Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 1
1 Blað I Höfundur þessarar myndar, Johann-Jakob Hauswirth, var svissneskur einyrki og kolagerðarmaður er lifði í afdal einum í Pays-d’Haut í Sviss á síðustu öld. Lítið er vitað um œvi hans, en hann mun aldrei hafa lcert að lesa og dó einn í afskekktum bjálkakofa er hann hafði byggt sér sjálfur árið 1871. Hauswirth var skáld á pappír og skœri og eru klippimyndir hans nú varðveittar á safni í Chatau-d’Oex, þar sem þœr hafa lagt grundvöll að sér- stakri hefð myndgerðar meðal bœndanna. Hjartað er þungamiðjan í mörgum mynda hans og táknar sam- einingu kœrleikans og fegurðarinnar í þeim heimi, sem þessi einyrki bar innra með sér. Lokaða hliðið, sem einnig er í flestum mynda hans, táknar mörkin á milli tveggja heima. Hvernig vœri nú að spreyta sig með pappírinn og skœrin!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.