Þjóðviljinn - 25.11.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1982, Blaðsíða 1
DIÚÐVIUINN Utanríkisráðherra sér ekki neina skynsamlega ástæðu til þess að koma í veg fyrir að herinn færi sér í nyt tækniframfarir Sjá 9. nóvember 1982 fimmtudagur 47. árgangur 264. tölubíað Aðalfundur LÍÚ settur í gær 907000 lesta minni þorskafli „Horfur eru á að heildar- aflinn í ár verði um 750.000 lestir á móti 1430.000 lestum árið 1981. Hér munar mestu um 630.000 lesta minnkun á loðnu. Ennfremur mun þorsk- afli minnka verulega eða úr 460.000 iestum í 370.000 lestir á þessu ári.“ Þetta sagði Kristján Ragn- arsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna þegar hann setti'43. aðalfund LÍÚ í gær. Kristján sagði enn- fremur að talið væri að fram- leiðsla sjávarafurða, metin á föstu verðlagi, muni minnka á þessu ári um 16% frá því í fyrra. Kvað hann þetta mikil umskipti því verðmæti fram- ieiðsíunnar hefur aukist stöð- ugt síðan 1979. Kristján sagði í ræðu sinni: „Markaðsverð fyrir frystan fisk hefur verið svo til óbreytt (í ár) og sama má segja um saltfisk og saltaða síld. Nokk- ur verðlækkun hefur þó orðið ef miðað er við verð í dollur- um, en það stafar af auknu verðgildi dollara miðað við aðra gjaldmiðla. Verð á mjöli og lýsi hefur fallið verulega en það hefur komið að minni sök vegna takmörkunar á loðnu- veiðum. Sala á skreið hefur gengið illa vegna innflutnings- takmarkana í Nígeríu. Að meðaltali hefur orðið verðlækkun á framleiðslunni, sem nemur 6% ef miðað er við verð í dollurum. Minni framieiðslu og lægra verði hefur að hluta verið mætt með gengislækkun íslensku krón- unnar, sem nemur að meðal- tali 70% á árinu.“ - v. Þaðer varlahægt aðsegjaannaðenbúðarhillurséufullarafsíldarvörum. í Hagkaupum fást til að mynda fyrir utan innlenda framleiðslu yfir 15 tegundir af innfluttum síldarréttum. Mynd - eik. Verulegur samdráttur í sölu innlendra síldarafurða „Tugir starfa í óvissu” „Það hefur orðið verulegur samdráttur í sölu á síldarafurðum hjá okkur hér innanlands. Söluverðið það sem af er árinu er í sömu krónutölu og það var í fyrra. Það segir sína sögu. Ástæðan er sú að við erum með dýrari vöru unna úr dýrari hráefni, en sú danska síld sem flutt er til landsins," sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri íslenskra Matvæla í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur tilkynnt yfir 20 starfsmönnum sínum að óvíst sé með frekari vinnu frá og með næstu áramótum. Þar kemur til auk samkeppni við innfluttar síldarvörur, óvissa með frekari hörpudisksvinnslu sem 12 starfsmenn hafa unnið við í haust og vetur. Á síðasta ári voru flutt inn 9.7 tonn af niðurlögðum síldarflökum, að langmestu leyti frá Danmörku. Fyrstu 9 mánuði þessa árs var búið að flytja inn rúm 11 tonn af sömu vöru, samkvæmt upplýsingum Hagstofunn- ar. Þá var á sama tíma búið að flytja inn tæp 4 tonn af gaffalbitum en rúm 2 tonn voru flutt til landsins allt árið í fyrra. „Við getum ekki keppt við þennan innflutning á þeim grundvelli sem við höfum gert. Nú stendur yfir endurskipulagning á allri okkar framleiðslu, bæði hvað varðar hráefni og vinnslu og vonandi þurfum við ekki að láta uppsagnir taka gildi um áramótin,“ sagði Sigurður Björnsson í gær. ~lg- Þorbergur Aðalsteinsson fyrirliði og félagar í íslenska landsliðinu í hand- knattleik sigruðu Frakka 23-22 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Sjá bls. 11 Mynd: -eik Greiðslubyrði lána þyngist á tímum rýrnandi tekna Úrbólatíllögum var vel „Viðskiptaráð- herra hefur öll efnístök ef hann viU” Lánskjaravísitalan hefur hækk- að uni tæplcga 58% síðustu 12 mánuðina á sama tíma og almennir kauptaxtar hafa hækkað um rúm- lega 50%. „Við höfum lagt fram tillögur, sem nú eru til skoðunar, sem er ætlað að tryggja að greiðslubyrði lána þyngist ekki á tímum rýrnandi tekna launamanna. Þær byggjast á því að fari lánskjaravísitala framúr kaupgjaldsþróuninni, verði mis- muninum bætt aftan við lánið þannig að það lengist sem mismun- inum nemur.“ sagði Svavar Gests- son félagsmálaráðherra. teldð Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins sagði í viðtali í sjónvarpi fyrir skömmu að vegna þróunar lánskjaravísitöl- unnar yrði að grípa til ráðstafana til varnar launamönnum. „Ég veit að Seðlabankinn hefur tekið hugmyndum okkar um þessi mál vel og það ætti því að vera unnt að taka afstöðu til þeirra næstu daga í ríkisstjórninni," sagði Svav- ar Gestsson ennfremur í gær. „Auk fyrrnefndrar lengingar lána hefur verið rætt um að breyta út-' reikningum lánskjaravísitölunnar og þar hafa menn verið tregir til enda má segja að komið sé til móts við lántakendur með því að færa mismuninn aftur fyrir. Lánskjara- vísitalan er hins vegar ákvörðunar- atriði ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans og auðvitað er það viðskiptaráðherra sem hefur öll efnistök í slíku máli ef hann vill.“ Tværmerkar tillögur, önnur um frystingu á framleiðslu kjarnorkuvopna, og hin um fordæmingu á nifteindasprengj- unni komu til afgreiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna. ísland sathjá. Enn breikkar bilið á milli ódýrustu og dýrustu vörutegundanna í innkaupakörfu Verðlagsstofnunar- innar. Sjá Búsýsluna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.