Þjóðviljinn - 25.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1982, Blaðsíða 10
10 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. nóvember 1982 Ræða Svavars Gestssonar í sjónvarpsumræðunum Góöir tilheyrendur. Þegar alvarlegur vandi steðjar aö er það háttur mannanna að þoka sér saman; aö reyna að mynda skjól hver við annars hlið í eins þéttri fylkingu og kostur er á. Þessi viðbrögð mannanna mega heita eðlislæg og þau eru einkenni íslenskrar alþýðu hvar sem er til sjávar og sveita - með þrautseigju, þolinmæði, yfirveg- un, samstöðu, hefur hún aftur og aftur sýnt að hún getur leyst erf- iðustu vandamál og brotið braut til framtíðar. Þessi „sigurbraut fólksins" er reyndar svo sjálfsagt mál í íslandssögunni að sumir taka því miður ekki eftir henni. Nú stendur þjóðin frammi fyrir stórfelldum vanda sem steðjar að okkur erlendis frá. Gert er ráð fyrir því að vandinn jafngildi því að nær tíunda hver króna hverfi út úr þjóðarbúinu á tveimur árum. Hér er um að ræða áfall sem jafna má til þess versta sem þjóðin hefur orðið fyrir frá því í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Svar okkar verður því að vera í þessum bráðbirgðalögum felst því framsýni og fyrirhyggja sem annars er átakanlegur skortur á í íslenskum stjórn- málum. íhaldið gegn lengingu orlofs Stjðrnarandstaðan þykist vera á móti verðbótakserðingu bráða- birgðalaganna. Hver trúir því um Alþýðuflokkinn sem var viðþols- laus í vinstri stjórninni af því að hann fékk ekki að lækka kaupið. Hver trúir því um Sjálfstæðis- flokkinn? í öðru orðinu gagnrýn- ir Sjálfstæðisflokkurinn bráða- birgðalögin, en í hinu leggst hann gegn lengingu orlofs láglauna- fólks. Það sé að sliga atvinnuveg- ina að þeir allra lægstu eiga að fá orlof sem aðrir hafa þegar. Hvar eru heilindin og dreng- skapurinn? Svo mikið er víst að ekki hefur farið mikið fyrir þeim dyggðum í Alþýðu- bandalagið vill uppgjör Þegar þessi afstaða stjórnar- andstöðunnar lá fyrir í haust, lagði Alþýðubandalagið til að kosið yrði hið fyrsta, helst fyrir 1. desember þannig að ný stjórn gæti tekið á málum í samræmi við hinni íslensku atvinnustefnu flokksins. Flokksráðsfundurinn lagði til að stofnaður yrði kjarajöfnunar- sjöður til þess að bæta stöðu lág- launafólks og þess var krafist að öll stjórn verðlagsmála og peninga- og vaxtamála yrði tekin til endurskoðunar. Þá kom fram stuðningur við róttækar umbóta- kröfur í húsnæðismálum sem gera ráð fyrir að þeir sem kaupa ÍSLENSK LEIÐ Gegn kreppu og atvinnuleysi samstaða og jöfnuður, þannig að menn skipti byrðunum á sig, þannig að þeir sem mest hafa láti fneira af hendi rakna til hinna sem minnst hafa. Jöfnun lífskjara Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar frá í sumar voru einmitt við- leitni í þessa átt til þess að jafna lífskjörin. Þau höfðu meðal ann- ars þann tilgang að flytja fjár- muni frá verslun til annarra greina í þjóðlífinu með lækkun verslunarálagningar, og frá há- tekjumönnum til láglaunafólks með því að greiða sérstakar launabætur, með því að hækka elli- og örorkulífeyri umfram al- menn laun og með lengingu or- lofs. Sú kaupskerðing sem fólk verður fyrir er vafalaust mörgum erfið, en hún gerist ekki 1. des- ember, eins og sumir vilja halda fram. Kaupskerðingin er einna alvarlegust í þessum mánuði þeg- ar verðhækkanaskriðan liggur á heimilum launafólksins - en 1. desember fást nokkrar bætur fyrir þá verðhækkanaskriðu, en aðeins hluta hennar. Þá hækkar krónutala launa um 7.72%. Hins vegarhækkartekju- trygging aldraðra og öryrkja um rúmlega 12%, grunnlífeyrir og tekjutrygging samanlagt um lið- lega 10% og í næsta mánuði fá um 55 þúsund einstaklingar fyrsta hluta launabóta sem samtals nema 175 milj. kr. Þessar bætur Ieysa ekki allan vanda launa- fólksins - því fer fjarri, en staða þess er áreiðanlega betri en í verðbólgu sem hefði annars nálg- ast eitt hundrað