Þjóðviljinn - 12.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. janúar 1983
síöan
Illa
merkt
óskila-
kind
Hjá hreppstjóranum á Völlum
í Seyluhreppi í Skagafjarðar-
sýslu, var síðast þegar við hér á 2.
síðunni vissum, kind í óskilum.
Ærin er hvít, hyrnd, þriggja til
fjögurra vetra. Það sem er verra,
er að yfirmarkið á hægra eyra er
alls ekki nógu glöggt. Mönnum
sýnistþað annað hvort vera sneitt
framan, blaðstíft framan eða sýlt,
í það minnsta er mjög lítill biti
framan.
Markið á vinstra eyra er hins
vegar mun gleggra, þ.e.a.s. sýlt.
Til frekari upplýsinga má geta
þess að ærin er með rautt plast-
band á hægra horni, ef einhver í
Skagafirði er nær.
Skák
Karpov að tafli - 79
Karpov komst einn í efsta sætið í Lenin-
grad þegar hann sigraði Rukavina í 14. um-
ferð á meðan Kortsnoj gerði jafntefli við
Smejkal. Staðan þvi þessi: 1. Karpov 11 v.
2. Kortsnoj 10’/2 v. 3. Byrne 9V2 v. 4.
Smejkal 9 v. 5. Larsen 8V2 v.
115. umferð komst Karpov ekkert áleiðis
gegn Radulov og varð að sætta sig við
jafntefli á meðan Kortsnoj komst upp við
hliðína á honum með því að sigra Torre. I
þessari umferð vann Byrne Larsen og
tveim umferðum fyrir lok mótsins var hann i
3. sæti aðeins '/2 vinningi á eftir K-unum
tveimur.
í 16. umferð réðust úrslitin í raun. Kort-
snoj vann Estevez, Byrne vann Cuellar og
Karopv gerði möguleika Smejkal að engu
með því að sigra hann í löngu og ströngu
endatafli:
wrrm m
„........ ím m
P f!§ i§t H!
Smejkal - Karpov
Þessi skák þeirra félaga var án efa ein
sú tilþrilamesta i mótinu. Smejkal fékk
öflugt frumkvæði út úr byrjuninni en skilaði
því öllu til baka í tímahraki. Karpov náði
örlitlu frumkvæði og tókst að nudda vinn-
ingnum í land:
68. ..Kg4
69. Kd5 h4
70. e5 h3
71. Bxh3 Kxh3
72. e6 Bc5l!
- Hvítur gafst upp.
- Fyrir síðustu umferö var staðan þessi: 1.
- 2. Karpov og Kortsnoj 12'/2 vinning. 3.
Byrne 12vinninga4. Smejkal 10V2V. 5.-6.
Larsen og Húbner 10 v.
Peningaflóð í tennisíþróttinni
1.000.000.000 — einn miljarður ísl. var greiddur í verðlaun á tennismótum á síðasta ári
ónir krónur íslenskar. Þar af var
veitt í peningaverðlaun samtals 4
miljónum króna.
Þegar menn velta þessum svim-
andi tölum fyrir ser og athuga í
leiðinni, að á síðasta ári er talið
að ekki minna en 1000.000.000-
einum miljarði króna hafi verið
veitt í peningaverðlaun í tennis-
íþróttinni og að tennisleikarar
hafi þar fyrir utan þegið um 50
miljónir ísl. í auglýsingatekjur.
(Sem dæmi um slíkt má nefna að
John McEnro sá bandaríski þigg-
ur aðeins 15 miljónir íslenskar á
10 miljónir tennisspaða á ári
hverju. Meðan áhugi almennings
fyrir íþróttinni er þetta mikill þá
munu verðlaunafjárhæðir á tenn-
ismótum fara stighækkandi.
Frá
Bessa-
stööum
til
Reykja-
víkur
Við gátum þess nýlega hér á
síðunni að tvö mál hafi borið hæst
hjá embættismannanefndinni ár-
ið 1839. Annað var samning
kosningalaga, sem breyttist í
bænaskrá um þinghald á íslandi
og áður hefur verið greint frá.
Hitt var hvort flytja ætti skólann
frá Bessastöðum og til Reykjavík-
ur og gera þá jafnframt ýmsar
breytingar á skólahaldinu.
Nefndin var mjög skipt í af-
stöðu sinni til þessa máls. Bar-
denfleth stiptamaður, Þórður
dómstjóri, Stefán Gunnlaugs-
son, landfógeti og Páll Melsted,
sýslumaður vildu flytja skólann
en Steingrímur biskup, Árni
stiptprófastur og amtmennirnir,
Bjarni Thorarensson og Bjarni
Thorsteinsson og sýslumennirn-
ir, B.A./Blöndal og Jón Jónsson
voru apdvígir flutningnum.
