Þjóðviljinn - 03.12.1982, Side 6

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. desember 1982 Innflutningur á innrétt- ingum úr tré hefur aukist um 200,9% á fyrstu 9 mánuðum þessa árs mið- að við sama tíma í fyrra. Innflutningur á hillum og skápum úr tré hefur aukist um 61,2% á fyrstu 9 mánuð- um þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, borð úr tré um 46,7% rúm úr tré um 53,2%, önnur húsgögn um 271,4%. Aðlld okkar að EFTA var ógæfuspor Rætt við stjórnarmenn í Félagi hús- gagna- og innréttingaframleiðenda Óheftur inntlutningur á húsgögnum og innréttingum er að ganga af þessum iðnaði hér á landi dauðum. Þessi fullyrðing var sett fram við undirritaðan eigi alls fyrir löngu og með hana var farið á fund stjórnarmanna í Félagi húsgagna og innréttingaframleiðenda og þeir spurðir álits. Fundinn sátu Hlöðver Ö. Ólason, Grétar Árnason, Halldór Karlsson, Ólafur Rúnar Árnason, Árni B. Guðjónsson, Marteinn Guðlaugsson, Ingvar Þorsteinsson og Reimar Char- lesson. Stutt í endalokin Það var samdóma álit allra stjórnarmannanna að ef svo héldi fram sem horfir, væri stutt í enda- lok þessa iðnaðar hér á landi. Reimar Charlesson sagði að nokkur atriði vægju þyngst á metunum í þeim ójafna leik, sem innlendir framleiðendur tækju þátt í. Á síðustu 2 árum hefur gengið ekki verið í takt við innlenda verð- bólgu og þó alveg sérstaklega danska og sænska krónan, en ein- mitt frá þessum tveimur löndum er mest flutt inn af húsgögnum og þó alveg sérstaklega innréttingum. Þá mætti nefna að öll fjárfestingalán úr iðnlánasjóði væru í dollurum og því gfngistryggð með 12% vöxt- um. Og þar sem dollarinn hefði hækkað margfalt meira en aðrir er- lendir gjaldmiðlar, næmu vextir og gengistrygging allt að 100% á ári. Það væri því ljóst að fjármagns- kostnáðurinn væri að sliga iðnfyrir- tækin. Þá væru þær innréttingar og húsgögn sem verið væri að flytja inn niðurgreidd í viðkomandi löndum, og loks væri svo að nefna 60% til 70% verðbólgu hér á landi, á meðan verðbólgan í nágranna- löndunum væri um eða innan við 20%. Þegar ieikurinn er svona ójafn, hljótum við að tapa, sagði Reimar. Á hinum Norðurlöndunum býr iðnaðurinn við miklar stuðnings- aðgerðir. Lán til endurnýjunar vélakosts eru afar hagstæð, veru- legur stuðningur við framleiðslu til útflutnings og fleira er gert honum til stuðnings. Þá mætti einnig benda á að stóru verksmiðjurnar erlendis hefðu yfir að ráða fullkom- inni auglýsingatækni, svo sem lit- prentuðum bæklingum og fleira, sem auðveldaði þeim að komast inná sölumarkað hér. Þessi þáttur væri svo dýr að húsgagna- og inn- réttingaverkstæðin hér hefðu vart efni á slíku. Þeir voru allir sammála um að ef svo fer fram sem nú horfir, væri stutt í endalok íslensks húsgagna- og innréttingaiðnaðar. Inngangan í EFTA Nú er það fyrst og fremst inn- ganga íslands í EFTA sem veldur þessari hörðu samkeppni; var aðlögunartíminn sem íslenskur iðnaður fékk við inngönguna í EFTA nógu vel eða rétt notaður? Árni B. Guðjónsson sagði það sitt álit að svo hefði ekki verið. Tíminn hefði verið illa eða ekkert notaður og kenndi um samstöðu- leysi. Menn hefðu verið að vinna hver í sínu horni. Markaðs- og auglýsingamál hefðu verið látin sitja á hakanum og afleiðingin sú að iðnaðurinn hefði verið vanbú- inn, þegar full aðild okkar að EFTÁ hefði komið til. Ingvar Þorsteinsson taldi að að- Stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda f.v. Hlöðver O. Ólason, Grétar Árnason, Halldór Karlsson, Ólafur Rúnar Árnason, Árni B. Guðjónsson, Marteinn Guðlaugsson, Ingvar Þorsteinsson og Reimar Charlesson. (Ljósm. -eik-). lögunartíminn hefði verið misvel notaður í íslenskum iðnaði. Sumir hefðu farið strax í gang, eins og þeir gátu, en tók undir með Árna hvað viðkemur samstöðuleysi. Þá gat hann þess að íslenskur