Þjóðviljinn - 03.12.1982, Síða 15
Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
' ■ WP Umsjón:
Viðir Sigurösspn
Fyrri hálfleikur fór
með vonir Fram
Liverpool
enn helma
í gær var dregið um hvaða lið
skyldu leika saman í átta-liða úrslit-
um enska deilda/mjólkurbikarsins í
knattspyrnu. Utkoman varð þessi:
Arsenal-Sheffield Wednesday
Liverpool-West Ham/Notts Co.
Manch. Utd-Nottingham Forest
Tottenham-Burnley
Þá eru aðrar fréttir frá Englandi
þær að Argentínumaðurinn Ri-
dcardo Villa hefur tekið við fyrir-
liðastöðunni hjá Tottenham í fjar-
veru Steve Perryman sem er
meiddur.
- VS
lveir í ur-
valsdeild
Tveir leikir verða í úrvals-
deildinni í körfuknattleik um helg-
ina. Keflavík og Fram mætast í
Keflavík í kvöld kl. 20 og ÍR leikur
við Njarvík í Hagaskólanum kl. 19
á sunnudagskvöldið. Þriðji leikur
umferðarinnar, Valur-KR, verður
á þriðjudagskvöld.
FHtók
forystuna
FH tók forystuna í 1. deild
kvenna í handknattleik í fyrrakvöld
með því að sigra KR í Hafnarfirði
17-12. Þá léku einnig í Laugardals-
höll Ögri og Akranes í 3. deild
karla. Akurnesingar unnu
auðveldan sigur, 44-10.
Það var ekkert gefið eftir í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi
þegar Fram og Valur léku þar
þýðingarmikinn leik í fallbaráttu 1.
deildar karla í handknattleik. Vals-
menn höfðu forystuna nær allan
tímann en undir lokin komst tals-
verð spenna í leikinn. Gunnar
Lúðvíksson kom Val í 17-15 þegar
aðeins 50 sekúndur voru eftir en
Hermann Björnsson svaraði, 17-
16, aðeins örfáum sekúndum síðar.
Valsmcnn héldu knettinum þrátt
fyrir örvæntingarfullar tilraunir
Framara þar til fimin sekúndur
voru eftir og það reyndist of lítill
tími fyrir Fram til að byggja upp
sókn. Lokatölurnar 17-16 og Fram
situr áfram í næstneðsta sætinu.
Varnarleikurinn var í hávegum
haföur í gærkvöldi og lítið skorað.
Um miðjan fyrri hálfleik var staðan
jöfn, 4-4, en fjögur Valsmörk í röð
færðu liðinu góða forystu. Ofan á
bættist að besti maður Fram,
Gunnar Gunnarsson slasaðist rétt
fyrir lok fyrri hálfleiks svo útlitið
var ekki bjart hjá þeim bláu þegar
flautað var til Ieikhlés. Þá voru
Valsmenn fimm mörkum yfir, 10-
5.
Fyrstu níu mínúturnar í síðari
hálfleik skoruðu Framararnir jafn-
mörg mörk og í öllum þeim fyrri og
munurinn var allt í einu aðeins eitt
mark, 11-10, Val í hag. Valur
skoraði tvö, síðan Fram tvö, og
þetta endurtók sig, staðan 15-14 og
16-15 þegar ein og hálf mínúta var
eftir en slæmar sóknarvillur á ör-
lagaríkum augnablikum komu í
veg fyrir að Fram tækist að jafna.
Vörn Vals með Einar Þorvarðar-
son traustan fyrir aftan sig var mjög
öflug, sérstaklega í fyrri hálf-
leiknum og gerði það að verkum að
sóknarleikur Fram varð oft ráð-
leysislegur. Sama þyngdin var yfir
sóknarleiknum og vanalega en þar
var Jón Pétur Jónsson einna best-
ur. Gunnar Lúðvíksson var frískur
en með eindæmum óheppinn í síð-
ari hálfleik. Jón Pétur skoraði 5
mörk, Gunnar 4, Þorbjörn Jensson
3, Jakob Sigurðsson 2, Steindór
Gunnarsson 2 og Þorbjörn Guð-
mundson eitt.
Framliðið fer vaxandi og er langt
frá því að vera dauðadæmt þrátt
fyrir slæma stöðu. Skytturnar eru
öflugar en ekki nægilega frekar,
nema Hannes Leifsson senr lék
mjög vel í síðari hálfleik. Gunnar
Gunnarsson var bestur þar til hann
slasaðist en það er full ástæða til að
hrósa liðinu fyrir varnarleikinn
sem hefur tekið gífurlegum stakka-
skiptum frá því í haust. Þar var
Egill Jóhannesson besti maður nú.
Sigurður Þórarinsson átti stórleik í
markinu í síðari hálfleiknum, varði
þá níu skot, og átti drjúgan þátt í
hve nálægt Framarar voru því að
næla sér í stig. Hannes skoraði 4
mörk, Hermann Björnsson 4,
Gunnar 3, Björn Eiríksson 2, Dag-
ur Jónasson 2/1 og Egill 1/1.
