Þjóðviljinn - 11.12.1982, Side 19
Helgin 11.-12. desember 1982; ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Tilskrif
til umsjómrmanm
„Dœgurmála (sígildra?)”
Það hélt ég sannast sagna að síst
ætti fyrir mér að liggja að gagnrýna
skrif þau sem Þjóðviljinn birtir um
músík - nema ef vera kynni tafl- og
bridgeskrif blaðsins. Á þessum
þremur sviðum hef ég talið að minn
þröngi sjóndeildarhringur næði
hreint ekki til annars en að lesa,
spekúlera í og fræðast nokkuð af.
Þá sjaldan sem ég les skák- eða
bridgeskrif blaðsins hef ég haft ver-
ulega ánægju af. Ólafur Lárusson
og Helgi Olafsson eiga það sam-
eiginlegt að leggja metnað sinn í
greinarnar. Hver og ein grein
virðist vera þeirra hjartans mál
hverju sinni, svo hafa þeir báðir
húmor, sem síst spillir fyrir!
Því miður er ekki sömu sögu að
segja varðandi Dægurmál (sígild?)
þ.e.a.s. músíkskrif unga fólksins.
Þar vantar alloft öll skemmtileg-
heit. Það væri nú út af fyrir sig í
lagi, efekki virðist alltofoft fylgja
hrokagikksháttur og hrein og bein
leti. Hvað skemmtilegheitin varðar
má með sanni segja að þau eru jú
engin skylda. Og vissulega eru ekki
allir jafn liðlegir pennar! En þá er
e.t.v. enn mikilvægara að vinna
verk sín ekki með hangandi hendi.
Sif, Jón Viðar og Andrea hafa
því miður að mínu mati alls ekki
lagt sig nægilega vel fram í skrifum
sínum, þó stundum bregði fyrir
góðum sprettum.
Því geri ég þetta að umtalsefni að
ég er af þeirri kynslóð sem kölluð
er Presley- eða Bítlakynslóð en
börn mín eru á þessum margróm-
aða táningaaldri (þ.e.a.s. 19,19,28
og 10 ára).
Sameiginlegur áhugi okkar á
músík hefur gert það að verkum að
ég hef ekki talið eftir mér að líta
yfir skrif þau sem málgagnið birtir
um nýjar hljómsveitir og plötur.
En hvernig í ósköpunum er hægt
að átta sig á efni sem í raun er bara
riss eða uppkast? Fullnaðarvinnu
og umfjöllun vantar oft og hefur
ástandið því miður versnað í seinni
tíð.
Ég býst við að umræddir um-
sjónarmenn beri fyrir sig tíma-
skorti eða jafnvel plássleysi. Sé
ástæðan það fyrrnefnda er ég sann-
færð um að fjöldi ungs fólks mundi
hreint ekki fúlsa við að taka við,
frítt á hljómleika o.s.frv. Með
þessu er ég alls ekki að óska þess að
skipt verði um fólk heldur biðja um
betri vinnubrögð.
Ég ætla ekki að tiltaka mörg
dæmi, nefni aðeins síðasta tölublað
þ.e.a.s. frá helginni 27.-28. nóv.
Þar eru 4 greinar, 2 eru ómerktar
og það finnst mér miður.
J.V.S. skrifar um fjórar plötur á
þokkalegan hátt. Viðtalið við Rún-
ar Þór var einnig ágætt, enda er
Rúnar blátt áfram, heiðarlegur og
raunsær. J.V.S. gerir Egó ágæt skil
þó ég sé ekki sammála umsögn
hans um „reggaelagið". Finnst
honum „reggae“ virkilega útvatn-
að í dag? Misjafn er auðvitað
smekkur manna sem betur fer - og
mér finnst þetta lag frekar lyfta
plötunni en hitt, en ég er sáróá-
nægð með það að textinn er á
ensku. Platan finnst mér í
heild frábær.
Fjórða greinin er fyrst og fremst
tilefni þessa greinarkorns. Ber hún
yfirskriftina „Góð tilraun" og er
ómérkt! Alltof margar greinar eru
brennimerktar þeim hroðvirknis-
vinnubrögðum sem þar við-
gangast.
Hún hefst á því að segja að fyrsta
kvöld Músíktilrauna, 2 hafi farið
vel fram. Að vísu voru allar hljóm-
sveitirnar lélegar en samt var gam-
an! Hvernig var þá annað kvöld-
ið!? Trúlega er verið að lýsa því -
þar sem sagt er m.a. að BARA-
flokkurinn hafi yljað... og fróðlegt
G. Margrét Óskarsdóttir á ísafirði:
Kastað höndum til poppskrifa.
verður að heyra... engin útskýring,
engin gagnrýni, engar upplýsingar.