Niðtírstaðan var sú, að hvorum
nefndarhlutanum uni sig var falið
að semja álitsskjal til danska
skólaráðsins. Kom það í hlut
stiptamtmanns að rökstyðja álit
flutningsmanna en Bjarna Thor-
steinssonar álit þeirra, sem vildu
hafa skólann áfram á Bessa-
stöðum.
Ofaná varð, eins og allir vita,
að flytja skólann til Reykjavíkur
þótt á því yrði nokkur bið þar sem
húsnæði var ekki fyrir hendi.
-mhg
Gætum
tungunnar
>etta er kannski ekki hraðskreyðasta hjól scm fundið hefur verið upp, en það er óneitanlega mikill kostur að
>eta stytt sér leið yfir allar vatnshindranir eða jafnvel siglt á heimshöfunum, eins og þessi farkostur býður
jppá. Annars er myndin af uppfinningamanninum sjálfum, austurrískum að uppruna sem siglir stoltur á
íljólhestafleyinu sínu á Genfarvatni.
hvors annars.
Rétt væri: Þeir komu hvor í ar
ars stað.
Því hærri peningaverðlaun sem
veitt eru í stórmótum atvinnu-
tennisleikara, þeim mun meiri
auglýsingu fá stórfyrirtækin sem
standa fyrir mótunum. Salan
eykst í réttu hlutfalli við auglýs-
ingarnar sem aftur þýðir að enn
hærri upphæðir renna til sigur-
vegaranna á tennismótunum.
Þetta hljómar sem lygasaga, en er
alls ekki.
Peningaflóðið sem fylgir tenn-
isíþróttinni hefur löngum vakið
furðu margra. Sem dæmi má
nefna Evrópska meistaramótið
sem haldið var í Antwerpen seint
á síðasta ári, sem stórfyrirtækið
ProServe stóð fyrir. Þangað var
boðið öllum sigurvegurum tennis-
móta það árið og Björn Borg
þeim sænska að auki, þar sem tal-
ið var fullvíst að þátttaka hans
myndi hafa mikið auglýsingagildi
fyrir þá sem stóðu að fyrirtækinu.
15 miljónir fyrir réttan tennis-
spaða
Kostnaðurinn við mótshaldið
var hvorki meiri né minni en
700.000 dollarar, eða um 14 milj-
Björn Borg er dæmi um gangandi
auglýsingu og því er hann eftir-
sóttur keppnismaður af skipu-
leggjendum stóru tennismótanna.
ári hverju fyrir að spila með
Dunlop spaða) er ekki að undra
þótt mörgum verði bumbult, en
aðrir reyni að leita skýringa á
þessum risafjárhæðum.
Stóreignarmennirnir sem
standa fyrir öllu saman til að aug-
lýsa vöru sína segja að auglýsing-
akostnaðurinn skili sér til baka og
meira en það með stóraukinni
sölu. Nefnd eru dæmi um hvernig
ákveðin tegund að tennis-
spöðum, svitaböndum og jafnvel
bíltegundum hefur rokið upp úr
öllu valdi, og skýringuna segja
þessir menn vera að finna í því
auglýsingagildi sem tennismótin
eru. Sjónvarpað er beint frá
stærstu mótunum alla keppnina,
og stórar fúlgur fást fyrir sýning-
arréttinn sem seldur er víða um
heim.
Á meðan 24 miljónir manna í
Bandaríkjunum einum spila
tennis, er markaður þar fyrir 8-
Finnst
enginn
franski
Jónas?
Frakkar virðast vera á alvar-
legum villigötum í landbún-
aðarmálunum. Líklega hafa þeir
engan Dagblaðs-Jónas sér til
ráðuneytis.
Sem dæmi um fjarstæðukennd-
ar tiltektir^Fransmanna í þess-
um efnum má nefna, að á sl. ári
tvöfölduðu þeir fjárstuðning sinn
við unga nýbýlinga. Frá miðju ári
var þessi aðstoð veitt öllum
bændum en áður hafði hún
aðeins náð til þeirra, sem byggðu
hin harðbýlli héruð. Að sögn
Freys er veittur grunnstyrkur,
sem nemur 93 þús. ísl. kr.,en til
bænda í harðbýlli héruðum og á
þróunarsvæðum nemur fram-
lagið 190 þús. ísl. kr..I fjallahér-
uðunum getur heildarframlagið
Frá vínekrum í Beaune í Frakklandi.
komist upp í 210 þús. ísl. kr..í
góðsveitum getur það hinsvegar
orðið hæst 125 þús. kr..Annars
fer grunnstyrkurinn eftir ýmsu
svo sem fagmenntun, búgreinum
og hugsaniegum aukabú-
greinum.
Tvennt vakir fyrir Frökkum
með þessum aðgerðum.
í fyrsta lagi vilja þeir stuðla að
endurnýjun ' bændastéttarinnar
og í annan stað vinna gegn
atvinnuleysi. En hér á íslandi tala
menn, sem taka sjálfa sig alvar-
lega þótt engir aðrir geri það, um
að leggja niður búskap og setja
bændur á atvinnuleysisbætur.
-mhg