Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Aldrei hefur ræðu Nóbelsverðlaunahafa verið tekið með jafn langvinnu lófataki og rœðuþeirri er Gabriel Garcia Marquez hélt s.l. miðvikudag, er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum voru afhent. Rœða Marquezfjallaði um þann raunveruleika sem íbúar Rómönsku Ameríku eru dæmdir til að búa við, um þá einsemd Rómönsku Ameríku sem ekki verður rofin með samstöðu í draumnum, heldur í áþreifanlegum verknaði og um þá óforbetranlegu þráhyggju sem gefur lífinuforskot á dauðann í ógnvekjandi heimi. Marquez rakti í upphafi ýmis þau ólíkindi er einkennt hafa sögu álfunnarfrá upphafi og tóku engan enda við frelsun undan Spánverjum. Síðan minnti hann á aðfyrir 11 árum hefði chilenska skáldið Pablo Neruda ávarpað þessa samkomu: Síðan þá höfum við ekki búið við stundlegan frið. Forseti er líkja má við Promiþeif lét lífið í brennandi höll sinni þar sem hann barðist einn gegn heilum her, tvö flugslys sem bar að með dularfullum hætti og IKigl ÍS! jpj . Wmf. Gabriel Garcia Marquez hélt ræðu sína í kauphallarsalnum í sænsku konungshöllinni undir styttunni af Gustaf III. Kunnugir segja að aldrei hafi verðlaunagjafi fengið jafn langvinnt lófatak eftir ræðu og Marquez. hennar eftir sjálfstæði og uppruna- legu frumkvæði sé tilkomin fyrir vesturlenskan tilverknað. Menningarleg gjá Þrátt fyrir það að framfarir á sjóferðum hafi fært vora Ameríku og Evrópu nær hvor annarri, sem raun ber vitni, þá er eins og þetta ‘ hafi jafnframt aukið á þá menning- arlegu gjá sem skilur okkur að. Hvernig ætli standi á því að öll þau sérkenni okkar, sem menn hafa fortakslaust meðtekið í bók- menntum, séu útskúfuð og dæmd þegar við með umtalsverðri fyrir- höfn beitum þeim í tilraunum til félagslegra breytinga? Hvers vegna þurfa menn að halda að það félags- lega réttlæti, sem framsæknir Evr- ópubúar reyna að koma á í sínum heimalöndum, geti ekki einnig orðið suðuramerískt markmið, sem við viljum vinna að með öðr- um aðferðum vegna annars konar aðstæðna? Nei, hinn endalausi sársauki og ofbeldi, sem er saga okkar, stafar af ævafornu óréttlæti og ómælan- legri biturð, en ekki af samsæri, sem sett hefur verið á svið í 20 þús- und kílómetra fjarlægð frá heimili okkar. Að hætti gamalmenna, sem gengin eru í barndóm og gleymt hafa frjósömum strákskap æskunnar, hafa margir af leið- togum og hugsuðum Evrópu hins vegar tekið þessa skýringu trúan- lega, eins og ekki væri um aðra leið að velja en að leggja örlög sín í hendur hinna tveggja stóru herra heimsins. Þetta, vinir kærir, sýnir víddina í einsemd vorri. Forskot lífsins Hins vegar, - gegn kúguninni, gegn arðráninu og afskiptaleysinu, er svar okkar lífið sjálft. Hvorki syndaflóði né pest, hvorki hungurs- neyð né náttúruhamförum, ekki Elnsemd Rómönsku Ameríku ekki hafa verið útskýrð urðu góðhjörtuðum og gjafmildum for- seta og lýðræðislega þenkjandi her- foringja að fjörtjóni er þeir höfðu endurfært þjóð sinni sjálfsvirðing- una. Það hafa verið háðar fimm styrjaldir og sautján valdarán og upp tróð djöfullegur harðstjóri sem framkvæmdi í Guðs nafni fyrstu útrýmingarherferðina á einni þjóð í Latnesku Ameríku á okkar