Þjóðviljinn - 11.12.1982, Síða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 11.-12. desember 1982
Hugsjónamaður skrifar um
hugsjónamann
Guðjón (
Friðriksson '
skrifar
Gunnar Benediktsson:
Oddur frá Rósuhúsi
Sögufélagið 1982.
Oddur frá Rósuhúsi er svana-
söngur sr. Gunnars Benedikts-
sonar. Hann lauk viö ævisögu sr.
Odds V. Gíslasonar skömmu áður
en hann lést í fyrra og fer ekki illa á
því að sú verði hans seinasta bók.
Raunar má segja að margt líkt sé
með þeim klerkum. Báðir voru upp-
reisnarmenn gegn kirkjunni, hvor
með sínum hætti. Báðir helguðu
þeir sig mannúðar- og björgunar-
málum þó með ólíkum hætti væri og
báðir urðu þjóðsagnapersónur.
Oddur var presturinn sem rændi
brúði sinni og Gunnar presturinn
sem lét af prestsskap fyrir komm-
únisma.
Séra Oddur var uppi á árunum
1836 til 1911 og er margt á huldu um
ævi hans og upphaf. Á titilblaði
segir sr. Gunnar að ævisagan sé
-staðreyndir, hugleiðingar og tilgát-
ur í eyður.
Sr. Oddur og sr. Gunnar
Hann var alinn upp í Rósuhúsi í
Grjótaþorpi, sonur Rósu Gríms-
dóttur sem þekktir samtíðarmenn
kalla kvenskörung og mikilúðlega.
Fer fáum sögum af Oddi fyrr en
hann tekur embættispróf í guð-
fræði. Þá á að skikka hann skv.
gamalli konungstilskipun að fara
norður til Grímseyjar og þjóna
þar. Sr. Oddur kemur sér undan
þessu og um málið verða harðvítug
blaðaskrif. Þetta er fyrsta hersla
Odds.
Snemma verður hann góður í
kv'J '
BYGGINGAVORUR
IC
HRINGBRAUT120: Símar:
Byggingavörur ________ ...28-600
Gólfteppadeild ....... ....28-603
Timburdeild__________________28-604
Málningarvörur og verkfæri...28-605
Flísar og hreinlætistæki 28-430
tungumálum, siglir út um álfur, er
fylgdarmaður útlendinga, semur
kennslubók á ensku og blæs fantas-
íur í franskt horn. Og skyndilegá er
nafn hans á hvers manns vörum um
allt land. Hann nemur brúði sína á
brott að næturþeli frá stórbóndan-
um Vilhjálmi Hákonarsyni í
Kirkjuvogi í Höfnum.
Þessi atburður verður þegar að
þjóðsögu og hefur lifað í vitund
þjóðarinnaræ síðan.Eru til margar
útgáfur af þjóðsögunni en sr.
Gunnari tekst að ná tali af gömlu
fólki sem er börn samtíðarmanna
sr. Odds suður í Höfnum og ná-
grenni og smám saman fær hann
rétta mynd af atburðunum. Hann
fer um söguna nærfærnum höndum
leynilögreglumanns, raðar saman
brotunum og fær út spennandi
sögu. Sr. Gunnar er nógu forvitinn
og nægilegur mannþekkjari til þess
að gera sögu sína að heillandi lesn-
ingu á köflum
Fyrir utan brúðarránið er sr.
Oddur frægastur fyrir forgöngu
sína í slysavarnamálum sjómanna.
Sjálfur var hann mikill sægarpur og
dæmi um mann sem er sjómenn-
skuprestur en ekki landbúnaðar-
prestur eins og flestir prestar í þá
tíð voru. Honum ofbauð hversu
háan toll sjórinn tók af mannslífum
og taldi fákunnáttu og kæruleysi
ekki síst eiga sök á því. Um nokkur
ár helgaði hann sig úrbótum í slysa-
varnamálum. Hann ferðaðist um
landið og hélt fyrirlestra um nyt-
semi sundkunnáttu, um lýsi eða ol-
íu til að lægja brim eða öldugang,
um að hafa sjó fyrir kjölfestu í stað
grjóts o.s.frv. Hann gaf um hríð út
blaðið Sæbjörgu. Og vegnaþessara
hugsjóna varð fátæktin hans föru-
nautur.
í raun og veru má segja að pré-
dikun sr. Odds hafi hnigið í þrjár
áttir. Hann barðist fyrir björgun-
armálum sjómanna, fyrir bindindi
og heitri trú. Hann var nánast
heimatrúboðsmaður og flutti árang-
urslaust um það tillögur á kirkju-
þingi. Þetta kemur dálítið á óvart
þegar bókin er lesin því að Oddur
er í hugum manna fyrst og fremst
ævintýra- og slysavarnamaður.
Eins og flestir miklir. hugsjóna-
menn lét sr. Oddur sér fátt mann-
legt óviðkomandi. Hann barðist
fyrir úrbótum og nýjungum í fisk-
verkun, skólahaldi í Grindavík
o.s.frv. Árið 1894 fluttist hann til
Vesturheims og lenti þar í harðri
andstöðu við vestur-íslensk kirkju-
völd er hann tók að stunda þar
huglækningar. Þar lauk hann síðast
læknisprófi og varð félagi í lækna-
félagi í Bandaríkjunum.
Sr. Oddur var sem sagt ekki við
eina fjölina felldur um ævina og
fjallar sr. Gunnar með nærfærnum
og lifandi hætti um feril hans. Þar
skrifar hugsjónamaður um hug-
sjónamann.
■HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu
Tröllasögur
pg teikningar
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bók um TRÖLL með
tcikningum eftir Hauk Halldórsson
myndlistarmann.
Listamaðurinn valdi sjálfur eða
samdi nokkrar þjóðsögur og
myndskreytti. Sögurnar voru jafn-
framt þýddar á ensku og samhliða
íslensku útgáfunni kemur sjálfstæð
ensk útgáfa.
Mörg orðtök eru í íslensku máli
tengd tröllum, svo sem trölla-
tryggð, tröllatrú, þursabit, skessu-
skak o.s.frv.Haukur Halldórsson
leitast við í mörgum mynda sinna
að draga fram meiningu slíkra orð-
taka.