þeirra fyrr en löngu seinna. Hér er um að ræða nær 6- falda þá upphæð sem lækkun fast- eignagjalda nemur, skv. yfirlýsing- um borgarstjóra. Dulbúin skattahækkun, segir Sig- urjón Pétursson. væri um að úthluta væri í eigu ann- arra aðila en borgarinnar eins og allir vissu. Ekkert lægi fyrir um að samkomulag tækist um yfirtöku borgarinnar á því nú, frekar en s.l. Úthlutað þrjú ár iram í tímann? „Það er ailtaf athyglisvert fyrir borgarfulltrúa að hlusta á það sem borgarstjóri segir við fjölmiðla, enda eru meiri líkur til þess að fá þannig upplýsingar um gang mála en á fundum borgarráðs og borg- arstjórnar“, sagði Sigurjón Péturs- son í gær um þá hugmynd, sem Da- víð Oddsson, borgarstjóri kynnti í sjónvarpinu s.l. þriðjudagskvöld að úthluta 16-1700 lóðum í einu á næsta ári. Sigurjón sagði að slík stórút- hlutun hefði greinilega þríþættan tilgang. í fyrsta lagi að slá á lóða- eftirspurnina í eitt skipti fyrir öll og sagði hann að það myndi vafalítið takast að metta hana með þessum hætti. í öðru lagi væri stefnt að ör- ara innstreymi á gatnagerðargjöld- um með því að fá fé að láni hjá borgarbúum og nota það löngu áð- ur en verkið sem það er greiðsla fyrir er framkvæmt. í þriðja lagi sagði Sigurjón að slík úthlutun yrði til þess að dylja þann nýja lóða- skort sem myndaðist á næstu 2-3 árum eftir stórúthlutunina. Útfærsla þessarar hugmyndar skiptir að vísu töluverðu máli, sagði Sigurjón. Það getur verið mjög gott fyrir húsbyggjanda að vita með góðum fyrirvara að hann fær lóð, þannig að hann geti undir- búið sig fjárhagslega og skipulags- lega undir bygginguna. Það er auðvitað af hinu góða. Ef hins veg- ar á að nota þetta til að taka stóra fjármuni að láni hjá borgarbúum, er ekki um annað að ræða en dul- búna skattheimtu, sagði hann. Að lokum sagði Sigurjón að vandséð væri á þessu stigi að hug- myndin væri framkvæmanleg. Meirihluti þeirra lóða sem talað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.