Þjóðviljinn - 03.12.1982, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Föstudagur 3. desember 1982
Hjá MÁLI OG MENNINGU er
komin út bókin Seld norðurljós
eftir Björn Th. Björnsson, list-
fraeðing. í bókinni eru viðtöl
Björns Th. Björnssonar við fjórtán
fornvini Einars Benediktssonar,
skálds, sem tekin voru haustð
1964, en 31. október það ár var
aldarafmæli skáldsins.
Um efni bókarinnar segir m.a. á
kápu: „Því fer fjarri að ævi Einars
Benediktssonar hafi verið gerð
tæmandi skil í ritum um skáldið.
Hvað um umsvifatímana miklu í
Lundúnum? Hvað um búsetuna í
Kaupmannahöfn, hvað um Títan?
Hvað um glæsitímann á Héðins-
höfða og Þrúðvangi eða um auðnu-
leysi hans árin næst fyrir 1930?
Hvað um suðurferðina til Túnis,
eða þá um ævikvöldið í dimmum
hraunum Herdísarvíkur?
Björn Th. Björnsson hefur
leitast við að fylla í þessar eyður
með því að leita uppi og ræða við
fornvini Einars, fólk sem var nærri
Þrælaströndin er önnur bókin í
bókaflokki Torkild Hansen um
þrælahald og þrælasölu. Fyrsta
bókin sem kom út á síðasta ári
heitir Þrælaskipin, og sú síðasta er
kemur væntanlega út á næsta ári
ber nafnið Þrælaeyjan.
Þessi bókaflokkur hefur vakið
mikla athygli og hlaut höfundurinn
Bókmenntaverðlaun Norðurland-
aráðs fyrir þessar bækur 1971. Tor-
kild Hansen hefur hlotið einróma
lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotið
Gullna láviðarsveig danskra bóka-
útgefenda og þriggja ára ríkis-
starfslaun fyrir vinnu að sögulegum
bókmenntaverkum.
Þrælaströndin er vel skrifuð bók
og fjallar um merkilegan tíma í
sögu þessa heims. Miskunnarleysi
hvíta mannsins gegn hinum dökka
kynstofni Afríku hefur aldrei verið
honum á hverju þessu æviskeiði.
Um leið hefur hann bjargað dýr-
mætum fróðleik frá glötun. Nú,
átján árum eftir að viðtölin eru
tekin, eru allir viðmælendur hans
látnir, að einum undanskildum.“
Torkild Hansen
jafn yfirgengilegt og á þessum
tíma.
Útgefandi er Ægisútgáfan.
„Hinar fyrirhuguðu kjarnorku-
eldflaugar í Evrópu eru fyrst og
fremst bandarísk ógnun gegn
gjörvallri Evrópu. Það er álit
manna í Sovétríkjunum að staðetn-
ing bandarískra eldflauga í Nato-
löndum í Evrópu muni stórauka á
þá alvarlegu ógnun sem þegar er
fyrir hendi gagnvart almenningi í
öllum löndum Evrópu". Þetta segir
sovéska fréttastofan APN í nýlegri
tilkynningu, þar sem jafnframt er
haft eftir talsmönnum sovéska
hersins að eldflaugar staðsettar í
Evrópu veiti svo stuttan
viðbragðstíma af hálfu Sovét-
manna að hættan á stríði vegna
mannlegra eða tæknilegra mistaka
aukist stórlega. Það mun taka
Pershing-eldflaugar Bandaríkja-
manna 6 mínútur að ná til Sovét-
ríkjanna, og óttast Sovétmenn að
þeim verði fyrst beint að stjórn-
stöðvum hersins og skotpöllum so-
véskra eldflauga með skyndiárás.
Þeir segja að hinn stutti viðvörun-
artími geri það að verkum, að So-
vétmenn verði tilneyddir að svara í
sömu mynt samstundis og viðvör-
unarmerki um kjarnorkuárás kem-
ur fram í viðvörunarkerfi þeirra.
í fréttaskeyti APN segir að so-
véskt svar við slíkri árás muni ekki
eingöngu beinast gegn eldflauga-
skotpöllum, heldur einnig gegn
herbúðum og fjarskiptamið-
stöðvum Nato. Er ekki fráleitt að
ætla að Nato-herstöðin í Keflavík
sé inni í því dæmi. í tilkynningunni
segir enn fremur:
„Þeir stjórnmálamenn, sem af
þjónkun við heimspólitísk mark-
mið Bandaríkjastjórnar hafa á-
kveðið að hafa að engu lífshags-
muni Evrópu frá öryggissjónar-
miði taka á sig þunga ábyrgð varð-
andi örlög Evrópu. Þær örfáu mín-
útur, sem það tekur eldflaug frá
Evrópu að hitta Sovétríkin, verða
óhjákvæmilega fyrstu mínúturnar í
sameiginlegri kjarnorkubálför
Evrópu og heimsins.“
Danska blaðið Information segir
að fréttaritari bandarísku frétta-
stofunnar Associated Press hafi
beðið Weinberger varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna um álit á
hinni sovésku aðvörun. Svar hans
var á þessa leið: „Þetta er bara eitt
af því sem þeir segja.“ Síðan bætti
hann við:
„Þetta (Pershing 2) er vopn sem
þeir óttast, og það eykur ógnunar-
mátt okkar.“
Þess má geta að í bók þeirra
Edwards Kennedy og Mark O.
