Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 8

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. desember 1982 Frá vinstri: Helgastaðabók, - Nikulás saga í hversdags- og spariklæðum, Jón Samsonarson, Jónas Kristjánsson, Leifur Þorsteinsson, Ólafur Halldórsson, SigurgeirSteingrímsson, Kristján Aðalsteinsson, Sverrir Kristinsson. Mynd: -eik Mánudaginn 6. des. s.l., á Nikulásmessu, kom út Helgastaðabók, annað bindið í ritröðinni íslensk miðaldahandrit, ljósprentun handrita í réttum litum, sem gefin er út af Lögbergi, bókaforlagi Sverris Kristinssonar, í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Helgastaðabók er handrit frá síðari hluta 14. aldar. Geymir hún sögu Nikulásar erkibiskups, eins vinsælasta dýrlings kaþólsku kirkj- unnar, en hann er talinn hafa verið Mikill dýrgripur ljósprentaður uppi á fyrri hluta 4. aldar, hálfgerð þjóðsagnapersóna, sem endaði raunar með því að verða jóla- sveinn, að því er Jónas Kristjáns- son, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, sagði á fundi, sem hann og aðrir aðstand- endur útgáfunnar héldu með frétt- amönnum, daginn sem bókin kom út. Þessi Nikulássaga var sett saman af Bergi ábóta Sokkasyni á Munk- aþverá, einum fremsta rithöfundi íslenskum á fyrri hluta 14. aldar. Um Berg Sokkason er fátt vitað. Hann var skipaður príor á Þverá 1322 og kjörinn þar ábóti 1325. Bendir það til þess að hann sé þá ekki yngri en 25 ára og ætti hann því að vera fæddur ekki síðar en aldamótaárið 1300. Síðast er Bergs getið í annálum 1345, þegar hann tekur að nýju upp ábótavald á Munkaþverá, eftir að hafa lagt það niður 1334. Bergi er í Lárentius sögu hrósað fyrir menntun og rit- störf: „Var hann fornmenntur maður umfram flesta menn þá á íslandi um klerkdóm, letur, söng og mál- snilld. Samansetti hann margar heilagra manna sögur í norrænu.“ Ekki verða þó aðrar sögur en Niku- lássaga og Michaelssaga erkiengils eignaðar honum með vissu. Helgastaðabók er einn mesti kjörgripur meðal íslenskra hand- rita heilagra manna sagna, - tví- mælalaust sá mesti að því er lýsing- ar, (myndskreytingar), varðar. Er hún eina íslenska handritið með heilsíðuskreytingu. í upphafi bókarinnar eru þrjár heilar síður myndskreyttar, en auk þess eru í upphafsstöfum kafla 15 myndir, er sýna atburði, sem frá er sagt í text- anum. Allar eru þessar myndir í fögrum litum, vel varðveittum. Áður fyrri hafa lýsingar bókarinn- ar verið skreyttar blaðgulli, eink- um bakgrunnur myndanna, en einnig klæði og hár persónanna, sem á myndunum eru. Þetta handrit Nikulás sögu var frá upphafi og öld fram af öld eign Helgastaðakirkju í Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu, en árið 1682 keypti Jón Eggertsson frá Ökrum í Skaga- firði handritið fyrir Svía, - og gaf fyrir 3 ríkisdali. Komst það þá í eigu Sænsku fornfræðastofnunar- innar og á nú heima í Konungsbók- hlöðu í Stokkhólmi, þar sem það ber safnmarkið Perg. 4to nr. 16. Nokkur undanfarin ár hefur hand- ritið verið að Iáni hjá Stofnun Árna Magnússonar á íslandi vegna fyrir- hugaðrar textaútgáfu Nikulás Helguð minningu dr. Kristjáns Eldjárns sagna á vegum stofnunarinnar, sem Sverrir Tómasson sér um, en áður hafa Nikulás sögur verið prentaðar í Heilagra manna sög- um, sem norski fræðimaðurinn C.R.Unger gaf út 1977. Ljósprenti handritsins fylgja þrjár ritgerðir, sem birtar eru bæði á íslensku og ensku; ennfremur nokkrir valdir kaflar úr Nikulás sögu Bergs Sokkasonar, færðir til