Þjóðviljinn - 11.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 11.-12. desember 1982 myndlist Frá sýningunni NÓVEMber í Listmunahúsinu 1982 „Ráðsettir byltingarmenn?” Rétt fyrir helgina vatt ég mér úr slabbinu í Lækjargötu inn í bjartan og hlýjan sal Listmunahússins, til aö ræöa við Jón GunnarÁrnason myndlistarmann. Tilefnið var ný sýning sem hafið hefur göngu sína í Listmunahúsinu og ber heitir NÓVEMber. Þetta er sýning 8 meðlima hins áður umdeildaSÚM, þeirraGylfa Gíslasonar, Hauks Dórs, Jóns Gunnars Árnasonar, Kristjáns Guðmundssonar, Magnúsar Tómassonar, Sigurjóns Jóhannssonar, T ryggva Ólafssonar og Vilhjálms Bergs- sonar. Jón Gunnar tók þátt ásamt þeim Hauki Dór, Sigurjóni og Hreini Friðfinnssyni í fyrstu sýningum SÚM sem haldin var í Ásmundar- sal við Freyjugötu og Mokka, árið 1965. Síðan sýndi hann á flestum meiriháttar samsýningum félags- ins, meðan það var og hét. Fair þekkja því eins vel innviði SÚM, sögu þess og meðlimi. „Hér er samvinnan 100%. Við þekkjumst svo vel. Sýning hlýtur að verða góð þegar menn hafa þekkst svona náið og lengi. í>á er samvinna og skilningur fyrir hendi,“ sagði Jón Gunnar þegar við settumst í þægilega stóla gegnt verkunum. „En að þessu sinni er það Knútur Bruun sem á heiðurinn skilinn fyrir framtakið. Hann átti alfarið hugmyndina að þessari sýn- ingu. Hann kallaði okkur saman fyrir þremur mánuðum og stakk upp á því að við sýndum það sem við værum að gera þá stundina.“ „Maggi (Magnús Tómasson) sá um upphengingu og sýningarskrá. Hann er svo lunkinn við þetta og hefur næmt auga fyrir hlutunum. Annars tókum við allir þátt í þessu að einhverju leyti.“ - Nafnið NOVEMber, er það fundið til að gera gys að SEPTEM- hópnum? „Það held ég varla. Það var Maggi sem ann upp á þessu heiti. Kannski hexur það verið hugsað sem stríðni, ég veit það ekki, en það var samþykkt án slíkra þanka.“ - Finnst þér ekkert skrýtið að sjá samsýningu gamalla SÚMara í svona virðulegu galleríi? Halldór B. \ Runólfsson skrifar - í sjálfu sér ekki. Þetta er falleg- ur salur og við vorum strax pósití- vir. Þetta er sérlega góður staður til samsýninga," Jón bætir við. „Sjáðu til, sýning er eitt, myndirn- ar annað. Það er hægt að gera góða sýningu úr slæmum myndum og öf- ugt. Eg held að þessi sýning sé góð í heild sinni, það er annarra að dæma um hvert einstakt verk.“ Frá samsýningu í Gallcrí SÚM 1969 „Þó er þetta ekki svo blönduð sýning heldur er hver okkar með sinn afmarkaða stað og svona 6-10 myndir. Haukur Dór og Gylfi eru með færri verk, reyndar of fá til að þau gefi einhverja „rétta“ mynd af því sem þeir eru að fást við um þessar mundir.“ Við tökum okkur hvíld frá talinu til að virða fyrir okkur þrjár stór- skornar og frumstæðar steinleirsgrímur eftir Hauk Dór, þar sem þær hanga lóðrétt niður vegginn. Til hliðar við þær má sjá smágerðar khppimyndir Sigurjóns Jóhannssonar,„Paradoxa“,ogsýna þær andstæður eða móthverfur eins og heitin benda til. Gegnt þeim hanga 5 teikningar Gylfa Gíslasonar, „Skissur úr sögu Pfaff“. Þær sýna þróun fyrirtækis- ins frá einu húsnæðinu til annars á einfaldan, grafískan og húmorísk- an hátt. „Þetta er skemmtilegt," segir Jón Gunnar. „En Gylfi var að ljúka við verk sem hefði sómt sér vel á þessari sýningu." Hann réttir mér bók sem gefin er út af Nordisk Konstcentrum og ber titilinn „Att hánga konst“ og undirskriftin er „En handbok om utstállningshant- ering“. Bókin hefuraðgeymaýtar- legar leiðbeiningar um það hvernig halda eigí myndlístarsýningu. Myndskreytingar eru eftir Gylfa og eru þær meinfyndnar og spaugi- legar. „Þarna er Gylfi í essinu sínu, akkúrat eins og hann getur verið skemmtilegastur. Það hefði verið gaman að hafa uppi nokkrar teikningar úr þessari bók.“ Síðan snýr Jón Gunnar sér við og bendir á málverk Vilhjálms Bergs- sonar. „Sjáðu hvað það eru miklar víddir í þessu. Villi er að dýpka mjög litaskalann. Það væri frábært að sjá hann mála svona geimmynd- ir á risastóran flöt.