prósent. Ávinningurinn með þessum bráðabirgðalögum kemur hins vegar einkum fram í því, að er- lendar skuldir þjóðarbúsins í lok næstá árs verða um 2.000 miljón- um króna minni en annars hefði orðið. Þannig er staða þeirra sem 1 þurfa að glíma við vandamálin eftir eitt ár - tvö ár og síðar barna okkar betri en ella. málflutningi þeirra vikadrengja Vinnuveitendasambandsins, sem tala fyrir íhaldið hér á alþingi. Frá því að bráðabirgðalögin voru gefin út hefur komið fram að landsmenn styðja þau að yfir- gnæfandi meirihluta vegna þess að alþýða manna skilur nauðsyn þess að þjappa sér saman á erf- iðum stundum eins og nefnt var í upphafi. En þrátt fyrir þessi viðhorf meirihluta íslendinga hefur ann- að komið í Ijós á þjóðþinginu sjálfu. Stjórnarandstaðan ætlar að fella bráðabirgðalögin. Ekki til þess að koma fram einhverjum öðrum úrræðum. Þau hefur stjórnarandstaðan engin. Stjórn- arandstðan vil fella bráðabirgða- lögin til að koma ríkisstjórninni frá. Hún hikar ekki við að stofna efnahagslífi þjóðarinnar í stór- fellda hættu með aukinni verð- bólgu og erlendri skuldasöfnun. Þannig er stjórnarandstaðan slitin úr samhengi við allt líf fólks- ins í landinu - hún er svo lífsfirrt að hún virðist ekki hafa svo mikið sem einn neista af þeirri glóð sem löngum hefur dugað þessarri þjóð til sigurs á úrslitastundum. Stjórnarandstaðan hefur ekki hug á neinu öðru en því að nota sér kreppu og hættu á atvinnu- leysi til þess að koma stjórninni frá. Kreppan er þannig banda- maður stjórnarandstöðunnar. Svo lítilsigld eru íslensk stjórn- mál því miður oft, en ég held að eymdin hafi aldrei komið eins skýrt í ljós og einmitt á yfirstand- andi þingi. Alþýðubandalagið vildi tafarlaust uppgjör strax í haust sína stefnu fyrir lok þessa mán- aðar. Þessari hugmynd var hafnað. Hvorki hinir stjórnaraðilarnir né heldur - sem merkilegra var - stj órnarandstöðuflokkarnir höfðu áhuga á því að fallast á þessa tillögu Alþýðubandalags- ins. Við vildum í þessum kosning- um sækja aukinn meirihluta fyrir núverandi ríkisstjórn. Þessa leið vildi meirihluti al- þingis ekki fara og því fór sem »fór. Alþingi situr þess vegna í sjálfheldu og vegur þess fer þar af ieiðandi síst vaxandi. Var þó vart á bætandi eftir að stjórnarand- staðan hafði afhjúpað lágkúru sína á haustdögum svo sem fyrr var lýst. Þar sem þessari leið Alþýðu- bandalagsins um tafarlaust upp- gjör var hafnað varð að leita ann- arra leiða. Rætt var við stjórnar- andstöðuna. Hún sleit viðræðum án málefnalegrar ástæðu. Þannig brást stjórnarandstaðan lýðræðislegri skyldu. Ríkisstjórn- in mun því höggva á hnútinn: Eins og forsætisráðherra skýrði frá áðan er það ætlun ríkisstjórn- arinnar að ekki verði kosið síðar en í apríl en fari svo að stjórnar- andstaðan stöðvi hér lífsnauð- synleg mál á næstu dögum verður auðvitað að efna til kosninga fyrr. Nú er að nást samstaða flokkanna í kjördæmamálinu þannig að niðurstaða í því ætti að geta legið fyrir svo fljótt að af- greiðsla kjördæmamálsins fáist jafnvel þótt rjúfa verði þingið með mjög litlum fyrirvara. Alþýðubandalagið hefur á flokksráðsfundi sínum um helg- ina samþykkt ítarlega stjórnmálaályktun - tillögu að fjögurra ára áætlun gegn kreppu og atvinnuleysi. Áætlunin er sam- sett úr nokkrum höfuðþáttum þar sem lögð er áhersla á að jafna viðskiptahallann á tveimur árum með því að takmarka innflutning og með því að auka framleiðslu íslenskra atvinnuvega samkvæmt og byggja íbúð fyrsta sinni fái meiri hækkun en aðrir á lánum sínum. Þegar þessar tillögur Alþýðu- bandalagsins lágu fyrir nú um helgina tók ég eftir að þær vöktu jákvæða athygli meðal almenn- ings. Þarna voru loksins komnar raunsæjar tillögur sem gátu vísað veginn út úr þeim mikla vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. En viðbrögð foringja hinna stjórnmálaflokkanna urðu á annan veg eins og kom fram í skætingi Jóhönnu Sigurðardóttur hér í