Þjóðviljinn - 12.01.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 12.01.1983, Page 5
Miðvikudagur 12. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Rogers vekur reiði í Finnlandi Bernard Rogers yfírmaður herafla Nato í Evrópu segir í nýbyrjuðu viðtali að hann dragi í efa að Finnland sé reiðubúið að verja hlutleysi sitt á svipaðan hátt og Sví- þjóð eða Sviss. Viðtal þetta, sem hann átti við dagblaðið Helsingin Sanomat, hefur vakið mikinn úlfaþyt í Finnlandi, og hefur ummælum Rogers verið harðlega mótmælt af fínnska utanríkis- og varnarmálaráðuneytunum. Bernard Rogers yfirmaður herafla Nato hefur valdið úlfaþyt í Finnlandi með því að draga hlutleysisvilja Finna í efa. f viðtalinu sagði Rogers að hann drægi í efa að Finnar væru reiðu- búnir að verja hlutleysi sitt ef So- vétríkin reyndu að ráðst á stöðvar Nato í Noregi í gegnum Finnland. Yfirmaður finnska hersins, Lauri Sutela hershöfðingi, sagði að það væri ekki nýtt að reynt væri að skapa efasemdir um hlutleysi Finna, það væri tilraun til að færa rök fyrir hina meintu „finlandsiser- ingu“. Hershöfðinginn sagði að Rogers þekkti greinilega ekki til sögu Finnlands og samskipta þeirra við nágranna sína. Hann sagði að það yrði greinilega erfitt að sannfæra Rogers um kosti þess að skapa kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Rogers boðaði aukinn vígbúnað og sagði að Evrópuríkin yrðu að verja meira fé til varnarmála, jafn- vel þótt það kæmi niður á félags- legri þjónustu. Dregur hlutleysi Flnna í efa Bæði Per Stenbáck utanríkisráð- herra og Juhani Saukkonen varn- armálaráðherra vísuðu efasemdum Rogers á bug og sögðu jafnframt að þeir hefðu enga ástæðu til að ætla að Sovétríkin yrðu fyrst til að ógna hlutleysi Finnlands með hern- aðaríhlutun. Bernard Rogers beindi einnig varnaðarorðum til friðarhreyfing- anna á Vesturlöndum, sem hann taldi gegna varhugaverðu hlut- verki. Hann minnti friðarhreyfing- arnar á að kjarnorkuvopn verði ekki afnumin með slagorðum held- ur með samningum á ntilli þar til kjörinna stjórnvalda. Sænska blaðið Dagens Nyheter gerir viðtalið við Rogers að umtals- efni í leiðara s.l. miðvikudag og segir þar að steinrunnar hugmyndir Bernards Rogers séu vart til þess fallnar að opna vitsmunalega um- ræðu um hlutleysisstefnu Finna. Síðan segir blaðið: Finnar hafa eftir tvær blóðugar styrjaldir við Sovétríkin gert við þau vináttu og samvinnusáttmála um leið og þeir hafa sett sér að viðhalda hlutieysi. Það er erfitt að skilja hvaða ávinn- ing Rogers geti talið sig hafa af því sem fulltrúi Nato að gefa það fyrir- fram í skyn að Finnar séu þess ekki fullfærir að standa vörð um hlutleysi sitt vegna samningsins við Sovétríkin. Slíkra yfirlýsinga væri frekar að vænta frá sovéskum herforingja, sem sjálfsagt mundi vilja tryggja sér finnska fylgispekt ef til átaka kæmi, á milli valda- blokkanna. Rogers virðist greinilega óska þess að Finnar komi fram eins og samningur þeirra við Sovétríkin væri ekki fyrir hendi. Umræða sem er svo gjörsneydd sögulegri innsýn er ekki vænleg til þess að eiga upp á pallborðið í Finnlandi og hið per- sónulega andsvar finnska hers- höfðingjans ætti að verða Rogers til umhugsunar. Síðan heldur leiðarinn áfram: Grandvarari menn en Rogers her- foringi hafa lagt sig fram að undir- strika framlag Finnlands til jafnvægis og slökunar í Evrópu. Þegar yfir- niaður herafla Nato dregur hlut- leysi Finnlands í efa í krafti emb- ættis síns gerir hann Finnum hlut- leysið erfiðara - gagnstætt hags- munum Atlantshafsbandalagsins sjálfs. Því má að lokum bæta við, að því yrði væntanlega ekki vel tekið, hvorki í Finnlandi né annars staðar ef yfirmaður heratla Varsjárband- alagsins gæfi frá sér hliðstæðar yfirlýsingar, þar sem vilji og geta Finna til að standa við hlutleysi sitt væru dregin í efa. Þá er þessi umræða ekki síður forvitnileg í ljósi þess að hér á ís- landi heíur Morgunblaðið um ára- bil hamrað á því að Finnland væri ekki sjáifstætt ríki og að „finn- landsísering" væri það hlutskipti sem herstöðvaandstæðingar hér á landi ætluðu íslandi. Kirkja og kúgun í Mið- Ameríku Ríkisstjórn Rios Montt í Guatemala er talin hafa látið taka um 10 þúsund óbreytta borgara af lífí frá því hún kom til valda í marsmanu skýrslu sem Council on Washington. í þessari árlegu skýrslu ráðsins um mannréttindi í Rómönsku Ameríku kemur fram að ástand mannréttinda í álfunni sé bág- bornast í Guatemala og E1 Salva- dor, en tala fallinna óbreyttra borgara í báðum ríkjunum nemur 15-20 þúsundum á síðasta ári að mati ráðsins, og er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem stjórn- völd Guatemala fara fram úr stjórnvöldum í E1 Salvador í af- tökum á