Þjóðviljinn - 25.11.1982, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 25.11.1982, Qupperneq 9
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra svarar fyrirspurnalista Samtaka herstöðvaandstœðinga Frá Samtökum herstöðvaand- stæðinga hefur mér nýlega borist fyrirspurnarlisti um framkvæmdir á vegum varnarliðsins og mál þeim tengd. Þann lista hafa samtökin látið birta í fjölmiðlum og er því ástæðulaust að taka hann upp hér. Jafnframt var sú ósk sett fram að ég birti svör mín opinberlega. Þau málefni, sem vikið er að- í spurningalistanum hafa flest verið til umræðu í fjölmiðlum um lengri eða skemmri tíma og að mínum dómi fullnægjandi grein fyrir þeim gerð. En þótt spurningar þær, sem samtökin bera upp á lista sínum séu flestar óneitanlega hvort tveggja í senn villandi og að ýmsu leyti reistar á röngum forsendum, tel ég Eðlileg skipti á gömlu og nýju 1 Utanríkisráðherra kemur ekki auga á neina skynsamlega ástæðu fyrir því að koma í veg fyrir að „varnarliðið“ geti notfært sér tækniframfarir. Myndin er af nýju jarðstöðinni á Keflavíkurflugvelli. rétt að fara um þær nokkrum orðum. Endurnýjun og viðhald Endurnýjun og viðhald á sér stað í flestum greinum án þess að slíkt þyki verulegum tíðindum sæta. Reyndar hafa tækniframfarir orðið hvað örastar á sviði flugmála og er því ekki óeðlilegt að aðstaða til eftirlits, viðhalds og hagnýtingar tækninýjunga sé bætt á Keflavíkur- flugvelli. Bygging þriggja nýrra flugskýla úr hertri steinsteypu er þáttur í slíkum endurbótum auk þess sem slíkt tryggir betur öryggi þeirra flugvéla, sem taka eiga þátt í vörnum landsins. Hagnýting tækni- framfara Hvers konar fjarskipti fara nú meira og meir um gervihnetti og jarðstöðvar í stað jarðstrengja og sæstrengja. íslendingar hafa not- fært sér þessar tækninýjungar eins og aðrir og nægir að minna á, að nú fer verulegur hluti símtala og telex- þjónustu til og frá íslandi um gervi- hnetti og jarðstöðina Skyggni. Sama hátt má hafa á um sjónvarps- sendingar milli landa og jafnvel er nú einstaklingum unnt að ná hér sjónvarpssendingum frá gervi- hnöttum. Ég fæ ekki séð nokkra skynsamlega ástæðu til að koma í veg fyrir að varnarliðið geti notfært sér slíkar tækniframfarir, enda er til þess ætlast að það gegni hlutverki sínu sem best á hverjum tíma. Mengunarvarnir Væntanlega er það flestum kunnugt, að Alþingi ályktaði 21. maí 1981 að fela utanríkisráðherra að vinna að því að framkvæmdum til lausnar á vandamálum, er skapast hafa fyrir byggðarlögin Keflavík og Njarðvík vegna elds- neytisgeyma varnarliðsins, skyldi hraðað svo sem kostur væri. Það sem síðan hefur verið unnið er í fullu samræmi við þessa viljayfir- lýsingu Alþingis og á það bæði við um undirbúning löndunaraðstöðu og nýrra geyma í stað þeirra, ei verða að hverfa. Aðskilnaður Að frumkvæði íslenskra stjórn- valda var árið 1974 gert um það samkomulag milli ríkisstjórna ís- lands og Bandaríkjanna að starf- semi tengd almennu farþegaflugi yrði á raunhæfan hátt aðskilin frá þeirri starfsemi, sem varnarliðið hefur með höndum á Keflavíkur- flugvelli samkvæmt varnarsamn- ingnum frá 1951. í samræmi við þetta hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld unnið að flugstöðvar- málinu svokallaða og er því fjarri lagi að segja að áhugi á að hrinda í framkvæmd ákvæðum samkomu- lagsins frá 1974 sé eitthvert banda- rískt séráhugamál. Nýjar og hljóð- látari flugvélar Hlutverk flugsveitar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli er mjög mikilvægt í vörnum landsins og í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Það er því hagsmunamál okkar sjálfra og