Þjóðviljinn - 11.12.1982, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 1Í.-12. desember 1982
SÓI hf.
Þverholti 19, sími 91-26300
Gjöfin
sem gefur aro
Sodastream tækið er tilvalin
jólagjöf fyrir alia fjölskylduna.
Gerið sjálf gosdrykkina og
sparið meira en helming.
Kvistir í
lífstrénu
Árni Johnsen blaðamaður hefur
tekið saman bók sem inniheldur
viðtöl við 20 þjóðkunna einstak-
linga sem hafa það allir sameigin-
legt að hafa ekki bcinlínis fetað
troðnar slóðir í lífshlaupi sínu. Bók
þessi er gefin út af bókaforlaginu
Orn og Örlygur og er 195 blaðsíður
að stærð, unnin að nokkru leyti í
dagblaðsformi, þ.e. hvað varðar
uppsetningu efnis, en viðtölin hafa
flest birst áður í Morgunblaðinu,
en koma þó fyrir sjónir lesenda með
nokkrum breytingum. Tvö viðtal-
anna eru frumsamin. Formálsorð
ritar Steinar J. Lúðvíksson.
Á blaðamannafundi sem Árni
Johnsen hélt ásamt bókaforlagi
sínu, sagði hann að með þeim
mikla fjölda viðtala sem hann hefði
tekið við menn úr öllum stéttum
þjóðfélags sýndist honum verið
komið efni í heila bók, ef ekki
bækur. Þessi bók geymdi á einum
stað efnivið og heimildir um menn
sem fyrir löngu síðan væru orðnar
þjóðsagnapersónur. Þar mætti t.d.
nefna Gísla á Uppsölum, Hannibal
Valdimarsson, Björn á Löngum-
ýri, Einar Gíslason safnaðarform-
ann Fíladelfíu og fleiri og fleiri. í
bókinni kvað Árni að kæmi fram
áður óbirtur texti um hin frægu á-
tök á Bolungarvík þegar kennarinn
Hannibal Valdimarsson var fluttur
í böndum til ísafjarðar vegna af-
skipta sinna af verkalýðsmálum.
Viðtalið við Hannibal er annað
tveggja sem ekki hefur birst áður.
Hitt er við Björn Pálsson á Löng-
umýri. Fyrsti viðmælandi Árna í
bókinni er Gísli á Uppsölum, en
við hann átti Árni viðtalið nokkru
áður en Ómar Ragnarsson gerði
Gísla að sjónvarpsstjörnu undir
lok síðasta árs.
í niðurlagi inngangsorða Steinar
Af minnis-
verðum
persónum
Bókaútgáfan Ið'unn hefur sent
frá sér bókina Erlend andlit.
Undirtitill: Myndbrot af mann-
fólki. Höfundur er Ingólfur Marg-
eirsson og er þetta önnur bók hans.
í fyrra kom út bókin Lífsjátning,
endurminningar Guðmundu Elías-
dóttur sem Ingólfur skráði. - Er-
lend andlit segir frá kynnum hö-
fundar af fólki erlendis. Um efni
bókarinnar segir svo í formáls-
orðum höfundar: „Á flækingi mín-
um í útlöndum hefur aragrúi and-
lita orðið á vegi mínum og flest
þeirra þotið gegnum nethimnu
augans líkt og þokukennd leiftur.
Sum hafa þó af einhverjum ástæð-
um staðnæmst í vitund minni og
Kaup-
maðurinn
óheppni
Iðunn hefur gefið út bókina
Hrakfallabálkurinn. Viðtöl við
Plum kaupmann í Ólafsvík. Höf-
undur er Einar Bragi. - Jakob
Plum var danskur kaupmaður á
síðari hluta átjándu aldar. Hann
kom til Ólafsvíkur 17 ára sem lær-
lingur við konungsverslunina dön-
sku og tók þar við kaupmennsku
þegar einokun var aflétt 1788.
Plum gaf út tvær bækur þar sem
hann rekur verslunarsögu sína og
mannraunir á sjó og landi, segir frá
kynnum sínum af Islendingum og
lýsir sóknum þeim sem hann var
kunnugastur.
Á grundvelli þessara heimilda
Kápumynd á bók Árna Johnsen
Kvistir í lífstrénu. Hún er hönnuð
af Árna Jörgensen
J. Lúðvíkssonar er minnst á sam-
skipti Árna og Gísla með þessum
orðum:
„... Árni Johnsen kom einbúan-
um Gísla í Selárdal í sviðsljósið
með viðtali því sem birtist á sínum
tíma í Morgunblaðinu og aftur í
þessari bók. Tveimur árum eftir að
viðtalið kom í Morgunblaðinu
heimsóttu hann krakkar, sem voru
hjá Ólafi Hannibalssyni í Selárdal,
Gísla og reyndu að spjalla við
hann. Meðal annars spurðu þau
hann hvort hann myndi eftir hon-
um Árna, blaðamanninum sem
hefði tekið viðtal við hann í hitteð-
fyrra. „Jú,“ svaraði Gísli sem sinni
sérkennilegu röddu. „Jú, ég man
vel eftir honum - hann var svo
skrítinn.“ Sínum augum lítur hver
á silfrið.“
Kvistir í Lífstrénu er fyrsta bók
Árna Johnsen. Hún er sett og
prentuð hjá Prentstofu G. Bene-
diktssonar, Arnarfell annaðist
bókband, en bókarhönnun annað-
ist Steinar J. Lúðvíksson.
- hól
leitar æ sterkar á hug minn, hvert
með sínum hætti."
- Erlcnd andlit hefur að geyma
sex þætti. Frá Síberíu, Mr. Hollins
opnar hjarta sitt, Kopar frá Chile,
Fílótímo, Heimsmaður frá Búdap-
est og Byr undir báða vængi.
hefur Einar Bragi sett á svið „við-
töl“ við Plum þar sem hann segir
sögu sína sem var ærið hrakfalla-
söm. í bókinni er fjöldi mynda frá
íslandi og Kaupmannahöfn á þess-
um tíma.