Þjóðviljinn - 25.11.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.11.1982, Qupperneq 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. nóvember 1982 ALÞÝOUBANDALAGSÐ Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Viðtalstímar Baldur Óskarsson verður með viðtalstíma n.k. laugardag, 27. nóvember kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Stjórnin. Baldur. Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 29. nóvember í Rein. Fundarefni: 1) Nefndamál 2) Kynnt og rædd störf byggingarnefndar, skipulagsnefndar og stjórnar Byggðasafnsins 3) Önnur mál Félagar fjölmennið Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðum félagsgjöldin Stjón Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst. Alþúðubandalagið í Reykjavík fjármagnar starf sitt einungis með félags- gjöldum og framlögum félagsmanna sinng. Stöndum því í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. Markið er allir skuldlausir um áramót. Stjórn ABR Fjölbrautaskóli Suðumesja Keflavfk Póathóif 100 stmi 02-3100 Flugliðabraut Námsbraut í bóklegum greinum til atvinnu- flugprófs veröur starfrækt viö Fjölbrauta- skóla Suöurnesja árið 1983 ef næg þátttaka fæst. Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur, grunn- skólapróf og einkaflugmannspróf í bókleguin greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eöa til Flugmálastjórnar, Reykjavík- urflugvelli, í síöasta lagi 21. desember 1982. Jón Böðvarsson skólameistari. Agnar Koefoed-Hansen flugmálastjóri. LANDSSMIÐJAN Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráöa plötusmiði og rafsuöu- menn. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680. Landssmiðjan. Torgsala aBa í Reykjavík 'F Samkvæmt samþykkt borgarráðs frá 27. f.m. er óheimilt aö setja upp torgsölu í Reykjavík nema að fengnu leyfi, sem borgaryfirvöld veita. Leyfisgjald vegna torgsöluleyfa er sem hér segir: Fyrir einn mánuð kr. 1.100.00 Fyrir eina viku kr. 400.00 Fyrir einn dag kr. 100.00 Leyfisgjald skal endurskoða við gerð fjár- hagsáætlunar ár hvert. Borgarstjórinn í Reykjavík. Jarðarför Einars Gíslasonar, Vorsabæ, Skeiðum, ferfram fráólafsvallakirkju laugardaginn 27. nóvemberkl. 2 e.hád. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12 á hádegi. Fyrir hönd vandamanna Helga Eiríksdóttir. Fyrsta skáldsaga Antons Helga Út er komin hjá IÐUNNI ný skáldsaga eftir Anton Helga Jóns- son og nefnist Vinur vors og blóma. Undirritill: Saga um ástir og örlög. - Þetta er fyrsta skáldsaga höfund- ar, en áður hefur hann gefiðút tvær ljóðabækur. Vinur vors og blóma er saga Magnúsar verkamanns og ýmiss konar reynslu hans af samfélaginu, bæði í einkalífi og á pólitískum vettvangi, sem raunar er býsna ná- komið hvað öðru. Eða eins og segir á kápubaki: „Hvernig fer um kvennamál Magnúsar? Rætast draumar hans að lokum, eftir ótrú- legar þrengingar, eða fer allt í hund og kött? Hvernig skyldi Magnúsi okkar ganga að fóta sig á þjóð- félagssvellinu?" Orðsending frá Kammer- músík- klúbbnum Tónleikarnir, sem frestað var vegna veðurs 16. nóv., verða hald- nir á Kjarvalsstöðum fimmtu- daginn 25. nóvember kl. 20:30. Árni Kristjánsson, Laufey Sigurð- ardóttir og Gunnar Kvaran flytja tvö tríó: Op. 101 eftir Brahnts og op. 50 eftir Tchaikovski. Vinsamlega takið með ykkur áður senda efnisskrá! Félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjald, eru minntir á að gera það og sýna gírókvittun við inn- ganginn. Ráðstefna Framhald af bls. 5 En hver eru ykkar meginverk- efni á næstu árum? „Þar vil ég nefna i fyrsta lagi lagningu nýrrar vatnsveitu sem er eitt af brýnustu verkefnunum. í öðru lagi verðum við að renna traustari stoðum undir atvinnulífið hér á Vestfjörðum, en það byggist fyrst og frcmst á útgerð og fisk- vinnslu. Égheld að íþessum efnum búum við ísfirðingar betur en margir aðrar, en samt verða