bandamanna okk- ar að eðlileg endurnýjun eigi sér stað á flugvélakostinum svo að hann sé ætíð hæfur til að gegna hlutverki sínu. Það sem nú er á dagskrá eru skipti á eldri flugvélum fyrir nýrri, sem m.a. hafa þann kost að vera hljóðlátari í flugtaki og hafa meira flugþol. íslendingar í verkunum Loks var í fyrirspurnarlista Sam- taka herstöðvaandstæðinga varpað fram spurningu um störf nokkurra íslenskra ríkisstofnana að ýmsum þeirra þátta, sem hér að framan er vikið að. Henni skal svarað með því að undirstrika, að það er í fyllsta samræmi við stefnu núver- andi og fyrrverandi utanríkisráð- herra allt frá gerð vamarsamnings- ins að fela íslenskum aðilum sem mest af þeim framkvæmdum og annarri starfsemi á Keflavíkurflug- velli sem þeir geta tekið að sér og ekki telst hernaðarlegs eðlis. Ætti ekki að þurfa að rökræða þann þátt sérstaklega nema einhverjir telji í alvöru æskilegra að fela þessi störf erlendum aðilum. Olafur Jóhannesson. Fyrirspurnir Landsráðstefna Samtaka herstöðva andstæðinga haldin í Reykjavík 9.-10. okt. 1982 beinir eftirfarandi fyrirspurn- um til utanríkisráðherra Ólafs Jóhannessonar. Hvaða skýringar geta ís- lensk stjórnvöld gefið á auknum umsvifum banda- ríska hersins hér á landi 'að undanförnu? Umsvif þau sem átt er við eru meðal annars: 1. Bygging sprengiheldra flugskýla á Keflavíkurflug- velli. 2. Smíði jarðstöðvar fyrir gervihnattasamband á Miðnesheiði. 3. Ilönnun ohuhafnar í Helgu- vík. 4. Undirbúningur að clds- ncytisbirgðastöð á Hólms- bjargi. 5. Áform og áhugi banda- rískra hernaðaryfírvalda á byggingu nýrrar flug- stöðvar. 6. Samningar uin jarðstöð undir Úlafarsl'elli fyrir dáta- sjónvarp. 7. Áform um stórfellda cflingu bandariska flug- flotans hérlendis. Ennfrcmur vilja Samtök herstöðvaandstæðinga beina þeirri spurningu til utanríkis- ráðherra hvort eftirtaldar ríkisstofnanir, sem allar hafa unnið að verkcfnum í tcngsl- um við ofangreind umsvif og áform, geri það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar? Stofnanir þessar eru: a. Vita- og hafnamálastofn- unin, b. Siglingamálastofnunin, c. Hafrannsóknarstofnunin, d. Orkustofnun, e. Jarðboranir ríkisins, f. Póstur og sími, g. Skipulagsstjóri ríkisins. Alyktun flokksráðs um umhverfismál: Islenskt iorræði auð linda lands og sjávar tii endurskoðunar á núgildandi skipulagslögum og þess, að mörkuð verði heildstæð land- nýtingarstefna með gerð áætlana er taki mið af landbúnaði, vega- gerð, línulögnum, aðstöðu til úti- veru og byggingu orlofsbústaða. „Fiokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins 1982 ítrekar sam- þykktir landsfundar 1980 um atvinnuþróun og umhverfísmál, þar sem m.a. er lögð áhersla á eftirfarandi þætti: • Að atvinnuþróun í landinu byggist á grundvelli skynsam- legrar auðlindanýtingar. • Að forræði landsmanna yfir auðlindum lands og sjávar verði tryggt og erlendri stór- iðju hafnað. • Að gerðar verði áætlanir og skipulag varðandi nýtingu lands, orkulinda og auðlinda hafs og hafsbotna og þar tekið mið af rannsóknum og um- hverfisvernd. • Að sameinaðir verði í einu ráðuneyti helstu málaflokkar sem varða umhverfismál. Alþýðubandalagið álítur það ótvíræða skyldu opinberra aðila að tryggja skynsamlega nýtingu auðlinda og verndun þeirra lífs- gæða sem felst í óspillti náttúru íandsins og sjávarins umhverfis það. Jafnframt ber opinberum aðilum að tryggja óheftan um- gengnisrétt urn landið og hafa frumkvæði að bættri umgengni um það. Hér þarf að koma til stóraukin fræðsla um náttúru landsins og umhverfismál á öllum stigum skólakerfisins og með al- mennri útgáfustarfsemi. Hættan af vígbúnaði í