Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 11
Helgin 11.-12. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Margar húsmæður á
Akureyri drýgðu í þá daga
tekjur heimilanna með því
að salta síld.
Séra Matthías Jochumsson
í heimsókn hjá syni sínum,
Steingrími lækni og konu
hans, Kristínu Thoroddsen
og börnum þeirra. Sitjandi á
grasinu frá vinstri: Anna,
barnfóstra, Jón og Baldur.
Þorvaldur stendur á borð-
inu hjá föður sínum. Mynd-
in er tekin árið 1919 í garði
læknishússins.
Hallgrímur Einarsson
Ijósmyndari
á Akureyri
Hallgrímur Einarsson Ijós-
myndari.
Um þessar mundir er að koma út
falleg bók með gömlum
Ijósmyndum er nefnist Akureyri
1895-1930, Ijósmyndir. Eru
myndirnareftireinn kunnasta
Ijósmyndara Akureyrar á fyrri tíð,
Hallgrím Einarsson. Valgerður
Einarsdóttir, forseti bæjarstjórnar,
fyjgir bókinni úr hlaði og segir m.a.:
„Akureyri stendur í mikilli
þakkarskuld við Hallgrím
Einarsson, sem gerði tímabil í ævi
bæjarins ógleymanlegt með töku
fjölda frábærra Ijósmynda. Ég vil
einnig þakka afkomendum hans
og öðrum sem að bókinni standa,
fyrir að gera okkur öllum kleift að
upplifa brot úr þessu æviskeiði í
myndunum."
Það var fyrir nokkrum árum að
afkomendur Hallgríms sýndu
Akureyrarbæ þann höfðingsskap
að gefa Akureyrarbæ myndasafn,
plötur og myndavélar hans og
tveggja sona hans sem voru líka
Ijósmyndarar.
Gísli Jónsson menntaskólakennari
skrifar formála fyrir bókinni, og eru
Fremsta húsið er Norðurgata 2. Við það standa hestvagnartil fólksflutninga og Ford-bíll Soffanías-
ar Baldvinssonar ökumanns, sem hann eignaðist árið 1914. Hann fór til Reykjavíkur og tók bílpróf
fyrstur manna á Akureyri og fékk ökuskirteini nr. I.
eftirfarandi upplýsingar teknar úr
honum.
Hallgrímur Einarsson var fæddur á
Akureyri 1878, sonur Einars Th.
Hallgrímssonarverslunarstjóra
Gránufélagsins og konu hans
Vilhelmínu Pálsdóttur. Þegar
Hallgrímur var aðeins 16 ára réðst
hann til utanfarar að læra
Ijósmyndasmíði í Danmörku, og
var kennari hans þar Christian
Christiansen, formaður Félags
Ijósmyndara í Kaupmannahöfn,
kunnur snillingur á sínu sviði. Lauk
Hallgrímur prófi ári síðar með
ágætum vitnisburði, kom heim og
starfaði fyrstu árin eftir
heimkomuna á Seyðisfirði. Hlaut
hann tvívegis verðlaun fyrir
Ijósmyndir sínar. Árið 1901 fluttist
Hallgrímur á æskustöðvar sínar á
Akureyri og tveimur árum síðar
stofnaði hann Ijósmyndastofu í
Hafnarstræti 41 og rak hanatil
dauðadags1948.
Gísli Jónsson segir í formála
sínum:
„Hann er sagður hafa verið
listelskur, svo að af bar, hafaunnað
kvæðum og kunnað, og sjálfur
fengist nokkuð við Ijóðagerð á
unga aldri, þótt ekki flíkaöi hann
slíku. Myndskyn hans var næmt og
skarpt að öllu leyti, svo sem brátt
sannaðist og bók þessi vottar."
Lærisveinn hans og síðar
starfsbróðir, Jón Sigurðsson,
sagði í minningargrein árið 1948:
„Var Hallgrímur um langt skeið
talinn besti Ijósmyndari hér
norðanlands og hélt hann þeim
vegsaukatildauðadags, þóttoft
væri við ramman reip að draga, er
hinir yngri menn gengu fram fyrir
skjöldu í iðninni. Gerði hann sér
ætíð far um að vanda myndir sínar,
og fylgdi hann þar sinni meðfæddu
listgáfu. Hann lét sér mjög annt um
iðnnema þá, sem hjá honum
lærðu, og var þeim ætíð velviljaður
og vinuríraun."
A hlaðinu á Stóra-Eyrarlandi
árið 1913. Kristín
Guðmundsdóttir á Skjóna með
dóttur sína, Snjólaugu
Baldvinsdóttur. Anna
Tómasdóttir, kona Jóns
Helgasonar, sést í
bæjardyrunum.
Eyrarlandsbærinn var rifinn árið
1949.