Þjóðviljinn - 03.12.1982, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Qupperneq 16
16‘SIÐA — ÞJÓÐVlbJI-NN • í’östudagur 3. desember 1982 ALr»VÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Forval 3.—9. desember Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hefur ákvcðið forval í því skyni að velja menn á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi í komandi alþingiskosningum. Forvalið fer fram í tveimur umferðum. í fyrri umferð velja menn sex menn án röðunar til þess að taka þátt í síðari umferð forvalsins. í síðari umferð verður síðan raðað í þrjú efstu sæti listans. Stjórn kjördæmisráðsins hefur ákveðið að fyrri umferð forvalsins fari fram dagana 3. til 9. desember n.k. Rétt til þátttöku eiga allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélögum á Vestfjörðum, svo og stuðningsmenn flokks- ins í þeim byggðarlögum þar sem félög eru ekki starfandi. Þeir sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna aðila og fengið þar nánari upplýsingar: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS Astþór Agústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N.-ÍS Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði Davíð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri Halldór G. Jónsson, Lönguhlíð 22 Bíldudal Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patrtksfirði Gfsella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu Jón Olafsson, kennari, Hólmavík Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum, sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Félagsvist veröur haldin þriðjudaginn 7. desember n.k. kl. 20.00 í Sóknarsalnum ■ Freyjugötu 27. (Gengið inn frá Njarðargötu). í kaffihléinu kemur Helgi Seljan alþingis- maður í heimsókn og spjallar við spila- menn, eða segir þingtíðindi. - Mætum öll. Helgi Seljan Alþýðubandalagið á Akureyri - Opið hús Opið hús verður í Lárusarhúsi n.k. laugardag 4. desember kl. 15. Dag- skrá: Svipmyndir frá Akureyri árið 1912. - Kaffiveitingar. - Félagar mætið vel og stundvíslega. - Stjórnin. Alþýðubandaiag Selfoss og nágrennis - Félagsfundur Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur félagsfund að Kirkjuvegi 7 miðvikudaginn 8. des. kl 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Sagt frá kjördæmisráðsfundi. 3. Önnur mál. Bæjarmálaráðsfundur Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur bæjarmálaráðsfund þriðju- daginn 7. des. nk. kl. 20.30. - Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna - Árshátíð Af óviðráöanlegum orsökum er áður boðaðri árshátíð, sem vera átti 4. desember næstkomandi frestað um sinn. - Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðum félagsgjöldin Stjón Alþýöubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst. Alþúðubandalagið í Reykjavik fjármagnar starf sitt einungis með félags- gjöldum og framlögum félagsmanna sinna. Stöndum því í skilum tneð félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. Markið er allir skuldlausir um áramót. Stjorn ABK viðskiptafræðings Hafnamálastofnun ríkisins óskar aö ráöa viö- skiptafræðing. Starfsvið: Kostnaðareftirlit, áætlanagerð og bókhald. Umsóknir sendist fyrir 10. desember. Hafnamálastofnun ríkisins Seljavegi 32 Sími 27733 YSTU NESJUM GILS GUÐMUNDSSON Fróðlegt safn vestflrskra þátta Út er komið hjá Skuggsjá þriðja bindi Frá ystu nesjum eftir Gils Guðmundsson og er það lokabindi þessa fróðlega safns Vestfirska þátta. Nokkrir menn setja öðrum frem- ur svip sinn á þetta lokabindi: Kristján frá Garðastöðum á hér langa ritgerð um Ögurbændur og Guðmundur Benediktsson ritar um Sæbólsbændur. Eftir Ólaf Þ. Kristjánsson eru ritgerðirnar Bændur í Önundarfirði, Ætt Guðmundar smiðs á Selbóli og, þátturinn Arnardals-Sigga. Tvær fróðlegar ritgerðir eru eftir Gísla Ásgeirsson frá Álftamýri, Útvegur Arnfirðinga á ofanverðri 19. öld og í verinu 1895. Um Holgers-1 strandið ritar Valdimar Þorvalds- son, sem einnig á hér ritgerðir um Friðbert í Vatnadal og Þorleif á Suðureyri. Skáldbóndinn Guð- mundur Ingi Kristjánsson ritar um Brynjólf biskup Sveinsson og fróð- leg ritgerð, Faðir þilskipaútgerðar á Islandi, er eftir Einar Bogason í Hringsdal. ítarleg nafnaskrá yfir öll þrjú bindi Ystu nesja er í þessu lokabindi. Frá ystu nesjum III er 344 bls. Siálfstætt 9 fólk les Þjóðviljann Áskrif- enda- getraunin Síðasti hlutinn birtist í blaðinu á morgun. Verðlaun: 5000 króna vöruúttekt í heimabyggð vinningshafa: hátíðarmaturinn og fleira. mmm BLAÐHD SEM VITNAD ER í Áskriftarsimi 81333 ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja og Sjóefnavinnslan hf. óska eftir tilboðum í raufun á fóöurrörum fyrir gufuholur. Magn ca 3000 m. Útboðsgögn veröa afhent á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12 Rvík. frá og með þriðjudeginum 7. des. 1982. Tilboðsgögn verða opnuð á sama stað mánudaginn 13. des. 1982. Blaðberar óskast Suðurhólar - Spóahólar uoammN „Flóamarkaður“ Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengið birtar smáauglýsingar sér að kostnaðarlausu. Einu skilyröin eru að auglýsingarnar séu stuttorðar og að fyrirtæki eða stofnanir standi þar ekki að baki. Ef svo er, þá kostar birtingin kr. 100- Hringið i sima 31333 ef þiö þurfið aö selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafiö týnt einhverju eða fundið eitthvað. Allt þetta og fleira til á heima á Flóamarkaði Þjóðviljans. PJOÐVIUINN Myndsegulband til sölu, Grundwig System 2000 Upplýsingar í síma 41157 á kvöldin. Orðsending frá Vilborgarsjóði Konur sem eiga rétt á styrk úr sjóðnum gefi sig fram sem fyrst. Starfsmannafélagið Sókn IÐNRÁÐGJAFI Iðnþróunarsjóður Siglufjarðar óskar eftir að ráða iðnráðgjafa til reynslu í 6 mánuði. Að loknum þeim tíma mun úttekt á störfum hans og staða þeirra verkefna, er hann vinnur að, ráða úrslitum um áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra tæknilega menntun og reynslu af rekstri, en fyrst og fremst er auglýst eftir hugmyndarík- um manni með þekkingu á íslensku efna- hagskerfi. Óskað er eftir að iðnráðgjafi geti hafið störf í byrjun næsta árs. Umsóknarfrestur um starfið er til 20. desem- ber 1982 og skal skila umsóknum til undirrit- aðs, sem jafnframt veitir allar upplýsingar. Bæjarstjórinn í Siglufirði Sími 96-71700 Gránugötu 24. Eiginmaður minn og faðir okkar Ásmundur Guðnason Austurbrún 6, Reykjavík lést 26. nóvember s.l. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna Guðfinna Gísladóttir börn, tengdabörn og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.