Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 7

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 7
i Helgin 11.-12. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Dœmisögur nútímans Jan Terlouw: Barist til sigurs Iðunn 1982 Barist til sigurs er fimmta bók Jan Terlouws hér á landi og hann er orðinn mjög vinsæll fyrir þær fyrri, sem eru: Stríðsvetur, Fár- viðri, í föðurleit og Dulmáls- bréfið. Þessi bók er að mörgu leyti ólík hinum fyrri. Barist til sigurs er ævintýri um sautján ára strák, Starkað, sem ætlar sér að verða kóngur í landi sem heitir Katóría. Hann fæddist sömu nótt og gamli, góði kóngurinn dó, en þá tóku við sex leiðinlegir ráðherrar sem sögðust ætla að finna nýjan kóng en sátu svo bara sjálfir við völd. Þegar Starkaður er sautján ára fer hann til ráðherranna og spyr hvað hann þurfi að gera til að verða kóngur Katóríu. Þá leggja ráðherrarnir fyrir hann sjö þrautir sem hann á að leysa til að verða kóngur. Bókin er vei skrifuð og fyndin á köflum en ég held að hún sé frek- ar fyrir yngri aldurshóp en hinar bækurnar hans. Þrautunum sjö sem hann leysir má líkja við nokkurskonar nú- tíma dæmisögur, t.d. fer hann til Svindlbæjar þar sem fólk er með nefsjúkdóm út af sjaldgæfri mý- flugnategund. En Svindlbæingar eiga sér lækna sem kallast Tarar og þeir selja lyf fyrir okurverð I sem læknar sjúkdóminn. Og það er orðið svo að allir eru skítblankir nema Tararnir sem sópa að sér ' fé. Starkaður kemst að því að lyfin eru bara búin til úr mó, hveiti, olíu og sinnepi og að hver bæjarbúi getur læknað sig sjálfur og bjargar þannig Svindlbæing- um frá gjaldþroti. Mottó: Ekki svindla á náunganum. Ennþá nærtækari nútímanum er sagan um vopnaverksmiðjuna sem mengar svo mikið út frá sér að á gömlu eplatré fara að vaxa handsprengjur í staðinn fyrir epli. Mottó: Stoppið vígbúnað, minnkið mengun. Þrautirnar eru sem sé margar um háskaleg vandamál nútímans en höfundur tekur ansi létt á þeim og það reynist leikur einn að leysa hin geigvænlegustu vandamál. En þó fer höfundur sniðuglega að því að sýna krökk- um fram á hætturnar sem steðja að mannkyninu. Ekki tók ég eftir öðru en að bókin væri ágætlega þýdd og einnig eru fallegar myndir í henni en hinsvegar hefur forlagið gleymt að geta nafns þessa ágæta listamanns, sem er auðvitað há- borin skömm. Að öðru leyti er frágangur góður. Sif Verslið ódýrt og saumiö sjálfar, því þannig gerum við viðnám í veröbólgunni. Eigum mikiö úrval af bómullarefnum ullarefnum, rifflað flauel, slétt flauel, velúr. Ennfremur mikiö úrval af gardínuefnum, margar tegundir. Dúkar, dúkaefni ásamt miklu úrvali af jóladúkum. Allskonar gæöavara. Erum í Verslanahöllinni aö Laugavegi 26. Gjöriö avo vel aö líta inn viö fyrata taakifæri. V efnaðarvör ubúöin Laugavegi 26, sfmi 14974, ^ (éöur til húsa aö Grundarstig 2) . Af furðulegum farartækjum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur nú endurútgefið bókina „Bíl- ar, Flugvélar og öll heimsins furð- ulegustu farartæki“ eftir Richard Scarry, en hinar svonefndu Scarry- bækur hafa notið vinsælda hér- lendis um langt skeið, enda sér- stæðar bækur. í bókinni kynnir Richard Scarry hin margvíslegustu farartæki og lenda söguhetjurnar í skemmti- legum ævintýrum á ferðum sínum í farartækjunum. Fá lesendur og skoðendur að kynnast þróun sam- göngutækjanna og hinu fjölbreytta úrvali þeirra um leið og farið er yfir texta bókarinnar. Bókina þýddi Loftur Guð- mundsson. Meginmál bókarinnar er sett í Prentsmiðjunni Eddu hf. en bókin er prentuð og bundin hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn. Ráðleggingar kvenlæknis Frá konu til konu heitir rit eftir bandarískan kvcnlækni, Lucienne Lanson, sem Skjaldborg hefur gef- ið út. Þar ræðir höfundur við kynsyst- ur sínar um margvísleg mál er lúta að heilbrigði, getnaðarvörnum, streitu, meðgöngutíma og fleiru. Bókin er rituð að því er í bókar- kynningu segir „á. alþýðlegan hátt, líkt og viðmælandinn sæti í stól fyrir framan höfundinn og ræði við hana eins og maður við mann“. > m PRJÓNASTOFAN Uduntu. SKERJABRAUT 1. SELTJARNARNES Gott úrval af prjónavörum DÖMUPEYSUR. PRJÓNAKJÓLAR. PRJÓNABUXUR. HERRAPEYSUR. HERRAVESTI. PRJÓNAJAKKAR. BARNAPEYSUR HEILAR OG HNEPPTAR BARNAVESTI. LEGGHLÍFAR. % y m -L. PRJÓNASTOFAN Uéuntu. SKERJABRAUT 1. SELTJARNARNES VERSLUNIN ER OPIN FRÁ KL. 9—6 DAGLEGA OG Á LAUGARDAGINN 11. DES. FRÁ KL. 10-6 NÆG BÍLASTÆÐI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.