Þjóðviljinn - 11.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.12.1982, Blaðsíða 15
Helgin 11.-12. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 hrellir okkur og þreytir. Við megum þó vara okkur á að þreytast svo, að vænting okkar um frið og göfugt mannlíf börnum okkar til handa slævist. Fréttir og myndir í fjölmiðlum eru hið hroðalegasta lestrar- og áheyrnarefni fyrir unga sál ef hún er látin ein um að njóta. Ekki tjóar að fela þessi mál fyrir ungviðinu, þau eru staðreynd nú- tímans, bláköld og ógeðsleg, en af- leiðing hvers? Hvert er keppikeflið - hvað brást? Þegar nýr rass sest í risavaldastól, eyðum við löngum tíma og mörgum dálksentimetrum í að velta fyrir okkur væntanlegum áhrifum eiganda hans á heimsfriðinn. Við eyjarskeggjar hér norður í Dumbshafi gónum oft býsna glaseygir á þessar fræðilegu og langdregnu vangaveltur, eða sleppum því alveg (sem við köllum gjarnan að finna okkur eitthvað þarfara að gera) og víst er um að að fæst börn hafa þolinmæði eða sjálf- skapaðan áhuga á slíku. Þetta skiptir okkur þó mun meira máli en veðrið og verðbólgan í dag eða aflinn upp úrsjó á morgun. Það eru bara vissir þættir sem vilja gleymast í umræðunni, maður líttu þér nær. Það er m.a. þátturinn sem spunninn hefur verið frá vöggu til grafar sérhvers einstaklings inni á sérhverju heimili, fátæklega jafnt sem ríkmannlega búnu, menntuðu jafnt sem ómenntuðu, í austri jafnt sem vestri og allt þar í milli frá örófi alda. Þátturinn sem við erum sífellt að spinna, þú og ég og við öll, hvert í sinni stofu. Við höfum e.t.v. úr mismjúku hráefni að vinna og mis- góðir eru rokkarnir, en þeir mega þó aldrei þagna. Við spinnum ekki snurðulausan þráð, en vöndum okkur til hins ítrasta og gefumst aldrei upp. Ræddu við barnið þitt um styrj- aldir og voðaverk samtíðar og for- tíðar á skiljanlegu máli fyrir það en umfram allt: tengdu það daglegu lífi þess sjálfs. Sýndu því fram á hversu stutt er í raun og veru á milli þess að lemja hana Stínu í næsta húsi og blóðugrar innrásar eins ríkis í annað. Ræddu við það um byssuna eða tindátana sem það fær e.t.v. í jólagjöf eftir örfáa daga. Ræddu um bófahasarinn sem þú sérð út um gluggann eða heyrir inni í herbergi. Sennilega þýðir ekkert að banna hann, en það er þó alltént hægt að spyrja um hve margir voru drepnir. Friðarhátíðin mín fer í hönd. Engin styrjöld hefur verið háð svo grimntileg að ekki hafi verið gert vopnahlé yfir helgasta tíma jól- anna. Spaugilegt, ef maður hug- leiðir eðli styrjaldar, en satt. För- um að dæmi níðinganna: Gerum vopnahlé, og látum það standa lengur en jólin. Kæru vinir og vandamenn! Fyrir hönd barna minna og vegna sam- tíðar þeirra seinna meir bið ég ykk- ur að gefa þeim ekki leikföng í líki vopna í jólagjöf. Gleðileg jól, í friði. P.s. „Bjössi minn! Það er ljótt að skjóta hana ömmu á jólunum!“ Sólveig Brynja Grétarsdóttir. ACTfON „Flataratiönissviö a Dolby stillingu hefur vart sést “ Audio Magazine \iemi Skúlaaata61 14363 RAKA- TÆKIN Tilvalin jólagjöf Verdkr. 968,00 Póstsendum REMEDÍA Borgartúni 29 Sími 27511. 'Opið bréf til allra barnavina: Það er ánægjuleg sjón að sjá barn að heilbrigðum leik. Það gleður auga okkar og ekki síður huga okkar vegna þess, að við vit- um að í leik barnsins felst undir- búningur undir þá framtíð, sem bíður þess - að taka við af hinni fullorðnu kynslóð. Á sama hátt ér það dapurleg sjón að sjá saklaust barn fást við' iðju, sem er í mótsögn við lífið sjálft. Það er dapurlegt að sjá barn handfjalla leikfang í vopnalíki. Með vopnum eru menn vegnir. Það er dapurlegt að sjá börn líkja eftir þeirri iðju vegna þess að þau hvorki skynja né skilja það sem þar býr að baki. Hér á landi eru ekki borin vopn og hér er ekki herskylda. Samt sem áður kynnast böm vopnum og stríði af myndum í sjónvarpi, á mynd- böndum, í kvikmyndahúsum og í myndablöðum. Getum við sporn- að gegn þeim neikvæðu áhrifum sem barn verður fyrir frá þessum fjölmiðluin? Já, - en aðeins með því að gera okkur ljósa grein fyrir þeim voða sem felst í notkun vopna. Það er skylda okkar, hinna fullorðnu, vegna þess að við erum fyrirmynd barnsins í leik og starfi. Viljum við að börn okkar líki eftir stríði í daglegum leikjum sínum? Viljum við að börn okkar líti á vopn og dráp sem sjálfsagðan hlut? Viljum við að börn okkar beri vopn? Stríðsleikföng eru eftirlíking af raunverulegum vopnum. Kennunt börnum þetta! Innrætum þeim andúð á drápstækjum! Foreldrar og aðrir uppalendur! Hernaðarleikföng eru ekki sarn- boðin börnum okkar. Sýnum ábyrgð. Félag íslenskra sérkennara, Félag þroskaþjálfa, Fóstrufélag íslands, Hin íslenska þjóðkirkja, Hjúkrun- arfélag íslands, Kcnnarasamband lslands, Menningar- og friðar- samtök íslenskra kvenna, Stéttarfé- lag íslenskra félagsráðgjafa. Ertu aö spa i gylliboð eöa gæöi? Kröfuhöröustu gagnrýnendur um allan heim eru sammala um aö NAD eru hágæöa hljómflutningstæki ó ótrúlega lágu veröi. ,rr.. NAD í • iéí AAií is w „NAD á engan keppinaut i nalægum veröflokkum. Þaö er því auðvelt aö mæla meö ..NAD“ hí-fí Answears „NAD hefur bestu mogulegu „sound“ eiginleika af öllum útvarpsmögnurum í skaplegum verðflokkum“ PopuiarHi-Fi I mótsögn við lífið Píta með buffi Píta með kótilettum Píta með fiski ---- --*- ^\T A/y Ljúffengir píturéttir: PITAN ~ BfRCPORUCATA 21 SIMI 13730

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.