Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 19
Jólablað Þjóðviljans 1982— StÐA 19 sagðist vera farinn að ryðga í frönskunni. Þá kom franski kons- úllinn og með honum Pétur Þ.J. Gunnarsson, sem var ræðismaður Frakka líka, og það komu blaðamenn, Finnbogi Rútur Vald- imarsson kom, líklega fyrir Al- þýðublaðið, og Árni Óla fyrir Morgunblaðið. Nú, og þarna kom skipshöfnin af Ægi litla frá Akra- nesi sem lá þarna á Röstinni. Allir þessir menn komu inn til að borða. Það átti að reyna að láta skips- brotsmanninn borða um leið og franska konsúlinn því að hann gat þá talað við hann. Hann settist við borðið hjá þeim og kom svo hlaupandi fram aftur og kastaði upp. Um morguninn var búið að reyna að tala við hann frá Reykja- vík. Það var franska konsúlatið en hann gat ekkert sagt í símann. Svo illa var hann á sig kominn. Forseti Frakklands vottar aðstandendum þeirra sem fórust virðingu sína. Pourquoi-Pas?-slysið - Síminn hefur auðvitað ekki stoppað? - Hann stoppaði bókstaflega ekki allan daginn. Símstjórinn okkar í Arnarstapa sagði að við skyldum nota símann alveg eins og við vildum þó að þetta væri ekki nema þriðja flokks stöð, opið frá 9-10 og 4-5 held ég. Það var spurt ákaflega mikið um það hvort ræki fullorðinn mann, gráhærðan og gráskeggjaðan. Það var dr. Charc- ot sem verið var að spyrja um. Og þegar hann var fundinn var látið vita um það undireins. Hann rak skammt undan fjárhúsunum í Straumfirði og það var eins og hann svæfi bara, ég kom þarna vestur á klappirnar þar sem hann var lagður til fyrst. Mennirnir voru allir líkt og þeir svæfu. Það var að- eins einn maður sem virtist hafa skaddast á fæti. Meira að segja skipslæknirinn kom með óbrotin gleraugu í land. Einkennilegt atvik á hafnarbakkanum - Þú fórst sjálf til að vera viðstödd minningarathöfnina í Reykjavík? - Eg gerði það. - Var ykkur boðið? - Ekki mér, en ég býst við að Straumfjarðarhjónunum hafi verið sérstaklega boðið og Kristjáni, lands og íslands, gerði ég mér ferð til hennar og bað hana að gera mér þann greiða að orða kveðju sem við ætluðum að senda þessum franska skipsbrotmanni um leið og hann færi. Hún kenndi frönsku í mörg ár og hafði víða farið og rak einnig verslun niður í Hafnarstræti sem hét París ef ég man rétt. Hún gerði það fúslega að orða þetta skeyti og eftir það bað hún mig að koma oftar til sín og við urðum góðir kunningjar. Þegar ég kom til Reykjavíkur, meðan hún lifði, kom ég eiginlega alltaf til hennar. Hún bað mig að segja sér frá ýmsu í sambandi við slysið og auðvitað gerði ég það fúslega eftir mínu viti og minni. Hún sendi mér minning- arrit um dr. Charcot og franskt blað þar sem voru myndir frá at- höfninni í Notre-Dame- kirkjunni í París. - Heyrðirðu einhvern tíma frá Gonidec aftur? - Það komu kveðjur frá honunt nokkrum sinnum í gegnum franska sendiráðið en ég heyrði sagt að hann hefði aldrei treyst sér til að koma til íslands aftur. Hann hafði verið heilsutæpur eftir þetta og fórst að lokum af slysförum, heyrði ég sagt, en það getur verið eitthvað á reiki með slíkar frásagnir þó að þær fari styttra en milli landa. - Þú varst að sýna mér hérna gjafir frá honum. - Já, hann sendi mér þetta. Baukurinn er minjagripur frá Frakklandi, held ég. Myndin á lok- inu, sem nú er orðin máð og slitin, er einhver þjóðbúningur en ég hef aldrei getað lesið neitt á það. Borð- inn er af húfunni hans, hvort sem það er úr hernum eða annað. Ég held hann hafi sent Sigríði Þor- steinsdóttur, konunni í Straum- firði, sem var hjá Þórdísi og Guð- jóni, og þeim kannski öllum eitt- hvað ámóta og þetta. En svo var það aftur að franska stjórnin sendi Guðjóni og þeirn hjónum einhver heiðursmerki. - Er ekki Pourquoi Pas?