Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1982
bókmenntir
Þegar róið var
í grindavíkum
Haraldur
Sigurðsson
skrifar
Lúðvík Kristjánsson:
Islenskir sjávarhættir II.
Reykjavík. Menningarsjóður
1982.
Nýlega er komið út annað bindi
hins mikla sögurits Lúðvíks Krist-
jánssonar um íslenska sjávarhætti.
Fyrsta bindi þess kom út fyrir
tveimur árum og von er á tveimur
til viðbótar, svo að hér er um að
ræða eitt umfangsmesta sögurit,
sem íslendingur hefur reitt af
höndum. í fyrsta bindi var einkum
fjallað um fjörunytjar: sölvatekju
trjáreka og selveiði og hve mikill
þáttur þessi hlunnindi voru í
þjóðarbúskap landsmanna á um-
liðnum öldum. Þetta bindi er svo
bcint framhald af því, en gengið
nokkuö framar á vit sjávar og
greint frá verstöðvum, skipakosti,
verferðum og verbúðalífi. Bókin er
mikið rit röskar fimm hundruð síð-
ur í fjórblöðungsbroti, með nærri
fimm hundruð myndum, þar af all-
mörgum í litum.
Þetta bindi hefst á yfirliti um all-
ar verstöðvar hvarvetna á landinu,-
og eru þær markaðar á íslandskort
og gerð grein fyrir sögu þeirra, að
svo miklu leyti sem hún er kunn og
greint frá aðstöðu til róðra og ann-
arra sérkenna hvers staðar. Ver-
stöðvunum skiptir höfundur eftir
atvinnuháttum í fjóra flokka, sem
hann nefnir: útver, heimaver,
viðleguver og blönduð verstöð.
Þessum kafla fylgja fallegar lit-
myndir margra þeirra, flestar tekn-
ar af Ómari Ragnarssyni. En því
miöur sést þar fátt minja. Þær eru
nú ílestar horfnar.
Þar fer á eftir rækilegasti kafli
bókarinnar, nærri þrjú hundruð
blaðsíöur. Fjallar hann um ára-
skipin íslensku, mismunandi gerð
þeirra og allan umbúnað. Þar er
gerð grein fyrir hverjum hlut í
bátnum sjálfum frá kili til borð-
stokks ekki síður en öðrum farbún-
aði, svo sem árum og seglum. Lýs-
ingunni fylgir fjöldi mynda og
teikninga. Þar er sýndur munur
hinna ýmsu bátagerða og rakin
heiti hvers hlutar og hvers umfars í
byröing og samskeytum. Eru
teikningar þessar hinn besti bókar-
auki, því að þær segja lesandanum
meira en nokkur orð eða Ijósmynd
fær tjáð. Sæmilega glöggum manni
á því að vera auðvelt að glöggva sig
á hverju og einu, sem fyrir hann
ber ef gamlan bát ber honum fyrir
augu, en þeir eru nú orðnir harla
fágætir nema helst á minjasöfnum.
Teikningar þessar eru gerðar eftir
mælingum á bátunum sjálfum, þar
sem þær eru fyrir hendi eða farið er
eftir eldri mælingum og öðrum
upplýsingum er varðveist hafa.
Sögu, þróun og mismun báta-
gerðanna eftir tímum og héruðum
er lýst svo rækilega sem heimildir
leyfa.
Loks kemur svo að þriðja meg-
inþætti bókarinnar, sem fjallar um
vertíðirnar sjálfar, verferðir og
verðbúöalíf, en allt voru þetta gild-
ir þættir í atvinnusögu þjóðarinnar
og átti líka sinn hlut í samhengi í
menningu hennar og gagnkvæmum
kynnum fjarlægra landshluta. Ef
ég ætti að fitja upp á aðfinnslum við
bókina, væri það helst, að sá kafli
væri í styttra lagi, þó að ugglaust sé
drepið á allt það sem máli skiptir.