Hatfield segir að á s.l. 20 mánuðum
hafi bandaríska varnarkerfið gefið
147 sinnum fölsk boð um að kjarn-
orkuárás væri hafin, og að í eitt
skiptið hafi varnarkerfið tekið feil
á kjarnorkuárás og rísandi tungli.
ólg/inf.
Chile:
Leiðtogi
MIR
drepinn
Einn af leiðtogum hreyfingar
vinstrisinnaðra byltingarmanna í
Chila (MIR), Dagoberto Cortés
Guajardo, féll í skotbardaga við
lögregluna í Santiago í Chile s.l.
sunnudag. MIR hefur verið sá hluti
hinnar virku stjórnarandstöðu í
Chile sem hefur verið hvað best
skipulagður eftir valdarán Pinoc-
hets í september 1973 þegar Al-
lende forseti var myrtur. Leiðtogi
MIR, Pascal Allende, býr í útlegð. ’
Vopnuð andstaða gegn herfor-
ingjastjórninni hefur alla tíð verið
fyrir hendi, en átökum hefur yfir-
leitt verið haldið leyndum. Eigin-
kona Cortés, sem er læknir var
handtekin um leið, og sagði lög-
reglan aðheimili þeirra hjóna hafi
þjónað sem sjúkrahús fyrir hryðju-
verkamenn. ólg./DN
Líbanon:
Norrænir
leiguliðar
lalangista
Hinn alræmdi yfirmaður her-
sveita kristinna hægrimanna í S-
Líbanon, Saad Haddad majór, sem
stjórnar þar um 10 þúsund manna
herliði fyrir reikning ísraelsstjórn-
ar hefur sérstaka herdeild erlendra
málaliða. Ole Kroman, fréttaritari
Information í Osló, segir að við
vitnaleiðsluna um innrásina í ísrael
hafi komið fram að vitað sé að 12
Svíar, 3 Norðmenn, 2 Danir og 5-6
Finnar hafi m.a. starfað í þessari
útlendingaherdeild, en fram hefur
komið að Haddad lagði sértaka
áherslu á að fá leiguliða af sama
þjóðerni og gæsluliðar Sameinuðu
þjóðanna í Líbanon.
Einkaher Haddads, sem kostað-
ur er af ísrael, var m.a. talinn hafa
framkvæmt fjöldamorðin á Palest-
ínumönnum í Beirút í september
s.I.
Samtöl um Einar
Benediktsson
Bókin um
Þrælaströndina
Sovéska fréttastofan APN:
Kjamorkustríð
ræðst á 6 mfn
Pappúsverksmiðja í Bai Bang vígð
Stærsta verkefni sænsku þróunar-
hjálparinnar til þessa er í Víetnam
Síðastliðinn föstudag var pappírs-
verksmiðjan í Bai Bang í Víetnam
vígð við hátíðlega athöfn að
viðstöddum aðstoðariðnaðarráð-
herra Svíþjóðar, Roine Carlsson,
og varaforsætisráðherra Víctnam,
Do Muoi. Verksmiðjan með lil-
hcyrandi tæknibúnaði er gjöf frá
Sænsku þróunarstofnuninni og hcf-
ur verið í byggingu frá því stríðinu í
Víetnam lauk í ársbyrjun 1975.
í allt hefur þetta verkefni kost-
að Sænsku þróunarstofnunina um
2 miljarða sænskra króna eða 4
miljarða íslenska.
Verksmiðjan a að geta framleitt
55 þúsund tonn af pappír þegar
framleiðslan er komin á fullt, og
verður það tvöföldun á pappírs-
framleiðslunni í landinu.
Talið er að verksmiðjan eigi eftir
að veila 15 þúsund körlum og kon-
um atvinnu ískógi vöxnu dreifbýli í
nágrenni verksmiðjunnar, og mun
það flytjast frá hinum ofsetnu
svæðum í óshólmum Rauðárinnar.