húsgagna- og innréttingaiðnaður hefði verið afskaplega vanbúinn Umboðsmenn Happdrættis Þjóðviljans 1982 REYKJANES. Mosfellssveit: Magnús Lárusson Markholti 24 s. 66121 Kópavogur: Hafsteinn Eggertsson Furugrund 42 s. 41341 Garðabær: Þóra Runólfsdóttir Aratúni 12 S. 42683 Hafnarfjörður: Hallgrímur Hróðmarsson Holtsgötu 18 S. 51734 Seltjarnarnes: Hafsteinn Einarsson Bergi s. 13589 Keflavík: Sigurður Brynjólfss. Garðavegi 8 s. fe-1523 Njarðvíkur: Sigmar Ingason Þórustíg 10 s. 92-1786 Gerðar: Sigurður Hallmarsson Heiðarbraut 1 s. 92-7042 Grindavík: Helga Enoksdóttir Heiðarhrauni 20 s. 92-8172 Sandgerði: Elsa Kristjánsdóttir Holtsgötu 4 s. 92-7680 VESTURLAND. Akranes: Gunnlaugur Haraldsson Brekkubraut 1 s. 93-2304 Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson Borgarbraut 43 s. 93-7122 Hellissandur Svanbjörn Stefánsson Munaðarhól 14 S. 93-6688 Ólafsvík: Rúnar Benjamínsson Túnbrekku 1 s. 93-6395 Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsd. Grundargötu 26 s. 93-8715 Stykkishólmur: Ómar Jóhannsson Lágholti 7 s. 93-8327 Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson Sólvöllum S. 93-4142 VESTFIRÐIR. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson Sigtúni 4 s. 94-1433 Bíldudalur: Halldór Jónsson Lönguhlíð 22 s. 94-2212 Þingeyri: Davíð Kristjánsson Aðalstræti 39 s. 94-8117 Flateyri: Guðvarður Kjartansson Þóra Þórðardóttir ' Ránargötu 8 S. 94-7653 Suðureyri: Aðalgötu 31 s. 94-6167 ísafjörður: Áslaug Jóhannsdóttir Grundargötu 2 s. 94-4331 Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson Vitastíg 21 s. 94-7437 Hólmavík: Hörður Ásgeirsson Skólabraut 18 s. 95-3123 NORÐURLAND VESTRA. Hvammstangi: Örn Guðjónsson Hvammst.br. 23 s. 95-1467 Blönduós: Sturla Þórðarson Hlfðarbraut 24 s. 95-4357 Skagaströnd: Eðvarð Hallgrímsson Fellsbraut 1 S. 95-4685 Sauðárkrókur: Halldóra Helgadóttir Freyjugötu 5 S. 95-5654 Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnars. Hvanneyr.br. 2 s. 96-71271 NORÐURLAND EYSTRA. Ólafsfjörður: Björn Þór Ólafsson Hlíðarvegi 61 s. 96-62270 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson Stórhólsvegi 3 s. 96-1237 Akureyri: Haraldur Bogason Norðurgötu 36 S. 96-24079 Hrísey: Guðjón Björnsson Sólvallagötu 3 s: 96-61739 Húsavík: Snær Karlsson Uppsalav. 29 s. 96-41397 Mývatnssveit: Þorgrímur Starri Garði s. 96-44111 Raufarhöfn: Angantýr Einarsson Aðalbraut 33 s. 96-51125 Þórshöfn: Dagný Marínósdóttir Sauðanesi s. 96-81111 AUSTURLAND. Neskaupstaður: Alþýðubandalagið Egilsbraut 11 S. 97-7571 Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson Miðbraut 19 s. 97-3126 Egilsstaðir: Kristinn Árnason Dynskógum 1 s. 97-1286 Seyðisfjörður: Hermann Guðmundsson Múlavegi 29 s. 97-2397 Reyðarfjörður: Ingibjörg Þórðard. Grímsstöðum s. 97-4149 Eskifjörður: Þorbjörg Eiríksd. Strandgötu 15 s. 97-6494 Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson Hlíðargötu 30 s. 97-5211 Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson Túngötu 3 s. 97-5894 Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson Hlíðarhúsi s. 97-8873 Breiðdalsvík: Snjólfur Gíslason Steinborg s. 97-5626 Höfn: Benedikt Þorsteinsson Ránarslóð 6 S. 97-8243 SUÐURLAND. Vestmannaeyjar: Edda Tegeder Hrauntúni 35 s. 98-1864 Hveragerði: Magnús Agústsson Heiðarbrún 67 s. 99-4579 Selfoss: Iðunn Gísladóttir Vallholti 18 S. 99-1689 Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason Reykjabraut 5 s. 99-3745 Eyrarbakki: Auður Hjálmarsdóttir Háeyrarv. 30 s. 99-3388 Stokkseyri: Margrét Frímannsdóttir Eyjaseli 7 s. 99-3244 Vík í Mýrdal: Vigfús Þ. Guðmundsson Mánabraut 12 s. 99-7232 Hella: Guðmundur Albertsson Geitasandi 3 S. 99-5909 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 símar: 17500 og 17504.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.