Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 14

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. desember 1982 Leikföng í lfld vopna gaman af að fá góða jólagjöf? Ekki bara vegna þess sem hún er, heldur einnig vegna tilefnisins og hugar- farsins sem henni fylgir frá gef- anda. Víst má ýmislegt fjölyrða um jólagjafir okkar á þessum tímum sem kenndir eru við neyslu og kapphlaup um veraldleg gæði. Þó er gleðin yfir að gefa öðrum og gleðja okkar nánustu eða bág- stadda ennþá stór þáttur í tilhlökk- un okkar fyrir jólin, og hún er góðra gjalda verð ein sér. Við leggjum metnað okkar í að finna eitthvað sem kemur sér vel, stytt getur stundir eða yljað á einhvern hátt þeim sem þiggja skal. Ég hef stundum hlegið að því með sjálfri mér hvað ég gerist persónugerv- ingur margra síðustu dagana fyrir jól þegar ég er að velja gjafirnar. Að mestum meirihluta eru það gjafir handa börnum innan við Senn halda kristnir menn jól. Fæðingarhátíð frelsarans, hátíð ljóss og friðar, hátíð nýrra vona og fyrirheita hjá flestum okkar. Minn ágæti íslenskukennari Árni heitinn Kristjánsson á Akureyri sagði eitt sinn við okkur í tíma, að sá maður sem ekki hlakkaði til jólanna væri eins og „harðsoðinn hrossaskítur." Ég hygg þeir séu fáir sem ekki hlakka til jólanna. Fjölskyldur og vinir sameinast, gleðjast yfir endurfundum, allir skarta sínu besta og gjafir eru gefnar. Hvers- dagslegt amstur hverfur frá okkur um sinn. Börnin, sem beðið hafa óþreyjufyllst allra, fá nú loks svör við spurningum og væntingum undanfarinna daga, þegar „pakka- tírninn" kemur eftir helgistund og stórmáltíð á aðfangadagskvöld. Við sem eldri erum skynjum jól- in fremur sem daga friðar og gleði- boðskapar, en hver hefur ekki Njótum útiverunnar ívetur Hvort sem þú ætlar að koma þér upp skíðafatnaði eða einfaldlega góðum og hlýjum vetrarfatnaði fyrir gönguferðir og aðra útiveru í vetur — þá áttu erindi til okkar. Gott úrval af vandaóri vöru á hagstæðu verði. Dömugalli: kr. 1.289.- Herragalli: kr. 1.289,- Barnagalli: kr. 459.- Barnagalli: kr. 799,- Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Reykjavík - Akureyri Hug- leiðing tveggja barna móður um jólagjafir fermingu. Mínum tveimur sem eru níu og ellefu ára, og öðrum skyldum og kunnugum. Þær finnst mér vandasamast að velja. Sama hvort um er að ræða keypt eða heimatilbúið, flík, bók eða leik- fang, börn eru gagnrýnin og hika ekki við að láta skoðanir sínar í ljós. Ég ber alltaf á vissan hátt virð- ingu fyrir því'að heyra barn segja hátt og snjallt „oj bara“ upp úr miðju kafi á aðfangadagskvöld. Það er ekki ætíð af einskæru van- þakklæti sprottið. Börnin okkar eru hreinskilin og oft skynsamari en við höldum. Fegurðarskyn þeirra og verðmætamat er annað en okkar fullorðna fólksins, eðli- lega fyrir sakir aldursmunar og þroska, en umfram allt skulum við gera okkur ljóst að þau eru mótuð af því umhverfi og þeim aðstæðum sem við ölum þau upp við. Það er meginkjarni málsins og þess vegna sting ég niður penna. Uppeldi barna okkar er það sem skiptir hvað mestu máli bæði fyrir nútíð og framtíð. Líf - og/eða dauði - komandi kynslóða mun síðar bera þess merkin, vond eða góð eftir atvikum, hversu okkur tekst til. Við erum ekki fullkomnir uppalendur, en öll óskum við börn- um okkar langra og góðra lífdaga á þeim vegi sem þau velja senn út í veröld sem þau eiga sjálf að byggja upp. Þessi ábyrgð er sú hin mesta sem okkur hefur verið á herðar lögð og við megum engan tíma missa né láta nokkurt tækifæri úr greipum renna. Ekki heldur jólin. Það skiptir máli hvað þú setur í jólapakka handa barninu þínu og annarra. Hugsaðu ekki bara um hvað gleður, heldur líka hvað þroskar og stuðlar að jákvæðu hug- arfari þjóðfélagsþegns, sem síðar á að axla ábyrgð. Láttu barnið þitt ekki einrátt um hvað það velur í jólagjöf, hvorki handa sjálfu sér né félögum og systkinum. Leiðbeindu, - á rétta braut. Þá braut sem þú sjálf(ur) gætir frekast kosið þínu eigin barni og börnum þess síðar. Við lesum undanfarna daga í ís- lenskum dagblöðum um síendur- teknar ofbeldisárásir á gamalt fólk. Árásarmennirnir eru oft sorglega ungir. Við jesúsum okkur og dæs- um. Og nú eru að koma jól. „Eigum við ekki að gefa honum Bjössa byssur og byssubelti, boga, sverð og skjöld og heilar herdeildir af kúrekum og indíánum í jóla- gjöf, hann hefur svo gaman af bófaleik, strákurinn?“ Getur leikfang eða bók sem vaf- ið er inn í jólapappír handa barni stuðlað að ofbeldishneigð síðar? Ef til vill. Það eru ekki bara kvik- myndir í bíóhúsum og sjónvarpi (að myndsegulböndum ógleymdum) sem kveikt geta hugmyndir og kenndir af vafasömu tagi. Leikföng og lesefni eru stórir þættir í daglegu lífi barna okkar einnig. Vígbúnaðarkapphlaupið og ógn- arfréttir af hryðjuverkum sam- tíðarmanna okkar um víða veröld

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.