Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 1

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 1
SUNNUMGS ___ BMÐIÐ DJÚÐVILIINN 48 SIÐUR Helgin 11.-12. desember 1982. 278. og 279. tbl. - 47. árg. Fjölbreytt lesefni um helgar Verö kr.15 „Það var í kringum 197fi að ég og Anton félagi minn fréttum af þessum hellum. Við byrjuðum fremur óskipulega á að kíkja ofan í nokkra þeirra og þar með varáhuginn kviknaður. Það voru sem sagt frásagnir og munnmælasögur sem við heyrðumfráfólki úr Gaulverjabæjarhreppi sem voru kveikjan. Eftir nokkrar hellaferðir1976 og ’77 skráðum við hjáokkurýmislegt um stærð þeirra og lögun og krot semviðfundumá veggjum. Síðan má segja að við höfum tekið þetta nokkuð föstum tökum og enduðum á því að gefa út á prenti lítinn bækling sem nefnist „Um manngerðahellaá Suðurlandi." Það varárið 1980. Við teljum að það sem hefur fundist af þessum gömlu hýbýlum sé það merkilegt að það krefjist frekari rannsókna ogjafnvelfriðunar. Erþaðekki síst vegna krossa og krots sem fundist hefur á veggjum í nokkrum hellanna, sem nauðsynlegt er að rannsaka þá nánar. Við erum á leiðinni í bíl austur í sveitir til að skoða hella. Sá sem segir svo frá hellaferðum sínum er sagnfræðingurinn Guðmundur J. Guðmundsson, en hann hefur auk Antons Holts gefið út fyrrnefndan bækling. Auk þess er með í förinni dr. Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur, og ljósmyndari. Förinni er heitið ofan í nokkra hella í landi Áss í Holtahreppi. Þar er vitað um ristur í helli, sem gætu verið for- vitnilegar, en ekki hafa verið skoðaðar af fræðimönnum. Áður en lengra er haldið skulum við glugga í bækling þeirra Antons og Guðmundar. „Sandsteinahellarnir á Suður- landi hafa nú í meir en tvær aldir orðið þeim sem þá skoða umhugs- unar og undrunarefni. Þessi furðu- legu niðurgröfnu mannvirki hafa eitthvert seiðandi aðdráttarafl. Það er sem maður sjái djúpt í for- tíðina þegar maður horfir á ax- arförin sem forfeðurnir skildu eftir sig í sandsteininn. Brynjólfur frá Minna-Núpi hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að þeir hefðu „eitthvað steinaldarlegt við sig.ul) Klifrað oní hella með sagn- fræðingum Krossar frá Whithorn á Norð- imbralandi Kross frá Birtley á Norðimbra- landi Nei, þetta er hvorki ker né strompur I stóriðju, heldur ævagamal! strompur upp úr helii í túninu að Ási. Ljósm - eik - Elstu mannabústaðir á landinu Sandsteinninn er þannig bygg- ingarefni að nær ógerlegt er að sjá af útliti steinsins hvenær hellarnir voru höggnir, slit á steininum segir miklu meira um notkun hellisins en aldur hans. Athugandinn verður að fikra sig áfram eftir því sem rit- aðar heimildir gefa til kynna og því sem niðurstöður af uppgreftrinum á Kolsholtshelli segja okkur. Fyrstu ritaðar heimildir sem greina frá helli af þessari tegund eru í Jarteinabók Þorláks helga frá 1) Árbók Hins íslenska fornleifafélags. 1900 bls. 7 <L5 Krossinn í Heimakletti því um 1200. Þar segir frá þeim atburði er nautahellir á Odda á Rangárvöllum féll saman og dráp- ust 12 naut en eitt komst undan vegna áheits á Þorlák biskup. Nautið lenti undir geysistóru bjargi úr lofti eða vegg hellisins, og sam- kvæmt Jarteinabókinni unnu menn mikinn hluta dags að því að höggvabjargiðí sundur til að ná nautinu.2) Vart hafa menn höggvið annan stein en sandstein sundur á svo skömmum tíma. Nú eru þessir hellar í Odda týndir. 2) Biskupasögur 1 bls. 178 Krossinn í Ard a Mhorain í riti sínu „Undur lslands“ segir Gísli Oddsson biskup frá hellum, holum og öðrum neðanjarðar- mannvirkjum og getur þess að sumir hellanna séu höggnir inn í kletta og notaðir fyrir hey og elds- neyti og einnig sem fjós. Síðan segir Gísli: „... sumir þeirra sem ég hef séð hafa verið hentugir til íbúðar því að svo snillilega voru þeir gerðir að það var eins og þeir væru undir einum mæniási, þar Sjá næstu síöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.