Þjóðviljinn - 25.11.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 25.11.1982, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. nóvember 1982 Ný nótnabók Það ert pu í sumar kom út nótnabókin „Það ert þú“. Höfundur laga og útgefandi er Birgir Helgason, kennari á Akureyri. í bókinni eru 12 sönglög fyrir einsöng, tvísöng og kóra. Aðal- steinn Vestmann listmálari myndskreytti bókina. Þetta er önnur bók höfundar, en 1973 kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar nótnabókin „Vorið kom“, 10 sönglög í léttri píanóútsetningu Bókin „Það ert þú“ fæst í bókabúðum víða um Iand, en í Reykjavík í íslenskri tónverkamiðstöð og Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Ritgerða- samkeppni SÍS Samband ísl. samvinnufélaga efnir til ritgerðasamkeppni með- al nemenda í 9. bekk grunnskóla og allra ncmcnda í framhalds- skólum nú í vetur. Skulu rit- gerðirnar fjalla um „Hlutverk og starfsemi samvinnufélaganna í ís- lensku þjóðfélagi“. Ritgerðirnar þurfa að berast fyrir 30. apríl 1983 til Skipulags- og fræðsludeildar Sambandsins Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík. Skulu þær merktar dulnefni en rétt nafn höfundar, ásamt heim- ilisfangi og skóla, fyigi með í lokuðu umslagi. Verðlaun verða veitt sem hér segir: 1. verðlaun kr. 20.000. 2. verðlaun kr. 15.000. 3. verðlaun kr. 10.000. í>ar að auki hljóta 6 aðrar rit- gerðir viðurkenningu að upphæð kr. 5.000 hver. - mhg Gætum tungunnar Sagt var: Kannan er full með mjólk. Rétt væri: Kannan er full af mjólk. Pikkar og pikkar og finnur ekki neitt Það er nú meiri harkan í þess- um körlum að vera að berja á klakanum í þessu frosti, hugsaði ég með mér þar sem ég sat hríð- skjálfandi inni í bílnum hans -eik, fyrir utan Hótel Sögu. „Karlarnir“ voru tveir borgar- starfsmenn sem kepptust af eld- móði við að losa klaka frá niður- föllum við Hagatorg. Þeir eru auðvitað tilvalið viðtalsefni, og áður en ég vissi af var ég rokinn út úr bílnum og út á torgið. - Við erum að reyna að losa um þetta. Annars gæti allt farið á flot. - Hvað segirðu, áttu von á þíðu? - Nei, það held ég ekki í bráð. Þetta verk gæti allt eins verið unnið til ónýtis ef hann fer að kyngja niður. ■ Þeir félagar, borgarstarfsmenn, héldu áfram vinnu sinni og létu blaðamann ekki trufla sig hið nnnnsta. - Heyrðu vinur, frá hvaða blaði ertu? - Þjóðviljanum. Já, það er einmitt það. Það lesa fáir Þjóðviljann. Nú les eng- inn annað en þetta sameinaða Dagblað. Þið verðið að gera Þjóðviljann betri. „Þetta hlýtur að vera hérna einhvers staðar“. Jónas Guðjónsson t.v. og Þorsteinn Sveinsson t.h. Mynd-eik. - Já einmitt með því að taka viðtal við karla eins og ykkur. Þeir félagar játtu og héldu áfram að pikka með járnkarli og skóflu í freðna jörðina. - Það er bölvað þegar maður finnur ekki þessi niðurföll. Pikkar og pikkar og finnur ekki neitt. - Hvernig væri að fá að heyra nöfn þessara heiðursmanna sem eru að berjast við klakann vestur á Mehim? - Jú, ég heiti Jóhann Guðjóns- son, segir sá með járnkarlinn. Búinn að vera hjá borginni frá 1970. Jú, jú ég kann alveg ágæt- lega við mig. Gamall? Er að verða sextugur. Nei, það verður ekkert stórafmæli. Ég ætla að fela mig. - Þarftu þá ekki að taka þér frí frá vinnu? - Nei, vinur minn, ég þarf ekk- ert frí. Það var séð fyrir því við fæðinguna. Ég er nefnilega fædd- ur 1. janúar, segir Jónas og kímir. Hann heldur áfram að pikka en það gengur erfiðlega að finna þetta niðurfall sem á að vera þarna einhversstaðar. Félaginn er kominn hinum megin á torgið að