Þjóðviljinn - 03.12.1982, Side 7
Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
vélum og hvað viðkemur allri hag-
ræðingu þegar gengið var í EFTA.
Reynsla fleiri þjóða væri svipuð,
svo sem Norðmanna.
Ógæfuspor
Halldór Karlsson tók sterkara til
orða; hann sagði að inngangan i
EFTA hefði verið ógæfuspor, sem
aldrei hefði átt að stíga. Halldór
sagði að við værum svo smáir að
engin leið væri til þess að við þyld-
um samkeppni við miljónaþjóðir.
Útkoman væri líka sú, að íslenskur
iðnaður væri að leggjast í rúst. Þá
benti Halldór á, að þess væri ekki
langt að bíða að húsasmiðir og
múrarar stæðu í sömu sporum og
innréttingasmiðir í dag. Nú væri
farið að flytja inn í stórum stíl tilbú-
in hús, sem orsakaði það að vinna
sumra í byggingaiðnaði væri farin
að minnka verulega. Þá sagði
Halldór:
Á sínum tíma færðum við út
landhelgina, til þess að útiloka út-
lendinga innan hennar og að við
gætum setið einir að aflanum. Nú
er svo komið að krefjast má þess að
landið sjálft verði fyrir íslendinga,
svo halda megi hér uppi fullri
atvinnu, í stað þess að flytja inn
erlendt atvinnuleysi. Þau vandræði
sem við erum í nú, eru heimatilbú-
in vandræði.
Ólafur Rúnar sagði það sitt álit
að við hefðum þurft mun lengri
aðlögunartíma að EFTA en við
fengum, 20-30 ár. Þær þjóðir sem
við hefðum þurft að hefja sam-
keppni við með inngöngunni í
EFTA hefðu haft áratuga þróun í
þessum iðngreinum að baki og því
verið orðnar háþróaðar, á sama
tíma sem verkfæri hefðu bæði verið
lítil og vond.
Margir seljendur
en fáir kaupendur
Halldór benti á að okkar hlutur á
markaðnum hér væri alltaf að
minnka. Árið 1975 hefði um 90%
innréttinga og húsgagna á mark-
aðnum verið íslensk framleiðsta;
nú 7 árum síðar væri hlutdeildin
innan við 30%. Þetta segði sína
sögu.
Reimar sagði að innflutningur
hefði vaxið svo mikið á síðustu
árum, að í dag væru seljendur inn-
réttinga og húsgagna alltof margir
um alltof fáa kaupendur. Samt sem
áður hafa 25 íslenskir framleiðend-
ur húsgagna- og innréttinga hætt
starfsemi sinni á fáum árum.
Þá voru þeir spurðir um auglýs-
ingaþáttinn.
Reimar benti á að hér á landi
væru fyrirtæki sem væru með mun
ódýrari innréttingar en þær inn-
fluttu og fullkomlega jafn góðar.
Hinar innfluttu seljast, en þær inn-
lendu ekki, vegna aðstöðumunar í
auglýsingum. Bæði sjónvarps-
auglýsingar, og litmyndabæklingar
væru svo dýrir að íslenskir fram-
leiðendur gætu þar ekki keppt við
þá erlendu, sem hefðu margfalt
stærri markaði. Árni sagði það sitt
álit að bara ef hægt væri að standa
jafnfætis erlendum framleiðendum
hvað varðar auglýsingar, yrði sam-
keppnin viðráðanlegri. Halldór
taldi að ástæðan fyrir því að hægt
væri að selja innflutta vöru sem er
dýrari en jafn góð íslensk vara væri
fyrst og fremst betri auglýsing.
Þá benti Hlöðver Ólason á einn
þátt, sem hann taldi hafa mjög
mikið að segja, en það er raforku-
verð það sem íslenskur iðnaður býr
við. Hann sagði að raforkuverð til
iðnaðarins hefði hækkað um 128%
á þessu ári og að íslenskur iðnaður
byggi við dýrara raforkuverð en
danskur iðnaður. Taldi hann að
það myndi borga sig að framieiða
rafmagn með díselvélum ef það
væri leyfilegt.
Að lokum sagði Árni að þrátt
fyrir allt yrðu menn að vera bjart-
sýnir, í hófi að vísu; ekki þýddi að
gefast upp. menn yrðu að berjast,
og lagði hann mikla áherslu á nauð-
syn landssamtaka í þessari iðngrein
og þau yrðu að taka málin fyrir í
heild sinni, líta raunsætt á þau,
jafnvel þótt draga verði saman
seglin um tíma. Loks var bent á að
setja mætti verndartolla á innflutn-
ing frá EFTA-löndum, ef ákveðin
atvinnugrein væri í alvarlegri
hættu.
Ljóð Sverris
Haraldssonar
Að leikslokum nefnast ljóð eftir
séra Sverri Haraldsson sem Skjald-
berg hefur gefið út.