dögum. Á sama tíma hafa 20 milljón suðuramerísk börn dáið áður en þau náðu 2 ára aldri, en það eru fleiri börn en fæðast hafa í Evrópu frá 1970. Þeir sem hafa horfið af völdum kúgunaraflanna telja 120 þúsundir, sem samsvarar því, að enginn vissi í dag hvert allir íbúar Uppsalaborg- ar hefðu farið. Margar konur, sem voru barnshafandi þegar þær voru fangelsaðar ólu böm sín í fangels- um Argentínu, en vita nú ekki hvar þau eru niðurkomin eða hver þau eru, því þau voru gefin á laun eða sett á barnaheimili hersins. í allri álfunni hafa um 200 þúsundir látið lífiö fyrir þá sök að vilja breyta ástandinu og yfir 100 þús- und menn og konur hafa fallið í þrem stoltum smáríkjum í Mið- Ameríku: Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala. Hefði þetta gerst í Bandaríkjunum hefði hliðstæð tala orðið sú að 1 milljón og sexhundr- uð manns hefðu látið lífið í átökum á fjórum árum. Chile er íand sem á sér gestrisna hefð - þaðan hefur ein milljón manna flúið eða tíundi hver íbúi. Uruguay er lítið land með 2,5 mill- jónir íbúa, og talið vera það siðaðasta á öllu meginlandinu. Fimmti hver íbúi þess er nú land- flótta. Frá 1979 hefur borgarastyrj- öldin í E1 Salvador orsakað það, að nálega þrír flóttamenn hafa yfirgef- ið landið á hverri klukkustund að meðaltali. Það ríki, sem hægt væri að mynda með öllum þeim sem flúið hafa Rómönsku Ameríku nauðug- ir viljugir yrði fjölmennara en Nor- egur. Ég leyfi mér að hugsa sem svo, að það sé einmitt þessi yfirgengi- legi raunveruleiki sem hafi opnað augu sænsku akademíunnar, en ekki bara hin bókmenntalega út- legging hans. Raunveruleiki sem ekki tilheyrir pappírnum, heldur lifir með okkur þar sem sérhvert augnablik einkennist af hinum óútreiknanlegu daglegu dauðsföll- um. Raunveruleiki sem nærir upp- sprettu óseðjandi sköpunarþrár sem er svo full af sorg og fegurð - og þessi löngunarfulli kólumb- íanski förumaður er aðeins dropi úr þeirri uppsprettu, sem örlögin hafa valið. Skáld og betlarar, tónl- istarmenn og spámenn, hermenn og lukkuriddarar, við allir, synir þessa vægðarlausa raunveruleika, höfum ekki þurft að leita á náðir hugarflugsins, þar sem okkar stær- sta vandamál hefur verið að hinar hefðbundnu aðferðir hafa ekki dugað til þess að gefa lífi okkar sannferðuga mynd. Þetta, vinir kærir, er kjarninn í einsemd okkar. Spegill fortíðar Og úr því þessir erfiðleikar eru hindrun í vegi okkar, sem erum hluti af eðli þeirra, þá er ekki svo erfitt að skilja að hin skynsömu gáfnaljós þessa hluta heimsins, sem eru upptekin í athugun á eigin menningu, skuli ekki eiga nothæfa aðferð afgangs til að túlka okkur. Það er skiljanlegt að þeir þrástagist við að mæla okkur sama mæli- kvarða og þeir nota á sjálfa sig, án þess að hafa í huga að hrellingar lífsins eru ekki jafnar fyrir öllum og að leitin eftir sjálfsvitund okkar er jafn blóðug og hún eitt sinn var fyrir þá. Túlkun á raunveruleika okkar með framandlegum fyrir- myndum er einungis til þess fallin að gera okkur óþekkjanlegri, ó- frjálsari og bundnarieinsemdinni. Það væri hugsanlegt að hin æru- verðuga Evrópa yrði skilningsrík- ari ef hún reyndi að sjá okkur í spegli sinnar eigin fortíðar. Ef hún gæti