Þjóðviljinn - 11.12.1982, Page 17
Helgin 11.-12. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA li7
Vorum að taka upp
mikið úrval af vörum:
Hjónarúm — Einstakl-
ingsrúm — Svefnbekki
— Skrifborössamstæö-
ur — Skrifborðsstóla
meö og án pumpu —
Vegghillusamstæöur —
Boröstofuborö og stól-
ar.
Verðið er líka alveg
hlægilegt.
iAnó erum
komin í
ióla-
OPIÐ í DAG, LAUGARDAG, TIL KL. 19.00.
Á MORGUN, SUNNUDAG, KL. 14.00—17.00.
Notið helgina, komið, skoðið og sannfærist.
Sjón er sögu ríkari.
Gunni Þórðar
ogPálmimeð
nýja plötu
Fjölnir hf. gefur nú fyrir jólin út
sína fyrstu hljónrplötu, sem nefnist
Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunn-
arsson. Hér er um að ræða hæg-
genga plötu með tíu nýjum lögum
Gunnars Þórðarsonar, öll sungin af
Pálma Gunnarssyni. Upptökur
fóru fram í Lundúnum í október og
nóvember.
Á A-hlið eru þessi lög: Aftur
heim, við texta Pálma Gunnarsson-
ar, Gísli í Uppsölum og Hleyptu
mér inn, við texta Þorsteins Egg-
ertssonar, Trúarjátning, texti
Pálmi Gunnarsson, og Kona, sem
Toby Herman, eiginkona Gunnars
Þórðarsonar, hefur gert texta við.
Á B-hlið eru þessi lög: Kveiktu
Ijós, Eitthvað hefur skeð, Bíddu og
Velgengni, öll við texta Jóhanns G.
Jóhannssonar, og lagið Á Uppsöl-
um, sem er án texta en raddað af
Pálma Gunnarssyni.
Öll lögin eru sem fyrr segir sung-
in af Pálma, en auk þess aðstoða
Shady Owens og Agnes Kristjóns-
dóttir við bakraddir. Allar útsetn-
ingar eru eftir Gunnar Þórðarson,
sem einnig stjórnaði upptöku í
samvinnu við Pálma Gunnarsson.
Gunnar leikur á gítar og Pálmi á
bassa, en aðrir hjóðfæraleikarar
eru enskir, og tölvuundirleikur
mikið notaður. Plötuumslag gerði
Gunnar örn, prentun annast
Prisma hf. og pressun Alfa hf.
Drauma-
ráðningar
Ut er komin hjá Ingólfsprenti hf.
„Draumaráðningabókin þín“ eftir
Lady Stearn Robinson og Tom Cor-
bett.
Draumaráðningabókin þín er
bók fyrir þá sem reyna að leita
svara við draumum sínum.
Ef þig dreymir athyglisverðan
draum, eru líkur á að þú finnir
ráðningu hans í þessari bók, sem
hefur að geyma hátt á þriðja þús-
und uppsláttarorð auk um fimrn-
hundruð tilvísana, sem höfundarn-
ir, Lady Stearn Robinson og Tom
Corbett hafa safnað.
„Lykilorðunum" er raðað í
stafrófsröð, svo þú finnur þá
ráðningu sem við á, á andartaki.
Auk þess gefa höfundarnir þér
leiðbeiningar svo þú getir skorið úr
hvaða draumum má taka mark á og
hvernig þú getir ráðið af þeim,
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Bókin er 224 bls að stærð og hef-
ur ekki áður komið út á íslensku.
Þýðandi er Ingólfur Árnason.
Gátur og
þrautir
Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út
bókina Þrautir fyrir börn. Guðni
Kolbeinsson þýddi og staðfærði.
Þrautir fyrir börn hefur að
geyma hundrað skemmtileg og
myndræn viðfangsefni fyrir börn.
Sumar þrautirnar eru léttar en
aðrar svolítið þyngri með tilliti til
þess, að börn á aldrinum frá 6-12
ára fái hér frístundaverkefni við sitt
hæfi. En bókin er í raun fyi ir börn á
öllum aldri.
Vaka hefur og sent frá sér nýja
gátubók. 555 gátur er uppfull af
glettnum og skemmtilegum gátum,
eins konar framhald af 444 gátum,
sem sló svo rækilega í gegn fyrir
síðustu jól. Sigurveig Jónsdóttir
þýddi og staðfærði 555 gátur eins
og fyrri gátubókina.
Þrjú toppmerki í hátölurum:
UBL
Infinity
Bostonficoustics
Verð frá kr. 4.500.- parið
Dynavector
hljóödósir í hæsta gæöaflokki