Tvö bindi eru enn væntanleg, og
má svo ráð fyrir gera, að þá verði
ýtt úr vör, veiðunum sjálfum lýst
og öðru því sem gerist á sæ.
Víða hefur Lúðvík leitað fanga í
þetta bindi. Það gefur ef til vill
besta hugmynd um hve víða er
komið við í könnuninni, að
heimildaskráin er hvorki meira né
minna en ellefu blaðsíður. Spannar
hún jafnt prentaðar bækur, handrit
og skjöl, auk fjölda manna, sem
látið hafa höfundi í té munnlegar
frásagnir um ýmis efnisatriði. í
þeim hópi er margt gamalia
manna, sumir fæddir upp úr miðri
síðustu öld. Menn sem unnið höfðu
árum saman við öll þau störf, sem
fylgdu hinni fomu sjósókn á árabát-
um og kunnu þar til allra vinnu-
bragða. Nýtur bókin þess hér, hve
snemma Lúðvík hóf aðföng sín til
hennar. Nú tekur fast að saxast á
þann hóp manna, sem einu sinni
réru í grindavíkum og leirum lands-
ins og þeir flestir horfnir undir
moldir, er kunnu að sigla öldujó til
miða og taka brimlendingu við
sanda eða skerjótt afdrep strandar-
innar.
Lúðvík Kristjánsson rithöfundur:
mikil nákvæmni og óþreytandi elja
Úr þessum brotum hefur Lúðvík
unnið árum saman og fellt þau í
heild af mikilli nákvæmni og ó-
þreytandi elju. Mér er það kunn-
ugt, að fyrsta bindi bókarinnar
vakti svo mikla athygli að prenta
varð það upp að nýju. Sú er þó trú
mín að enn meiri fengur þyki að
bókinni í framtíðinni, þegar ára-
skipin færast fjær og þeir tímar sem
bókin fjallar um. Oft eru örlög
bóka þau, að þær gleymast á
skömmum tfma og verða lítið ann-
aö en nafn í spjaldskrá bókasafna.
Lúðvík þarf ekki að kvíða því, að
þau örlög bíði bókar hans, þó að
um einstaka þætti megi ugglaust
eitthvað við bæta og einhverju
bæta við.
Loks má geta þess, að öll útgerð
bókarinnar og prentun er hin vand-
aðasta og að ekkert hefur verið
sparað til, að hún mætti verða góð-
ur prentgripur og höfundi og útgef-
anda til sóma.
Gunnar M. Magnúss. rithöfund-
ur, slær ekki slöku við. I 55 ár
a.m.k. hefur hann verið sískrifandi
og við lauslegt yfirlit sýnist mér að
út hafi komið eftir hann álíka
margar bækur. Eru þær af ýmsum
toga: barna- og unglingabækur,
smásögur, lengri skáldsögur, Ijóð,
leikrit, ævisögur, viðtalsbækur,
sagnfræðirit. í raun og veru er mun
fljótlegra að telja upp þau svið bók-
mennta þar sem Gunnar hefur ekki
verið að verki en hin.
En magn framleiðslunnar er
auðvitað aldrei mælikvarði á gildi
hennar. Um það eru viðtökur les-
enda marktækari. Og Gunnar þarf
ekki að kvarta undan þeim, enda
hafa ýmsar bækur hans verið
endurprentaðar.
Nýjasta bók Gunnars kom út nú
fyrir nokkrum dögum, Ingimundur
fiðla og fleira fólk. Fyrsti þáttur
bókarinnar er um Ingimund og
nefnist „Tónmeistarinn Ingimund-
ur fiðla“. Þeir Ingimundur og Jó-
hannes Kjarval voru bræður. Jó-
hannes var listmálari á heimsmæli-
kvarða. Ingimundur var sjálf-
menntaður fiðlusnillingur, en of
snemma á ferð fyrir varanlega
frægð. Málverkið geymist en tón-
arnir deyja með listamanninum sé
tæknin til að geyma þá framtíðinni
ekki tiltæk. En svona undramenn
mega ekki gleymast. Gunnar M.
