Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1982
Vinur minn Andropov
Rætt við Magnús Guðmundsson,
kennara, sem dvaldist tvo mánuði með
œðsta manni Sovétríkjanna, árið 1960
Daginneftirsjónvarpsþáttinn’um JúríAndrópovsl.
mánudag hringdi snemma um morguninn til okkar
Magnús Guðmundsson, kennari í Neskaupstað og
var reiður. Ég skil ekki þetta níð um manninn, hann er
að taka við embætti og menn gera ekki annað en níða
hann niður og dæma störf hans fyrirfram. Og ég segi
þetta vegna þess að ég þekki Júrí Andropov, ég
kynntist honum og fjölskyldu hans árið 1960. Þ4 hitti ég
þetta fólk daglega í tvo mánuði, sagði Magnús.
Á sjúkrahúsi
Hvernig atvikaðist það að þú
kynntist þessu fólki?
Þannig var að ég fékk heilabólgu
og mér var komið á sjúkrahús í
Moskvu. Þar lenti ég inná stofu
með ungum manni, rúmlega tví-
tugum, sem heitir Igor Andropov.
Við lágum þarna saman á stofunni í
einn mánuð og með okkur tókst
vinátta. Igor er sonur Júrí Androp-
ov og foreldrar hans heimsóttu
hann á hverjum degi og sýndu m»r
alveg einstaklega elskulegt viðmót,
en ég var þarna einmana útlending-
ur. Þann tíma sem við ígor lágum
saman var ég að æfa hann í ensku
en hann kenndi mér svolítið í rúss-
nesku í staðinn.
Þegar ég svo fór af sjúkrahúsinu
átti ég að fara á hressingarhæli
suður við Svartahaf, en ég hafði
haft orð á því að ég vildi gjarnan
vera nær Moskvu, vegna langs
ferðalags suðureftir. Svo allt í einu
var mér boðið á hressingarhæli
svona 100 km. frá Moskvu. Eg fékk
aldrei að vita það, en mig grunar
núna að það hafi verið Andropov-
fjölskyldan sem sá til þess að mér
varð að ósk minni. Nema hvað,
þegar ég kem á hressingarhælið, þá
kemur Andropov-fjölskyldan
þangað líka og þarna dvaldi ég með
þessu fólki mánuð í viðbót. Og
betra fólki hef ég varla kynnst.
Fjölskyldan kom mér fyrir sjónir
og í viðkynningu eins og elskuleg-
asta alþýðufólk.
Vissi ekki
hver hann var
Andropov var orðinn þekktur
maður innan tlokksins í Sovétríkj-
unum þegar þetta var, vissir þú
hver hann var?
Nei, ekki fyrr en ég kynntist hon-
um betur þarna á hressingarhæl-
inu. Þá sagði hann mér að hann
hefði verið sendiherra Sovétríkj-
anna í Ungverjalandi í upp-
reisninni 1956. Hann sagði mér
frá þeim atburði eins og hann kom
honum fyrir sjónir. Við fórum oft í
gönguferðir saman og ræddum
margt. Hann talaði sæmilega ensku
þá, ekki meira en það, en hann
talaði finnsku og ungversku
reiprennandi. Ég man að hann
hafði gaman af tónlist og þarna á
hressingarhælinu dvaldist stúlka
frá Venezuela, sem hafði lamast,
en hún var við tónlistarnám í Mos-
kvu. Stundum spilaði hún á gítar og
svo var sungið með. Þetta voru
ákaflega skemmtilegar stundir. Júrí
Andropov sagði mér að hann væri
ekki vel heilsuhraustur, hann
mæddist mikið á gönguferðum og
ég skil ekki hvernig hann fer að því
að halda langar ræður. Hann var þá
með einhvern hjarta- og lungna-
sjúkdóm, sem olli mæðinni.
Júrí sonur hans er í dag einn af
fyrirmönnum sovésku nefndarinn-
ar á friðarráðstefnunni í Madrid.
Ég hef séð myndir af honum og
kannast vel við hann. Fyrst eftir að
ég kom heim, fékk ég bréf frá hon-
um, en mig skorti tungumálakunn-
áttu til að svara og því varð ekkert
úr frekara sambandi. Nú, en svona
til gamans má geta þess að Jurí
Andrópov og hans fallega og
elskulega kona buðu mér að
heimsækja stg et ég ætti siðar leið
um Moskvu, en aldrei hefur nú
orðið af því.
En ég hringdi nú bara til þess að
mótmæla þessu eilífa níði um
manninn, vegna þess að hann og
hans fólk kom einstaklega
elskulega fram við mig þessa tvo
mánuði sem ég dvaldi með þeim
árið 1960, sagði Magnús Guð-
mundsson að lokum.
- S.dór
Fyrirburðir á
skálmöld
Fyrirburðir á skálmöld heitir 19.
bók Óskars Aðalsteins rithöfund-
ar, sem nýkomin er út hjá bókaút-
gáfunni Litbrá.
Fyrirburðir á skálmöld er skáld-
saga, sem gerist að mestu á
stríðsárunum. Á bókarkápu segir
að aðalpersóná sögunnar, Jóhann-
es, sé gæddur dulrænum hæfi-
leikum. Jóhannes stundar siglingar
á stríðsárunum og verður fyrir af-
drifaríkri reynslu af völdum
stríðsins og koma dulrænir hæfi-
leikar hans þar mjög við sögu.
