Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 1
UOBVIUINN Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra sigraði Eyj- ólf Konráð með yfirburðum í prófkjöri Sj álfstaeðisflokksins áNorðurlandi vestra. Sjá 3 desember 1982 föstudagur 47. árgangur 271. tölublað Bókaútgefendur hafa gengist fyrir könnun á því hvaða bækur voru farnar að seljast mest um mánaðamótin. Landbúnaðarvörur hafa hækkað verulega og tveir ráðherrar svara spurningum um þær hækkanir Steinullar- verksmiðja á Sauðárkróki Rúmlega 50.000 manns fá láglaunabætur Bótagreiðslur fyrir jól Bætur nema 5—6% tekna síðasta árs segir Ragnar Arnalds fjármálaráðh. Samstaða að nást Nýjar hugmyndir og tíðir fundir Nú í vikunni hefur verið fjallað ýtarlega um kjördæmamálið á fundum þingflokkanna, og einnig hafa formenn flokkanna eða full- trúar þeirra haldið tíða fundi. Til umræðu hafa aðallega verið nýjar hugmyndir sem byggja á lít- illi fjölgun þingmanna, auknum jöfnuði milli flokka auk jöfnunar milli kjördæma og því að tekin verði upp ný reikniaðferð við út- hlutun kjördæmakjörinna þing- sæta í hvcrju kjördæmi. Miðað er við að uppbótarsætum fækki veru- lega þar sem hið nýja kerfi sem nú er til umræðu tryggir jöfnuð milli flokka strax við kjör hinna kjör- dæmakjörnu þinginanna mun bet- ur en núgildandi kerfi. Núgildandi kerfi gerir ráð fyrir, að þegar kjördæmakjörnum þing- mönnum innan eins kjördæmis er skipt á milli flokka, þá sé deilt með hlaupandi tölu, einn, tveir, þrír, fjórir o.s.frv., - þannig að sé t.d. A-listi með 1000 atkvæði, þá þurfi B-listi ekki að fá nema 3001 at- kvæði til þess að þriðji maður B- lista nái kjöri á undan fyrsta manni A-lista. Sú regla sem nú er rætt um og Formenn stjórnmálaflokkanna og staðgenglar þeirra settust á fund um kjördæmamálið í gærkvöldi: Svavar Gestsson, Friðrik Sophusson, Ólafur G. Einarsson, Steingrímur Hermannsson, Tómas Arnason kennd er við mann að nafni Lagué mælir hins vegar svo fyrir um, að aðeins skuli deilt' með oddatölum, það er 1 - 3 - 5 o.s.frv. Með þessu móti dygðu t.d. fyrsta manni á A- lista 1000 atkvæði til að fella 2. mann á B-lista, þótt B-listinn hefði 2999 atkvæði, vegna þess að annað sæti lista fær aðens heildartölu list- ans deilt með þremur. Þessi regla Lagué hefur lengi verið í gildi víða m.a. á öllum Norðurlöndun- um nema hér, sums staðar með minniháttar frávikum þó. Svo virðist sem forystumenn flokkanna séu nú nær samkomu- lagi en áður, en þó of snemmt að spá neinu um málalyktir. um kjördæmamáfið? Steinullarverksmiðjan h.f. var formlega stofnuð á Sauðárkróki í gær. Innborgað hlutafé er núna um 77: miljón króna, en kostnaður við að reisa hana verður ekki minni en 100 miljónir króna. Áætlað er að framleiðsla á steinull gæti hafist ár- ið 1985 og yrði þá miðað við 5000 smálesta framleiðslu á ári, en það er nokkru meira en árleg notkun íslendinga nú er. Gert er ráð fyrir því, að við verk- smiðjuna starfi um 40 manns. „Ég er að vonast til að hægt verði að afgreiða tillögur sem fyrir liggja um láglaunabæturnar nú fyrir helgina þannig að hægt verði að greiða fyrsta hluta þeirra út fyrir jólin“, sagði Ragnar Arnalds f]ár- málaráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær. Við setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar í haust var jafn- framt ákveðið að verja 180 miljón- um króna í láglaunabætur til að vera á móti tekjuskerðingunni 1. desember. 