óbreyttum borgurum. í skýrslunni segir að „fleiri sak- lausir borgarar hafi verið teknir af lífi í þessum tveim löndum en í hinum löndunum í álfunni samanlagðri." í skýrslunni segir að mannrétt- indasamtök hafi komist að þeirri niðurstöðu, að fjögurra ára vald- atíma Lucas Garcia, sem var fyrirrennari Rios Montt, hafi um 20 þúsund óbreyttir borgarar ver- ið teknir af lífi og þótt flestir hafi álitið að ástandið gæti ekki annað en batnað við valdaskiptin, þá hafi hið gagnstæða komið í ljós. í skýrslunni eru ummæli Ronalds Reagan nýverið, þess efnis að ástand mannréttinda væri nú betra í Guatemala en áður, gagn- rýnd mjög. Að mati ráðsins hafa á milli 6 og 9 þúsund óbreyttir borgarar verið teknir af lífi af dauðasveit- um hægri manna í E1 Salvador á 11982 segir í nýbirtn árlegri Hemispheric Affairs gaf út í árinu, en þær njóta stuðnings herstjórnarinnar. Ráðið telur að um 1000 óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir vinstri sinnuðum skæruliðum. Páfinn til Guatemala Tilkynnt hefur verið, að Jó- hannes Páll II páfi muni heimsækja E1 Salvador og Guate- mala í mars n.k. Þar mun hann mæta mörgum vandamálum og margir munu þar gera tilkall til verndar hans og stuðnings. Meðal þeirra verður þó ekki Efrain Rios Montt, því hann er mótmælandi einn af 1,5 milljón- um slíkum í Guatemala eða um fjórðungi þjóðarinnar. Mótmæl- endur hafa stundað trúboð í Gu- atemala í u.þ.b. eina öld um þessar mundir, og eru mótmæl- endur þar flestir af hvítasunnu- söfnuði aðventistasöfnuði og baptistar. Trúboð þetta hefur náð bestum árangri meðal lág- stéttanna, og er meðal mótmæl- endanna lögð rík áhersla á strangt uppeldi, hlýðni við yfir- boða og yfirvöld og að menn leggi hart að sér við vinnu og nám. „Kirkja orðsins“ Átökin í Guatemala eru ekki trúarlegs eðlis, en trúarbrögð setja engu að síður svip sinn á þau. Andstæðingar herforingja- Efrain Rios Montt forseti Guatemala og þríeyki hans. Mannréttindasamtök hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hann hafi nú tekið forystuna í brotum á mannréttindum í Rómönsku Ameríku, enda þótt hann geti nú hampað syndakvittun og hernaðaraðstoð frá Ronald Reagan. stjómar Montts sækja sér gjarnan hald og traust í þeirri hreyfingu sem breiðst hefur út um kaþólsku kirkjuna í Rómönsku Ameríku fyrst og fremst og kölluð hefur verið guðfræði frelsisins. Að sögn fréttaritara The Guar- dian var Rios Montt hershöfðingi skýrður til nýrrar trúar fyrir 4 árum. Söfnuðurinn sem hann til- heyrir er lítill ofsatrúarsöfnuður sem kallar sig „Kirkju orðsins" og á rætur sínar í Norður- Kaliforníu í Bandaríkjunum. Bróðir Rios Montt er hins vegar einn af leiðandi kaþólskum bisk- upum í Guatemala. Þótt Montt sé fyrsti ekki kaþólski forsetinn í Guatemala, þá hefur oft áður kastast í kekki á milli ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í landinu fyrir áhrif hinnar nýju kaþólsku guðfræði. Nú erþessi ágreiningur hins vegar orðinn að opnu stríði. Margir prestar hafa unnið að því að skipuleggja samtök bænda og sögur fara einnig af prestum sem hafa gengið til liðs við skæruliða. Svör hersins hafa verið að drepa fjölmarga presta í landinu. Þegar Ronald Reagan kom til Guatemala í byrjun síðasta mán- aðar átti hann fund með Montt, og virtist fara vel á með þeim. Að fundinum loknum tilkynnti hann að Bandaríkin myndu aflétta vopnasölubanni til Guatemala og veita ríkisstjórn Montts hern- aðaraðstoð, sem Carter hafði skrúfað fyrir vegna brota á mann- réttindum í landinu. Þess verður væntanlega krafist af páfanum, þegar hann kemur til Guatemala að hann geri upp hug sinn um þessi mál. f E1 Salvador verður hann vafalaust minntur á for- dæmi Romeros erkibiskups sem myrtur var fyrir altafi dómkirkj- unnar vegna stuðnings síns við fá- tæka bændur. Jóhannes Páll páfi hefur til þessa ekki tekið ótvíræða afstöðu til frelsishreyfinga kaþólíka í Rómönsku Ameríku, en hann hefur hins vegar veitt biskupnum í Managua í Nicaragua siðferði- legan stuðning í andstöðu hans við stjórn Sandinista. Hver sem afstaða páfans verður á andan- um, þá hefur hið pólitsíka ástand í Rómönsku Ameríku leitt til sið- ferðilegrar kreppu innan kirkj- unnar. Þess má að lokum geta, að í fyrradag gáfu ríkisstjórnir Mex- íkó, Venezuela og Kólumbíu út yfirlýsingu, þar sem afskipti og íhlutun erlendra ríkja í málefni Mið-Amríku voru fordæmd, sem og sú kenning Bandaríkjastjórn- ar að ástandið í þessum heims- hluta starfi af sovésk-kúbönsku samsæri. Væntanlega á þessi yfir- lýsing eftir að skrepa þær hug- myndafræðilegu deilur sem risið hafa innan kirkjunnar og stjórn- málaflokka um málefni Mið- Ameríku. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.