fjöl- breyttari störf að koma til ef okkur á að lánast að halda í byggðar- laginu þeirri kynslóð sem nú er að vaxa upp“. Hver hefur byggðaþróunin verið á Isafirði síðustu árin. Hefur bæjarbúum Ijölgað? „ísfirðingar eru nú rúmlega 3.200 talsins og sé litið til langs tíma má segja að íbúafjöldinn hafi stað- ið í stað síðustu áratugina. Svo er hitt að við eigum við nokkurn vanda að etja varðandi samsetn- ingu byggðarinnar, en hún skiptist í þrjú meginsvæði, þ.e. Eyrina sjálfa, Hnífsdal og svo Fjarðar- svæðið. Þetta hefur ýmsa erfiðleika í för með sér og byggingamögu- leikar eru nánast eingöngu á Fjarðarsvæðinu og í Hnífsdal í ná- inni framtjð“, sagði Hallur Páll Jónsson á ísafirði að síðustu. -v. Samtök psoriasis og exemsjúklinga 10 ára afmæli samtakanna Samtök psoriasis og exemsjúk- linga, SPOEX, er 10 ára um þessar mundir. Og í tilefni þess verður sér- stakur afmælisfundur haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Á dagskrá fundarins verður meðal annars flutt erindi, af Jóni Guðgeirssyni yfirlækni húðdeildar Landspítalans og sænskur læknir mun kynna nýtt lyf. Til sýnis verður nýr ljósalampi með UVB geislum sem er sérstak- lega hannaður fyrir psoriasissjúk- linga, og hentar vel til heimilis- nota. Sýnd verður kvikmynd um psoriasishúðsjúkdóminn sem feng- in var frá Svíþjóð. I tilefni afmælisins verður rætt um fortíð og framtíð samtakanna, afmæliskaffi drukkið ofl. Á fundinum liggur frammi Iit- prentað kynningarrit um psoriasis- húðsjúkdóminn, sem samtökin hafa gefið út, og allir geta fengið, endurgjaldslaust. Skrifstofa SPOEX, samtaka psori- asis og exemsjúklinga var opnuð fyrir IV2 ári við Síðumúla 27 í Reykjavík. Þetta er tilvalið tækifæri, fyrir alla sem vilja kynnast psoriasishúð- sjúkdómnum að mæta, auk þess sem búist er við að allir félagar mæti, og taki þátt í þessum tíma- mótum samtakanna. Geðhjálp Fyrirlestrar um geðheil- brigðismál Geðhjálp, félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara mun í vetur gangast fyrir fyrir- lestrum um geðheiibrigðismál og skyld efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir á geðdeild Landspítalans og hefjast kl. 20. Fyrirlestrarnir eru bæði fyrir félagsmenn svo og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspurnir og umræður verða eftir fyrirlest- rana. Fyrsti fyrirlesturinn verður í dag fimmtudag kl. 20.00. Þá mun Ellen Júlíusdóttir félagsráðgjafi kynna starfsemi fjölskyldudeildar Félags- málastofnunar. Verkalýðsblaðið Opinská umræða um nýtt þjóðfélag, ómissandi fyrir róttækt hugsandi fólk. Meginefni nóv.blaðs: SOVÉTRÍKIN - hvað getum við lært af óförum þeirra? Fæst í lausasölu í Blaðasölunni í Austurstræti, Bóka- sölu stúdenta og í biðskýlinu á Hlemmi. Skrifstofa á Frakkastíg 14, (bakdyr), opið fimmtudaga kl. 17-19. Ég undirrit. vil fá allan árg. 1982 (9. tbl.) sendan heim í póstkröfu, sértilboð kr. 100. Nafn ---------------------------------- Heimili -----------------*--------------- Sendist í pósthólf 5186, 121 Reykjavík. Nauðungaruppboð Að kröfu skiptaréttar N-Múlasýslu verður haldið opin- bert nauðungaruppboð á eignum þrotabús Alexand- ersG. Björnssonarog VerslunarinnarBjarkar, Heima- túni 4, Fellabæ, N-Múlasýslu, laugardaginn 4. desem- ber kl. 10 í Veitingaskála Verslunarfélags Austurlands við Lagarfljótsbrú. Seldur verður allur vörulager til- heyrandi versluninni en það er margs konar fatnaður og húgsgögn. Eignir þrotabúsins sem selja á verða til sýnis í Veitingaskálanum fimmtudaginn 2. des. og föstudaginn 3. des. n.k. kl. 13-17 báða dagana. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðs- haldara að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, en þar verða gefnar allar frekari upplýsingar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaður N-Múlasýslu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.