Ágætir dómarar voru Hjálmur
Sigurðsson og Ingvar Viktorsson.
- VS
íslandsmeistarar Víkings í hand-
knattleik karla leika nú á sunnu-
daginn fyrri leik sinn gegn Dukla
Prag í Evrópukeppni meistaraliða.
Leikið verður í Prag en síðari
Staðan:
Staðan í 1. deild karla að loknuni
10 umferðum:
KR.................10 7 0 3 246-190 14
FH................ 10 7 0 3 262-218 14
Víkingur...........10 6 2 2 205-194 14
Stjarnan...........10 6 0 4 210-205 12
Þróttur............10 5 0 5 205-210 10
Valur..............10 4 1 5 189-194 9
Fram.............. 10 3 1 6 216-231 7
ÍR................ 10 0 0 10 180-271 0
Markahæstu
menn:
Kristján Arason, FH................72
Anders Dahl Nielsen, KR............62
EyjólfurBragason, Stjörnunni.......61
Páll Ólafsson, Þrótti..............53
Alfreð Gislason, KR................49
Þorgils Óttar Mathiesen, FH........47
Hans Guðmundsson, FH...............46
BjörnGuðmundsson, ÍR...............44
Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi...43
Egill Jóhannesson, Fram............40
Guðmundur Þórðarson, ÍR............40
Næstu leikir:
Valur og ÍR leika í Laugardals-
höllinni á sunnudag kl. 14 og á
mánudagskvöldið kl. 20 mætast á
sama stað Þróttur og Fram.
leikurinn fer fram í Laugardalshöll
um aðra helgi, 12. desember. Þetta
er önnur umferð keppninnar, Vík-
ingar unnu færeysku meistarana í
fyrstu umferðinni
Víkingar lelka í Prag
Stigagjöf
breytt?
Meðal tillagna scm lagðar verða
fyrir ársþing KSÍ um helgina er ein
athyglisverð frá Valsmönnum. Þeir
vilja breytt fyrirkomulag varðandi
stigagjöf og að við fetum í fótspor
Englendinga sem gefa þrjú stig
fjrir sigur en áfram eitt fyrir jafn-
tefli og ekkert fyrir tap.
Skýringar Valsmanna sem fylgja
tillögunni eru á þessa leið:
„Vegna minnkandi aðsóknar að
knattspyrnuleikjum, og þar sem
mjög er kvartað yfir steindauðum
jafnteflislcikjum er þessi tillaga
fram komin. Þessari breytingu er
ætlað að neyða þjálfara til að leggja
meiri áherslu á sóknarleik. Reynsla
Englendinga virðist góð, a.m.k. er
nú skorað rnikið af mörkum í cnsku
knattspyrnunni. Mótrök eru að
taktik verði að skora eitt mark og
pakka svo í vörn til að halda 3 stig-
um. Jafnvel þótt einhvcrjir varn-
arsinnaðir þjálfarar tækju upp á
slíku ætti það ekki að gera leikina
minna spennandi, enda getur allt
skeð í einum knattspyrnuleik“.
Sjo
tll
Danmerkur
Sjö íslenskir lyftingamenn héldu
í morgun áleiðis til Odense í Dan-
mörku til að taka þátt í Norður-
landamóti unglinga sem þar fer
fram um helgina.
Þeir eru: Valdimar Runólfsson,
Haraldur Ólafsson, Baldur Borg-
þórsson, Garðar Gíslason, Gylfi
Gíslason, Agnar Jónsson og lngvar
Ingvarsson. Fararstjórar eru Birg-
ir Borgþórsson og Bergur Jónsson.
Piltarnir eru væntanlcgir heim á
mánudag.
- VS
Hvað gera
KR-ingar?
Anders Dahl
Nielsen
Ifreð
Zeljeznicar Nis leikur hraðan og skemmtilegan
handknattleik þar sem megináhersla cr lögð á
K sóknarleikinn. Liðiðerí hópi cfstu liða
Sk 1. deildar í sínu heimalandi og því
KjgP^ greinilega geysisterkt. Einn
landsliðsmaður, CaslacGrubic,
leikur með liðinu og nokkrir
ÆP V —. unglingalandsliðsmenn.
KR er sem slendur i efsta
sæti 1. dcildarog hefur
leikið vel að
Wl , undanförnu.
A sunnudagskvöldið stíga KR-ingar
sín fyrstu skref í Evrópukeppni í
handknattleik. Þá leika þeir gegn
júgóslavnesku bikarmeisturunum
Zeljeznicar Nis í Laugardalshöllinni
kl. 20. Einsog kunnugt er tókst r-^
KR-ingum að semjavið fJk
Júgóslavana um að leika
báða leikina hér á landi jF
ogþaðætti aðauka L
möguleika þeirra til \ .
muna. Þetta byggist JgL *
þó fyrst og fremst á
því að góð 4
aðsókn verði . _ , .ij’1 j
á lcikina.
Haukur Geirmundsson, Jó-
hannes Stefánsson og Frið-
Mf rik Þorbjörnsson.