Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐÁ — Jólablað Þjóðviljans Í982 Það var í september 1966 sem ég kom í fyrsta skipti til Rómaborgar. Þettavará þeim tíma þegar menn trúðu á óstöðvandi framfarir og hagvöxt og bítlarnir sungu um hina endalausu jarðaberjaakraæskunnarog ég hafði tekið lestina frá Kaupmannahöfn á vit Ævintýrsins mikla. Þegar lestin steypti sér niður suðurhlíðar Alpafjallanna og ilmurinn af vínberjauppskerunni fyllti vitin í gegnum opinn lestargluggann fór um mig hrollkennd sælutilfinning: ég vissi í rauninni ekki hvað ég átti í vændum, en hvað svo sem það var, þá skyldi það verða stórkostlegt. Rómaborg verkaði á mig eins og áfengi. Strax fyrsta daginn var ég staddur við Spönsku tröppurnar og ég sá fyrir mér mikið leiksvið þar sem mörkin virtust óljós á milli draums og veruleika. Þröngar og krókóttar götur gamla bæjarins, og veðraðir okkurgulir húsveggirnir drógu mig að sér með ómót- stæðilegu aðdráttarafli völundarhússins og leiddu mig að furðum veraldar: Fontana di Trevi, Panþeon og Piazza Navona, torginu þar sem mætist í senn stórbrotin saga og iðandi mannlíf og þar sem gosbrunnarnir ausa uppsprettuvatninu af örlæti sínu eins og til að undirstrika þá snilld, sem hér hefur verið lögð í hvern stein, þannig að ekki getur að líta glæstara leiksvið í víðri veröld. Það var á þessu torgi sem ég endaði fyrsta dag minn í Róm á lítilli en þéttsetinni krá þar sem baunadiskurinn kostaði hundrað lírur og hið Vatnsmelónusalinn á Piazza Navona - vatnslitamynd eftir A. Pinelli PIAZZA NA/ONA gullna hvítvín frá Frascati var veitt af slíku örlæti að ofreynd skilningarvitin urðu er yfir leið óminnishegranum að bráð. „Roma o morte!“ - Rómaborg eða dauðann sjálfan! - hrópaði Garibaldi þegar hann var aö frelsa Ítalíu undan erlendu valdi. Eftir lóáramisnáinkynniafRóm- aborg þykist ég reynslunni ríkari: Rómaborg verður ekki sigruð, en hún er jafn heillandi til hólmgöngu og dauðinn sjálfur. Stadio di Domiziano Piazza Navona er aflangt torg í hjarta gömlu Rómar, um 230 metra langt og 53 m á breidd. Pað á sér sögu allt aftur til 1. aldar eftir Krist, þegar Dómitíanus keisari lét reisa íþróttaleikvang á Campo Marzio, svæði því Loftmynd tekin yfir Piazza Navona eins og það lítur út í dag. LEIKSVIÐ lífsins í hjarta Rómaborgar í2000 ár Eftir Olaf Gíslason sem afmarkast af Feneyjatorgi, Corso og Piazza del Popolo annars vegar og Tíber hins vegar og var helgað stríðsguðnum Mars. Þetta svæði byggðist á dögum Ágústusar keisara og státaði af mörgum frægum byg- gingum og minnisvörðum eins og grafhýsi Ágústusar, baðhúsum Nerós, Panþeon og leikhúsum þeirra Marcellusar og Domitían- usar. íþróttaleikvangur Domitíanusar var reistur á rústum annars, sem Ágústus lét byggja úr tré. Var hann byggður úr marmara og báru bogagöng uppi áhorfendapalla, sem rúmuðu um 20 þúsund áhorfendur. Þar fóru fram íþróttaleikir þeir, sem Rómverjar tóku upp eftir Grikkjum og kallaðir voru agones. Bygging þessi, sem þótti eitt af sjö furðuverk- um Rómar fyrir sakir íbúrðar og skrauts, eyðilagðist einhvern tímann á fyrri hluta mið- alda og mun marmarinn að talsverðu leyti hafa verið nýttur í annað, en á miðöldum gekk staður þessi undir nafninu Campo Ag- ones. Rústirnar grófust þá í gróður og fokj- arðveg og það var ekki fyrr en á 15. öld að farið var að byggja í kringum torgið á nýjan leik: kirkjur heilagrar Agnesar og Katarínar og heilags Giacomo af Spáni. Voru byggingar þessar reistar á rústum áhorfendapalla Dom- itíanusar þannig að form torgsins hélt up- prunalegri mynd sinni. Það var hins vegar ekki fyrr en með endurreisnarpáfanum Six- tusi IV (1471-84) sem torgið tók á sig núver- andi mynd: forhliðum kirknanna var snúið inn að torginu og það hætti að vera bakgarður en varð sú miðstöð mannlífs, sem það hefur verið síðan. Það var á þessum tíma, sem tor- gið fékk sitt núverandi nafn, Piazza Navona, sem dregið er af formlíkingu við stórt skip: navona. Það var einnig á þessum tíma, sem helsti útimarkaður borgarinnar var fluttur af íþróttaleikvangur Domitíanusar keisara eins og hann leit út á 1. öld. Pallarnir, sem voru úr marmara tóku 20 þúsund áhorfendur. Nær sést hringleikahús Domitíanusar þar sem flutt voru Ijóð og tónlist. Fjær er grafhýsi Ágústus- ar kcisara. Líkan eftir Gismondi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.