“ Við höldum inn í innri salinn. Þar hanga myndir eftir þá Magnús Tómasson og Kristján Guðmunds- son. „Þetta er fín sería, þessi með regnboganum,“ og Jón bendir á túss- og vatnslitasyrpu Magnúsar, næmar og látlausar myndir sem snúast um hið óefniskennda og heillandi náttúrufyrirbæri, sem menn dreymir um að uppfylli óskir þeirra. - En Kristján, spyr ég. - Þetta er mjög ólíkt því sem hann sýndi á gullaldarárum SÚM? „Já, þetta eru málverk, lands- lagsmyndir. Þær eru fallegar, nokkurs konar summa af íslensku landslagi, ís, eldi og skammdegi." í bakherberginu hanga klippi- myndir Tryggva Ólafssonar. „Þetta er glæsileg útkoma, finnst þér ekki? Tryggvi þróast hægt og bítandi. En þegar maður skoðar þessar myndir, sér maður hvað hann hefur breyst frá því hann hélt sínar fyrstu sýningar.“ - En hvað geturðu sagt um þig sjálfan, eru þetta ný verk? „Ekki öll, en ég hef aldrei sýnt þau áður hér a landi. Þau voru á sýningum í Málmey, Álandseyjum og Þýskalandi, ef ég man rétt.“ Jón Gunnar sýnir þrjú verk úr „Sólarspeglasyrpu" sinni, en einn- ig 6 smámyndir gerðar með bland- aðri tækni, eins konar minnismerki um þekkta höfunda vísindaskáld- sagna. - Sólvagninn þarna, segi ég og bendi á fágað smáverk, sem stend- ur á stalli við gluggann. - Hann er í Senn forsögulegur trúargripur á borð við Sólarvagninn frá Trund- holm og fútúrískt geimfarartæki. Er samruni fortíðar og framtíðar þér hugstæður? „Má vera,“ segir Jón Gunnar og glottir íbygginn. Honum er greini- lega ekkert um það gefið að ræða inntak eigin verka. Hann sveiflar hendinni út yfir salinn. „Þessi sýn- ing bregður dálitlu ljósi á það sem við erum að gera í dag.“ “Er þetta nostalgísk sýning, er einhver söknuður á ferðinni, eða eruð þið orðnir ráðsettir byltingar- menn? “Nei, ekkert af þessu,“ segir Jón Gunnar og hlær við. Að svo mæltu tökum við hring um salinn og hverfum á braut. • ) Fjölskyldu- ævintýri í Mexíkó Bókaútgáfan Hregg hefur gefið út nýstárlega bók, „Undir Mexík- ómána - Brot úr dvöl íslenskrar fjölskyldu í landi andstæðnanna“, eftir Jónu Sigurðardóttur og Si- gurð Hjartarson. í bókinni segir m.a. frá fjölbreytilegum kynnum. íslendinganna af mexíkönsku lög- reglunni, kynnum þeirra af tveimur ólíkum smáþorpum, af þjóðlegri áfengisneyslu innfæddra, af hanaati og trúarsiðum, og af eymdarkjörum alþýðu. Bókina prýða 47 svart/hvítar ljósmyndir og 8 litsíður. Auk þess eru í bókinni 75 smáteikningar eftir Sigríði Elfu, elstu dótturina í fjöl- skyldunni, en hún hefur einnig gert kápu. Fjölskyldan sá um útlit bókarinnar. Ráðherrann í tugthúsið Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefíð út ritið íslandsráðherrann i tugthúsið eftir Jón Sigurðsson skólastjóra í Bifröst, en þar er rak- in sagan af Peter Adler Alberti (1851-1932) og ævintýrum hans en einkum sá hluti hennar er snýr að íslandi og Islendingum. Alberti var einna aðsópsmestur og umdeildast- ur stjónmálamaður i Danmörku um síðustu aldamót en sætti að lok- um þeim örlögum að hrapa úr háum valdastóli ofan í tugthúss- klefa eftir harðar sviptingar. Haustið 1908, tveim dögum áður en íslendingar gengu til kosninga um „uppkastið“ fræga, urðu tíðindin um örlög Albertis fyrrum fslandsráðherra að stórkostlegri kosningasprengju hér á landi. Þá barst hingað sú frétt að Alberti hefði gefið sig fram við lögregluna í Kaupmannahöfn fyrir fjársvik og skjalafals; en í hans hlut hafði fallið að veita Islendingum heimastjórn 1904. Slta iKGIJlK SIGUKJÓNSSON SVIP MYNDIR Listræmr Ijósmyndir IÐUNN hefur gefið út bókina Svip myndir, safn ljósmynda eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Formála að bókinni skrifar Páll Steingrímsson. Þar rekur hann að nokkru feril Sigurgeirs sem ljósmyndara og segir m.a.: „Þessi bók er afrakstur þjálfunar og sköpunargáfu sem ekki er öllum gefin. Sigurgeir Sig- urjónsson nýtur í dag viðurkenn- ingar sem einn af bestu ljósmynd- urum landsins." - í bókinni eru 41 svart-hvít ljósmynd. Þær eru tekn- ar á árabilinu 1966 til 1981, og eru í bókinni myndir af ýmsum þekktum mönnum, teknar bæði hérlendis og erlendis, ennfremur nokkrar mó- delmyndir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.