Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 5
Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Félag íslenskra bókaútgefenda með eigin könnun 10 söluhæstu jólabækurnar 5 söluhæstu barna- og unglingabækurnar Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ákveðið að gangast fyrir vik- ulegri könnun á bóksölu í jólamán- uðinumogframíjanúarbyrjun. 30. nóv. sl. var gerð könnun sem náði yfir tímabilið 1.11 til 30.11 ’82 og tóku þátt í henni 16 bóksalar. Bent er á að margar bækur voru þá rétt um það bil að koma út og má því búast við að listinn yfir söluhæstu bækurnar eigi eftir að breytast. 10 söluhæstu bækurnar 1. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar. Gylfi Gröndal skráði (Setberg). 2. Jólalögin í léttum út- setningum fyrir píanó eftir Jón Þór- arinsson (AB). 3. Riddarar hring- stigans eftir Einar Má Guðmunds- son (AB). 4. Ó, það er dýrlegt að drottna eftir Guðmund Sæmunds- son (Útg. er höfundur). 5. Dauðafljótið eftir Alistair Maclean (Iðunn). 6. Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson (Punktar). 7. Hverju svarar læknirinn? eftir Claire Rayner, Bertil Mártensson og Guðstein Þengilsson (Iðunn). 8. Landið þitt, ísland eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson og Pál Líndal. 3. bindi (Örn og Ör- lygur). 9. Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marqu- ez. (Iðunn). 10. Geirfuglarnir eftir Árna Bergmann (Mál og menning). 5 söluhæstu barna- og unglingabækurnar 1. Svalur og félagar: Móri eftir Fournier (Iðunn). 2. Lukku Láki: Sara beinharða eftir Morris, Fauche og Leturgie (Fjölvi). 3. 555 gátur. Sigurveig Jónsdóttir þýddi Söluhæst um mánaðamótin var ævisaga Kristjáns Sveinssonar, ást- sæls augnlæknis og heiðursborgara Reykvíkinga. Gylfi Gröndal skráði sögu hans. og staðfærði (Vaka). 4. Hin fjögur fræknu og pylsan fljúgandi eftir Craenhals og Chaulet (Iðunn). 5. Gilitrutt. Myndksreyting eftir Bri- an Pilkington (Iðunn). Eftirtaldar bókabúðir tóku þátt í könnuninni 30. nóv. sl.: Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun ísafoldar, Embla, - allar í Reykjavík - Veda, Kópa- vogi, Bókabúð Ólivers Steins Hafnarfirði, Kaupfélag Borgfirð- inga, Borgarnesi, Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði, Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar Jóhanns- sonar, Akureyri, Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, Húsavík, Bókaverslun Höskuldar Stefáns- sonar, Neskaupstað, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vest- mannaeyjum, og Bókabúð Kefla- víkur, Keflavík. _ ekh »> „Margrét telur að við sem erum „bara róttœk úti íbœ“ (les utanAbl) og efnum til tœkifœrisframboða m. a. gegn Alþýðubandalaginu, hljótum að vera pólitískt ákaflega ófullnœgð... “. Ó, það er dýrlegt að þegia í lok október og byrjun nó- vember birtust greinar í Þjóðvilj- anum eftir Margréti Björnsdótt- ur. Greinarnar voru andsvar við greinum Kristjáns J. Jónssonar. Nokkur atriði hjá Margréti orka mjög tvímælis, að mínu mati. Tek ég sum hver lítillega fyrir hér. Margrét er afskaplega ánægð með starf sitt og fleiri „vinstri kvenna" að friðarmálum, sem síðustu mánuði hefur falist í „að stofna til umræðna um vígbún- aðarkapphlaup og stríðsrekstur við konur sem sumar hafa önnur sjónarmið varðandi eignarhald á framleiðslutækjum en við sósíal- istar“. Margrét kallar þetta „til- raun til að prófa okkar málstað meðal venjulegs fólks“. Ég verð að segja einsog er að ég sé ekkert yfirmáta venjulegt við það að vera í Hvöt, eða yfirhöfuð bundin/n íhaldinu, nema því aðeins að hagsmunir manna falli í farveg auðstéttarinnar. Nató og Hvöt Mér dettur þó ekki í hug að banna Margréti eða öðrum „vinstri konum" að koma á les- hringjum og lokuðum umræðu- hópum með Hvatarkonum og fleirum og setja saman ávörp og yfirlýsingar. En að halda að slíkt starf komi að einhverju leyti í staðinn fyrir einu raunhæfu bar- áttuna