leita að öðrum niðurföllum. - Hvað heitir hann félagi þinn? - Þorsteinn Sveinsson heitir hann. í því kemur Þorsteinn hlaup- andi. „Ég get ómögulega séð hvar þetta niðurfall á að vera“. Þeir ákveða að fara eina ferð ennþá yfir svæðið og athuga hvort þeir finni ekki þetta eina niðurfall sem á að vera þarna ein- hvers staðar. ' - Hvernig hefur veturinn ver- ið? spyr blaðamaður sem er orðinn blár af kulda. - Þetta er búinn að vera sér- staklega góður vetur, segja þeir félagar. Snjóléttur og engar hörkur. Við vinnum okkur til hita í svona veðri, eins og er í dag. Og þeir halda áfram að pikka í klakann. - Ig Visindi á íslandi . Krufningar Samkvæmt lögum eru réttar- krufningar á íslandi gerðar á Rannsóknastofu háskólans. Hlutverk réttarkrufninga er aðal- , lega greining dánarmeins, en auk þess gegna réttarkrufningar nokk- urri sérstöðu meðal krufninga vegna rannsókna á skyndidauða, læknisfræðilega og réttarfars- lega, auk rannsókna á voveiflegu andláti almennt. Þá eru sérstak- lega athuguð dauðsföll af völdum ýmiss konar eitrana í samvinnu við Rannsóknastofu háskólans í lyfjafræði og eiturefnafræði. Fjöldi réttarkrufninga 1980: 202. Fjöldi réttarkrufninga 1981: 197. ——— Þeir vísu sögðu Hver einasta kona, jafnvel nunna, vildi frekar tapa meydómnum en mannorðinu. Hagfræði er lygi sannleikans. Þegar „húmor“ er sagður í alvöru er hann ekkert grín. (Lionel Strachey 1864—1927^ breskur rithöfundur)/ Borgarlíf eru miljónir manna sem lifa saman í einsemd. Ég hef ekki meðtekið nema eitt eða tvö bréf allt mitt líf, sem voru frímerkisins virði. Nú á dögum eru til prófessorar í heimspeki en engir heimspek- ingar. (Henry D. Thoreau 1817-1862. Bandarískur rithöfundur). Tími vetraríþrótta er fyrir löngu genginn í garð. Menn renna sér nú á skíðum bæði norðan og sunnan fjalla og skíðafæri er víða mjög gott. Þessi mynd er frá skíðaparadís þeirra Akureyringa í Hlíðarfjalli, en minna má á að nýr og glæsilegur skíðaskáli hefur verið opnaður í Bláfjöllum. Jónas Hallgríms son 175 ára Eitt ástkærasta skáld þjóðar- innar, Jónas Hallgrímsson, fæddist að Hrauni í Öxnadal þann lóda nóvember árið 1807 og því var 175 ára afmæli hans fyrir nokkrum dögum. Áhugamenn um kveðskap, líf og starf Jónasar, sannkallaðir Jónasarvinir, sem stunda nám í íslensku við Háskóla fslands tóku sig til í tilefni þessa og gáfu út á kostnað Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, lítið og snot- urt kver til minningar um skáldið. Kverið inniheldur margvíslegan fróðleik, bæði nýjan og gamlan. Birt eru nokkur kvæða skáld- sins, útdráttur úr sumum bréfa hans og síðast en ekki síst neðan- greind lýsing á skáldinu sem besti vinur hans og félagi Konráð Gíslason setti saman og birti í IX. árg. Fjölnis. Baraxlaður og digurnefjaður „Jónas var gildur meðalmað- ur á hæð, þrekvaxinn og lim- aður vel, en heldur feitlaginn á hinum seinni árum sakir van- heilsu, vel rjettur í göngu, herða- mikill, baraxlaður, og nokkuð hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúk- hærður, lítt skeggjaður og dökk- brýnn, Andlitið var þekkilegt, karlmannlegt og auðkennilegt, ennið allmikið og líkt því, sem fleiri enni eru í hans ætt. Hann var rjettnefjaður og heldur dig- urnefjaður, ^ranstæðið vítt, eins og opt er á íslendingum og vang- arnir breiðir, kinnbeinin ekki eins há og tíðast er á Islandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkvar; hann var stór- eygður og móeygður, og verður því ekki lýst hversu mikið fjör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.