Höfundur segir svo frá, að um
1940 hafi hann komið tii Reykja-
víkur ungur skólapiltur með þeim
ásetningi að gerast skáld. Um 1950
gaf hann út tvö ljóðakver, sem
stungu nokkuð í stúf við það sem
yngri skáld voru þá að gera- Sverr-
ir hélt fast við hina gömlu íslensku
ljóðhefð, enda hét önnur bókin
„Rímuð ljóð á atómöld."
Þessi kver nutu vinsælda og
munu löngu uppseld. Þau eru nú
endurútgefin og segir höfundur,
að„enginn þarf að óttast fleiri
ljóðabækur frá minni hendi“.
Sverrir yrkir um marga hluti vel,
um mörg þau efni sem skáldum
hafa verið hugstæð jafnan - um
sæla bernskutíð og það haust sem
fer að í mannlífi, einnig fjallar hann
af hlýju og samúð um að „það er
alltaf einhver sem grætur“ - lítið
barn á götunni, gamall maður eða
kona....
Hann yrkir líka um gamalkunn-
ugt viðhorf almennings til „ónytj-
Sverrir Haraldsson
ungsins“ sem yrkir og lýkur því á
svofelldu heilræði almannarómsins:
Ræktaðu til dœmis rófur
í garðinum þínum
rífðu upp grjót og sléttaðu
túnið betur
og þér verður reistur
maklegur minnisvarði
og máski ævisagan þín
fœrð í letur...
í útistöðum
við
umhverfið
IÐUNN hefur sent frá sér "Bók-
ina Höggormur í paradís eftir Ró-
bert Maitsland, en það eru minn-
ingar höfundar. Efni bókarinnar
Norrænar
byggðir
á Grænlandi
Bókaforlag ísafoldar hefur sent
frá sér bókina „Fornar byggðir á
hjara heims“. Bókin kom út árið
1972 og hefur verið ófánleg alllengi.
Er þetta stórmerk bók um Græn-
lendinga hina fornu, höfundurinn
Poul Norlund (1881-1951) var mik-
ill sagnfræðingur og fornleifafræð-
ingur, sem lengst ævi sinar var
tengdur Þjóðminjasafni Dana og
forstöðumaður þess síðustu árin.
og höfundur eru kynnt á þessa leið:
„Bókin er um ævintýralegan feril
Róberts Maitslands. Hann er á-
standsbam, móðir hans er íslensk
en faðirinn bandarískur hermaður
sem hvarf af landi brott mánuði
eftir að hann fæddist, Róbert fær
snemma á sig orð fyrir að vera
vondur strákur og verður sveitar-
skeifir í Flóanum þegar hann vex
upp.
RÁÐSTEFNA UM
umhverfismál, skipuiag
og náttúruvernd
verður haldin í Norræna húsinu 3. og
4. desember á vegum Alþýðubandalagsins.
Ráðstefnustjórar: Páll Bergþórsson,
Birna Bjarnadóttir.
DAGSKRÁ:
Hjörleifur
Föstudagur kl. 17:
íslenskar auðlindir — nýting og verndun
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra.
Staðarvai iðnrekstrar —
vssgi umhverfissjónarmiða:
Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður Staðar-
valsnefndar.
Mat á áhrifum framkvæmda:
Jón Gauti
Laugardagur kl. 9:
Náttúruverndarráð
áhugamannafélög
Jón Gauti Jónsson,
Náttúruverndarráðs.
framkvæmdastjóri
Gestur
Friðun lands:
Sigrún Helgadóttir líffræðingur.
Ferðamennska— náttúruvernd:
Tryggvi Jakobsson landfræöingur.
Veiðimennska — útivist:
Finnur Torfi Hjörleifsson kennari.
Umhverfi í þéttbýli:
Auöur Sveinsdóttir landslagsarkitekt.
Stjórn skipulagsmála:
Zophanías Pálsson skipulagsstjóri.
Gestur Olafsson, forstoöumaöur Skipu- lagsstofu höfuöborgarsvæöisins. MoaiSKipumg i iramKvœmu. .r Hilmar Ingólfsson skólastjóri. mL
Stjórnun umhverfismála: Laugardagur kl. 13—14:
Ingimar Sigurösson deildarstjóri. Pallborð, þátttakendur: mV
Eyþór Einarsson, formaður Náttúru- jfijL y ft'
-Matarhlé - vemdarráðs SÖL*
Kl. 20 — 22: fyrirspurnir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iön-
og almennar umræður þróunarfélags Eyjaf jarðar WKBKtmm 1
Olafur K. Pálsson fiskifræðingur
Sigurður Blöndal Skógræktarstjóri.
Svavar Gestsson félagsmálaráðherra,
Zophanías Pálsson, skipulagsstjóri ríkis-
ins.
Stjórnandi:
Guðrún Haligrímsdóttir verkfræðingur.
Finnur Torfi
Almennar umræður kl. 14.30.
Ráðstefnuslit kl. 16.00.
Tryggvi
Þorsteinn
Hilmar
Guðrún
Zophanías
Ráðstef nan er opin öllu áhugaf ólki
-S.dór.