Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Foreldrafélög grunnskóla Kópavogs: Átelja að námsgagna- stofnun sé fjársvelt Sól hf. Þverholti 19. sími 91-26300 Fomritafélagið færist nú í aukana Hið íslenska fornritafélag var stofnað árið 1928. Það er sjálfseignarstofnun og tilgangur þess er „að láta gera vandaða út- gáfu allra helstu íslenskra fornrita og endurnýja hana eftir þörfum“, eins og segir í lögum félagsins. Sá sem frumkvæðið átti að stofn- un félagsins var Jón Ásbjörnsson, hæstaréttardómari. Var hann og forseti þess um áratuga skeið. Fyrsta ritið, sem út kom á vegum félagsins, var Egils saga. Sigurður Nordal gafhana út 1933, en Sigurð- ur var fyrsti útgáfustjóri félagsins. Eftir hann kom Einar Ól. Sveins- son, prófessor, en núverandi út- gáfustjóri er dr. Jakob Bene- diktsson. Hingað til hefur félagið gefið út 18 bindi íslenskra fornrita og eru Danakonungasögur, sem nú voru að koma út, hið síðasta þeirra. Stærstur hlutinn er íslendinga- sögur, 13 bindi, en þar að auki Heimskringla í 3 bindum og Orkneyingasaga í einu bindi. Fé- lagið hefur aukið mjög starfsemi sína hin síðari árin. Árið 1979 gaf það út sérstaka hátíðarútgáfu af Heimskringlu í tilefni 800 ára af- mælis Snorra Sturlusonar. Jafn- framt hefur verið unnið að því að ljósprenta þau bindi útgáfunnar, sem uppseld voru, en ýmis þeirra höfðu verið ófáanleg árum saman. Síðustu 3 árin hafa öll 17 bindi út- gáfunnar verið fáanleg hjá bóka- sölum en þau eru: Íslendingabók-Landnámabók, Egils saga Skalla-Grímssonar, Borgfirðinga sögur, Eyrbyggja saga, Laxdæla saga, Vestfirðinga sögur, Grettis saga, Vatnsdæla saga, Eyfirðinga sögur, Ljósvetn- inga saga, Austfirðinga sögur, Brennu-Njáls saga, Kjalnesinga saga, Heimskringla 1.2. og 3. bindi og Orkneyinga saga. Verið er nú að vinna að undir- búningi margra nýrra binda, sem væntanlega koma út á næstu árum. í undirbúningi eru tvö önnur bindi Konungasagna, og verða útgef- endur þeirra dr. Bjarni Einarsson og dr. Ólafur Halldórsson. Þá er langt komið útgáfu síðasta bindis- ins af íslendingasögum, sem þeir sjá um Þórhallur Vilmundarson, prófessor og Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður. í framhaldi af þessu er m.a. stefnt að útgáfu Eddu-kvæða og Snorra Eddu, svo og Biskupasagna. Forseti Hins íslenska fornritafé- lags er nú Jóhannes Nordal, en aðrir í stjórn félagsins eru Andrés Björnsson, Baldvin Tryggvason, Jónas Kristjánsson Möller. og Óttarr Aðalumboð fyrir útgáfubækur félagsins hefur Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar haft frá upp- hafi. - mhg Gjöfin sem gefur arð Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. „Stjórnir foreldrafélaga grunn- skóla Kópavogs átelja harðlega það fjársvelti sem Námsgagna- stofnunin býr við og leyfa sér jafn- framt að vísa til 1. og 2. gr. laga um Námsgagnastofnun þar sem segir m.a. að hlutverk stofnunarinnar sé að sjá grunnskólum fyrir sem best- urn og fullkomnustum náms- og kennslugögnum", segir m.a. í á- lyktun sem foreldrafélög grunn- skóla Kópavogs samþykktu ný- lega. Félögin vænta þess að fjár- veitingavaldið sjái sóma sinn í byí að endurskoða fjárveitingu til Námsgagnastofnunar þannig að eðlilegt starf geti farið fram í skólum landsins í samræmi við lög og reglugerðir.“ Fáar námsbækur fyrir nema meö sérþarfir Vegna umræðna um Námsgagn- astofnun ríkisins að undanförnu vill stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar benda á að útgáfa námsgagna fyrir nemendur með sérþarfir hefur verið hornreka frá upphafi í íslensku skólakcrfi og er enn. Síðan segir í frétt frá saintök- unum: Óttast stjórnin að réttur um- ræddra nemenda muni enn verða fyrir borð borinn verði fjárlaga- frumvarpið 1983 óbreytt að lög- um og sá niðurskurður sem þar kemur fram á fjárlagatillöguni Námsigagnastofnunar að veruleika. Stjórn Landssamtakanna Þrosk- ahjálpar leggur áherslu á að hafist verði handa um útgáfu á náms- gögnum fyrir nemendur með sér- þarfir hið allra fyrsta og tekur því eindregið undir þá kröfu að Náms- gagnastofnun ríkisins verði gert kleift að sinna því hlutverki, sem henni er ætlað.“ S AMHJ ÁLPARPLAT AN fíímhjólp HVERFISGÖTU 42 R. verdur til sölu í kaffistofu Samhjálpar á Hverfisgötu 42 kl. 14—18 alla virka daga til jóla. Sendum ípóstkröfu um allt land. Sími 11000 a.g«‘ öO-íT'* A.NNE MAKIB ANTONSEN Ljósmyndir Hallgríms Ein- arssonar Akureyri í upphafi í nýrrar aldar Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson sat um árabil á friðarstóli á Akureyri eftir að hann lét af embætti þarsem sóknarprestur. Akureyringar kunnu líka að meta hann og kusu hann fyrsta heiðursborgara Akureyr- ar. Myndin sýnir höfund þjóðsöngs okkar ís- lendinga þar sem hann situr lengst til hægri í heimsókn hjá syni sínum Steingrími lækni og fjölskyldu hans. Bókaútgáfan Hagall Bþrugötu 11 Myndin eraðeins eittsýnishorn affjölmörg- um Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895 - 1930, bókinni þar sem saga höfuð- staðar Norðurlands í byrjun tuttugustu aldar birtist í listáfallegum myndum á hverrisíðu. Myndperlur Hallgríms Einarssonar eiga er- indi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki - fallegum myndum - góðri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. 101 Reykjavík, sími 17450.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.