Koma margar og fjölbreytilegar
persónur við sögu og segir á bókar-
kápu að frásögnin sé bæði hrað-
Hurðaskellir,
Stúfur
o.fl.
á
hljómplötu
Bræðurnir Hurðaskellir og Stúf-
ur hafa lengi verið grunaðir um
græsku. Nú hafa þeir verið staðnir
að verki og eru afhjúpaðir á nýrri
plötu, sem út kemur um næstu
helgi. En það eru fleiri en þessir
tveir, sem ílett er ofan af á plötunni
Staðnir að verki - þar eru líka þau
Bryndís Schram, Þórður hús-
vörður, Grýla , Lcppalúði og barn-
akór. Jólakötturinn Sigvaldi er
boðflenna í þessu jólaboði. Helstu
aðstandendur plötunnar eru þeir
kumpánar Þorgeir Ástvaldsson og
Magnús Ólafsson, en þeir hafa not-
ið aðstoðar liðsmanna Mezzoforte
við upptökuna, sem fór fram undir
Óskar Aðalstcinn rithöfundur
streym og myndrík. Bókin er 152
blaðsíður og er bókarkápan gerð af
Braga Ásgeirssyni listmálara.
stjórn Eyþórs Gunnarssonar í
Hljóðrita í síðasta mánuði.
Enn er ógetið um fimm plötur,
sem út eru að koma þessa dagana.
Allar eru framleiddar hérlendis og
fást því á hagstæðara verði en ella.
Þetta eru plöturnar Absolutely Live
með Rod Stewart, Gone Troppo
með George Harrison, American
Fool með John Cougar, Casino
Lights með úrvalsliði bandarískra
jass- og bræðingsleikara og Hello, I
must be going með Phil Collins,
trommuleikara og söngvara úr
Genesis. Sú plata fór beint í annað
sæti breska vinsældalistans þegar
hún kom út þar í landi fyrir
skemmstu.
Fiskaflinn fram til desember:
626 þús. lestum minni
nú en í fyrra
Þorskaflinn 91 þús. lestum minni
Fyrstu 11 mánuðina var þorsk-
afli báta 200.193 lestir en togara
152.786 lestir eða samtals 352.979
lestir. í fyrra var þorskaflinn fyrstu
11 mánuðina 444.208 lestir.
Heildaraflinn nú er 727.016 lestir
en var í fyrra 1.353.638 lestir.
Fiskifélag íslands, hefur birt
aflatölur fyrir fyrstu 11 mánuði
þessa árs, og þar kemur fram,
að heildar fískafli iandsmanna
er 626 þúsund lestum minni en
var á sama tíma í fyrra. Þorsk-
aflinn er 91 þúsund lestum
minni.
Hér munar að sjálfsögðu mest
um loðnuveiðarnar en í ár hafa
aðeins verið veiddar 13.244 lestir af
loðnu á móti 595.074 lestum í fyrra.
- S.dór
Skráð atvinnuleysi með mesta móti í nóvember:
Um 250 atvinnulausir
*
I Reykjavík
og á Akureyri
12.129 atvinnuleysisdagar voru
skráðir á landinu öllu í síðasta
mánuði. Þetta jafngildir því, að 560
manns hafi verið atvinnulausir all-
an mánuðinn, en þar svarar til
0.5% af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði í mánuðinum.
Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í
nóvember er nú meiri en verið hef-
ur í sama mánuði frá því regluleg
skráning hófst árið 1975, að því er
fram kemur í upplýsingum frá
vinnumáladeild félagsmálaráðu-
neytisins. t
Mest er aukning á skráðum
atvinnuleysisdögum í nóvember á
höfuðborgarsvæðinu og á Norður-
landi eystra. Á báðum þessum
stöðum er atvinnuleysi meðal karla
verulega meira en hjá konum, og
bendir það til þess að hér sé öðru
fremur um samdrátt í útivinnu að
ræða vegna veðurfars. Þannig voru
síðasta dag nóvembermánaðar
skráðir atvinnulausir í Reykjavík
163 karlar og 63 konur og á Ákur-
eyri 84 karlar og 18 konur.
Skráðir atvinnuleysisdagar á
höfuðborgarsvæðinu voru í síðasta
mánuði 4.283 en 1.775 á sama tíma
í fyrra. Á Suðurlandi og Reykja-
nesi hefur skráðum atvinnuleysis-
dögum hins vegar fækkað nokkuð
frá því á sama tíma í fyrra. Þá voru
61 maður atvinnulaus á Reykja-
nesi, en nú aðeins 14.
Atvinnuástand úti á landi er
víðast hvar gott, nema á Siglufirði
þar sem 39 voru skráðir atvinnu-
lausir í nóvember, 69 á Ólafsfirði,
33 á Húsavík og 15 í Breiðdalsvík.
Vinnueftirliti félagsmálaráðu-
neytisins bárust í síðasta mánuði til-
kynningar frá 6 fyrirtækjum um
uppsagnir starfsfólks sem taka til
150 starfsmanna. Þá hafa nokkur
fyrirtæki boðað að þau muni stytta
vinnuvikuna á næstunni. Þegar á
heildina er litið er það álit vinnueft-
irlitsins að atvinnuástand sé ó-
tryggara nú en á sama tíma undan-
farin ár.
-Ig-