Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 1
UQÐVIUINN
Eg get ekki lengur orða
bundist yfir þessu
stanslausa níði um
manninn segir Magnús
Guðmundsson kennari
um æðsta mann
Sovétríkjanna Júrí
Andropov.
Sjá 6
Mdesember 1982
þriðjudagur
47. árgangur
| 284. tölublað
Orkuverð til álversins og almenningsveitna
Munurlnn áfram fimmfaldur
samkvæmt tíllögu Guðmundar
Þetta línurit sýnir svo skýrt sem
verða má, hvernig munurinn á ork-
uverði til álversins annars vegar og
almenningsrafveitna í landinu hins
vegar hefur vaxið frá því álverið
tók til starfa árið 1969.
í byrjun þurftu almenningsraf-
veiturnar að greiða um 80% hærra
verð fyrir orkuna heldur en álver-
ið. Nú er munurinn hins vegar
kominn upp í 460%! - Eðlilegur
munur þarna á milli er 50% að
dómi sérfróðra manna.
Neðri línan sýnir hvernig orku-
verðið tii álversins hefur þróast á
þrettán árum, og varla færst úr
stað. En efri línan sýnir, hvernig
orkuverð til almenningsraf-
veitnanna hefur þotið up á sama
tíma.
Litla strikalínan, í horninu niðri
til hœgri, sýnir hvernig orkuverð til
álversins œtti að hœkka samkvœmt
frœgri tillögu GuðmundarG. Þórar-
inssonar, sem Framsóknarflokkur-
inn hefurtekið ábyrgð á, úr6.5 mill
á kílówattstund í 7.8 mill.
■ ■ i ■ ■ k i i ■ "1.1 III
69 1970 71 72 73 74 75 76 77 78 79 1980 81 82 83
US/
mill/
kwh
30-
20-
Til almenningsveitna
10-
6,5
mill
LANDSVIRKJUN
meðalheildsöluverð á raforku
36,4 mill
Til ísal
Komið er fram
frumvarp um að
fasteignaskattar
hækki hvergi
meira en um
65% ámilli ára
1983,enfast-
eignamat á höf-
uðborgarsvæð-
inu hækkaði 1.
des. s.l. um 78%
Um helgina var
víða skreytt og
föndrað fyrir
jólin. A Barna-
heimilinu Osi
komu saman
börn, foreldrar
og starfsfólk til
að skreyta.
Fjárveitinganefnd skilar af sér
Fjárlög koma
til annarrar
umræðu í dag
- Hækkun á rekstrar- og útgjaldaliðum nemur 145 miljónum
króna, sagði Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar ai-
þingis í stuttu viðtali við Þjóðviljann í gær.
Fjárlögin verða til annarrar um-
ræðu í sameinuðu þingi í dag. Eins-
og áður sagði eru frávikin frá þvi
fjárlögin voru lögð fram orðin 145
miljónir, en fjárveitinganefnd hef-
ur haft frumvarpið til umfjöllunar i
nokkrar vikur. Gera má ráð fyrii
að fjárlögin verði afgreidd á alþingi
fyrir jólin en í dag hefst önnur um-
ræða.
Geir Gunnarsson sagði að meðal
óafgreiddra mála frá nefndinni
væru B-hluta fyrirtæki í fjárlögum
t.d. Háskóli íslands og Lánasjóður
íslenskra námsmanna. Þau ættu að
koma til afgreiðslu í vikunni.
-óg
Geir Gunnarsson formaður fjár-
veitinganefndar alþingis.
Alþýðubandalagið
Ný fram-
kvæmdastjóm
Á fyrsta fundi nýkjörinnar mið-
stjórnar Alþýðubandalagsins var
kjörið í framkvæmdastjórn flokks-
ins. Hana skipa nú auk Svavars
Gestssonar formanns Alþýðu-
bandalagsins, Kjartans Ólafssonar
varaformanns, Guðrúnar Helga-
dóttur ritara og Tryggva Þórs
Aðalsteinssonar gjaldkera, sem
eru sjálfkjörin, þau Adda Bára Sig-
fúsdóttir, Álfheiður Ingadóttir,
Pétur Reimarsson. Lúðvík Jóseps-
son, Rannveig Traustadóttir og
Úlfar Þormóðsson. Varamenn eru
1. Margrét Björnsdóttir, 2. Ólafur
Ólafsson og 3. Vilborg Harðar-
dóttir. Framkvæmdastjórn skiptir
sjálf með sér verkum.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
;Reykjavík, formaður verka-
lýðsmálaráðs, formaður þing-
flokks, framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins og fulltrúi Æskulýðs-
nefndar Alþýðubandalagsins sitja
einnig fundi framkvæmdastjórnar.
- ekh
Bráðabirgðalögin úr nefnd
Bráðabirgðalögin voru afgreidd
úr fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar alþingis í gær. Meirihluti
ncfndarinnar leggur til að bráða-
birgðalögin verði samþykkt en
mcirihlutann mynda aðilar að
ríkisstjórn. Minnihluti ncfndarinn-
ar hefur ekki lagt fram álit. Með
meirihlutaáliti fylgir greinagerð
með sérfræðiáliti Sigurðar Líndals
um vafaatriði í lagatúlkun.
í áliti Sigurðar segir, að ef lögin
l'alli, verði felld í atkvæðagreiðslu á
alþingi, eigi Kauplagsnefnd að
reikna út verðbætur að nýju. Verð-
bætur á laun greiddust þá síðan
launþegum frá þeim degi sem lögin
ganga úr gildi. Verðbótaskerðing-
unni sem þegar er orðin verður
hins vegar ekki haggað.
Sigurður segist og telja að um
gildistíma verðbótaskerðingarinn-
ar sé rétt að orða ákvæði þannig að
taki af öll tvímæli. Bráðabirgðalög-
in verða væntanlega tekin til ann-
arrar umræðu í efri deild nú í vik-
unni.