Magnúss hefur nú lagt sitt af mörk-
um til þess að svo verði ekki.
Annar þáttur bókarinnar nefnist
„Tunnustafurinn og alþýðu-
Fortíðin á ferli
fræðarinn". Er þar sagt frá þeim
merkilega manni, Guðmundi
Hjaltasyni, sem varði öllum sínum
manndómsárum til þess að fræða
fólk og mennta, heima og erlendis.
Líklega er ill- eða ógerlegt að átta
sig á því hvaö Guðmundur hélt
marga fyrirlestra um ævina. Gunn-
ar telur að þeir muni naumast hafa
verið færri en 1100 hérlendis.
Hamingjan má vita hvað þeir urðu
margir annarsstaðar á Norðurlönd-
unum, en áreiðanlega hafa þeir
skipt mörgum hundruðum. Guð-
mundur var einn þeirra fágætu
manna, sem lifa öðrum meira en
sjálfum sér.
Þriðji þátturinn, „Karlmennið
Guðný og skáldið á Þröm“, er um
mikla hamfarakonu, Guðnýju Sig-
ríði Magnúsdóttur, sem var vinnu-,
og verkakona, einkum í Súgandaf-
irðinum, „hraustmenni mikið og
sjósóknari með afbrigðum", segir
Magnús Hjaltason, (Skáldið á
Þröm), í dagbókum sínum, en
hann er önnur höfuðpersónan í
þættinum. Hér er Gunnar á kunn-
um slóðum því hann liefur, sem
kunnugt er, skráð ævisögu Skálds-
ins á Þröm, en Baldvin Halldórs-
son leikari er einmitt að lesa hana í
útvarpið um þessar mundir.
Magnús H.
Gíslason
skrifar
í þættinum „Framandi gestir til
ísafjarðar" segir Gunnar frá komu
hóps af Grænlendingum til fsa-
fjarðar árið 1925. Áttu þeir að vera
stofninn að nýlendu, sem Danir
hugðust koma á fót norður í Scor-
esbysundsfirði, en komu við á ísa-
firði á leiðinni til hinna nýju
heimkynna. Greinir Gunnar frá
hinum hlýju móttökum, sem þessir
nýstárlegu gestir fengu á ísafirði
fyrir hartnær 60 árum.
Síðasta þátt bókarinnar nefnir
Gunnar „Guðaveigar lífga sálar-
yl“. Er þar sagt frá margvíslegum
samskiptum íslendinga við brenni-
vínið, en þar hefur löngum á ýmsu
gengið.
Allir eru þættir þessir skemmti-
lega skrifaðir, eins og annað, sem
Gunnar lætur frá sér fara. En þeir
eru einnig fróðlegir í besta lagi.
Einkum finnst mér mikill fengur að
frásögnunum af Ingimundi fiðlu og
Guðmundi Hjaltasyni. Fyrir flest-
um núlifandi Islendingum hafa þeir
aðeins verið nöfn, ef þá einu sinni
það. Nú hefur Gunnar bætt úr því.
Hér er og enn fyllt uppí þá mynd
sem Gunnar hafði áður gefið okkur
af Skáldinu á Þröm. Og gaman er
að kynnast kvenskörungnum
Guðnýju, sem skildi og mat skáldið
betur og meir en margir þeir, sem
ætla hafði mátt að stæðu henni
framar í þeim efnum.
Það er gott verk og nytsamlegt
að halda til haga slíkum fróðleik
um einstaklinga og atburði, eins og
er að finna í þessari bók Gunnars
M. Magnúss. -mhg.
Austan tjalds og vestan
Ingólfur Margeirsson. Erlend
andlit. Myndbrot af mannfólki.
Iðunn 1982.