Talið er að verksmiðjan eigi einnig
eftir að hafa í för með sér stór-
aukna landbúnaðarframleiðslu á
svæðinu. Við sjálfa pappírsfram-
leiðsluna og flutninga að og frá
munu vinna 3-4 þúsund manns. I
alls mun verksmiðjan því standa
undir afkomu um 100 þúsund Víet-
nama og hafa í för með sér
iðnvæðingu héraðs sem að flatar-
máli er álíka stórt og Skánn í Sví-
þjóð.
Orkuverið sem tilheyrir verk-
smiðjunni mun framleiða umfram-
orku fyrir þorpin í kring og vatns-
hreinsistöðin mun afkasta umfram-
vatni er nægir fyrir um 15 þúsund
manns.
Skógrœkt
Þrjú þúsund Víetnamar hafa
fengið tæknimenntun innan
ramma þessa verkefnis og skóg-
ræktaráformin í nágrenni verk-
smiðjunnar hafa opnað möguleika
til aukinnar framleiðslu og útflutn-
ings á skógarafurðum. Verksmiðj-
an mun nota 400 þúsund rúmmetra
af viði á ári, en plöntun trjáa hefur
verið það mikil að skógurinn mun
gefa af sér tvöfalt það magn og mun
hinn helmingurinn fara til bygg-
inga, í eldivið og sem efniviður
fyrir sögunarverksmiðjur.
Hin mikla hráefnisþörf verk-
smiðjunnar, 400 þúsund rúmmetr-
Pappírsverksmiðjan á að geta
framleitt 55 þúsund tonn af pappír
árlega og staðið undir lífsafkomu
100 þúsund Víetnama.
ar samsvarar 25.000 förmum með
flutningabílum er taka 16 rúm-
metra. Það samsvarar þrem flutn-
ingabílum á klukkustund allan sól-
arhringinn alla daga ársins.
Aðflutningarnir þurfa að vera jafn-
ir og stöðugir, annars stöðvast
framleiðslan. Talið er að aðflutn-
ingarnir muni verða stærsta vanda-
málið við rekstur verksmiðjunnar í,
framtíðinni, en núverandi vega-
kerfi ber ekki uppi slíka flutninga.
Nú starfa um 100 sænskir sér-
fræðingar við verksmiðjuna.
Reiknað er með að þeim verði
fækkað niður í 10 á næstu 8 árum.
Áfram-
haldandi
stuðningur
Verkefni þetta, sem er stærsta og
umdeildasta -verkefni sem Sænska
þróunarhjálpin hefur tekist á við,
mun áfram njóta stuðnings Sænsku
þróunarstofnunarinnar sagði Ro-
ine Carlsson við vígsluhátíðina.
Sagði hann að Svíþjóð væri reiðu-
búin að veita áfram aðstoð við
tæknimenntun starfsfólks, vega-
framkvæmdir og lausn aðflutnings-
vandans og byggingu húsnæðis
fyrir starfsfólk verksmiðjunnar.
Forstjóri Sænsku þróunarhjálp-
arinnar sagði að þótt fjárfestinga-
fasinn í þessu verkefni væri nú
afstaðinn, þá þýddi það ekki enda-
punkt, heldur upphaf nýs tímabils í
samstarfi. Var nýr samningur und-
irritaður á milli ríkjanna á vígslu-
daginn, þar sem kveðið var á um
áframhaldandi þróunaraðstoð
fram til 1985.
Svíþjóð og Frakkland eru nánast
einu löndin á Vesturlöndum sem
staðið hafa við heit sín um aðstoð
við Víetnam eftir þjóðfrelsis-
stríðið. Flest önnur ríki á Vestur-
löndum drógu loforð sín til baka
eftir að Víetnamar fóru með her
inn í Kampútseu og steyptu ógnar-
stjórn Rauðu Khmeranna.
Sænski iðnaðarráðherrann sagði
við vígsluathöfnina að sú efnahags-
lega einangrun sem Víetnam hefði
verið þvingað inn í væri ekki til
góðs. - Það ríkja mismunandi
sjónarmið um sum mál í löndum
okkar, - sagði hann, - en sænska
ríkisstjórnin telur ekki að það þurfi
að koma í veg fyrir góða samvinnu
ríkjánna.
Við vígsluathöfnina hafði verið
komið fyrir skreytingum fyrir
framan verksmiðjuna: risastór
mynd sýndi fána þjóðanna vefjast
saman fyrir vindinum og á milli
þeirra var bók og verksmiðja er
lýsti í regnbogans litum. Þá var
önnur mynd er einnig sýndi fána
þjóðanna ásamt með stórri friðar-
dúfu. Ráðherrarnir sem vígðu
verksmiðjuna klipptu í kappi á
bleikan borða sem sænsk og víetn-
ömsk stúlka héldu á milli sín. Það
var víetnamski ráðherrann sem var
fljótari með skærin.
ólg./DN