-slysið með eftirminnilegustu atburðum í þínu lífi og annarra hér á Mýrum sem urðu vitni að því? - Ég held að það geti ekki farið hjá því, að svona atburðir verði mjög sterkt grópaðir í vitund fólks- ins. Það er auðvitað misjafnt hvernig þetta ber að hjá hverjum og einum, en slíkir atburðir geta ekki annað en mótað fólk ákaflega sterkt. Sjórinn hér fyrir framan Mýrar er kallaður kirkjugarður skipanna en þetta er mesta slys sem ég man eftir þessi ár sem ég er búin að eiga heima hérna en ég hef búið á Hofsstöðum síðan 1927. Þó að niörg slys hafi orðið hér fyrir Mýr- um hefur stundum orðið mann- björg meiri en þetta. GFr fóstursyni þeirra. Þegar ég kom til Reykjavíkur komu hjónin til mín, Guðjón og Þórdís, og sögðu að það kæmist enginn inn í kirkjuna nema með aðgangskorti og hann var bú- inn að útvega mér aðgangskort. Svo ég flaut inn á velvilja hans. Athöfnin í kirkjunni var ákaflega hátíðleg og eins á hafnarbakkanum í Reykjavík þegar verið var að skipa kistunum út. Þar urðum við fyrir dálítið einkennilegu atviki. Það kemur til okkar kona sem við þekktum ekki neitt og spyr hvort við hefðum komið eitthvað nálægt þessu strandi þarna. Hún segist heita Jóhanna og hjónin urðu fyrir svörum en ég hlustaði á. Þá segir hún: „Ég er ekki alveg viss um hvaða fólk þetta er, hvort það er héðan eða þaðan“. Þá snýr hún sér að Guðjóni og segir: „Þú ert búin að taka á móti þeim en þú átt eftir að taka á móti tveimur enn.“ Það var rétt. Það komu tvö lík seinna í Straumfjörð. Ég hef hvorki séð þessa konu fyrr eða síðar en hún virtist sjá meira en bara niður með nefinu á sér. Kveðjur til og frá Frakklandi - Þú hefur minnst á það við mig að Þóra Friðriksson hafi komið við sögu og þú hafir kynnst henni. Hvernig bar það að? - Ég frétti að hún hefði verið persónulegur vinur dr. Charcot og vegna þess að ég vissi deili á henni og að hún hefði komið mikið við sögu menningarsamskipta Frakk- Eugene Gonidec við útförina í París. Draumur Ég sté út úr draumnum nakinn og hrjáður eins og barrsjúkt tré, sem er að deyja meðan nóttin enn á glugganum hafði sín svörtu augu. Vindurinn söng rámri, laglausri röddu í takt við regnið á stafni og glugga. Og draumurinn, sem firrti mig ró og svefni hann var tvíhöfða jötunn með blóðugt sverð í loðinni hendi. Ég horfði í spegil er sál mín var tekin að róast j?á sá ég það - hann var ég sjálfur. Eftir Magnús frá Hafnarnesi Gefðu mér rödd þína síkáti sunnarblœr, sem í laufinu syngur, hvískrar og hlœr svo léttur að vori en þungtír að hausti, að bátar og manneskjur skelfast í nausti. Pá ertu orðinn að stormi, sem hvín, sem tœtir og slítur sumarsins lín. Pú öskrar á skjáum, þiljum og stöfnum og slítur landfestar skipa í höfnurn. Pá esparðu Ægi til illra verka, bárurnar œsir í villtan dans þœr steypa sér kollhnís í átt til lands. Pú brýtur skipin og tortímir lífi boðana vekur af lognvœrum blundi þá ertu eigi lengur blœr í lundi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.