sem hér er háð fyrir friði - baráttuna gegn hernum og Nató - það er hættulegur mis- skilningur, eða öllu heldur lýs- andi dæmi um uppgjöf gagnvart því óleysta verkefni að koma hernum úr landi og landinu útúr Nató. Nató er stofnað til að tryggja völd auðstéttarinnar, þeir sem hagsmuna hafa að gæta, láta ekki af stuðningi þótt fortölum sé beitt og mannúöarmálfræði. Öllu væn- legri liðsmenn gegn hernum og Nató er því að finna innan verka- lýðshreyfingarinnar heldur en í stjórnmálasamtökum íhaldsins. Það væri öllu nær fyrir Margréti og flokksfélaga hennar, sem hafa býsna góð tök innan hinnar fag- legu verkalýðshreyfingar, að beita áhrifum sínum og kröftum þar til að vinna friðarhugsjónum fylgi og hefja umræðu um nauð- syn baráttu gegn her og Nató, í stað þess að einangra slíka um- ræðu í leshringjum með íhaldinu. Fyrirlitning á samstöðustarfí... Margrét talar fyrirlitlega urn 68-kynslóðina sem hafi einangr- að sig félagslega og pólitískt, utan hvað stöku sinnunr hafi ver- ið hlaupið útúr kjöllurununt til að upphefja sig á þjáningum ann- arra. Til sönnunar fær Margrét lánaðan fínan frasa frá Bierman: „Leiden aus zweiter Hand", og þarf þá vart frekar vitnanna við. Samstöðustarf það sem hér var unniö á árunum um og uppúr 1970 og Margrét lýsir frati á. var einkum tengt Víetnamstríðinu. Reynt var að fá ríkisstjórnir til að viðurkenna Bráðabirgðabylting- arstjórnina í S-Víetnam; hingað var boðið fulltrúum hennar til að skýra málstað sinn; haldið var uppi fræðslu og glæpsamlegar á- rásir Bandaríkjastjórnar for- dæmdar. Ráðist var að ýmum fulltrúum Bandaríkjastjórnar og bandarískrar valdstéttar. t.d. herhljómsveit. Kanasjónvarpinu og Nató-herskipum. Sýnt var framá ábyrgö íslensku ríkis- stjórnarinnar á þeim óhæfuverk- um sem bandalagsstjórnir hennar í Nató. frömdu. hvort heldur var í Víetnam. nýlendum Portúgals. S-Ameríku eða Grikklandi. í allflestum aðgerðum þessara ára tóku góðir og gegnir Alþýðu- bandalagsfélagar þátt og stund- um meira að segja Alþýðubanda- lagið sem flokkur, enda ekki orð- ið jafn andskoti forstokkað og nú, þegar forysta flokksins virðist telja bestu leiðina til að fordæma glæpaverkin að þegja yfir þeim. En sjaldan hefur Alþýðubanda- lagið lotið jafn lágt og á Austur- velli þann 22. sept. sl., þegar flokkurinn hafnaði því, eins og reyndar Alþýðuflokkurinn, að taka þátt í útifundi með Fylking- unni sem kallaði fsraelsstjórn og Bandaríkjastjórn til ábyrgðar á fjöldamorðunum í Líbanon. í staðinn kaus Alþýðubandalagið að þegja með íhaldinu undir handleiðslu biskups sem lýsti yfir samúð með líbönsku þjóðinni en minntist ekki orði á Palestínu- menn! Hann hefði betur þagað líka. En það er kannski orðinn mergurinn málsins hjá Banda- laginu að fela sig á bakvið þekk- ingarskort annarra til að forða því m.a. að þjáningar annarraséu tengdar við þann veruleika sem við hrærumst í. Það verður dálítið klisjukennt að tuða í sífellu á andstöðu við Nató og nifteindasprengju, en sitja jafnframt í ríkisstjórn sem styður Nató eindregið og situr hjá í atkvæðagreiðslu um nifteinda- sprengju. Flokksráðsfundur Bandalagsins getur að vísu haldið frösunum gegn Nató, en það breytir því ekki að sjaldan eða aldrei hafa umsvif Bandaríkja- hers hér á landi aukist jafn mikið á jafn skömmum tíma og síðustu misserin. Trúlega er skynsamlegast að þegja- og það hefði Margrét átt að gera í stað þess að bera fram hrokafulla fyrirlitningu á upplýsinga- og samstöðustarfi með þeim er einkum verða fyrir barðinu á vígvélum Nató. Hver er í einangrun? „68 kynslóðin kaus sér sjálf pó- litíska einangrun", segir Margrét í stað þess að ganga „til liðs við félagshreyfingu íslensks alþýðu- fólks, verkalýðshreyfingu, AI- þýðuflokk eða Álþýðuband- alag“. Rétt er það að Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur eru stærstu stjórnmálaöfl verkalýðshreyfing- arinnar, en starf þeirra þar sem annarsstaðar hefur