Þessi bók Ingólfs Margeirssonar,
sem lesendur blaðsins þekkja vel af
sunnudagsviðtölum mörgum og
ágætum, geymir sex þætti. Nám,
blaðamennska og forvitni hafa bor-
ið höfundinn í ýmis lönd og hann
notar eftirminnilegar persónur,
sem hann hefur mætt á leið sinni til
að gera tvennt í senn: skoða per-
sónumar sjálfar - og koma að ýms-
um fróðleik og vangaveltum um
það umhverfi sem þær eru sprottn-
ar úr.
Tveir þættirnir tengjast Austur-
Evrópu. Það kemur oft fram, að
blaðamenn á skyndireisu hafa oft
ekki erindi sem erfiði á ferðalagi
um þau sérstæðu samfélög, sem
eru í senn svo nálæg og þó um leið
miklu annarlegri en menn gera sér
grein fyrir í fljótu bragði. Ingólfur
Margeirsson getur að sjálfsögðu
ekki yfirstigið allan þann vanda
sem sá lendir í sem hefur skamma
dvöl í slíkum samfélögum. En þeg-
ar á heildina er litið kemst hann hjá
Ingólfur Margeirsson.
Árni
Bergmann
skrifar
þeim algengu freistingum að draga
mjög víðtækar - og kannski illa
grundaðar - ályktanir af sinni
skömmu reynslu. Hann reynirfyrst
og fremst að leyfa þeim að tala sem
hann hefur náð í skottið á - og fær
þá oft undarlegar játningar. Lest-
arstjóri frá Búdapest hefur þetta að
segja af sínu fólki, sinni kynslóð:
„Ekkert mannlegt athæfi kemur
okkur framar á óvart. Við erum
reiðubúin til að mæta sérhverri að-
gerð, sérhverri hugsun mann-
skepnunnar. Við tökum skjalli
með þögn, ógnunum með brosi,
lýgi með nýrri lýgi. Við erum hætt
að trúa á manninn og þess vegna
getur hann ekki gert okkur
mein“...
Furðulegust persóna í bókinni er
að líkindum „tígrisdýrið frá Sibir-
íu“, pólsk-rússnesk vændiskona í
Varsjá, sem er bókmenntafræðing-
ur á daginn. Saga hennar er eftir-
minnileg - en í smíði þess þáttar
verðru höfundi þó eitt á: hann
leggur fullmikið á sig til að láta
þessa konu fara með allan þann
fróðleik sem hann vill koma að um
Pólland á öndverðum valdatíma
Gierkes.
Betur tekst að tvinna saman
persónulýsingu, höfund og stór-
tíðindi heimsins í þættinum Kopar
frá Chile. En þar segir frá Hasse,
sænskum járnbrautarstarfsmanni,
sem yfir drykkju og eftir harmo-
níkuspil hugsar upphátt um glæsi-
lega fjáraflamöguleika. Og kopar
frá Chile, sem Hasse vill stela frá
sænsku fyrirtæki, eða Allende-
stjórninni eða Pinochet, verður svo
hentugt tilefni til að koma ýmsu að
um þriðja heiminn, siðgæði og við-
skipti og fleira merkilegt.
Þessi þáttur er best skrifaður -
og þar næst mætti net'na nokkuð
skondna frásögn af grískum skóla-
bróður Ingólfs Margeirssonar, sem
neyðist til að lúberja þann íslenska
vin sinn í nafni grísks karlmanna-
stolts, skrattinn hann Ingó hafði
sest hjá kærustu Grikkjans í leyfis-
leysi! Þessi forneskja Grikkjans fór
saman við nýmarxisma og upp-
reisnarflipp ríks pabbadrengs: ís-
lendingar eru svosem ekki einir á
báti í því að blanda saman ólíkleg-
ustu hlutum í sálartetrum sínum.
Ingólfur skrifar vel virkan blaða-
mannastíl, sem er stundum of
skrautgjarn, en annars vel læsi-
legur.
ÁB