Næst var Sokkabandið sem frægt
er vegna þess að þar eru kven-
menn! Hvenær urðu þær frægar?
Þær voru lélegar. Hvernig þá?
Lögin, textarnir, spilamennskan,
framkoman, málin á þeim,
hvað???? En bíðum við. Þær eiga
ekki að láta hugfallast af því að
Grýlurnar voru afleitar þegar þær
komu fyrst fram!!! Af hverju ekki
Q4U, Lexía eða Hljómar á sínum
tíma!?
Vébandið lék af krafti en á langt
í land - Hvað þýðir nú þetta? Var
hávaðinn nógur, nýttust kraftar
þeirra? Hvað með smá umsögn um
hljóðfæraleik, lög, texta,
eitthvað???
Svart/hvítur draumur kom á
óvart af því að sú hljómsveit er
framsækin. Á hvern hátt? Og „þeir
drengir fylgjast með því sem er að
gerast.“ Hvað er að gerast? Liggur
þá ekki næst fyrir að láta sér detta í
hug að e.t.v. væru þeir að stæla
einhvern. Hverja þá? Engin svör.
Reflex var tvímælalaust best, á
hvern hátt? - fyrir utan að hafa æft
betur en hinar hljómsveitirnar.
Hvar lágu yfirburðir þeirra? í
hljóðfæraleik, lögum, textum?
Hvar?
Nei, svona skrif eru ekki góð ein-
kunn fyrir þann, er tekur að sér að
vinna fyrir fjölmiðla. Þarna var að
mínu mati kjörið tækifæri til að tí-
unda kosti og galla þessara hljóm-
sveita. Við þunnbýlingar viljum
gjarnan fá sem gleggstar upplýsing-
ar um það sem er að gerast á sem
flestum sviðum mannlífsins. í raun
má segja að lesendur hefðu fengið
hliðstæðar upplýsingar og marg-
nefnd grein gaf í eftirfarandi
klausu:
„Ég fór á hljómleika, þeir voru
ágætir, allar hljómsveitirnar fimrn
voru lélegar en ein var skárri en
hinar. 150 manns mættu á fyrsta
kvöldið en af því að húsið er svo
stórt er engin ástæða að sitja
heima. Bless.
P.s. Annars var það ekki fyrsta
kvöldið sem allar voru lélegar held-
ur á öðru kvöldinu - en á hinu voru
líka allar lélegar eða þannig sko -
fattiði ekki?“.
Þökk fyrir birtinguna,
G. Margrét Óskarsdóttir.
Myndlistar-
sýning í
Hverageröi
Sigurður Sólmundarson hefur
opnað „Litlu listmunastofuna" að
Ðynskógum 5 Hveragerði. Hann
sýnir þjóðlega gripi úr tré með
brenndu mynstri og 20 myndir unn-
ar úr grjóti.
Jólatrén
erukomin!
Falleg og fjölbreytileg
iii iiiiiiiii iim nmn—íii iiiiiii ... ... im in wmmmminmmmtmmammammm
Nú er gaman að vera til. Allt er fullt hjá okkur
af fallegum jólatrjám af öllum gerðum.
Norðmannsgreni eða Norðmannsþynur.
Lang-barrheldnasta jólatréð á markaðnum.
Dökkgrænt og fallegt á litinn.
Rauðgreni. Mikið úrval af þessum fallegu og
ódýru jólatrjám.
Eigum einnig gott úrval af öðrum tegundum
sem alltaf eru vinsælar, t.d. Omórika, blá-
greni,fjallafura ofl.
Komið í Blómaval, gangið um jólatré-
skóginn og veljið jólatréð við bestu
aðstæður inni sem úti.
Leggjum áherslu á góða þjónustu og
vandað val á jólatrjám.
^js£ss^a
blomoyQl
Gnóðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340
Togarasaga Guðmundar Halldórs
er
sannkölluð
sjómannabók
Jónas
Guðmundsson
Saga Guem. j.
r* » , Guðmundsson
Guðmundar
Halldórs togaramanns nær
yfir langa ævi, allt frá að búa
í steinbyrgjum og róa áraskipum
fyrir aldamót, til hnoðaðra járnskipa.
Jónas Guðmundsson nær ótrúlega
góðu sambandi við þennan tröllvaxna
karakter. Viðtal Jónasar við Guðmund
J. Guðmundsson son hans, er hreint
gull. Þar lýsir Guðmundur heimilis-
föðurnum Guðmundi Halldóri, Verka-
mannabústöðunum gömlu, kjörum
alþýðumannsins og daglegu lífi hans.
og
brimsölt
togaramaourwm
GUOMUNDUR HAtLDOR
<50 SOWiR «***«.
GUOMlíSiOVS i .
ataiA
Bókaútgáfan Hildur
Skemmuvegi 36 Kópavogi
Símar: 76700 - 43880