minnst þess að það tók Lund- únir 300 ár að byggja fyrsta borg- armúrinn, og önnur 300 ár að eign- ast sinn fyrsta biskup, að Róm barðist í myrkviði óvissunnar í 20 aldir áður en etrúskum konungi þóknaðist að gefa henni pláss í sög- unni ög að þeir friðsömu Svisslend- ingar sem í dag bjóða okkur upp á unaðsemdir hins svissneska osta-- borðs og sína óviðjafnanlegu tíma- mæla, þeir hinir sömu lituðu Evr- ópu blóði í gervi málaliða svo seint semá 16. öldinni. Ogjafnvelátíma endurreisnarinnar fóru 12 þúsund sveitamenn í þjónustu hins keisara- lega hers ránshendi um Rómaborg og stungu 8 þúsund af íbúum henn- ar til bana. Samstaða í verki Ég geri ekki kröfu til að vera talinn endurspegla draumsýnir Tonio Krögers, en Thomas Mann hyllti drauma hans um sameingu hins siðvanda norðurs og ástrfðu- fulla suðurs einmitt á þessum stað fyrir 53 árum. En ég hygg að allir þeir skarp- skyggnu Evrópubúar, sem einnig hér berjast fyrir manneskjulegri og réttvísari fósturjörð, gætu komið okkur til hjálpar ef þeir endur- skoðuðu frá grunni þann spegil, sem þeir hafa skoðað okkur í. Sam- staðan með draumum okkar rýfur ekki einsemdina, nái hún ekki að taka á sig áþreifanlegt form í verki, í réttsýnum stuðningi við þær þjóð- ir sem bera vona sína um líf í skipt- ingu jarðarinnar. Rómanska Ameríka vill hvorki né þarf að vera vilj alaust peð, og sú goðsaga er líka óþörf, að löngun einu sinni hinu eilífa stríði, sem staðið hefur áratugum saman, hef- ur tekist að draga úr því þrákelkna forskoti, sem lífið hefur fram yfir dauðann. Forskoti sem stöðugt eykst: Á hverju ári fæðast 74 mill- jónir manna fram yfir þá sem deyja í heiminum. Manngrúi, sem árlega nægði til þess að sjöfalda íbúatölu New York. Flestir fæðast í hinum fátækari löndum, þar á meðal í Rómönsku Ameríku. Hins vegar hefur fíkustu þjóðunum tekist að skaffa sér nægilega mikið af tortím- ingartólum til þess að útmá hundr- að sinnum, ekki bara allt það fólk, sem til hefur verið á jörðinni til þessa, heldur einnig allt það kvikt, sem nokkru sinnum hefur lifað á þessari plánetu óhamingjunnar. Útópía lífsins Það var á degi sem þessum sem lærimeistari minn, William Faulkner, sagði á þessum stað: „Ég neita að viðurkenna endalok mannsins.“ Mér fyndist ég ekki þess verður að taka þetta sæti, sem var hans, ef ég væri þess ekki meðvitaður að þau ragnarök, sem hann neitaði að fallast á fyrir 32 árum, eru nú í fyrsta skipti frá upp- hafi mannsins tæknilegur mögu- leiki. Frammi fyrir þessum ógnvekj- andi veruleika, sem á öllu tilvistar- skeiði mannsins hlýtur að hafa ver- ið álitinn staðleysa, finnst okkur sagnagerðarmönnunum sem trú- um á hvað sem er, að okkur sé heimilt að trúa að ekki sé of seint að hefja sköpun hinnar andstæðu staðleysu. Það verður ný og hríf- andi útópía lfsins, þar sem enginn getur kveðið á um dauðdaga ann- ars, þar sem kærleikurinn mun reynast sannur og hamingjan möguleg, og þar sem þær ættir sem dæmdar eru í hundrað ára einsemd fá loksins og fyrir alla framtíð nýja möguleika á jörðinni. ólg.snérí Ræða Gabriels Garcia Marquez flutt við afhendingu bókmennta- verðlauna Nóbels 1 Stokkhólmi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.