hafinu Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins varar við þeirri hættu sem búsetu í landinu stafar af síauknum vígbúnaði í hafinu umhverfis landið og krefst þess að íslenska efnahagslögsagan verði friðuð fyrir kjarnorkuvopn- um, umferð kjarnorkuknúinna skipa og losun kjarnorkuúr- gangsins. Flokksráðsfundurinn leggur áherslu á að við uppbyggingu at- vinnulífs má ekki einblína á tæknilega þætti og hagræna* *held- ur taka í auknum mæli tillit til vistfræðilegra og félagslegra sjónarmiða svo og þarfa íbúanna til útiveru í óspilltu umhverfi. Ný lög um hollustuvernd, mengunarvarnir og stjórn umhverfismála Alþýðubandalagið hefur beitt sér fyrir því að sett hafa verið ný lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og lög um vinn- uvernd sem ntiða að því að hindra mengun og tryggja aðbúnað starfsmanna. Jafnframt hefur verið samið frumvarp til laga um stjómun umhverfismála, en ntark- mið þess er m.a. að koma á lög- formlegum tengslum og sam- stjórn hinna einstöku ráðuneyta og stofnana sem með þessi mál fara í dag. Því miður hefur frum- varpið verið að velkjast í kerfinu frá því í mars 1982 og var ætlunin að leggja frumvarpið fram strax í haust. Flokksráðsfundurinn hvetur til þess að frumvarp til laga um stjórnun umhverfismála verði nú þegar lagt fyrir alþingi með þeirri einu umsögn sem við það hefur borist en ekki verði beðið lengur eftir viðbrögðum annarra um- sagnaraðila. Með samþykkt frumvarpsins verður stigið skref í átt til nauðsynlegrar samræming- ar, en Alþýðubandalagið lítur svo á að hér sé aðeins um að ræða fyrsta áfanga í allsherjar endur- skoðun á löggjöf um umhverfis- mál og framkvæmd þeirra mála. Þá hvetur flokksráðsfundurinn Óheftur umgengnisréttur um landið Með stefnumörkun og laga- setningu um umhverfismál þarf að tryggja rétt allra manna til um- gengni um landið og náttúru þess. Jafnframt þarf að hindra að það verði átroðningi og sölu- mennsku að bráð og gæta þess að framkvæmdir opinberra fyrir- tækja eða annarra verði ekki til þess að spillt sé að óþörfu landi eða náttúrugæðum eins og alltof mörg dæmi eru um nú á síðustu mánuðum. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að bregðast hart við aðsteðjandi hættum sem ógna líf- ríki og náttúruminjum. Aðgerðarleysi eða röng stefnu- ntörkun getur valdið skaða sem ekki verður bættur. Flokksráðs- fundurinn leggur í þessu sam- bandi áherslu á eftirfarandi þætti: • Flokksráðsfundurinn varar við því að banni Alþjóðahval- veiðiráðsins við hvalveiðum verði mótmælt af íslenskum stjórnvöldum og átelur enn- fremur störf hringormanefnd- ar. Ákvarðanir um veiði hvala og sela mega ekki vera í hönd- unt beinna hagsmunaaðila í sjávarútvegi heldur verða þær að byggjast á niðurstöðum ýt- # Erlendri stóriðju hafnað • Engin kjarnorkuvopn í efnahags- lögsögunni arlegra rannsókna sem miða að því að kanna raunverulegt ástand viðkomandi stofna. Skammsýni í þessum efnum getur leitt til útrýmingar ein- stakra tegunda auk þess sem hún skaðar markaðsaðstöðu og álit íslendinga meðal þjóða heimsins. • Flokksráðsfundurinn bendir á að aukin ferðalög um hálendi landsins kalla á stóraukið eftir- lit og markvissar aðgerðir til að hlífa hinu viðkvæma lífríki þess og einstæðum náttúru- minjum. í hverjum ferðamanna- hópi þarf að vera íslenskur leiðsögumaður sem hefur til þess menntun og vald að leiðbeina mönnum og varna átroðningi á viðkvæmustu og vinsælustu ferðamannastöð- um hálendisins, en margar perlur þess, svo sem Land- mannalaugar og Herðubreiðar- íindir, eru nú í mikilli hættu sök- um átroðnirigs."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.