Þjóðviljinn - 03.12.1982, Qupperneq 3
Föstudagur 3. desemher 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
„Tölumar tala
sínu máli”
segir Pálmi Jónsson sigurvegari
prófkjörsins í Norðurlandi vestra
Pálmi Jónsson
Samtök um
kvennaathvarf:
Opinn fundur
um ofbeldi
gegn konum
„Eg er mjög ánægður með þessi
úrslit í prófkjörinu og ég er þakk-
látur stuðningsmönnum mínum
fyrir drengilegan stuðning,“ sagði
Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra, sigurvegari í prófkjöri Sjálf-
stæðismanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra.
Endanleg úrslit prófkjörsins
urðu þau, að Pálmi hlaut 1138 at-
Engln
skerðing
á elli-
lífeyri!
Frá því hefur verið gengið í
ríkisstjórninni að bráðabirgða-
lögin sem tóku gildi 1. desem-
ber sl. skerða í engu greiðslur til
ellilífeyrisþega með tekjutrygg-
ingu.
Tekjutryggingin var hækkuð
sérstaklega 1. desember um
12.40%, en þá hækkuðu al-
menn laun í landinu um aðeins
7.72%. Þá hefur verið ákveðið
að tekjutryggingin hækki enn 1.
janúar 1983 um 4.38% þannig
að skerðingarákvæði bráða-
birgðalaganna hafa engin áhrif
á kaupmátt ellilífeyris með tekj-
utryggingu.
kvæði í 1. sæti og alls 1515 atkvæði.
Eyjólfur Konráð Jónsson hlaut.807
atkv. i 1.-2. sæti og samtals 1163
atkv. í þriðja sæti varð Páll Dag-
bjartsson með 900 atkvæði í þrjú
efstu sætin, en í allt 1436 atkv.
Ólafur Óskarsson varð fjórði með
1258 atkv. í fjögur efstu sætin og
alls 1463 atkv. Jón ísberg varð í 5.
sæti með 1273 atkvæði og alls 1372
atkv. Jón Ásbergsson hlaut 1306
atkv. alls og lenti í 6. sæti en hann
var í þriðja sæti á lista floksins í
kosningunum 1979. Þá hlaut flokk-
urinn 1606 atkvæði, en í prófkjör-
inu nú greiddu 1850 atkv..
„Við lok kosninga áætlaði ég
varlega að ég myndi fá um 1000
atkvæði, en úrslitin urðu mér hag-
stæðari“, sagði Pálmi aðspurður
hvort úrslitin hefðu komið honum
á óvart.
Varðandi útkomu Eyjólfs Konr-
áðs Jónssonar helsta keppinautar
I dag kl. 13 hefst að Hótel Sögu,
formanna- og flokksráðsfundur
Sjálfstæðisflokksins, en slíkir fund-
ir eru haldnir annað hvert ár á milli
landsfunda.
í upphafi fundarins sem haldinn
verður fyrir luktum dyrum eins og
venja er til að sögn framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins, mun
Geir Hallgrímsson formaður
Pálma, sem hlaut annað sætið en
jafnframt fæst atkvæði fram-
bjóðenda sagði Pálmi: „Ég vil ekki
um það tala, en tölurnar tala sínu
máli.“
Pálmi var spurður hvort líta beri
á úrslit prófkjörsins sem stuðning
við ríkisstjórnarþátttöku hans.
Hann sagði: „Éghlýt að meta þessa
útkomu sem dóm um störf mín og
stefnu þar á meðal störf mín í þess-
ari ríkisstjórn. Útkoman er hag-
stæð fyrir okkur Sjálfstæðismenn í
ríkisstjórn," sagði Pálmi.
flokksins flytja ávarp og yfirlýsingu
um ákvarðanir sínar í framhaldi af
úrslitum í prófkjöri flokksins á
dögunum, þar sem flokksformað-
urinn lenti í sjöunda sæti.
Um 300 fulltrúar eiga rétt til setu
á formanna- og flokksráðsfundin-
um sem verður fram haldið á
laugardag.
- lg-
Samtök um kvennaathvarf efna
til opins fundar á Hótel Borg sunn-
udaginn 5. dcscmber n.k. kl. 14:00.
Efni fundarins verður ofbeldi gegn
konum.
Á fundinum verður starf og
markmið samtakanna kynnt og þar
munu eftirtaldir aðilar flytja ávörp,
en þeir hafa allir haft afskipti af eða
kynnst ofbeldi gcgn konum í starfi
sínu:
Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn, Ragnar Jónsson, læknir,
Arnþrúður Karlsdóttir, fréttam-
aður, fv. rannsóknarlögreglum.
Ásdís Rafnar, lögfræðingur, Anna
Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og
séra Jón Bjarman.
Á næstunni munu samtök opna
athvart fyrir konur sem hafa orðið
fyrir ofbeldi á heimilum sínum eða
nauðgun og verður athvarfið opið
allan sólarhringinn.
Sími athvarfsins verður 21205.
Pær konur sem þurfa á aðstoð að
halda geta hringt og fengið upplýs-
ingar um heimilisfang athvarfsins
og leiðbeiningar um hvernig best sé
að komast þangað. Athvarfið á að
vera dvalarstaður, heimili, um
lengri eða skemmri tíma. Pað er
ekki meðferðarstofnun - það verð-
ur enginn lagður inn og enginn út-
skrifaður - heldur er markmiðið að
veita þar hjálp til sjálfshjálpar.
Konur geta haft börn sín með sér í
athvarfið. Algerrar nafnleyndar
verður gætt um þær konur sem til
athvarfsins leita.
Pað er von þeirra sem að fundin-
um standa að hann megi verða
fyrsta skrefið í þá átt að opna augu
almennings fyrir því böli sem of-
beldi gegn konum er, vekja um-
ræðu og síðast en ekki síst fá
stuðning í því markmiði samtak-
anna að berjast gegn ofbeldi og
veita þeim konum styrk sem of-
beldi eru beittar.
/
Arni Bergmann
áritar hjá MM
Nú fer sá tími í hönd að höf-
undar sitja í bókaverslunum og
árita bækur sínar fyrir þá sem
vilja.
A morgun, laugardag, kl. 14-
16, mun Árni Bergmann rit-
stjóri árita skáldsögu sína Geir-
fuglarnir í Bókaverslun Máls og
menningar, Laugavegi 18.
Geir talar fyrir
lokuðum dyrum
Kynnlngarveitingar í matvörumarkaðnum
í dag, föstudag 3. des. kl. 2-20
JL-húsið er opið í dag kl. 9-22
og á morgun, laugardag 4. des. kl. 9-16
JL-portið - nýr inngangur
Fjöldi nýrra bílastæða
í JL-portinu
Stærri matvörumarkaður
JL-húsið - 10 ára - afmælisafsláttur
Gefum 10% aukaafslátt 26/11 til 4/12
af húsgögnum og rafljósum
Notið tækifærið og verslið
þar sem úrvalið er mest og kjörin best