nútímastafsetningar og er einnig með þeim útdráttur á ensku. Ljós- prent handritsins er á 128 síðum en formálarnir og textasýnishorn ásamt enskum þýðingum eru á samtals 232 síðum. Fyrstu rit- gerðina skrifar Sverrir Tómasson, cand.mag. og gerir hann þar í upp- hafi almenna grein fyrir helgisagn- aritun og aðferðum þeirra manna, sem við hana fengust. Þá rekur hann þá vitneskju, sem tiltæk ei um ævi Nikulásar og dýrkun hansí Evrópu og á íslandi á miðöldum. en hér á Iandi við lok miðalda hef- ur, svo vitað sé, 41 kirkja, 4 bæn- hús og hálfkirkjur, verið vígð Niku- lási, í 12 kirkjum var hann vernd- ardýrlingur og þar að auki voru tvö ölturu helguð honum. Alls eru þetta 59 staðir og af dýrlingum kaþ- ólsku kirkjunnar hérlendis hafa aðeins María guðsmóðir, Pétur postuli og Ólafur helgi verið vin- sælli en Nikulás. Að lokum fjallai Sverrir um íslenskar Nikulás sögur og þá einkum Nikulás sögu Bergs Sokkasonar, sem handritið geymir. Stefán Karlsson, mag.art., rekur í sinni ritgerð þær heimildir, sem tiitækar eru um uppruna og feril Helgastaðabókar. Hann gerirýtar- Iega grein fyrir stafsetningar- einkennum handritsins og þeim vísbendinum um aldur, sem Jóhannesarklæði frá Svalbarði. Maríuklæði frá Reykjahlíð. samanburður við stafsetningu fornbréfa getur gefið. Selma Jónsdottir, dr. phil., skrif- ar um lýsingar Helgastaðabókar og ber þær saman við skylda myndlist í öðrum handritalýsingum íslensk- um og myndefni þriggja refil- saumaðra altarisklæða, sem öll hafa verið eign þingeyskra kirkna, eins og Nikulás saga. Getur Selma þess að hugsanlegt sé að Steinmóður -íki Þorsteinsson, sem uppi var á 14. öld ogvarm.a. presturáGrenj- aðarstað í Aðaldal, hafi kostað lýs- ingu Helgastaðabókar og jafnvel ráðið einhverju um hve ríkulega hún var lýst. Grein Selmu fylgja margar myndir til skýringar. Aðalritstjóri ritraðarinnar ís- lensk miðaldahandrit er dr. phil. Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, en útgáfustjórn þessa bind- is skipuðu: Bjarni Einarsson, dr. phil., Jón Samsonarson, mag.art., Kristján Eldjárn dr. phil., Olafur Halldórsson dr.phil. og Sigurður Líndal, prófessor. Umsjón með verkinu og hönnun umbrots önn- uðust Guðni Kolbeinsson B.A. og Sigurgeir Steingrímsson cand.mag. Ólafur Pálmason mag.art. var einnig til ráðuneytis við útgáfuna. Enska þýðingu formála og gerð textaútdráttar á ensku annaðist Peter Cahill M.A. Handritadeild Konungsbók- hlöðu í Stokkhólmi veitti góðfús- lega leyfi til að ljósprenta eftir handritinu og er bókin unnin hér- lendis að öllu leyti eins og Skarðs- bók, fyrsta bindið í ritröðinni. Leifur Þorsteinsson, Myndiðn, annaðist ljósmyndun handritsins, litgreining var unnin hjá Prent- myndastofunni h.f. en litprentun sem og önnur prentvinna ásamt umbroti var unnin af starfsmönn- um Kasagerðar Reykjavíkur. For- málar voru settir hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Ráðunautur um bókband og ytra útlit var Hilmar Einarsson. Jónas Kristjánsson lýsti ánægju sinni með samstarf Árnastofnunar við Sverri Kristinsson. „Við fáum að hafa bækurnar og skrifa eins og okkur sýnist en Sverrir kostar.“ Bókin er gefin út í 1000 eintökum og verðið er kr. 5900. Einn af ritstjórum bókarinnar, Kristján Eldjárn dr.phil. lést áður en verkinu var að fullu lokið. Hann var fæddur 6. des. árið 1916 og hefði því orðið 66 ára daginn sem bókin kom út. Útgáfa Helgastaða- bókar er helguð minningu hans. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.