50 miljónum króna verður varið í þessu skyni nú í des- ember, og við spurðum ráðherra hvaða viðmiðanir væru hafðar þeg- ar bæturnar væru ákveðnar. „Bæturnar koma fyrst og fremst til fólks sem hefur haft tekjur upp á 25-100.000 kr. á síðasta ári sam- kvæmt skattaframtali. Það þýðir að rúmlega 50.000 einstaklingar fá að meðaltali 3.400 kr. í þremur greiðslum, og stefnt er að þeirri fyrstu nú fyrir jól, en þar yrði um 800-1500 kr. á ræða. Þá er tekið tillit til eigna, og fari t.d. hrein eign hjóna framúr um það bil 650.000 krónum í árslok 1981, skerðast bæturnar. Það samsvarar rúmgóðri 4-5 herbergja íbúð.“ En hvað með þá sem hafa haft sk. reiknaðar tekjur? „Við munum kanna sérstaklega allstóran hóp manna sem ekki eru launamenn, heldur einyrkjar sem hafa haft áætlaðar tekjur á skatt- framtali eins og t.d. iðnaðarmenn sem selja vinnu sína á eigin vegum og hafa áætlaðar tekjur sem lenda á fyrrgreindu tekjubili." Og hvað vegur þessi láglauna- uppbót mikið á móti verðbóta- skerðingunni? „Fyrir meginþorra láglaunafólks nema láglaunabæturnar 5-6% af útsvarsskyldum tekjum liðins árs“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra að síðustu. - v. Gegndarlaus innflutningur húsgagna og einingarhúsa: Er tréiðnaður að leggjast í rúst? Af 58 húsgagnasmiðjum 1980 eru aðeins 25-27 starfandi í dag Opin umræða um einingarleiðir Viðtal við Svavar Gestsson formann Alþýðubandalagsins Samkvæmt könnun sem bygg- ingamenn gerðu í Reykjavík, kem- ur í Ijós að af 58 fyrirtækjum sem húsgagnasmiðir störfuðu í árið 1980, hafa 25-27 fyrirtæki hætt störfum. Þá var gerð könnun á þró- un mannafla í þeim fyrirtækjum sem eftir standa og þar kemur í Ijós að 23% fækkun starfsmanna hefur orðið í 10 stærstu fyrirtækjunum í greininni. Þetta kom fram á þingi Sambands byggingamanna sem haldið var í Munaðarnesi 19.-21. nóvember. í ályktun um atvinnumál segir að byggingamenn geri sér ljóst að gegndarlaus innflutningur fullunn- innar trjávöru á undanförnum árum sé að leggja allan tréiðnað í landinu í rúst. Segir einnig að það hálfkák sem verið hafi í uppbygg- ingu húsgagnaiðnaðarins muni sigla greininni í strand á örfáum árum. Sama þróun sé í bygginga- iðnaði og lýsi sér í gegndarlausum innflutningi fullbúinna eininga- húsa. Byggingamenn krefjast þess að koma eigi í veg fyrir innflutning þessara iðnaðarvara með öllum til- tækum ráðum, en einnig beri að styrkja þessar greinar innanlands eftir bestu getu. Þá er þess krafist að EFTA-samningar verði haldnir af nágrannalöndum og að skólun og öll fræðsla í iðnaði hérlendis verði aðlöguð breyttum tíma. - v. „Samfylkingarhugmyndir eru jafnan uppi í vinstri hreyfingunni og þær verða fyrst verulega aðkall- andi á tímum þegar að kreppir", segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann. „En það skiptir miklu að verkalýðssinnar og vinstri menn bregðist við áður en það er um seinan eins og nú síðast hefur orðið upp á teningnum í Bretlandi, Dan- mörku, Noregi og Þýskalandi. Við þurfum að læra af reynslunni og muna t.d. hversu sárlega seint samfylkingin gegn fasismanum komst af stað upp úr 1935 eftir að ( verkalýðssinnar höfðu skipt sér upp í flokka og alltof lengi legið í hælunum hver á öðrum. Við í Alþýðubandalaginu viljum efna til opinnar umræðu um sam- stöðuleiðir vinstri manna og verka- lýðssinna áður en það er of seint og hægri öflin vaða yfir pólitíska sviðið hér á landi eins og gerst hef- ur sumstaðar annarsstaðar í Evr- ópu á síðustu misserum." - ekh Sjá 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.