kvöld. Foringjar stjórnarandstöðunn- ar eru úr öllum tengslum við það almenna viðhorf hér í landinu um þessar mundir að ábyrg viðbrögð og raunsæ afstaða séu keppikefli. Ég á von á að þrátt fyrir þetta muni tillögur Alþýðubandalags- ins hljóta mikinn stuðning. Við ætlum að fara með þær í kosning- ar og við skorum á kjósendur að velja einingu um íslenska leið. Samfylking á jafnréttis- grundvelli í annan stað samþykkti flokks- ráðsfundur Alþýðubandalagsins athyglisverða áíyktun um flokks- starfið, þar sem boðuð er endur- skoðun þess í heild í því skyni að margskonar aðilum í þjóðfé- laginu verði opnuð leið til sam- fylkingar með Alþýðubandalag- Opnuð leið til samfylkingar með Alþýðu- bandalaginu um knýjandi málefni inu um knýjandi málefni. Al- þýðubandalagið fer ekki fram á forræði, heldur samfylkingu og samstarf á jafnréttisgrundvelli. Með þessum tveimur ályktun- um Alþýðubandalagsins, annars vegar tillögum um íslenska leið gegn kreppu og atvinnuleysi og hins vegar um einingu og sam- fylkingarstarf á að skapast ein- stæður möguleiki fyrir alla vinstri menn til að taka höndum saman á víðtækari grundvelli en nokkru sinni fyrr. Það á líka að vera öll- um vinstri mönnum ljóst, að ein- mitt nú er nauðsyn á samstöðu, einingu um íslenska leið, einmitt nú þarf að standa saman um aðal- atriðin. Það væri of seint að átta sig á því þegar alræðisvald íhaldsins hefði tekið við á íslandi. Við skulum koma í veg fyrir að það gerist. Þar ræður Alþýðubandalagið úrslit- um - ekki milliflokkarnir. Verði Alþýðubandalagið sterkt í kosn- ingum þora milliflokkarnir ekki í stjórn með íhaldinu. Klókindi Kjartans Jóhannssonar Það er táknrænt fyrir stjórn- málaumræðuna á Islandi um þessar mundir að einmitt nú skuli vera flutt tillaga um vantraust á ríkisstjórnina. Og það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem flytur tillöguna, - það er athyglisvert að hann hefur aldrei þorað að flytja slíka tillögu í valdatíð ríkisstjórn- arinnar. Nei. Það er Alþýðu- flokkurinn sem flytur slíka tillögu - einmitt daginn áður en hann klofnaði formlega var slík tillaga lögð fram. Sama dag lýsti for- maður Alþýðuflokksins því yfir í sjónvarpinu að hann væri klókur. Þau klókindi hafa birst þjóðinni með býsna sérkennilegum hætti að undanförnu, og það er vafa- samt að nokkur stjórnmála- maður sem vill láta taka sig alvar- lega geti stutt vantrauststillögu frá Alþýðuflokknum um þessar mundir. Alþýðuflokkurinn er orðinn eitt samfellt ófriðarfélag, þrátt fyrir klókindi Kjartans Jóhanns- sonar. Kjartan Jóhannsson flutti vantraust á ríkisstjórnina, og daginn eftir lýsti Vilmundur van- trausti á Kjartan Jóhannsson. Það er dapurlegur endir á há- vaðasömum ærslaleik Alþýðu- flokksins sem hófst 1978 og hlýtur að renna mörgum góðum jafnaðarmanni til rifja að horfa upp á ósköpin. Stöndum saman Hvort sem menn kenna stjórn- málaástandið nú við upplausn eða sjálfheldu eða kjósa að nota einhver önnur orð er hitt ljóst, að það er kominn tími til að staldra við og íhuga alvarlega hvað má til varnar verða. Það steðjar að okkur stórfelld- ur vandi utan frá. Til þess að ráða við hann verðum við að standa saman. íslenska þjóðin hefur ekki efni á sundrung. íslenskir vinstri menn hljóta að sameinast um Alþýðubandalagið eftir að Alþýðuflokkurin er klof- inn niður í rót, þegar Framsókn- arflokkurinn er orðinn milli- flokkur að eigin sögn. Alþýðubandalagið er albúið í kosningar. í þeim kosningum heitum við á alla landsmenn að íhuga þá til- lögugerð sem fyrir liggur af okkar hálfu. Sköpum víðtæka einingu um íslenska leið út úr vandanum, - félagsleg leið gegn fjármagn- söflum. Við teljum það í bestu samræmi við sögu og hefðir þjóðarinnar að þjappa sér fast saman til að verj- ast óáran kreppu og atvinnuleysi og ábyrgðarlausri stjórnarand- stöðu. Nú skulum við snúa vörn í sókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.