valdið því að ekki er sérlega kræsilegt að starfa innan þeirra, sé það á annað borð gerlegt. Árið 1969 gekk ég t.d. í Al- Birna Þórðar- dóttir skrifar þýðubandalagið í Reykjavík, en datt út þegar ekki var haldinn fé- lagsfundur á annað ár. Nokkrum árum seinna sótti ég aftur um inn- göngu en var hafnað, trúlega vegna veru minnar í Fylkingunni, reyndar grét ég það ekki sárt. Stefnulega og starfslega er ég mjög ósammála Alþýðubanda- laginu og tel ekki gerlegt að breyta því. Starfshættir flokksins bjóða ekki uppá það. Hvernig fer t.d. stefnumörkun fram innan flokksins? Á flokksráðsfundi leggur Svavar Gestsson fram „4ra ára neyðaráætlun“. Hafði hún verið rædd og mótuð fyrirfram af flokksdeildum og flokksfé- lögum? Hvenær hefur verið rætt opinskátt um stefnu flokksins innan núverandi ríkisstjórnar, hvar er stefnan mótuð og af hverjum? Hvar hafa komið fram mótmæli við kaupráninu sem sí- fellt er verið að fremja? Eða er kannski enginn á móti því innan Alþýðubandalagsins? „Sjálfvalin einangrun frá venju- legu fólki", segir Margrét um okkur sem sjáum vonir framtíð- arinnar ekki hjá forystu Alþýðu- bandalagsins, heldur í mögu- leikum verkafólks til að skipu- leggja sig sjálfstætt og taka öll sín mál og þjóðfélagsins í eigin hendur. „Elsku vinur“- andinn ríkir víða Sem betur fer er hægt að starfa innan verkalýðsfélaganna án þess að vera bundin/n Alþýðubanda- lagi eða Alþýðuflokki, þótt þeir ráði þar miklu. Því miður verður maður sífellt var við það í starfi innan verkalýðsfélaganna að for- ystumenn þar huga mest að hags- munurn flokksins síns, en ekki verkalýðsstéttarinnar. Það er ekki tekist á pólitískt innan verkalýðsfélaganna, heldur kom- ist að samkomulagi, skipst á sæt- um í forystu svo allir geti unað glaðir við sitt og þagað saman. Bandalagið fær eitt sæti í stjórn VR; útá það fær íhaldið eitt sæti í Dagsbrún; í Iðju er þjóðstjórn og forysta ASÍ endurspeglar núver- andi ríkisstjórn. Það er ekki við því að búast að innanfélagslífið verði blómlegt, þegar vísvitandi er reynt að breiða yfir ailar þjóðfélagsandstæður sem fyrir hendi eru. Ég hef ekki orðið vör við það í starfi innan VR að Abl-félagar liefðu sig þar mikið í frammi eða „prófuðu stefnu sína“, nema í því að þegja. Ekki fór mikið fyrir þeim í 2ja daga verkfallinu sl. sumar, enda trúlega uppteknir við að undirbúa vísitölurán 1. des. Það er e.t.v. hin „einarðlega þátttaka í pólitískri baráttu dags- ins“, sem Margrét auglýsir eftir. Sú einarða þátttaka Abl. vekur manni óhug um það sem á eftir kann að koma. Pólitísk fullnægja Alla gagnrýni á stefnu verka- lýðsforystunnar setur Margrét undir einn liatt og velur sér að sjalfsögðu þann hatt. Það heitir að búa sér til óvin (gjarnan í eigin mynd) og er mjög vinsælt t.d. hjá íhaldinu sem býr sér til óvin úr Abl, í líki Moskvudindils, því þannig vill íhaldið hafa Abl. Mar- grét vill hafa sinn „óvin" í líki bókarinnar „Ó það er dýrlegt að drottna“ eftir Guðmund Sæm- undsson, enda auðveldast að svara gagnrýni eins og þar kemur fram, ópólitískri og persónulegri. Margrét telur að við sem erum „bara róttæk úti í bæ“ (les utan Abl.) og efnum til „tækifæris- framboða“ m.a. gegn Alþýðu- bandalaginu, hljótum að vera pó- litískt ákaflega „ófullnægð". Ég verð að segja að það veitir mér meiri pólitíska fullnægju að taka' þátt í því litla pólitíska andófi sem þó er haldið uppi gegn ríkjandi- þjóðskipulagi og ráðandi stétt, heldur en hafa það að aðalstarfa að hafa vit fyrir auðvaldinu, kalla kauprán kjarabætur og ósigra verkalýðsstéttarinnar sigra. Þetta með „tækifærisfram- boðin“ og eignarréttinn á at- kvæðunum er sérmál sem ég verð því miður að sleppa núna, en kannski fæ ég aftur inn í Þjóðvilj- anum, hver veit! 29. nóv. 1982 Birna Þórðardóttir félagsfræðingur er skrifstofuinaður i höfuðborginni. Hún er ritstjóri Neista málgagns Fylkingarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.